Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Hallur Már hallurmar@mbl.is Á undanförnum árum og áratugum hefur verið vinsælt að varpa nýju ljósi á sagnfræðileg málefni sem mörgum kann að þykja undarlegt. Jón Sigurðsson er engin und- antekning í þeim efnum. En hvaða skoðanir hefur Guðjón Friðriksson ævisöguritari Jóns á málinu. Endurskoðun sögunnar segir hann allt- af vera nauðsynlega. Ef menn geta enn rifist um Jón sé það einfaldlega til marks um að hann sé þó einhvers virði nútímafólki.Guðjón segir sess Jóns í íslenskri sögu í raun vera óhaggaðan þó að menn nálgist hann með öðrum hætti en áður. ,,Jón Sigurðsson var gerður að hálf- gerðum dýrlingi og tákni sjálfstæðisbarátt- unnar, jafnvel áður en hann var allur.Eftir dauða sinn var hann svo gerður að þjóð- ardýrlingi", segir Guðjón. Þegar kom fram á 20.öld, segir Guðjón að ímynd hans hans hafi verið orðin þannig að erf- itt var að samsama hana manni af holdi og blóði. Í þeim farvegi hafi hún verið fram eftir öldinni. ,,Eins og oft gerist þegar frá líður með slíka dýrlinga verður myndin af þeim leiðigjörn og þá fari af stað ákveðin afhelgun sem færi menn þó í raun nær dýrlingnum að nýju. Það á að mínu viti við um Jón.“ Um 1970, þegar ný kynslóð tók við af lýðveld- iskynslóðinni hafði hún ekki jafnmikla þörf fyr- ir mann eins og Jón. Þá byrjaði þessi afhelgun sem gekk stundum býsna langt. Menn töluðu gjarnan í hálfkæringi um þjóðhetjuna." segir Guðjón. Leiðtogahlutverk Jóns hafi verið hins vegar ótvírætt á 19. öld og það mun aldrei verða tekið af honum. Nútímalegur og lýðræðislegur Háskóli Íslands var formlega stofnaður þann 17. júní árið 1911 en Guðjón segir það dæmi um staðfest-ingu á stöðu Jóns meðal þjóðarinnar. Í því samhengi segir Guðjón þó oft gleymast að Jón hafi verið meira en stjórnmálamaður t.a.m. hafi hann verið einn af okkar fremstu vís- indamönnum á 19. öldinni. Vinnubrögð hans við útgáfu handrita segir Guðjón að séu við- urkennd af fræðimönnum sem afar traust og nútímaleg. Jón hafi ekki fallið í þá freistni að blanda saman handritum í útgáfu. Verkin hafi verið gefin út stafrétt en alsiða hafi verið fram að hans tíma að blanda saman textum ólíkra handrita. Það var því vel við hæfi að stofna Háskólann á aldarafmæli Jóns. Vísindastarf hans segir Guðjón að hafi oft fallið í skugga af stjórnmálastarfi forsetans. Með því að gefa út verk á borð við Lovsamling for Island, Íslenska Fornbréfasafnið og Safn til sögu Íslands hafi Jón opnað stjórnsýslu Íslands sem sýnir hversu mikill nútímamaður hann var í raun. Jón klæddur í bleikt Síðastliðin rúm hundrað ár hefur óspart tíðk- ast að tengja nafn Jóns við alls konar hags- muni, allir virðast hafa getað eignað sér Jóni al- veg óháð stjórn-málaskoðunum. Flestir virðast geta fundið sér stað í Jóni Sigurðssyni sama hvort um sé að ræða rótgróna íhaldsmenn eða róttæka kommúnista. Í nútímanum sjáist þetta í umræðum um Evrópusambandið þar sem menn beggja megin borðsins virðast sann- færðir um hver afstaða hans í málinu væri. Lýs- andi sé hvernig styttan af Jóni á Austurvelli haldi nafni hans lifandi í umræðunni. Með því að klæða hana til dæmis í bleikt eða ál í mót- mælaaðgerðum sé táknrænni stöðu hans sem sameiningatákni enn haldið á lofti. ,,Hvort það er svo í einhverju samræmi við skoðanir hans í lifanda lífi er svo annað mál segir Guðjón." Íslendingum veitt fullt verslunarfrelsi við aðrar þjóðir. Opinber nefnd skipuð í Kaupmannahöfn