Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 18

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég flaug inn í myrkrið og vissi ekki á hverju ég átti von hér á Sval- barða,“ segir Sigfús Ófeigur Kon- ráðsson, eini Íslendingurinn sem býr á staðnum. Honum líkar vel dvölin í Longyearbyen á Spits- bergen, megineyjunni í Svalbarða- klasanum. „Það er oft talað um Svalbarða-vírusinn og ég held að ég hafi fengið hann strax á fyrstu mán- uðunum. Ef þú kemst í gegnum fyrsta myrka tímabilið og þér líkar, þá ertu í góðum málum. Ég þekkti engan þegar ég kom hingað, en nú stefni ég á að vera hér einhver ár í viðbót.“ Sigfús fæddist á Akureyri fyrir rúmum 30 árum, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Svíþjóðar. Þar starfa foreldrar hans í Upp- sölum, Konráð Konráðsson háls-, nef- og eyrnalæknir og Guðbjörg Ófeigsdóttir hjúkrunarfræðingur. Systkini hans, Signý og Konráð, búa einnig í Svíþjóð. Sigfús bjó í Lundi og lauk prófi sem viðskiptafræð- ingur frá háskólanum í Linköping árið 2004. Hann starfaði um tíma í Svíþjóð en svo lá leiðin til Íslands eins og lengi hafði verið á döfinni. Slátrari og fjárhirðir „Ég flutti til Íslands árið 2006 og starfaði hjá BYKO fram yfir hrun,“ segir Sigfús. „Ég flutti aftur út 2009 og eftir að hafa auglýst eftir starfi réð ég mig tímabundið í vinnu í slát- urhúsi í Noregi og vann við að slátra sauðfé í sláturtíðinni þar haustið 2009. Svo söðlaði ég alveg um og réð mig sem fjárhirði í Ísrael í nokkra mánuði. Meðan ég var í Noregi fékk ég enn eitt svarið við auglýsingunni minni og var nú boðið að starfa sem þjónn á Spitsbergen- hótelinu á Svalbarða. Ég var tilbú- inn í fleiri ævintýri og réð mig snar- lega.“ Með háskólanámi hafði Sigfús starfað um tíma sem þjónn og fljót- lega eftir að hann kom til Svalbarða var hann orðinn yfirþjónn á hót- elinu, sem frá gamalli tíð gengur undir heitinu Funken og stendur efst í þorpinu. Þar eru 88 herbergi og 122 rúm og mikið að gera yfir há- vertíðina. Fyrri törnin byrjar með marsmánuði og stendur fram í maí þegar snjóa leysir á vesturströnd Spitsbergen. Hótelherbergi kostar drjúgt Gisting á hótelunum á Svalbarða er ekki gefin og í aprílmánuði er al- gengt að nótt í eins manns herbergi kosti yfir 50 þúsund krónur sam- kvæmt verðlista. Síðan kemur tími skemmti- ferðaskipanna frá miðjum júní fram undir lok ágústmánaðar, en þá er orðið nánast íslaust í fjörðunum vestan megin, þökk sé Golf- straumnum. Gjarnan er flogið með farþega skipanna til Svalbarða og gista þeir þar í eina nótt áður en haldið er í vikusiglingu um norð- urslóðir. Aftur er gist í eina nótt á Svalbarða áður en haldið er heim á leið. Hátt í 30 skemmtiferðaskip komu til Svalbarða í fyrrasumar. „Annars er alltaf eitthvað um að vera í ferðamennskunni hér á Sval- barða eins og sést á því að í fyrra komu hingað um 65 þúsund ferða- menn,“ segir Sigfús. „Ég er búinn að vera hérna á hótelinu í rúmt ár og hef því upplifað eitt myrkt tíma- bil, en í desember og janúar er hér myrkur allan sólarhringinn. Sólinni er síðan fagnað hér 8. mars og fljót- lega taka við fjórir albjartir mán- uðir. Fólk er náið í myrkrinu Á þessum tíma er samt talsvert af ferðamönnum, en á þeim tíma eru færri vinnandi hendur því margir heimamenn fara í frí á þessum tíma. Ég held að ég hafi unnið yfir 220 vinnustundir bæði í desember og janúar. Maður var nánast alltaf í vinnunni. Heimamenn taka myrkr- inu með ótrúlegu