Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Þegar ég fékk þær fréttir að Eysteinn ömmubróðir minn væri allur, hrúguðust minningarnar inn af þeim sómamanni og konu hans Erlu. Ég hef ekki hitt þau í mörg ár en hugsað þeim mun meira til þeirra eins og oft vill verða. Sú var tíð að ég hitti þau á hverjum degi og var það góður tími. Ég leigði íbúðina í kjallaran- um hjá þeim á Flókagötunni í nokkur ár og fékk mikið af góðum ráðum af efri hæðinni. Ég fékk sko alveg að heyra það hjá Erlu og Eysteinn brosti að öllu saman. Það voru góðar samræður sem ég átti við þau á glæsilegu heimili þeirra. Þau voru ólíkar týpur en áttu samt svo vel saman. Ey- steinn var glæsilegur maður, gáf- aður, samviskusamur, virðulegur og minnti mig alltaf á enskan lord. Erla var jafn glæsileg og Eysteinn, hress, kát, mikil tilfinn- ingamanneskja, dugnaðarforkur og með hjarta úr gulli eins og maður hennar. Þau voru miklir Eysteinn Guðmundsson ✝ Eysteinn Guð-mundsson fæddist á Hóli í Sæ- mundarhlíð í Skagafirði 12. nóv- ember 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 2. júní 2011. Jarðarför Ey- steins fór fram frá Háteigskirkju 10. júní 2011. vinir ömmu minnar og afa og mér fannst alltaf að amma væri kátust þegar Erla var ná- lægt. Það var mikið hlegið. Eysteinn leyndi meira á sér en var mikill húm- oristi og gerðu þau góðlátlegt grín hvort að öðru. Þau lágu ekki á því hve mikið þau elskuðu og dáðu af- komendur sína og skein stoltið úr augum þeirra þegar þau töluðu um þá. Erla átti kannski fleiri og hástemmdari lýsingarorð yfir barnabörnin og samkvæmt þeim höfðu ekki fallegri og gjörvulegri einstaklingar stigið fæti hér á jörð, nema ef vera skyldu syn- irnir. Nú eru þau hjónin saman aftur og Erla líklega búin að baka jólaköku handa Eysteini, eins og hún gerði alla þeirra bú- skapartíð. Jólakakan varð að vera til í skápnum og jólakakan hennar Erlu var best. Þau voru gott fólk og þakka ég Eysteini frænda og Erlu fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig og mína. Afkom- endum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Fjóla, systir mín, sem einnig leigði í kjallaranum hjá þeim, sendir einnig kveðjur og þakkir fyrir allt, sem og fjöl- skyldan mín hér fyrir norðan. Jóna Guðný Jónsdóttir, Siglufirði. Það er alltaf ljúft að hugsa til Eysteins frænda og Erlu því það var hressilegur andblær yfir þeim heimsóknum. Þau voru fal- legt par, samhent og glæsileg. Ég man fyrst eftir heimsóknum út í Skerjafjörð á Hörpugötuna þar sem þau bjuggu. Ég og Valdi bróðir minn vorum á svipuðum aldri og Elli og Ívar og ekki skorti á leikþorsta okkar frænda. Tívolí var í næsta nágrenni með ævintýraheimi sem var ótrúlega fjölbreytilegur. Eysteinn var prúður með afbrigðum og stað- fastur, glæsilegur á velli með mikla útgeislun. Þau Erla byggðu sér fallegt heimili á Flókagötu sem var stutt frá mínum æsku- stöðvum þar sem þau bjuggu í 38 farsæl ár áður en þau fluttust í hús eldri borgara í Bólstaðarhlíð. Það var ánægjulegt að koma þar í heimsókn sem oftast endaði með mjólkurglasi og Prins Póló. Eysteinn og Erla komu stund- um við í Skipholtinu þegar þau tóku gönguhring frá heimili sínu í Bólstaðarhlíð. Nokkur skemmti- leg skot frá Erlu full af húmor hrukku fram og Eysteinn kímdi við. Hann hafði gaman af hressi- legri framkomu eiginkonunnar og gáska og brosti af innlifun. Eysteinn