Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 44
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. „Farið hefur fé betra“
2. Naglalakkaður drengur vekur …
3. Segir sig úr þingflokknum
4. Zeta-Jones leitar sér lækninga …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Annar hluti fimm hluta kvikmynda-
bálks Erlends Sveinssonar um píla-
grímsgöngu Thors heitins Vilhjálms-
sonar verður frumsýndur í Bíó
Paradís í dag. Rætt er við Erlend um
bálkinn í blaðinu í dag. »36
Morgunblaðið/Kristinn
Pílagrímsganga
Thors, annar hluti
Uppselt er á af-
mælistónleika
Stefáns Hilm-
arssonar og Eyj-
ólfs Kristjáns-
sonar í Salnum
30. apríl. Auka-
tónleikum hefur
verið bætt við
hinn 12. maí. Hinn
4. maí nk. verða liðin 20 ár frá því fé-
lagarnir fluttu lagið „Nínu“ í Evró-
visjónkeppninni og eru tónleikarnir
haldnir af því tilefni.
Aukatónleikar hjá
Stebba og Eyfa
Önnur sólóplata Elízu Newman, Pie
in the Sky, hefur hlotið góðar við-
tökur í Bretlandi, m.a. í gagnrýni dag-
blaðsins The Sunday Mail. Platan
hefur verið í spilun í
tvær vikur í Indie
Spotlight á iT-
unes í Bandaríkj-
unum. Elíza kem-
ur fram með
Helga Björnssyni
á Café Rósen-
berg 19. apríl, í
Fuglabúrinu.
Pie in the Sky vel
tekið í Bretlandi
VEÐUR
Akureyri og FH fögnuðu
sigri í fyrstu viðureignunum
í undanúrslitum N1-deildar
karla í handknattleik í gær-
kvöldi. Deildarmeistarar Ak-
ureyringa höfðu betur á
móti HK-ingum í spennandi
leik á Akureyri en í Kapla-
krika lönduðu FH-ingar
öruggum sigri. Liðin eigast
við öðru sinni á morgun og
þá eiga HK og Fram heima-
leiki. »» 2-3
Akureyri og FH
fögnuðu sigri
Það stefnir allt í að Lionel Messi skori
vel yfir 50 mörk fyrir Barcelona á
leiktíðinni en argent-
ínski töframaðurinn
sló markamet hjá
Börsungum í vik-
unni þegar
hann skor-
aði sigur-
markið
gegn
Shakhtar.
Hann hefur
skorað 48
mörk á tíma-
bilinu, þar af
fjórar þrennur.
»4
Messi er óstöðvandi
með Börsungum
Stjörnumenn eru ekki af baki dottnir
í einvíginu gegn KR-ingum um Ís-
landsmeistaratitilinn í körfuknattleik
karla. Eftir að hafa tapað fyrsta leikn-
um með 30 stiga mun náðu Garðbæ-
ingar að jafna metin í einvíginu með
því að vinna Vesturbæjarliðið með
tveggja stiga mun í æsispennandi
viðureign á heimavelli sínum í Garða-
bæ. »» 4
Stjörnumenn
ekki af baki dottnir
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Einar Jóhannesson, klarínettuleik-
ari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands,
segist kveðja Háskólabíó með sökn-
uði og hann finni fyrir ljúfsárum
kenndum, en tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í gærkvöldi voru
síðustu tónleikar sveitarinnar í stóra
sal bíósins eftir nær hálfrar aldar
starfsemi í húsinu. „Þetta hús hefur
verið starfsvettvangur minn í rúm
30 ár, hérna hef ég náð að þroskast
sem listamaður og fengið alls konar
tækfæri,“ segir Einar. „Ég hugsa
með miklu þakklæti til hússins.“
Að sögn Einars hefur farið mikil
orka hjá Sinfóníuhljómsveitinni í að
búa til tónlist í Háskólabíói og líkja
megi flutningunum í tónlistar- og
ráðstefnuhúsið Hörpu við það að
fara úr móðurfaðmi. „Þetta er eins
og að flytja að heiman og svolítið út í
óvissuna, eins og að fara út í heim,
því Harpa er heimur út af fyrir sig.
Þetta eru mikil tímamót og ég verð
að viðurkenna að ég er svolítið
meyr.“
Nánd og samstaða
Einar segir að margir tónlistar-
menn hafi talað illa um hljómburð-
inn í Háskólabíói en síðan hafi marg-
ir listamenn komið salnum til varnar
og bent á að þetta væri ekki versta
húsið. Vissulega væru aðstæðurnar
frumstæðar fyrir svona stóra hljóm-
sveit. Erfitt væri með upphitun og
að leggja frá sér hljóðfæri vegna
plássleysis, en á móti kæmi mikil
nánd og samstaða í kjallaranum,
sem væri allt í senn kaffistofa, upp-
hitunarherbergi, hljóðfærageymsla
og fleira. „Þröngt mega sáttir sitja,“
segir hann og bætir við að menn hafi
alltaf þurft að leggja mikið á sig í
Háskólabíói til að búa til góðan
hljóm. Því fagni menn því að komast
í Hörpu þar sem hljómburður sé
góður. Þar geti hljómsveitin líka
spilað tónverk sem hún hafi varla
getað gert í Háskólabíói. Tónverk
Jóns Leifs þurfi til dæmis mikið
rými. „Ég bíð eftir þeirri stundu
þegar við flytjum Heklu Jóns Leifs í
Eldborg,“ segir hann. „Það verður
heimsviðburður.“
Gunnar allt í öllu
Einar segir að hann hafi snemma
fengið áhuga á hljómsveitinni. „Ég
byrjaði að smygla mér á sinfóníu-
tónleika í Háskólabíói 10 ára gam-
all,“ rifjar hann upp, en þá var
Gunnar Þjóðólfsson umsjónarmaður
hljómsveitarinnar og dyravörður.
Gunnar starfaði manna lengst með
hljómsveitinni en fór á eftirlaun fyr-
ir nokkrum árum. „Gunnar smeygði
mér alltaf inn mjög ástúðlega en
ákveðið, en hann var algerlega
ómissandi hluti hljómsveitarinnar og
starf hans fyr-
ir hljómsveit-
ina er ómet-
anlegt.“
Eins og að fara úr móðurfaðmi
Sinfóníuhljómsveitin flytur í Hörpu
eftir 50 ára starfsemi í Háskólabíói
Morgunblaðið/Kristinn
Kveðjustund Síðustu tónar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói voru í gærkvöldi en hljómsveitin hefur starfað þar síðan 1961.
Fyrstu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Háskólabíói
fóru fram 12. október 1961 og á
tæplega hálfri öld hefur sveitin
haldið þar yfir 1.400 tónleika.
Með tilkomu Háskólabíós
eignaðist Sinfóníuhljómsveitin
í fyrsta sinn fastan samastað
til æfinga og tónleikahalds, og
þar með aðstöðu til að þróa
starf sitt og flytja helstu
meistaraverk
tónbók-
menntanna,
en tónar
hennar heyr-
ast þar ekki
lengur.
Yfir 1.400
tónleikar
Í BÍÓINU Í HÁLFA ÖLD
Á laugardag Suðvestanátt, 8-13 m/s og víða él, þó síst austan-
lands. Hiti 0 til 5 stig við ströndina en vægt frost til landsins.
Á sunnudag SV 5-10. Áframhaldandi éljagangur, hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 4-10 m/s og él eða slydduél, þó
síst norðaustantil á landinu. Kólnandi, og hiti víða 0 til 4 stig en
vægt frost til landsins síðdegis.