Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 boðum frá allskonar böndum. En við hugsuðum með okkur að við gætum ekki farið annan hring með sama gamla efnið svo við ákváðum að frysta það, klára plötuna og síðan Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Boltinn er heldur betur farinn að rúlla hjá metalgrúppunni Sólstöfum. Hljómsveitin, sem landaði nýverið veigamiklum samningi við fransk/ ameríska útgáfufyrirtækið Season of Mist, mun gefa út tvöfalda plötu í haust sem er sjaldséð fyrirbæri í dag. – Tvöföld plata á leiðinni, eruði svona svakalega frjóir? „Já það má segja það. Við vorum mættir á æfingu klukkan 10 á morgnana og æfðum fram á kvöld- mat á hverjum degi í þrjá mánuði,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, söngv- ari hljómsveitarinnar, en hann er oftast kallaður Addi. „Við sömdum og sömdum eins og hálfvitar og vor- um síðan bara komnir upp í tæpar 90 mín. af efni. Þá hugsuðum við með okkur að nú væri ágætt að fara að saxa þetta eitthvað niður. Við bárum þetta síðan undir Frakkana og þeir sögðu bara „So, it’s a double album“ (lesist með mjög frönskum hreim) og við bara: „Já, ókei, why not?“ Við ákváðum því að taka svolítið svona Guns ’n’ Roses-pólinn í hæðina, Use your Illusion, bara eitt og tvö sko. En það er bara skemmtilegra að hafa flottari og þyngri pakka. Maður verður að hafa útgáfur veglegar í dag, annars kaupir þetta enginn“. Lífið breytist og maðurinn með Sólstafir gaf síðast út plötuna Köld árið 2009. Platan kom mörgum á óvart enda var hún töluvert mýkri en hljómsveitin gefur sig út fyrir að vera. En hvernig ætli hljóðið verði á þessari nýju plötu? „Það verður ógeðslega gott. Það verður svo mikið af popplögum að fólk á eftir að halda að við séum þroskaheftir, án gríns. Við erum með falsetto-söngvara, saxófón, kór og svo verður Gerður G. Bjarklind gestur á plötunni. Enn og aftur: án gríns“. – Það má því segja að þið séuð að breyta um stíl? „Síðustu plötu sömdum við fyrir næstum því fjórum árum. Fólk skoð- ar plötur og hljómsveitir, alveg sama hvaða hljómsveitir það eru, og hugs- ar með sér: „Vá hvað þeir breytt- ust“. En menn eru kannski búnir að fara í fimm áfengismeðferðir, lenda í hjónaskilnaði, 7 árum eldri og kannski komnir með börn. Fólk fatt- ar ef til vill ekki hvað er búið að ger- ast í millitíðinni. Það er margt búið að gerast, það er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Þetta er allt saman at- burðarás“. Í haust, eftir útgáfu plötunnar, fer hljómsveitin í tónleikaferðalag um Evrópu en einnig um Ameríku. Ætli þeir eigi eftir að hita upp fyrir ein- hverja stórlaxa í bransanum? „Já, ég held að Metallica sé á leið- inni! Nei, nei, en eftir síðasta árið, ár sem við túruðum alveg svakalega mikið, þá hefur rignt inn túrtil- fara í almennilega túra með sterkt efni,“ segir Addi og bætir við að Am- eríkan sé alveg ný fyrir þeim fé- lögum. „Maður hefur heyrt að þegar maður er í Ameríkunni, kannski í einhverri skítaborg, t.d. Detroit, á einhverjum skelfilegum klúbbi, þá óskar maður sér að vera frekar í Þýskalandi. Maður fær kannski 5 dollara matarúttekt á McDonald’s fimmta daginn í röð á meðan Aust- urríkismennirnir væru að elda handa manni gourmet-steik,“ segir hann og hlær. „Nota smokkinn, gera backup!“ Strákarnir lentu í skelfilegu atviki þegar þeir voru nánast búnir að klára allt efni fyrir plöturnar. „Þeg- ar við vorum búnir að klára síðasta mixið, þá hrundi harði diskurinn okkar. Við vorum akkúrat að gera backup þegar diskurinn hrundi klukkan 5 um nóttina og ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða fara og hengja mig.