Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 28
28 Í dag minnumst við þess að liðnar eru tvær aldir frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Þótt lífsstarf Jóns hafi verið bæði marg- brotið og mikið að vöxtum verður hans fyrst og síðast minnst sem einstaks stjórn- málaforingja og sjálf- stæðishetju. Í hnot- skurn snerist stjórnmálabarátta Jóns Sigurðs- sonar um að Íslendingar fengju fullt forræði yfir eigin málum og yrðu ekki skilgreindir sem hluti dönsku þjóðarinnar. Til að ná fram þessu tvennu var Íslendingum hins vegar nauðsynlegt að fá eigin stjórnarskrá til að eiga þess kost að byggja upp þjóðlíf og stjórnmál á eigin forsendum. Barátta Jóns fyrir þjóð- og frelsisréttindum var því öðrum þræði stjórnarskrárbar- átta. Þótt fullyrða megi að enginn einn maður hafi haft meiri áhrif á þá stjórnskipun sem þjóðin hefur búið við allt frá þjóðahátíðarárinu 1874 fram til þessa dags hafa stjórnskipunarhug- myndir Jóns þó fengið litla athygli. Það vekur athygli við lestur greinar Jóns Um alþíng á Ís- landi (Ný félagsrit, 1841) hve vel hann er að sér um þær stjórn- skipunarhugmyndir sem efstar voru á baugi á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Hann lýsir stjórnskipan samtímans með vísan til fortíðar og bendir á að þau lýð- stjórnarríki sem komist hafi á legg á þessu tímabili hafi ekki öll sama stjórnarhátt „en aðalhugmynd þeirra [sé] sú hin sama sem lýsti sér í stjórn [hinna] fornu Íslend- ínga og náttúrulegust er, að þjóð sjálf á höfuðvaldið, og enginn á með að skera úr málefnum þeim, sem allri þjóðinni viðkoma, nema samkvæmt vilja flestra meðal þjóð- arinnar. Þótt Jón telji fulltrúa- lýðræðið nauðsynlegt fyrirkomulag í víðfemu og torfæru landi þá segir hann að „þjóðviljinn [sé] efstur. Jón telur tímarit og dagblöð „hin beztu verkfæri til að leiðbeina kjósendum við val á fulltrúum og að þau geti einnig veitt stjórn- málamönnum aðhald og hvatt þá til „umhugsunar og vandvirkni með því að finna að við þá, vekja eptirtekt þeirra og annara á því sem miður fer og hvernig það megi bæta Í undirkafla greinarinnar, „Hver stjórnarlögun bezt þyki“, kemst hann að þeirri niðurstöðu að þegar eigi að „bera saman stjórnarlag- anir, til að sýna hver bezt sé, þá verð[i] fyrst að athuga, hverr að sé tilgángur allrar stjórnar, og því- næst meta stjórnarlagnirnar eptir því, sem þær nálgast tilgánginn meir eður minna.“ Hvernig sem stjórnskipunarmálum sé að öðru leyti háttað þá sé mikils um vert að frelsið sé nægjanlegt til fram- fara á öllum sviðum bæði andlega og líkamlega en þó megi festuna ekki vanta. Því sé augljóst „… að allir kraptarnir verða að vera laus- ir að nokkru en bundnir að nokkru.“ Jón veltir fyrir sér kost- um og göllum „valmennisstjórnar (aristókratí) og fullkominnar lýð- stjórnar og kemst að þeirri nið- urstöðu að mest sé um vert að „hitta þá stjórnlögun, sem bezt vekur og elur þjóðfjör og þjóð- rækni, en forðar um leið við skað- vænum flokkadráttum; hefir nóg vald til að koma fram lögum og rétti, og hverju sem gott er, en þó svo temprað, að eigi megi það verða til kúgunar, …“ Hvað þjóðinni sjálfri viðvíkur telur Jón að ekki beri að hefta frelsi manna nema í því tilfelli að frjálsræðið ógni „öllu félaginu og þjóðin gæti borið skaða af“. Hann bætir því við að á Íslandi þyki það lágmarksréttindi að sérhver maður „… hafi frelsi til að halda trú þá sem hann vill, tala hvað hann vill, rita hvað hann vill, og láta prenta hvað hann