til að gera tillögur um fjárhagslegan aðskilnað Danmerkur og Íslands. Kristján IX verður konungur Danmerkur. Danir setja Stöðulögin sem segja að Ísland sé óaðskiljan- legur hluti Danaveldis. Á 1000ára afmæli Íslandsbyggðar færir Kristján IXAlþingi „Stjórnarskrá umhin sérstaklegumálefni Íslands“. Alþingi kemur í fyrsta sinn saman í alþingishúsinu við Austurvöll. Danmörk verður þingræðisríki (ríkis- stjórnin, og þar með Íslandsráðherrann, sjálfstæðari gagnvart konungi en áður). Jón flytur fræga ræðu á Alþingi um fjárhagsmál Íslands og Danmerkur. Hjónin taka til sín 8 ára fósturson, Sigurð Jónsson, og ala hann upp sem sinn eigin. Jón setur fram reiknings- kröfu og færir rök fyrir því að Danir skuldi Íslendingum umtalsverðar fjárhæðir. NærveruJóns var ekki óskað á þjóðhátíðinni á Þingvöllum. Er fjarverandi í Kaup- mannahöfn. Jón kosinn forseti fyrsta löggjafarþingsins.Þingið samþykkir heiðurslaun honum til handa. Jón sækir sitt síðasta Alþingi. Jón deyr í Kaupmannahöfn 7. desember 68 ára gamall. Ingibjörg deyr 9 dögum síðar. Kistur Jóns og Ingi- bjargar fluttar til Íslands og grafnar með viðhöfn í Hólavallakirkjugarði. Minnisvarði um Jón reistur á leiði hans. Í fyrsta sinn er haldið opinberlega upp á 17. júní, afmæli Jóns Sigurðssonar. 18 55 18 56 18 57 18 58 18 59 18 60 18 61 18 62 18 63 18 64 18 65 18 66 18 67 18 68 18 69 18 70 18 71 18 72 18 73 18 74 18 75 18 76 18 77 18 78 18 79 18 80 18 81 18 82 18 83 18 84 18 85 18 86 18 87 18 88 18 89 18 90 18 91 18 92 18 93 18 94 18 95 18 96 18 97 18 98 18 99 Helgimyndin af Jóni klædd í bleikt Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sagnfræðingur Guðjón Friðriksson. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði tveggja binda verk um ævi og störf Jóns sem komu út á árunum 2002-2003. Hann hlaut ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir seinna bindi sitt um ævi Jóns for- seta. En hvernig sér hann hlutverk Jóns í íslenskri sögu og íslensku samfélagi? J ón Sigurðsson átti stærstan þátt í að skapa þjóðernisvitund Íslend- inga og draga fram sérstöðu ís- lenska þjóðríkisins í baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Jafnframt lagði hann lagalegan grunn að kröfum Ís- lands um sjálfstæði með lögfræðilegum kenningum sínum. Í deilum Íslendinga við dönsk stjórnvöld um lagalega stöðu landsins fram til ársins 1918 voru rök hans í lykilhlut- verki. Jón sem aldrei hafði aflað sér lög- fræðiprófs setti fram sannfærandi lagalegar kröfur byggðar á sögulegum rökum sem danskir lögspekingar þurftu að kljást við. Jón áttaði sig á því að við afnám einveld- isins árið 1848 var komin upp sama staða og hafði ríkt þegar Íslendingar staðfestu einveldi Dana ár- ið 1662 og afsöluðu sér m.a. löggjafarvaldi. Þetta þýddi að nú tæki aftur gildi það samkomulag sem Ísland hafði gert sem frjálst ríki við Noreg með undirritun Gamla sáttmála árið 1262; sam- komulaginu fylgdu ákveðnar skyldur en einnig réttindi. Í stað skatta sem Íslendingar greiddu Noregskonungi yrði þeim tryggð ákveðin þjón- usta eins og siglingar til landsins og gæsla friðar. Í ritgerð sinni Hugvekja til Íslendinga sem birtist í Nýjum félagsritum árið 1848 lagði Jón áherslu á að Gamli sáttmáli vottaði vel frelsistilfinningu þjóðarinnar. Ekki síður lagði hann áherslu á að ef Íslandi yrði stjórnað frá Danmörku myndi það Lagalegar kröfur b á sögulegum rökum Jón Sigurðsson 200 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.