Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Götuleikhúsið Fjórtán ungmenni munu gleðja gesti miðbæjarins í sumar með skemmtilegum uppákomum. Hér er hópurinn samankoninn ásamt Aðalbjörgu og Unu sem sjá um starfið í sumar. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fuglarnir verða ekki þeireinu sem dvelja í Tjörn-inni í Reykjavík í dagþví þar hefur tekið sér bólfestu dreki einn. Það er Götu- leikhús Hins hússins sem býður gestum í miðbænum upp á dreka og baráttu góðs og ills þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. Sagan segir að vond konungshjón hafi tekið völdin í landinu. Það tókst þeim með því að fanga drekann í Tjörninni og siga honum á óvini sína. Ömmu Þórgunni og fjöl- skyldunni frá Kátakoti er nú nóg boðið. Þau hafa ákveðið að losa landið við vondu konungshjónin með því að frelsa drekann. „Það er gaman að koma því til skila að drekinn er góður. Börn þurfa ekki að verða hrædd við hann. Ég man eftir því þegar ég var lítil 17. júní, þá sá ég tvo dreka sem börðust í Lækjargötu og ég gleymi því aldrei, “ segir Aðalbjörg Árnadóttir, leikstjóri Götuleikhússins. Fjórtán ungmenni á aldr- inum 17 til 25 ára starfa í Götu- leikhúsinu í sumar. Auk Aðal- bjargar stýrir Una Stígsdóttir hópnum en hún sér aðallega um útlit og búninga. „Sýningin í dag er sú stærsta sem við erum með í sumar. Þannig að við ákváðum að vera barnvæn og búa til ævintýri með dreka, góða fólkinu og vonda fólkinu,“ segir Aðalbjörg. Með brennandi áhuga Götuleikhúsið er með aðstöðu í Listasmiðjunni á Lindargötu og þar hefur mikið gengið á undan- farna daga. „Við erum búin að vera núna í tvær vikur að æfa á morgnana og smíða seinnipart- inn,“ segir Aðalbjörg. Tvö hundruð og fjörutíu ung- menni sóttu um starf í Götuleik- húsinu í sumar og þurfti Aðal- björg að velja fjórtán úr þeim Barátta góðs og ills við Tjörnina í dag Götuleikhús Hins hússins er orðið vel þekkt á meðal fólks í borginni enda hefur leikhúsið verið starfrækt yfir sumartímann frá árinu 1992. Í dag setur Götuleik- húsið upp sýningu við Tjörnina þar sem fjölskyldan í Kátakoti frelsar góða drek- ann úr klóm vondu konungshjónanna og riddara þeirra. Hann Jón karlinn Sigurðsson skipar stórt hlutverk í dag. Jón fæddist 17. júní árið 1811 á Hrafnseyri í Arnar- firði. Jón, stundum nefndur forseti, var leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðis- baráttunni á 19. öld og þakka má honum meðal annars að við erum sjálfstæð þjóð í dag. Fæðingardagur hans var valinn sem þjóðhátíðar- dagur okkar þegar Lýðveldið Ísland var stofnað hinn 17. júní árið 1944. Vefsíðan Jonsigurdsson.is var sett á laggirnar af nefnd sem var skipuð til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að í dag verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta. Nefndin hefur undirbúið ýmis verk- efni vegna afmælisársins en viða- mest eru endurgerð Safns Jóns Sig- urðssonar á Hrafnseyri. Á síðunni má lesa ýmislegt um Jón og safnið á Hrafnseyri auk þess sem sjá má við- burði sem eru tengdir Jóni. Vefsíðan www.jonsigurdsson.is Forsetinn Jón Sigurðsson stendur sperrtur á Austurvelli alla daga. Jón forseti á afmæli í dag Blómin springa út og þau svelgja í sig sól. Sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag, því lýðveldið Ísland á afmæli í dag. Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei. Það er kominn 17. júní. Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei. Það er kominn 17. júní. Þetta yndislega lag var samið af Hauki Ingibergssyni og Bjartmar Hannesson samdi textann. Dúmbó og Steini sáu svo um að flytja það og gera frægt á sínum tíma. Nú er það orðið fastur liður 17. júní og heyrist víða þennan hátíðisdag. Endilega … … fáið þetta lag á heilann 17. júní Það raula eflaust margir lag- ið „Hæ, hó, jibbí, jei“ í dag. Konur kaupa föt fyrir um það bil helming líkamsþyngdar sinnar á hverju ári. Rithöfundurinn Lucy Siegle komst að því þegar hún skrifaði bókina To Die For: Is Fashion Wearing Out the World? að venjuleg kona á Vestur- löndunum kaupir föt sem vega sam- tals um þrjátíu kíló á ári hverju. Kem- ur þetta fram á vefsíðunni Cocoperez.com. Siegle segir einnig í bók sinni að venjuleg kona eigi að meðaltali um tuttugu flíkur í fataskápnum sínum sem hún hefur aldrei klæðst. Verður það að teljast þónokkur fjöldi og auð- séð að þessar ónotuðu flíkur taka töluvert pláss í fataskápnum. Þá er spurning hvort það sé ekki kominn tími á vorhreingerningu og fara með einn poka í Rauða krossinn. Tíska Konur kaupa föt á ári hverju sem vega samtals þrjátíu kíló Reuters Innkaup Föt geta vegið heilmikið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. KILJA „… húmor og kaldhæðni … Skemmtanagildi hennar er … ótvírætt …“ IFV / DV „… skemmtileg skrif … djörf tilraun …“ PBB / FRÉTTATÍMINN VERULEIKINN slær öllum skáldskap við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.