vill, meðan hann meiðir engan … Sömuleiðis megi atvinnu- frelsi og verslunarfrelsi ekki vanta og mikils sé um vert „að bæja- stjórn (kaupstaðastjórn) og sveita- stjórn sé svo frjáls sem verða má …“ Þótt staða Alþingis sé nú allt önnur og betri en hún var með til- komu Stjórnarskrár um hin sjer- staklegu málefni Íslendinga þá má segja að umfjöllun og gagnrýni Jóns á yfirgang framkvæmda- valdsins gagnvart þjóðþinginu kallist á við vandamál samtímans (Stjórnarskrá Íslands, Andvari 1874). Jón kvartar yfir því að Dan- ir oti að Íslendingum sínum eigin málum „bersýnilega til þess, að ávinna með því fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eigin málum, því þá er það eptir þeirra áliti jafn- rétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einúngis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er.“ Þarna kemur fram skilningur á vand- kvæðum þess að framfylgja form- legu jafnréttishugtaki út í ystu æs- ar þegar kemur að vægi atkvæða. Við lestur þeirra skrifa Jóns Sigurðssonar um stjórnskrá og Jón Sigurðsson og stjórnarskráin Eftir Ágúst Þór Árnason »Hvað sem líður hug- leiðingum um af- stöðu Jóns til fullveldis Íslendinga leiðir skoðun á verkum hans í ljós stjórnskipunarhug- myndir sem ekki aðeins hafa staðist tímans tönn heldur eiga enn erindi í umræðu um íslenska stjórnskipun. Ágúst Þór Árnason Barátta Jóns Sig- urðssonar snerist um- fram allt um að færa löggjafarvald og eigin stjórn mála í hendur Íslendinga. Mörg um- mæli hans eru þess vegna eindreginn áfellisdómur yfir meðvituðum tals- mönnum innlimunar Íslands í evrópska stórríkið Esb., sem myndi hrifsa af okkur allt æðsta löggjafarvald. Fjölmargir gera sér enga grein fyrir þessu, en ættu að kynna sér málið! (skýr rök hér: http://jonvalurj- ensson.blog.is/blog/jonvalurj- ensson/entry/878892/). „Sumir af vorum helztu mönn- um eru líka svo hræddir við sjálfsforræði landsins, að þeir eru eins og skepnan, sem varð hrædd við sína eigin mynd. En nú er það lífsmál fyrir vort land, að það hafi alla stjórnarathöfn sem næsta sér og hagkvæmasta, og þá stjórn, sem getur svo að kalla séð með eigin augum það sem hún á að ráða yfir, en ekki í speigli og ráð- gátu, eða með annara augum, í 300 mílna fjarska. Þetta er krafa, sem oss virðist ekki maður geti sleppt, nema með því að óska sér að leggjast í dauðasvefn að nýju …“ (Úr ritgerð Jóns, Um stjórnarmál Íslands, Ný félagsrit, XXII, 5, 1862.) Í sömu grein, s. 2-3, ræðir hann mál, sem kallast á við keppikefli Esb.-sinna í nútímanum: „Þegar konúngs veldið var takmarkað í Danmörku (1843), var byrjað á hinni sömu aðferð og áður, þegar fylkjaþíngin voru sett. Íslandi var ætlað að vera sem eitt fylki í Danmörku, vera undirlagt sömu grundvallarlögum og Danmörk, hafa nokkur atkvæði á þíngum Dana, en að öðru leyti halda al- þíngi sem einskonar amtsráði.“ Nú er þetta á ný hugleiðing- arefni: Getur verið, að þetta sé það hlutskipti, sem sumir ætla landi okkar nú: að setja það undir sömu grundvallarlög og annað ríki eða löggjafarvald, sem yfir okkur verði sett, í mörg hundruð mílna fjarlægð – löggjafarþing, þar sem við fengjum að hafa fáein atkvæði, en yrðum algerlega undir sett og fengjum engu um ráðið, hvað þar yrði til af lögum? Getur verið, að sumir þingmanna okkar ætli landinu þetta? Er hugs- anlegt, að þeir séu svo hræddir við sjálfsforræði lands- ins? En er eitthvað til í því, að við fengjum engu um þetta ráðið, ef við „gengjum í“ Esb.? Já! Það eru