Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Fáir erlendir menn höfðu jafn- mikil áhrif á Jón Sigurðsson og bandaríska frelsishetjan og þús- undþjalasmiðurinn Benjamin Franklin. Árið 1839 gaf Hið ís- lenska bókmenntafélag út þýð- ingu hans á ævisögu Franklins. Ævisögur voru nýjar af nálinni í bókmenntaflórunni og þetta urðu fyrstu kynni margra Íslend- inga af forsetanum. Jón hóf þýð- ingarstörfin árið 1838 þegar hann var 27 ára gamall. Jóni sjálfum þótti aðdáunarvert hvernig Franklin hafði með mikl- um dugnaði náð að knýja fram framfarir sem voru heilli þjóð til mikillar gæfu. Jóni þótti gagn- legt að rýna í söguna og greina þróun einstakra mála. Þannig fengist djúpur skilningur á eðli framfara og hvernig mögu- legt væri að læra af þeim. Bakgrunnur Franklins heill- aði Jón, sagan af manni sem braust til áhrifa án þess að vera af auðugu eða tignu fólki. Með hugviti sínu og hæfileikum tókst Franklin að verða einn mikilvæg- asti stjórnmálamaður allra tíma. Franklin var einnig góður vís- indamaður, hann gerði t.a.m. merkilegar uppgötvanir á eðli rafmagns og kom á fót fyrsta al- menningsbókasafni Bandaríkj- anna. Jón Sigurðsson 200 ára Benjamín Franklin Jón Sigurðsson og Benjamin Franklin FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Frá Reykjavík fara á bilinu 3- 4.000 manns í sérstakar lunda- skoðunarferðir með Lunda- hraðlestinni og í hvalaskoð- unarferðum frá Reykjavíkurhöfn er jafnan komið við í grennd við lundabyggðir. Í Vestmannaeyjum fara um 20.000 manns í ferðir með Viking Tours, einkum til að skoða lunda. Minjagripaverslanir bjóða líka gríðarlegt úrval af hvers kyns lundaminjagripum. Lundaskoðun er sem sagt afar vinsæl meðal erlendra ferðamanna og ljóst að miklir fjármunir skila sér í þjóðarbúið í gegnum hvers kyns lundaskoðunarferðir víða um land. Sterkur lundastofn er aug- ljóslega mikils virði. Hvað er 3.500 sinnum 3.000? Ferðin með Lundahraðlestinni frá Reykjavíkurhöfn tekur rúman klukkutíma og farið er fimm sinn- um á dag. Túrinn kostar 3.500 krónur. Borgi 3.000 manns fullt verð nema tekjurnar 10,5 millj- ónum. Hjörtur Hinriksson, fram- kvæmdastjóri Sérferða, sem gerir út Lundahraðlestina frá 1. maí til 20. ágúst, hefur áhyggjur af fregnum um að lundavarp í Ak- urey hafi fyrir helgi ekkert verið komið af stað. Hjá fyrirtækinu séu fjögur stöðugildi eingöngu vegna Lundahraðlestarinnar. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út,“ segir hann. Fari lundinn snemma úr Akurey verði að stytta ferða- tímabilið sem leiði til þess að við- skiptavinum muni fækka um allt að helming. Fólk sé byrjað að tala um að minna sé af fugli. „Og við finnum strax að það koma færri í þessar ferðir hjá okkur,“ segir hann. Reyndar hafi verið mikið af lunda við Akurey í fyrradag og í gær. Hvalir og lundi í leiðinni Hjörtur segir að fyrirtækið fari alls með upp undir 10.000 manns í siglingu á hverju sumri og í þeim sé lundaskoðun hluti af aðdrátt- araflinu. Þrjú önnur fyrirtæki, Sjósigling, Elding og Hvalalíf, bjóða einnig upp á hvalaskoð- unarferðir frá Reykjavíkurhöfn. Hjörtur telur að á bilinu 70-80.000 manns fari í siglingar frá höfninni árlega, einkum til að sjá hvali en lundinn skipti líka máli. Sterkt aðdráttarafl í Eyjum Sigurmundur Einarsson, eigandi Viking Tours í Heimaey, segir að um 20.000 manns fari með fyr- irtækinu í báts- og rútuferðir um eyjuna. Sterkasta aðdráttaraflið sé lundinn. Þrátt fyrir áföll í varpinu sé enn mikið af lunda um alla eyj- una. Sigurmundur fylgist grannt með yfirborðshita sjávar í kringum eyj- arnar og segir að í fyrradag hafi hitinn skyndilega hækkað úr 8,4°C í 9°C og um leið hafi lundinn sest upp í brekkurnar. Aðspurður segir hann að varp- hrunið í lundastofninum hafi ekki leitt til þess að lundinn hverfi af þeim slóðum sem hann fer með ferðamennina á. Lundinn verði gamall og þoli áföll. Vonandi rétti hann fljótt