Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 36
Menning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Á fyrstu plötu Megasar yrkir skáldið um margar af helstu hetjum okkar Íslendinga. Þar eru menn eins og Ingólfur Arn- arson, Egill Skalla- Grímsson, Snorri Sturlu- son, Jón Arason og fleiri teknir óblíðum tökum. Jón Sigurðsson slapp þó betur en mörg hetjan og hefði verið hægt að fjalla um viðkvæmari hluti í sögu hans. En enginn vafi leikur á því að myndin af Jóni nöktum í rauðum slopp brúkandi gylltan kopp væri efni í góða styttu. Jón Sigurðsson og sjálf- stæðisbarátta Íslendinga Ó Jón Sigurðsson var sveitungi óþekktrar konu hann sigldi til Hafnar að nema þar einhver fræði og krefja Dani einarðlega íslenskum einum til handa um landsins gögn og gæði Hann mátti ekkert aumt sjá það er staðreynd og einatt gekk hann nakinn í rauðum slopp um íbúð sína sem einhver kaupahéðinn gaf Íslandi nýskeð og brúkaði gylltan kopp Nú er Jón dauður en sjálfstæðisbaráttan blífur við berjumst til þrautar fyrir tungu og frelsi og við gefum af bókum út eitthvert firnafár og förgum stundarhagsmunum fyrir nýtt helsi Lag og texti: Megas Megas og Jón Jón Sigurðsson 200 ára Megas Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harmonikkuleikari hlaut í gær við- urkenningu úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara við athöfn sem fór fram í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Þetta er í þriðja sinn sem þessi viðurkenning er veitt til framúrskarandi tónlistarmanns. Ákveðin innspýting Helga Kristbjörg lagði stund á harmonikkuleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar nær óslitið frá árunum 1995-2007 og hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur í skólanum. Haustið 2004 var hún í námi í Frakklandi við tónlistarskól- ann Centre National & Internationl de Musique & d’Accordéon og vorið 2010 lauk hún B.Mus.-prófi frá Listaháskóla Íslands, fyrst nemenda til að úskrifast í harmonikkuleik frá skólanum. Hún var valin harmon- ikkumeistari Sambands íslenskra harmonikkuunnenda árið 2010 og hefur starfað bæði sem harmonikku- leikari og -kennari. Spurð hvaða þýðingu viðurkenn- ing af þessu tagi hefur fyrir hana segist Helga Kristbjörg varla hafa trúað því í fyrstu að hún hefði orðið fyrir valinu. „Þetta er gríðarlega mikill heiður og viðurkenning. Þetta er líka mikil hvatning og ákveðin inn- spýting fyrir mann. Styrkur af þessu tagi gefur mér einnig tíma til að æfa mig og gerir mér kleift að einbeita mér að tónlistinni.“ Framhaldsnám á dagskrá Helga Kristbjörg segist alltaf hafa verið heilluð af harmonikkunni og því valið að læra á hana þegar hún hóf tónlistarnám. Velgengni sína segist hún meðal annars þakka þrot- lausum æfingum. „Þetta er blanda held ég af miklum æfingum og þrautseigju og svo er ég búin að vera í þessu svo rosalega lengi og er alltaf að spila. Svo verður maður að hafa einhverja hæfileika líka og vonandi eru þeir þarna,“ segir hún og hlær. Að sögn Helgu hyggst hún kenna í haust auk þess að undirbúa sig fyrir frekara nám þótt enn sé allt frekar óljóst hvað það varðar. „Ég ætla kannski að sækja einhverja einka- tíma og undirbúa mig fyrir inntöku- próf í tónlistarskóla en ég veit ekki alveg hvaða. Ég verð að fara út þar sem það er ekki hægt að taka meist- arapróf í hljóðfæraleik á Íslandi. Það hefur alltaf verið planið að fara í framhaldsnám þótt það hafi kannski tafist aðeins. Ég er að vinna í þessu,“ segir Helga