Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 37

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 37
Ráðabmgg á dulmáli árið 1784. Hélt hann þá heim til Skotlands og hóf störf viö fyrirtæki Dundonald-ættarinnar, The British Tar Company. Fjölskyldan átti kolanámur í Culross í Skotlandi. Elsti bróðir Cochranes, Archibald, sem nú var orðinn 9- jarlinn af Dundonald, var þekktur vísindamað- ur og hafði gert merkar uppgötvanir í efna- fræði. M. a. hafði hann fundið upp aðferð til að vinna tjöru úr kolum. Til þess að hagnýta þessa uppgötvun hafði ættin reist efnaverk- smiðju í Skotlandi. Var þetta tilraun til að rétta við fjárhag fjölskyldunnar.31 Veturinn 1784-1785 var mikið um það fjall- að í Kaupmannahöfn, hvernig unnt væri að koma íslendingum til hjálpar í kjölfar móðu- harðinda. Sérstökum erfiðleikum olli, að 75% sauðfjár hafði fallið á íslandi.'2 í janúar 1785 fól Schimmelmann greifi fyrrnefndum Peter Anker að athuga, hvort bresk yfirvöld myndu leyfa útflutning á skosku sauðfé til íslands." Anker og Cochrane, sem höfðu kynnst í Kaupmannahöfn 1778, voru nánir vinir; höfðu „liveci on the most intimate footing" eins og Cochrane komst að orði.'1 Það kemur því ekki á óvart, að Anker leitaði ásjár Cocirranes í þessu máli, enda Cochrane Skoti — eins og sauðféð! Hér hefur hinn hugmyndaríki Coch- rane komið auga á frábæra lausn á vandamáli, sem hann átti við aö glíma um þessar mundir — nefnilega hvernig hann gæti krækt sér í ó- dýran brennistein. Þannig var mál með vexti að til að vinna tjöru úr kolum með aðferð 9- jarlsins af Dun- cionalcl þurfti mikinn brennistein. Þessi brenni- steinn var fluttur frá Ítalíu til Skotlands með ærnum tilkostnaði. Á íslandi var hins vegar talinn nægur brennisteinn." Þaö var því ís- lenski brennisteinninn sem vakti áhuga John Cochranes á landinu. Mun hagkvæmara virtist að flytja brennistein frá íslandi en frá Ítalíu. Hugmynd þeirra félaga, Cochrane og Ank- er, var að senda skip með skosku sauðfé á fæti til íslands með kol úr námum Dundonald fjölskyldunnar að kjölfestu. Gætu skipin síðan siglt til baka hlaðin brennisteini.® Þótt Anker væri bjartsýnn í upphafi neituðu bresk stjórn- völd að leyfa útflutninginn á skosku sauðfé.17 í kjölfar ameríska frelsisstríðsins hafði breska ríkisstjórnin sett lög, sem bönnaðu útilutning á sauðfé í því skyni að vernda ullariðnað Breta. Cochrane skrifaði þá Schimmelmann og stakk upp á beinni verslun milli Skotlands og ís- lands — skosk kol í skiptum fyrir íslenskan brennistein. íslendingar gætu notað kolin til upphitunar og haft framfærslu af því að vinna brennisteininn. Cociirane reyndi að fullvissa Schimmelmann að slík viðskipti mundu ekki skaða einokunarverslun Dana.'8 Svar Schimm- elmanns hefur ekki komið í leitirnar, en ljóst er, að Danir hafa ekki fengist til að rjúfa ein- okunina. Nú var úr vöndu að ráða fyrir þá Dundon- aldbræður. Af þeirri ástæðu einni að íslanci til- heyrði Danmörku var íslenski brennisteinninn, sem var landfræðilega í næsta nágrenni við Skotland, í reynd óaðgengilegri en brenni- steinninn á Ítalíu. Ef hins vegar Bretar eignuð- ust ísland, ekki síst fyrir milligöngu Cochra- nes, myndu þeir bræður eiga greiðan aðgang að íslenska brennisteininum. En hvernig gátu Bretar best slegiö eign sinni á íslancl á friðartímum? Cochrane og Anker virðist hafa hugkvæmst sú leið, að Bret- ar hjálpuðu Dönum að komast yfir eyju í Kar- abíska hafinu í skiptum fyrir ísland og Færeyj- ar. Sem ungur nraður hafði Cochrane einmitt dvalið í Vestur-Indíum crg þekkti svæðið vel.w Anker hafði aldrei komið á þessar slóðir og er Cochrane því líklegur upphafsmaður tillög- unnar. Voru slíkar landahrókeringar raunar mjög í tísku á þessum tíma. Að sögn Cochranes veitti Schimmelmann Peter Anker heimild fyrir hönd Danakonungs lil aö kanna, hvort bresk stjórnvöld hefðu á- huga á skiptum á íslandi og Færeyjum fyrir Krabbaeyju. Yrðu viðbrögð þeirra jákvæð myndi Reventlow greifi, sendiherra Dana í Englandi, hefja formlegar samningaumleitan- ir.u’ Dönum haföi tekist fyrr á öldinni að kom- ast yfir þrjár eyjar í Jómfrúareyjaklasanum (St. John, St. Croix og St. Thomas) og grætt vel á þeim — Schimmelmann greil'i var reyndar sjálfur stærstur landeigenda þar. Krabbaeyja (sem nú heitir Vieques) var næsta eyja tii vest- urs við dönsku nýlendurnar þrjár og höfðu Danir oftar en einu sinni reynt að ná henni á sitt vald án árangurs." Það er því enginn vafi á því, að Danir hefðu haft hug á að eignast Krabbaeyju.12 Samkvæmt skjölum Cochranes mun Peter Anker hafa farið á fund Joseph Banks í London til að fá aðstoð hans við þessa mála- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.