úr kútnum. Miklar tekjur af lundaskoðun Morgunblaðið/Kristinn  Lundaskoðunarferðir eru vinsælar víða um land  Fjöldi fer í sérstakar lundaskoðunarferðir  Fari lundi snemma úr varpinu styttist ferðatímabilið og tekjurnar minnka  Störf eru í húfi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í gær. Frá vinstri á myndinni eru Ólafur Ragnar Grímsson, dr. Andrés Arnalds fagmálastjóri, Hafdís Árnadóttir kennari, Lovísa Christiansen framkvæmdastjóri, Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrverandi formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkur, Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður og oddviti, Sverrir Bergmann Bergsson taugalæknir, Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri, Júlía Guðný Hreinsdóttir, fagstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor og Þóra Einarsdóttir söngkona. Hólmfríður Gísladóttir kennari var stödd erlendis. Janus@mbl.is Ellefu fengu fálkaorðuna Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Elora, tveggja ára dóttir hjónanna og New York- búanna Tome Tanasovski og Heather Hensl-Tana- sovski, er hrifin af mörgæsum. Þegar foreldrar hennar sögðu henni að hér væru lundar og að lundum svipaði dálítið til mörgæsa og sýndu henni jafnframt mynd af lundum, varð hún strax mjög hrifin af þeim líka. Henni finnst þeir sætir. Fjölskyldan kom hingað á sunnudag og úr varð að þau gerðu sér sérstaka ferð til Vestmannaeyja til að finna lunda. „Við ókum um eyjuna í tvo tíma en sáum enga lunda,“ sagði Heather. „Við sáum reyndar ein- hverja fugla uppi í bjarginu en þeir voru svo langt í burtu að við erum ekki viss um að það hafi verið lund- ar,“ bætti Tome við. Í Eyjum hafi þau enga sérstaka skýringu fengið á því hvers vegna svo lítið væri um þennan fræga fugl, ekki heldur á veitingastað sem þau höfðu upplýsingar um að sérhæfði sig í réttum úr lundakjöti. „Enginn sagði neitt eða gaf skýringar,“ sagði Heather. Í gær ákváðu þau að fara í skoðunarferð með Lunda- hraðlestinni á vegum Sérferða og áttu góða von um að sjá lunda, a.m.k. var mikið af lunda við Akurey í gær- morgun og í fyrradag. Elora átti einnig góða von um að fá einn lundabangsa áður en þau færu héðan í dag. Fyrst í Heimaey og svo í Akurey í lundaleit Aðstaða til lundaskoðunar er sér- staklega góð í Hafnarhólma við smábátahöfnina í Borgarfirði eystri. Staðurinn er ekki beinlínis í alfaraleið en þangað kemur fjöldi erlendra ferðamanna, gagngert til að skoða og taka myndir af lunda. Magnús Þorsteinsson, bóndi og fyrrverandi sveitastjóri, hafði frumkvæði að því að árið 1996 var reistur stigi upp í Hafnarhólma, en fari menn þar upp geta þeir komist í mikið návígi við lundann. Hægt er að komast í 2-3 metra fjarlægð frá honum. „Það fer eftir því hvað menn fara sér hægt og rólega þeg- ar hann situr uppi,“ segir Magnús. Fyrst eftir að stiginn var opnaður var aðgengi að honum takmarkað en lundinn var fljótur að venjast ný- virkinu og nú er stiginn opinn án takmarkana. „Lundinn virðist hafa þörf fyrir félagslegar samkomur og oft sitja þeir margir fyrir utan hol- urnar og spjalla saman. Það eru truflanir á þessu yfir hádaginn meðan ferðafólk er flest, þótt alltaf sé eitthvað af honum. En hann er búinn að aðlagast þessu þannig að hann situr uppi snemma á morgn- ana [við stigann] áður en ferðafólk- ið kemur. Hann notar næðið á morgnana til að spóka sig.“ Magnús segir að margir eigi nú miklar ljósmyndagræjur og verji jafnvel nokkrum dögum við mynda- tökur af lundanum, komi jafnvel tvisvar á sumri. Magnús segir að í fyrra hafi rannsókn leitt í ljós að orpið hafi verið í um helmingi lundahola en síðar um sumarið hafi margar kof- urnar fundist dauðar. Þá hafi veðrið í vor farið illa með æðavarpið og um helmingur hafi afrækt. Lundi Hafnarhólmi er vinsæll. Aka langan veg til sjá lunda í návígi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.