að lokum. Harmonikkan heillar  Fær viðurkenningu úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns Morgunblaðið/Sigurgeir S. Heiður Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harmonikkuleikari hlaut í gær viðurkenningu úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Í dag og á morgun verður flutt nýtt dansverk, Out of Our Hands, sem unnið er í samvinnu íslenska dans- hópsins Raven, sænska hópsins Blauba, tónlistarmannsins Madeleine Jonsson og hljómsveitarinnar Heima. Verkið er sprottið af samstarfi vina- bæjanna Kópavogs og Norrköping, en einnig koma að því Dansverk- stæðið og Klassíski listdansskólinn. Out of Our Hands er um tuttugu mínútna dansverk fyrir átta dansara með lifandi tónlist. Það er samið fyrir óhefðbundið rými og áhersla er lögð á að færa dansinn og listina nær al- menningi. Fyrir vikið verður verkið sýnt úti á götu í almenningsrými, en einnig verður eins sýning á því á Dansverkstæðinu og þar fara einnig fram opnar umræður um verkefnið í tengslum við sýninguna. Í kynningu á verkinu kemur fram að innblásturinn sé fenginn úr nátt- úrunni og unnið með afl líkamans, en verkið er mjög líkamlega krefjandi. Samstarfinu verður haldið áfram í Norrköping í Svíþjóð sumarið 2012. Verkið verður sýnt á Austurvelli kl. 14 í dag og á Rútstúni í Kópavogi kl. 17. Á morgun verður síðan sýnt á Hjartatorgi, milli Laugavegar og Hverfisgötu, kl. 15 og á Dansverk- stæðinu, Skúlagötu 28, kl. 17. Að lok- inn sýningunni þar verða opnar um- ræður með listamönnunum. arnim@mbl.is Norrænt dansverk í óhefðbundið rými Afl Íslenskir og sænskir listamenn æfa fyrir dansverkið Out of Our Hands. Morgunblaðið/Kristinn Ársrit Sögufélags Ísfirðinga er að þessu sinni helg- að minningu Jóns Sigurðssonar for- seta. Í ritinu eru sex greinar sem fjalla um Jón Sig- urðsson frá ýms- um sjón- arhornum. Jón Þ. Þór skrifar yf- irlitsgrein um ævi Jóns og störf auk þess sem hann skrifar annars vegar um sagnfræðinginn Jón Sigurðsson og hins vegar um Jón Sigurðsson í íslenskri söguritun. Þá fjallar Guð- jón Friðriksson um Jón Sigurðsson og liberalismann, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir um áhrif Jóns á upp- byggingu útgerðar og verslunar á Ísafirði og Margrét Gunnarsdóttir um Ingibjörgu Einarsdóttur, eig- inkonu Jóns. Ennfremur eru í ritinu kvæði sem flutt voru við hátíðarhöld á Hrafnseyri árið 1911. Ársrit helgað Jóni Ársrit Sögufélags Ísfirðinga Fyrstadagsumslög fást stimpluð 17. júní á Hrafnseyri við Arnarfjörð og í verslun Frímerkjasölunnar, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 • Fax: 580 1059 stamps@postur.is • www.stamps.is Safnaðu litlum listaverkum BURÐARGJALD GREITT INNANLANDS 50g Kr. 1.100 Kr. 1.165 Bréfspjald. Kr. 250 Kr. 3.470 Kr. 3.180 stk. F R Í M E R K I S T A M P S F R Í M E R K I S T A M P S Mappa sem inniheldur smáörkina og frímerkin tvö með Jóni Sigurðssyni. Kr. 2.350 Mappa sem inniheldur smáörkina með Jóni Sigurðssyni. Kr. 1.275 Kr. 1.155 Kr. 90 Kr. 1.000 17. júní gefur Íslandspóstur út frímerki í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. Frímerkin hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni Íslandspósts sem var haldin af þessu tilefni. Fyrstadagsumslög og gjafavörur með frímerkjunum eru fáanlegar á pósthúsum um land allt. Pósthús verður opið á Hrafnseyrarhátíð í Arnarfirði 17. júní. Verslun Frímerkjasölunnar verður opin 17. júní frá kl. 13.00-16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.