staðreyndir máls- ins. Skoðum það nú í samhengi við orð Jóns í hliðstæðu máli. Vegna stefnu Dana með hinum illa þokkuðu stöðulögum ritaði hann í I. árg. Andvara árið 1874 (s. 116-117, hornklofainnskot JVJ): „Um hitt, sem einungis snertir Danmörku, höfum vér aldrei ósk- að að hafa neitt atkvæði; það eru Danir sjálfir, sem hafa verið að ota að oss þessum málum og ber- sýnilega til þess að ávinna með því fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eiginmálum, því að þá er það eftir þeirra áliti jafnrétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einungis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er. Þeir [Danir] eru íhaldnir [= skaðlausir], þó að þeir gefi oss eitt atkvæði af 25, þótt það sé í þeirra eiginmálum, en vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 25. part atkvæða í vor- um eiginmálum. Oss finnst því auðsætt, að í þessari grein sé mikill óréttur falinn, er vér ætt- um sem fyrst að fá rétting á.“ Sjá menn ekki hliðstæðuna? Esb.-innlimunarsinnar láta eins og það yrði til góðs fyrir okkur að fá atkvæði um „málefni Evr- ópu“ og að sá mikilvægi ávinn- ingur réttlæti það að gefa þing- fulltrúum og ráðherrum hinna 27 þjóðanna „hlutdeild í“ (= allsráð- andi vald yfir) okkar löggjaf- armálum, okkar eiginmálum, ef fulltrúum þeirra sýnist svo. En hliðstæðan er ekki full- komin. Í stað þess að við hefðum fengið 25. hvern þingmann á þingi Dana skv. áðurgreindu fengjum við 125. hvern þingmann Jón forseti og fullveldið Eftir Jón Val Jensson Jón Valur Jensson Enn rennur upp þjóðhátíðardagur með lúðrablæstri og bumbuslætti, skemmtunum og dansi á götum og torgum. Við gleðj- umst á mismunandi hátt en öll fögnum við því sama; frelsi og fullveldi – réttinum til að ráða lífi okkar í því einstaka landi sem Ísland er. Þessi réttur er ekki sjálfsagður eða sjálfgefinn; fyrir honum þurfti og þarf enn að berjast og um hann þarf að standa stöðugan vörð. Ungt fólk, raunar allt fólk til 67 ára ald- urs, hefur ekki upplifað annað en frelsi og sjálfstæði. Lifandi minn- ing um erlend yfirráð er að hverfa og með henni e.t.v. skilningur okk- ar á gildi frelsis og fullveldis. Þó að stundum hafi verið hart á dalnum þessi 67 ár, bætti fram- takssemi þjóðarinnar og gleðin yfir sjálfstæðinu það upp. Það eitt að geta tekið stórar sem smáar ákvarðanir sjálf stælti okkur og fyllti metn- aði. Á einum manns- aldri höfum við rifið okkur upp úr fátækt, stækkað landhelgina, komið hitaveitu í nær öll hús, stórbætt vega- kerfið, menntun og heilbrigðisþjónustu – svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfstæðið varð í senn áskorun, hvati og drif- kraftur einhuga þjóðar til góðra verka. Frelsi okkar og fullveldi getur glatast Nú, þegar minningin um líf í ný- lendu dofnar, þarf að skerpa hana og kenna nýjum kynslóðum mun- inn á frelsi og ánauð. Einnig mun- inn á menningu, trú og tungu okk- ar og annarra þjóða og menningarheima. Gegnum áratugina höfum við vanist því að alltaf sé næg atvinna, matur í eldhúsinu og hiti í híbýlum okkar. Sömuleiðis lyf og lækn- isþjónusta ef við veikjumst. Allt getur þetta breyst á svipstundu ef við höldum ekki vöku okkar og skynjum inn í innstu vitund að ekkert af þessu er sjálfgefið. Meira að segja fullveldi okkar sem þjóðar getur glatast – að því er nú þegar sótt úr mörgum áttum. Við þurfum að stjórna lífi okkar, sem ein sam- stillt þjóð, af skynsemi og festu. Það er ekki kvöð heldur réttindi, raunar forréttindi sem