Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 44
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það verður hátíð, hvernig sem viðr- ar,“ segir Valdimar Jón Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri. Þar er allt að verða tilbúið fyrir Hrafnseyr- arhátíð sem haldin er í dag en meira er í hana lagt en venjulega vegna þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. Meira að segja malarvegirnir í Arnarfirði og nágrenni hafa fengið andlitslyftingu. Sérstök nefnd hefur í fjögur ár undirbúið dagskrá afmælisársins. Settar hafa verið upp sýningar og efnt til málþinga til að minnast Jóns Sigurðssonar og starfs hans. Há- punkturinn er opnun nýrrar sýn- ingar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. „Afmælisnefndin lagði áherslu á verkefni á Hrafnseyri og fer um helmingur þess fjármagns sem nefndin hefur úr að spila þangað,“ segir Björn G. Björnsson verkefn- isstjóri. Afmælishaldið kostar alls um 149 milljónir kr. Hann segir að hugmyndin hafi verið að gera Hrafnseyri til góða þannig að stað- urinn stæði jafnfætis öðrum mikil- vægum stöðum í sögu og menningu þjóðarinnar. Líf í þágu þjóðar Umgjörð sýningarinnar „Líf í þágu þjóðar“ er níutíu metra langur gegnsær veggur úr plexígleri sem grundvallast á hugmynd Basalt arki- tekta sem valin var eftir samkeppni. Þar er komið fyrir myndum og upp- lýsingum um Jón Sigurðsson og einnig geta gestir fengið þar aðgang að ítarlegra margmiðlunarefni. „Jón Sigurðsson er flókið við- fangsefni. Við höfðum það að leið- arljósi að sýna manninn sjálfan, ekki stunda hetjudýrkun,“ segir Björn. Auk persónunnar er reynt að gera starfsferli hans skil, bæði vís- indastörfum hans og stjórnmálaþátt- töku. Þá er fjallað um þá tíma og það umhverfi sem hann er sprottinn úr. Valdimar hefur staðið fyrir sum- arháskóla á Hrafnseyri frá því hann tók við starfi hjá Hrafnseyrarnefnd fyrir sex árum, í samvinnu við Há- skólasetur Vestfjarða og Háskóla Ís- lands. Hann telur mikilvægt að tengja staðinn enn betur háskóla- samfélaginu og fagnar samþykkt Al- þingis um stofnun prófessorsstöðu í nafni Jóns Sigurðssonar. Safn Jóns Sigurðssonar er aðeins opið á sumrin enda er það í einangr- aðri sveit. Á síðasta sumri komu um 2.000 gestir á safnið og áætlað er að um 6.000 manns hafi í heildina komið á staðinn. Níutíu metrar af sögu  Hrafnseyrar- hátíð á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tjaldað Miklum tjöldum hefur verið komið upp á túninu á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar munu gestir á Hrafns- eyrarhátíð í dag geta fengið sér kaffi og aðrar veitingar og lista- og handverksfólk verður með muni til sölu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra setur Hrafnseyrarhátíð klukkan 14.30 og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur hátíðarræðuna. Fulltrúi Vestur-Íslendinga, David Gislason, flytur ávarp svo og Sólveig Pétursdóttir, formað- ur afmælisnefndar, og Eiríkur Finnur Greipsson, formaður Hrafnseyrarnefndar. Fjallkona Vestfjarða kemur fram og Elvar Logi Hannesson flytur einleik sinn um Jón Sig- urðsson. Á tónlistardagskrá koma meðal annars fram karla- kórar, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björgvin Halldórsson. Hátíð- arsvæðið verður opnað klukkan 10 og þar verða sölubásar og veitingatjöld. Háskólasetur Vest- fjarða útskrifar nemendur áður en hátíðardagskráin hefst og há- tíðarmessa verður í Minning- arkapellu Jóns Sigurðssonar. Von er á gestum úr þorpunum á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum til hátíðarinnar. Vegagerðarmenn hafa verið að snurfusa vegina á heiðunum. Gestir hafa fleiri samgöngumáta því Bílddælingar reikna með að sigla á fjölda smábáta yfir fjörðinn. Afmælisbarnið heiðrað Björn G. Björnsson og Valdimar Jón Halldórsson. Jón Sigurðsson 200 ára FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Niðurlægingin algjör 2. Anorexíutvíburar berjast fyrir … 3. Sárafá lögleg reiðhjól til sölu 4. Andlát: Knútur Jeppesen »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ný mynd eftir meistara Steven Spielberg var frumsýnd í fyrradag, og kallast hún Super 8. Spielberg fram- leiðir en J.J. Abrams leikstýrir. Gunn- þórunn Jónsdóttir brá sér í Egilshöll og rýndi í ræmuna. »41 Spielberg settur undir mælikerið  Faktorý, tón- leikastaðurinn eini og sanni, verður með marg- háttuð umsvif á þjóðhátíðardag- inn. M.a. verður dagskrá í portinu frá kl. 14 og svo Kanilkvöld #4 frá miðnætti! Frítt inn á alla gleðina all- an daginn og nóttina en m.a. koma fram Reykjavík Gypsy Duet, Blágresi, Blues Willis og Illgresi. Tónvæn þjóðhátíð á Faktorý  Rokksveitin Smashing Pumpkins verður heiðruð á tónleikum á Só- dómu á morgun, laugardag. Hljómsveit kvöldsins er leidd af Franz Gunnarssyni (Ens- ími – Dr. Spock) en auk þess koma Roland Hartwell og strengja- vænir vinir hans úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fram. Sér- stakur leynigestur lætur þá einnig sjá sig. Smashing Pumpkins heiðruð á Sódómu Á laugardag NA 5-13 m/s. Skýjað N- og A-lands, súld við strönd- ina, en bjart með köflum og stöku skúrir SV-lands. Hiti 3 til 16 stig. Á sunnudag NA-læg átt, 3-10. Stöku skúrir SV-lands, þokuloft á annesjum N-til, en annars víða léttskýjað. Svipaður hiti. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvassast NV-lands og við SA-ströndina. Skýjað en úrkomulítið, en dálítil rigning með köflum S- og SA- lands. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR Hið unga og efnilega fjöl- þrautarfólk, Einar Daði Lár- usson úr ÍR og Helga Mar- grét Þorsteinsdóttir, Ármanni, náðu athyglis- verðum árangri í tugþraut og sjöþraut á alþjóðlegu móti í Tékklandi sem lauk í gær. Helga var rétt við Íslandsmetið en Einar skaust upp í fjórða sæti á afrekslista íslenskra tugþrautarmanna frá upp- hafi með árangri sínum. »1 Einar og Helga í fremstu röð „Leikurinn á móti Hvít-Rússunum var gríðarlegt áfall fyrir okkur og svo virðist sem við höfum tekið með okk- ur vonbrigðin í leikinn gegn Sviss- lendingunum. Það var mikið andleysi og menn greinilega ekki búnir að hrista af sér tapleikinn,“ segir Kol- beinn Sig- þórsson, einn leik- manna knatt- spyrnu- landsliðs- ins sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri. »4 Tapið fyrir Hvít-Rússum gríðarlegt áfall Þórunn Helga Jónsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, er búin að skipta um félag í Brasilíu í annað sinn á þessu ári. Hún fór frá Santos í Sao Paulo til Bangu í Río de Janeiro snemma árs, eftir að hafa spilað með Santos í hálft þriðja ár. Nú er Þórunn aftur búin að færa sig um set, tals- vert norður á bóginn, og er gengin til liðs við Vitória Tabocas. »1 Þórunn Helga flytur sig norðar á bóginn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.