hefur líklega verið meiri gefandi heldur en þiggjandi í sínu lífi eins og er um fleiri af hans systkinum. Líklega hefur þetta mótast í ungri æsku þar sem ekki var margt á borðum af efnislegum hlutum til að velja úr. En væntumþykja hans virðing og tillitssemi var meðfæddur eigin- leiki. Faðir minn og Eysteinn voru nánir bræður og fór faðir minn aldrei dult með aðdáun sína á sínum eldri bróður sem var í senn skynsamur og ráðagóður og með mikla reynslu er laut að við- skiptum sem þeir báðir komu að og farnaðist vel. Þeir voru saman um skeið vinnumenn á Korpúlfs- töðum og þótti Eysteinn mikið hraustmenni. Ég minnist þess vel þegar föð- urfjölskylda mín kom saman er stórafmæli var á mínu heimili og ekki leið á löngu þar til menn voru sestir og teknir til við að tefla. Man ég hve Eysteinn þótti lipur skákmaður og kappsfullur. Þegar ég hugsa til Eysteins kemst maður ekki hjá því að hugsa um fyrirtækið Ásbjörn Ólafsson sem var honum svo kært. Það er mikið happ fyrir báða aðila þegar svo tekst til. Þar á milli ríkti gagnkvæm tryggð og trúlyndi sem er mikilvægt í upp- byggingu allrar stafsemi eigi gott af að leiðast. Ég hef sjálfur lít- illega kynnst bæði eigendum og starfsmönnum Ásbjörns Ólafs- sonar fyrir tilstuðlan Eysteins og föður míns og þannig skilið trú- mennsku hans og áhuga fyrir fyr- irtækinu. Eysteinn og Erla byggðu sér sumarhús í Úthlíð í Biskupstung- um sem þau sóttu nokkuð þar til heilsu Erlu hrakaði. Eysteinn sinnti konu sinni af alúð og sam- viskusemi. Það er mikil synd að þessi heiðurshjón skyldu ekki hafa fengið notið betri heilsu á efri árum en Eysteinn glímdi sjálfur við Alzheimers-sjúkdóm til margra ára og allt til loka. Með mér mun minningin um Eystein lifa fersk því þar fór maður sem er öllum góð fyrir- mynd sem mannvinur í bestu mynd. Frændum mínum og fjöl- skyldum sendi ég samúðarkveðj- ur. Þormar Ingimarsson. Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur frænkunum, en við Ragn- heiður Jóna vorum systkina- börn, fæddar á sama árinu. Ég bjó á Ísafirði og einu sinni á ári var farið í höfuðborgina og oftar en ekki gisti ég hjá Ragnheiði. Það var ævintýri líkast fyrir mig, endalaus ljós og óteljandi hús og ekki síst að gista í Heið- arselinu. Við gátum unað okkur allan daginn við ýmsa leiki og Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir ✝ RagnheiðurJóna Ármanns- dóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1969. Hún lést 25. maí 2011. Útför Ragnheið- ar Jónu fór fram frá Seljakirkju 3. júní 2011. best var þegar ég kom aftur á Ísafjörð með nýjustu strauma úr borg- inni í snú-snú og teygjutvisti. Ég man vel árið áður en Ragnheiður fermdist, hún var búin að safna hári fyrir ferminguna þegar reiðarslagið kom, hún þurfti að fara í höfuðaðgerð og það varð að raka allt hárið af. Hárið var það sem ég hafði mestar áhyggjur af á þeim tíma. Upp frá þessu spil- aði misgóð heilsa stóra rullu í lífi Ragnheiðar og erfitt að setja sig í spor unglings sem þarf að glíma við heilsuleysi. Þrátt fyrir það gafst Ragnheiður aldrei upp og það er alveg með ólíkindum hverju hún hefur áorkað. Ragnheiður var ein af fyrstu skátunum í skátafélaginu Segli og lagði mikla vinnu í það starf, ég fékk að fljóta með á fundi þegar ég var fyrir sunnan, enda skáti að vestan. Metnaðurinn var mikill og hún tók t.d. að sér að gefa út söngbókina Seglahvin