Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
Morgunblaðið og mbl.is hafa
efnt til hugmyndasamkeppni á
meðal lesenda sinna um nafn á
hæsta fossi Íslands sem mynd-
aðist í Morsárjökli.
Kominn er hnappur „Hvað á
fossinn að heita?“ á forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á hann
opnast eyðublað þar sem les-
endur geta skráð tillögu sína að
nafni og merkt hana nafni,
heimilisfangi og símanúmeri.
Hugmyndasamkeppninni lýkur
á hádegi fimmtudaginn 30. júní
næstkomandi.
Ritstjórn Morgunblaðsins
mun fara yfir tillögurnar og
velja þær sem hún telur koma
til greina sem nafn á fossinn.
Veitt verða þrenn vegleg bóka-
verðlaun fyrir þær tillögur sem
þykja skara fram úr. Nið-
urstaðan verður tilkynnt í
Morgunblaðinu og á mbl.is
laugardaginn 2. júlí næstkom-
andi.
Tillögurnar verða síðan send-
ar örnefnanefnd sem tillögur að
nafni á fossinum. Ljósmyndir/Jón Viðar Sigurðsson
Hvað á
fossinn
að heita?
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hæstu fossa landsins er líklega að
finna í klettabelti innarlega á Mors-
árjökli í Öræfum. Fossar þessir hafa
stækkað og hækkað eftir því sem jök-
ullinn hefur hopað og rýrnað.
Jón Viðar Sigurðsson jarðfræð-
ingur hefur fylgst með svæðinu allt
frá því hann fór fyrst á Morsárjökul
1983. Mikið jarðhlaup varð vorið 2007
þegar um fimm milljóna tonna berg-
flykki losnaði úr snarbröttum hrygg
inn af Birkdal. Neðri endi skriðunnar
var nærri tvo kílómetra frá brots-
árinu. Nýju fossarnir eru nálægt þar
sem berghlaupið varð.
Jökullinn nær alveg fram á brún
þverhnípts hamars. Vatnið undan
jöklinum steypist fram af brúninni og
myndar fossana.
„Vatnsmagnið er breytilegt. Þetta
er breiðufoss sem fellur í mörgum
kvíslum sem eru breytilegar frá ári til
árs,“ sagði Jón. Sumir fossanna eru
þó á sama stað. Inni í hvilftinni eru
fleiri fossar sýnilegir. Sumir þeirra
eru talsvert vatnsmiklir.
Jón Viðar sagði að Morsárjökull
hefði þynnst um átta metra á ári að
jafnaði síðustu árin og skaflarnir eitt-
hvað svipað. Hann sagði að sig hefði
lengi grunað að fossarnir væru þeir
hæstu hér á landi. Jón Viðar fór til
mælinga ásamt fleirum á Morsárjökli
á sunnudaginn var. Að þessu sinni tók
hann með sér hornamæli og sló máli á
hæð fossanna. Hann mældi hæðina
vera að minnsta kosti 228 metra en
hann telur að líklega séu þeir nær 250
metra háir.
„Þessir fossar koma alltaf betur og
betur í ljós og stækka ár frá ári. Mað-
ur veit ekki nákvæmlega hversu hátt
þetta er. Þetta var einföld hornamæl-
ing sem við gerðum. Þeir eru örugg-
lega vel yfir 200 metrar og eitthvað
nær 250 metrum.“
Það veldur erfiðleikum við að mæla
raunverulega hæð fossanna að vatnið
steypist niður í sprungu upp við berg-
stálið. Þar fyrir framan eru háir skafl-
ar sem byrgja sýn að sprungunni.
Fallhæðin er því meiri en við blasir á
myndum. Nú er stöðugt og mikið ís-
hrun úr jökulstálinu á brúninni fyrir
ofan og því óðs manns æði að fara alla
leið að sprungunni til að mæla dýpt
hennar á þessum árstíma. Jón Viðar
taldi að það yrði frekar hægt seinna í
sumar þegar íshrunið minnkaði.
Fossafansinn í Morsárjökli
Helstu fossar landsins
Grunnkort: Landmælingar Íslands
Nýr foss á Morsárjökli
(líklega) 240 m
Hengifoss
íHengifossá
128 m
Dettifoss
íJökulsáá
Fjöllum44m
Goðafoss
í Skjálfanda-
fljóti 12 m
Dynjandi
140 m
(Fjallfoss
100 m)
Gullfoss
íHvítá 32 m
Háifoss
í Fossá
122 m
Hrauneyja-
foss
íTungnaá
122 m
Skógafoss
í Skógá
62 m
Seljalands-
foss
í Seljalandsá
65 m
Hjálparfoss
í Fossá 13 m
Glymur
íBotnsá
190 m
Ljósm
ynd:M
ats.is
240 m
190 m
140 m
128 m
122 m
65 m
62m
44m
32 m
29m
13 m
12 m
74,5 m
Nýr foss á Morsárjökli
Glymur í Botnsá
Dynjandi í Arnarfirði
Hengifoss í Hengifossá
Háifoss í Fossá
Hallgrímskirkja
Seljalandsfoss í Seljalandsá
Skógafoss í Skógá
Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum
Gullfoss í Hvítá
Hrauneyjafoss í Tungnaá
Hjálparfoss í Fossá
Goðafoss í Skjálfandafljóti
Nýr foss
Skaftafell Sk
af
ta
fe
lls
jök
ull
M
or
sá
rj.
Vatnajökull
Morsárjökull Háu fossarnir eru til hægri á myndinni. Til vinstri má sjá afar kraftmikinn foss sem einnig er nafnlaus
líkt og hinir fossarnir í fjallasalnum á jöklinum. Fossarnir sjást ekki vel fyrr en komið er upp á skriðjökulinn.
Ragnarstindur Jökullinn er brattur
rétt neðan við nafnlausu fossana.
Skannaðu kóðann
til að senda inn
hugmynd um nafn
á fossinn.