jafnaðargeði og ferðamönnum finnst þetta spenn- andi. Þeir ylja sér við tunglskinið og norðurljósin, sem geta orðið ótrúleg hérna norðurfrá. Fólk er náið þennan tíma og tek- ur hver utan um annan. Hittast á jólahlaðborðum og halda jól og ára- mót saman. Mér fannst þetta bara Á Svalbarða » Með Parísarsamningnum um Svalbarða árið 1920, tók gildi 1925, voru Noregi falin fullveldisréttindi yfir Sval- barða. Aðildarríki samningsins eru 40 og er Ísland þar á með- al. Í samningnum er kveðið á um jafnréttisreglu aðildarríkja. » Svalbarða-eyjaklasinn, sem kenndur er við kalda strönd, er samtals um 62 þúsund ferkíló- metrar. Það er hálf önnur Dan- mörk að flatarmáli og til sam- anburðar má nefna að flatarmál Íslands er 103 þús- und ferkílómetrar. » Um 2.000 manns búa í Longyearbyen á Spitsbergen sem er stærsta eyjan. Tæplega 400 Rússar og Úkraínumenn búa í Barentsburg. » Albjart er frá 7. apríl til 7. ágúst, en myrkur í desember og janúar. » Alþjóðleg rannsóknastöð er í Nýja-Álasundi og í Hopen ráða sjö Pólverjar ríkjum. Þrjár veiði- stöðvar eru á eyjunum og einn maður í hverri, langt fjarri bæj- unum. Þeir veiða einkum heim- skautaref. Stór hluti eyjanna er friðaður og umferð takmörkuð um aðra hluta þeirra. » Land var numið á eyjunum ár- ið 1596 af Hollendingnum Bar- entsz. Fljótlega voru stöðvar hvalveiðimanna settar upp og veiðimenn frá mörgum þjóðum komu að veiðum og vinnslu. Í lok 19. aldar varð Svalbarði miðstöð landkönnuða á leið norður á bóginn. » Nú eru þrjár stoðir sam- félagsins á Svalbarða rann- sóknir, ferðamennska og kola- námur. Stóra Norska rekur Svea-námuna, Rússarnir eru í Barentsburg, en engin vinnsla er lengur i Piramiden og er þar „draugaþorp“. Um tíma hefur verið til umræðu að koma upp fiskmóttöku á Svalbarða. » Í raun eru ekki margar dýra- tegundir á Svalbarða, nefna má hreindýr, heimskautaref og ísbirni, en þeir eru um þrjú þúsund á eyjunum og getur karlinn orðið um 800 kíló að þyngd. Jurtir eru heldur ekki fjölbreyttar í sífreranum. » Skammt frá flugvellinum við Longyearbyen er fræhellir, sem geymir fræ um 4,5 milljón matjurta alls staðar að úr heiminum. Þau eru varðveitt við 18 gráða frost. » Longyearbyen er ekki lífs- hlaupsstaður eins og Norð- menn orða það, þar er hvorki fæðingardeild né elliheimili. » Glæpir eru fátíðir og ekki er að finna félagsþjónustu í venjulegum skilningi þess orðs. Talsvert er hins vegar um slys í námunum og mikið um leit og björgun ferðafólks. Sýslumaður ræður m.a. yfir Super Puma-þyrlu. » Árið 2002 var í fyrsta skipti kosið til sveitarstjórnar á Sval- barða. Verkefni hennar eru lík og hjá öðrum sveitarstjórnum, m.a. skólar og veitur. Þrír leik- skólar, grunnskóli og mennta- skóli eru í Longyearbyen. „Flaug inn í myrkrið“  Sigfús Konráðsson fékk Svalbarða-vírus strax eftir komuna til Longyearbyen  Fannst myrkrið yfir háveturinn þægilegur tími og segir alla vera aðkomumenn Vor í lofti Sigfús Konráðsson léttklæddur í Longyearbyen í liðinni viku. Það er mikið að gera á hótelunum og verður svo meira og minna fram í ágúst. Morgunblaðið/Ágúst Ingi Jónsson Miðbærinn Á göngu í miðbæ Longyearbyen á Svalbarða. Í næsta nágrenni eru skrifstofur bæjarins, menningarhúsið sem var tekið í notkun á síðasta ári, verslanir og veitingastaðir sem sumir hafa dregið borð og stóla út á pall. Stærstu vinnustaðir eru í námunni, háskólanum og við ferðaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.