sem var unnin af mikilli natni. Það segir mikið um hana að hún hafði samband við höfunda lag- anna og fékk leyfi til að birta þau í bókinni og urðu sumir heldur hissa enda sjaldnast spurðir um leyfi. Trúin var stór þáttur í lífi Ragnheiðar og varð úr að hún fór til Noregs í biblíuskóla en dvölin varð heldur lengri en áætlað var þar sem hún kynntist Trond, manninum sínum, og þau fóru að starfa fyrir Hjálpræðis- herinn í Noregi. Nokkrum árum og tveimur drengjum síðar flutti fjölskyldan til Íslands og starfaði fyrir Hjálpræðisherinn. Þegar amma okkar var orðin gömul og lasin og við orðnar fullorðnar kom Ragnheiður vestur á Ísa- fjörð til að heimsækja hana í tvo daga. Veðurguðirnir sáu til þess að dvölin varaði í fimm daga, en nú gisti hún hjá mér og fjöl- skyldu minni. Þá gafst góður tími til að spjalla um lífið og til- veruna og strákana okkar sem eru á sama aldri. Það leyndi sér ekki hversu stolt hún var af strákunum sínum en þetta varð upphafið að endurnýjuðum kynnum, bíóferðum og ferð í húsdýragarðinn með allt liðið þegar við vorum fyrir sunnan. Það var svo fyrir rúmu ári að heilsunni hrakaði hjá Ragnheiði Jónu sem barðist af miklum eld- móði og kjarki með stuðningi fjölskyldunnar. Þegar við spjöll- uðum saman voru það strákarnir og framtíð þeirra sem áttu hug hennar allan og allar hannyrð- irnar sem hún ætlaði að sinna þegar hún yrði hressari. Það er ekki auðvelt að sjá réttlætið nú þegar Ragnheiður hefur verið kölluð frá okkur en ég vil votta Trond, Ármanni, Knud Egil, Jan Olaf, Katrínu, Ármanni og Eyjólfi mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Guðrún Anna Finnbogadóttir. Þegar móðir okkar veiktist af svokallaðri „Akureyrarveiki“, var Jóni Kr. kornungum komið fyrir í sumardvöl á Syðri-Reistará (eldri bræðurnir töldu það vera vegna óþægðar). Upp frá því var hann að mestu að heiman öll sumur og eignaðist alls staðar vini og auka- fjölskyldur, sem hann ævinlega síðan hélt tryggð við. Það að hann ungur yfirgaf hreiðrið gerði hann að sjálfstæðum einstaklingi og í Jón Kr. Sólnes ✝ Jón KristinnSólnes fæddist á Akureyri 17. júní 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 12. maí 2011. Útför Jóns fór fram frá Akureyr- arkirkju 25. maí 2011. stakk búinn að standa á eigin fótum. Hann var vinnu- samur, óverkfælinn og ráðdeildarsamur. Á menntaskólaárun- um ók hann eigin bíl, það var ekki algengt á þeim tíma, og íbúð hafði hann eignast áður en hann lauk lögfræðináminu. Allt upp á eigin spýtur og með léttri hendi, án þess þó að temja sér meinlætalífi, né horfa í aurinn. Hann stofnaði, ásamt Gunnari bróður okkar, lögfræði- stofu á Akureyri, sem síðar varð sú stærsta utan höfuðborgarinnar. Hann þekkti aragrúa af fólki um allar trissur og átti auðvelt með samskipti við fólk af öllum sauðahúsum. Honum var vel til vina, var góður félagi og gat verið óhemju skemmtilegur, ef sá gáll- inn var á honum. Hann hafði næmt auga fyrir spaugilegri hliðum til- verunnar og var firnagóður sögu- maður. Það var gott að hlæja með Jóni Kr. Hann var enginn dellu- karl og ég held að hann hafi varla vitað af hvaða tegund bíllinn hans var. Hann hafði þó gaman af að fara í veiði og þá aðallega, held ég, út af félagsskapnum. Hann var bóngóður og greiðvikinn og ekki alltaf nákvæmur með innheimtur, ef illa stóð á hjá skjólstæðingum. Margir hafa sagt mér sögur um