margir ekki njóta. Kennum ungu fólki söguna. Lærum af því sem vel tókst og því sem illa tókst. Skoðum hvort tveggja með stækkunargleri reynslunnar. Lítum til nágranna- þjóða okkar og lærum af reynslu þeirra. Þær hafa margar gefið eftir stóran hluta fullveldis síns, opnað landamæri sín á milli, tekið upp „fjölmenningu“, leyft tungu sinni og menningu að „þynnast út“, lagt herafla til styrjalda í fjarlægum löndum, og glímt við vaxandi glæpatíðni og fíkniefnaneyslu. Ætl- um við að ganga stíg vandamála í takt við „fjölskyldu þjóðanna“ eða höfum við krafta og kjark til að stýra okkar málum í annan farveg þar sem það á við? Við þurfum að forgangsraða verkefnum, jafna lífskjör, útrýma fátækt og tryggja öllum þjónustu og öryggi í ellinni þegar starfsævi lýkur. Við verðum að úthýsa græðgi og einkahagsmunum á kostnað þjóðarinnar. Ísland, upp- bygging þjóðfélagsins og stjórnun þess á að þjóna þeim Íslendingum sem hér vilja búa og starfa, sér og sínum til framfæris og þjóðinni til framdráttar. Ísland má aldrei aftur verða stökkpallur þeirra sem í græðgi sinni og siðblindu einblína á eigin hag og draga efnahag og orð- spor þjóðar sinnar í svaðið. Við þurfum að úthýsa stjórnmálakenn- ingum og stjórnsýslu sem leyfir slíkt. Sem þjóð þurfum við sam- stöðu, heilindi, trú og kjark til að verða það sem við viljum vera. Í dag fögnum við, vitandi að okk- ar bíða einstök tækifæri. Þankar á þjóðhátíð Eftir Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson » Í dag fögnum við, vitandi að okkar bíða einstök tækifæri. Höf. er fv. forstjóri og forseta- frambjóðandi – baldur@landsmenn.is – www.landsmenn.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Jón Sigurðsson ritaði grein í fyrsta árgang Nýrra félagsrita árið 1841 undir yfirskriftinni Um alþíng á Ís- landi. Í greininni kom hann víða við og sagði meðal annars: „1838 bar aptur á samtökum og þjóðaranda hjá Islendíngum: þá var fulltrúaþíng annað í Hróars- keldu frá 24 Sept. til 24 Desemb. mánaðar, og voru etazráð Finnur Magnússon og Hoppe Vaðla- amtmaður settir af konúngi fyrir hönd Íslands. Þá komu bænarskrár um verzlanina frá Sunnlendíngum, og verð eg að fara nokkrum orðum um þær og afdrif þeirra, því hvort- tveggja er serlega eptirtektavert. Þær báru raunar með ser að þær höfðu á sönnu að standa, en Is- lendíngar mega læra þar, að Danir eiga ekki málshátt vorn: „sá er drengur sem við gengur“, og er því ráðlegast, einkum þegar slíkar bænarskrár eru sendar sem koma verzlaninni við, að senda einnig órækar sannanir fyrir serhverju því sem til er fært, svo eigi megi rengja. Hið annað, sem eptir- tektavert er við bænarskrár þess- ar, er það, að hverr má sjá hversu nauðsynlegt oss er að eiga ekki mál vor á fulltrúaþíngi Dana. Mót- staða eins manns og fylgi vina hans má ónýta að öllu vort mál, þegar vort gagn þykir mót- stæðilegt þeirra gagni, þareð vér eigum einúngis 2 viss atkvæði af 60-70, en einkum þegar hitt bæt- ist við, að fulltrúar vorir eru eigi gagnkunnugir málinu og hafa eigi ýtarlegustu sannanir í höndum, þá er eigi einúngis málið sjálft, tapað, heldur fáum vér þaraðauki það orð hjá mörgum Dönum, að vér séum egingjarnir mannhatarar, sem leit- umst við að níða alla þá sem vilja gjöra oss gott, og spörum ekki til þess nafnafalsanir eða neinar ódáðir, en mótstöðumenn vorir verða tárhreinir píslarvottar.“ 2 atkvæði af 60-70 Jón Sigurðsson 200 ára Jón Sigurðsson 200 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.