“ Addi vissi hins veg- ar af manni sem var þekktur sem tölvugúrú og félagarnir leituðu til hans með grátbólgin augun. „Hann ætlaði að athuga hvað hann gæti gert og við vorum ein taugahrúga þangað til. En svo náði hann að bjarga þessu! Þetta svo sannarlega kennir manni, alltaf er maður að læra. Nota smokkinn, gera backup fyrr!“ Sólstafir brjótast gegnum mistrið  Tvöföld plata frá svartmálssveitinni Sólstöfum væntanleg í haust  Samningur við útgáfu- fyrirtækið Season of Mist  „Fólk á eftir að halda að við séum þroskaheftir“ Ljósmynd/Zeranico Áfram veginn Sólstafir stefna hærra og hærra … Gamanþáttaröðin Hæ Gosi á Skjá einum mun snúa aftur í haust að sögn Kristjönu Thors, dagskrár- stjóra Skjás eins. Síðustu þáttaröð lauk með því að bræðurnir ásamt föður sínum voru á leið til Færeyja til að endurheimta eiginkonu Bark- ar en þættirnir hefjast þar sem frá var horfið – í Færeyjum. Fram- leiðslufyrirtækið á bak við þættina, Zetafilm hefur náð samningum við Færeyska Ríkissjónvarpið um að hefja sýningar á þáttunum þar í landi. Tökur á nýju seríunni hefjast á næstu dögum á Akureyri en þætt- irnir gerast bæði þar, í Reykjavík og í Færeyjum. Fjöldi nýrra leikara mun koma fram, til dæmis leikarap- arið Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Bjarni Snæbjörns- son, gríndrottingin Harpa Arn- ardóttir og svo mætti lengi telja. Hæ Gosi til Færeyja Tangóævintýrafélagið íslenska býður upp á tangókaffihús í Þjóðmenning- arhúsinu hinn 17. júní. Dansararnir og kennararnir Matias Facio og Claudia Rogowski eru á Íslandi að kenna og sýna tangó. Þau verða í Þjóðmenning- arhúsinu en parið gerir út frá Berlín, þar sem það hefur sinnt kennslu í dans- inum auk þess að sýna. Tangókaffihúsið verður opnað klukkan 18 og um tónlistina sér Fimm í tangó. Klukkan 21 líða svo þau Matias Facio og Claudia Rogowski inn á gólfið og kenna „Milonga“ (sem er hresst af- brigði af tangó, eins og fram kemur í fréttatilkynningu). Tangó í Þjóðmenning- arhúsinu Hiti Matias Facio og Claudia Rogowski í sveiflu. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! SUPER 8 KL. 5.30 (TILBOÐ) - 8 - 10.30 12 SUPER 8 Í LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 5.20 (TILBOÐ) - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 8 - 10.45 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSL.T 3D KL. 5.50 (TILBOÐ) L PIRATES 4 3D KL. 6 (TILBOÐ) - 9 10 - FRÉTTATÍMINN FRÁ STEVEN SPIELBERG OG J.J. ABRAMS KEMUR EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS! BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 8 - 10.15 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 10.15 12 HÆVNEN KL. 5.50 - 8 12 BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 8 - 10.30 L FAST FIVE KL. 10.10 12 PAUL KL. 8 12 FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN! FRÁ HÖFUNDUNUM SEM FÆRÐU OKKUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SUPER 8 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10 X-MEN: FIRST CLASS Sýnd kl. 7 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 KUNG FU PANDA 2 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR HHHH „Djarfasta og best skrifaða X-Men-myndin til þessa.” -T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt HHHH „Þetta er sannarlega fyrsta flokks ofurhetjumynd!“ -Þ.Þ., Fréttatíminn ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHH “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN SÝND Í 2D OG 3D EIN BESTA ÆVINTÝRA/ SPENNUMYND ÁRSINS -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.