þetta. Ég veit t.d. að hann sá um skattaskýrslur margra gamalla vinkvenna foreldra okkar, án þess að telja það eftir sér, né taka greiðslu fyrir eða tala um það yf- irleitt. Þegar íþróttafélögin urðu stærstu þrýstihóparnir í bæjar- félaginu, lenti Jón utan bæjar- stjórnar. Hann hafði lítinn áhuga á fótbolta. En til erfiðari og óvin- sælla verka var ekki öðrum til að dreifa, eins og þegar sameina átti skólana á Brekkunni. Það tók á, meira en margan grunar, og krafð- ist fórna, ekki síst af persónuleg- um toga. Eftir að móðir okkar varð ein sinnti hann öllum hennar málum, leit til hennar daglega og bjó svo um að hún gat búið á eigin heimili til dauðadags. Hann var sá af okk- ur systkinunum sem líktist henni mest. Hafði sams konar nærveru í samskiptum við fólk; gat verið ein- þykkur ef því var að skipta, mundi allt og mest gott, en gleymdi seint ef honum þótti að sínum vegið. Bæði höfðu þau að sama skapi ákaflega rúmgott hjarta. Við sáum ekki alltaf hluti sömu augum og áttum okkar rimmur, en eftir því sem aldurinn færðist yfir varð samband okkar æ nánara og innilegra. Ég kveð því ekki bara bróður, heldur einnig góðan og náinn vin. Það er stundum sagt, þegar talað er um mannlega eig- inleika, að vera eins og mann- eskja, vera eins og fólk. Jón bróðir minn var í þeim besta skilningi eins og fólk. Blessuð sé minning hans. Páll Sólnes. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍNÓRA HÓLM SAMÚELSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 13. júní. Hörður Gíslason, Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir, Hallgrímur Gíslason, Halla Sævarsdóttir, Bjarnhéðinn Gíslason, Heiðdís Haraldsdóttir, Aðalheiður Gísladóttir, Haukur Þorsteinsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR HALLDÓRSDÓTTUR kennara, Skeiðarvogi 125, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks Þorrasels og líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir alúð og góða umönnun. Halldór Jónsson, Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Trausti Leifsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÖLLU MARGRÉTAR OTTÓSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Björg Margrét Sigurgeirsdóttir, Jakobína Elsa Ragnarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Björgvinsson, Friðrik Ottó Ragnarsson, Margrét Sólveig Sigurðardóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Þór Ragnarsson, Sigríður Þráinsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Oddný Vestmann, Þórður Úlfar Ragnarsson, Anna Sólveig Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GARÐAR KARLSSON flugvirki og gítarleikari, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánu- daginn 20. júní kl. 13.00. Þuríður Helga Guðjónsdóttir, Viðar Garðarsson, Ólöf Sigurgeirsdóttir, Agnes Garðarsdóttir, Gísli Ólafsson, Jón Sigurður Garðarsson, Helga Þorkelsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, Bjarki Halldórsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HJÁLMARSDÓTTIR DIEGO, Dídí á Steinhólum, andaðist að Seljahlíð miðvikudaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Lauganeskirkju fimmtu- daginn 23. júní kl. 15.00. Sigrún Guðbergsdóttir, Sigurbjartur Jóhannesson, Soffía Auður Diego, Höður Guðlaugsson, Halldór Diego Guðbergsson, Dagný Gunnarsdóttir, Eggert H. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.