Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
Barátta Íslendinga fyrir yfirráð-um yfir fiskimiðum sínum stóð
lengi. Á nítjándu öld kom málið til að
mynda oft til umræðu á Alþingi og
höfðu þingmenn miklar áhyggjur af
veiðum erlendra skipa við landið.
Árið1867,
undir for-
sæti Jóns
Sigurðs-
sonar, bar
málið einu sinni sem oftar á góma. Þá
höfðu Alþingi verið sendar óskir
vegna fiskiveiða útlendinga þar sem
þingið var beðið um að biðla til Dana
um að eftirlit yrði aukið við strendur
landsins.
Í niðurlagi bænaskrár úr Ísafjarð-arsýslu kom fram þessi beiðni:
„Að konungur vor af mildi sinni og
vizku láti betur gæta réttinda vorra
her eptir en hingað til. Eða, ef
þinginu virtist tiltækilegra, að alþingi
sjálft skrifaði hinum voldugu þjóðum,
sem hlut eiga að máli, hógværa en þó
skorin orða bænarskrá um að láta
ekki fiskara sína um of þröngva kost-
um fámennrar og varnarlausrar
þjóðar.“
Eins og sjá má af texta og þing-umræðum þessa tíma var staða
Íslands í veröldinni ekki upp á marga
fiska. Erlent yfirvald og erlendar
þjóðir réðu úrslitum um mikilvæg-
ustu mál þjóðarinnar, jafnvel fiskinn í
sjónum.
Svo undarlega háttar til nú umstundir, á annað hundrað árum
eftir að hinar dapurlegu umræður
fóru fram, að til eru Íslendingar sem
leggja allt kapp á að koma þessum
málefnum Íslands aftur undir for-
ræði erlends valds.
Enn sérkennilegra er að sumirþessara manna hafa komist í
forystuhlutverk í ríkisstjórn Íslands.
Bænaskrá til
Brussel?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.6., kl. 18.00
Reykjavík 14 skýjað
Bolungarvík 5 súld
Akureyri 9 skýjað
Kirkjubæjarkl. 11 skýjað
Vestmannaeyjar 9 léttskýjað
Nuuk 6 heiðskírt
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 17 léttskýjað
Lúxemborg 20 skýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 12 skúrir
Glasgow 13 léttskýjað
London 16 léttskýjað
París 21 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 skúrir
Berlín 27 heiðskírt
Vín 26 skýjað
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 31 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 27 heiðskírt
Róm 26 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 20 skýjað
Montreal 26 léttskýjað
New York 26 heiðskírt
Chicago 21 skýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:02
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:11 23:46
Ragnar Borg, fyrrum
aðalræðismaður Ítalíu
og framkvæmdastjóri,
lést 15. júní, áttræður
að aldri.
Ragnar fæddist á
Ísafirði 4. apríl 1931.
Foreldrar hans voru
Elísabet Ágústsdóttir
Flygenring tungu-
málakennari og Óskar
Jóhann Borg lögmað-
ur.
Ragnar lauk stúd-
entsprófi frá MR 1951
og útskrifaðist úr viðskiptafræði frá
HÍ 1955. Hann hóf störf hjá útflutn-
ingsdeild G. Helgasonar & Melsteðs
hf. 1955, Olivetti, skrifstofuvéladeild,
1957 og var framkvæmdastjóri sama
fyrirtækis frá 1964. Hann var fram-
kvæmdastjóri tískuvöruverslunar-
innar Guðrúnar 1961 til 1975. Ragn-
ar var í skólanefnd Skóla Ísaks
Jónssonar 1978 til 1988, formaður
1985 til 1988. Ragnar var aðalræð-
ismaður Ítalíu á Íslandi 1986 til 1991.
Hann var einnig áhuga-
maður um sögu og
flutti fjölda fyrirlestra.
Ragnar var útnefnd-
ur myntfræðingur af
Norræna mynt-
sambandinu og sat í
stjórn og var um tíma
formaður Myndsafn-
arafélags Íslands og
síðar formaður Nor-
ræna myntsambands-
ins. Hann sá um þátt-
inn Mynt í Morgun-
blaðinu frá 1974 auk
þess að skrifa greinar um mynt í ým-
is tímarit safnara.
Ragnar varð riddari af orðunni Al
Merito della Repubblica Italiana
1982, stórriddari 1987 og stórriddari
með stjörnu 1991. Orðurnar fékk
hann fyrir óeigingjarnt starf í þágu
viðskipta- og menningartengsla Ís-
lands og Ítalíu.
Hann lætur eftir sig eiginkonu,
Ingigerði Þórönnu Melsteð Borg, og
fjögur uppkomin börn.
Andlát
Ragnar Borg
Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, segir að með því að taka að sér
að leita sátta milli Ólafs Skúlasonar,
fyrrverandi biskups, og Sigrúnar
Pálínu Ingvarsdóttur hafi hann gert
mistök. Þetta kom fram í máli bisk-
ups í Kastljósi í gærkvöldi.
Líkt og fram kemur í rannsókn-
arskýrslunni hafði hann daginn áður
skrifað undir stuðningsyfirlýsingu
með Ólafi sem fulltrúi í kirkjuráði.
Karl sagði jafnframt að hann hefði
átt að taka öðru vísi á málunum þeg-
ar Guðrún Ebba Ólafsdóttir leitaði
til kirkjunnar vegna kynferðisbrota
föður síns. Í skýrslunni kemur fram
að Guðrún Ebba hafi hinn 27. mars
2009 óskað eftir fundi með ráðinu til
að segja sögu sína en fram hefur
komið að faðir hennar beitti hana
kynferðisofbeldi þegar hún var barn
og unglingur. Þá hafi erindi hennar
aldrei verið svarað formlega. Karl
sagði í Kastljósi að Guðrún Ebba
hefði óskað eftir því á fundi með hon-
um að Sigrún Pálína kæmi á fund
kirkjuráðs. Biskup sagðist skilja það
að hann væri gagnrýndur en ekkert
kæmi fram í skýrslunni sem segði að
hann hefði brotið af sér í starfi og
ætti að segja af sér embætti. Hins
vegar kæmi fram í skýrslunni að
hann hefði gert mistök ásamt fleir-
um.
Mistök að leita
sátta í máli Ólafs
Biskup segist skilja gagnrýni á sig
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Biskup Karl Sigurbjörnsson.
ÓSKABARN – æskan og Jón Sigurðsson
Sýning í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns forseta.
Þjóðmenningarhúsið
Opið daglega kl. 11.00 - 17.00
Hverfisgata 15 · 101 Reykjavík · 545 1400
thjodmenning.is · kultur.is
Bókin er komin út hjá Máli og menningu.
Tilboðsverð í dag í verslun Þjóðmenningarhússins.
Sýning og bók fyrir börn og unglinga.
Brynhildur Þórarinsdóttir
Óskabarn
Bókin um
Jón Sigurðsson
Ókeypis aðgangur í dag, 17. júní.