Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Svo veigamikinn sess skipaði [Jón] íhugum Íslendinga við andlát sitt 1879að heita mátti að hann væri orðinnþjóðardýrlingur,“ segir í ágripi af
stjórnmálastörfum Jóns Sigurðssonar, á vef-
síðu sem forsætisráðuneytið lét setja upp í til-
efni 200 ára afmælis hans í ár.
Jón Sigurðsson er fyrir löngu orðin annað
og meira en sá einstaklingur sem hann var í lif-
anda lífi. Um hann var reistur minnisvarði
nánast strax eftir andlátið og í dag er nafn og
andlit Jóns Sigurðssonar tákn sem flestir
þekkja og tengja við sjálfstæði landsins, þótt
margir þekki lítið sem ekkert til verka hans.
Allir vildu Jón kveðið hafa
Páll Björnsson, sagnfræðingur og dósent í
nútímafræði við Háskólann á Akureyri, segir
að orðræðan um Jón Sigurðsson hafi breyst
eftir því sem frá líður. „Áður fyrr notuðu menn
mjög sterk orð til að lýsa honum, orð sem í
sjálfu sér heyrast ekki lengur í almennri um-
ræðu hér á landi. Menn lofsömuðu hann og
dýrkuðu, en við erum hófsamari núna, hvað
orðaforðann varðar.“ Páll vinnur að nýrri bók
um Jón Sigurðsson sem væntanleg er í haust
og ber heitið Samband þjóðar og hetju í 200 ár.
Bókin hefst við dauða Jóns og fjallar um
hvernig minningin um hann hefur birst með
margvíslegum hætti og táknmynd hans verið
nýtt. Því Jón hefur sannarlega verið notaður.
Allir vilja hafa hann með sér í liði og nýta
ímynd hans málstað sínum til framdráttar.
Líkt og Páll hefur bent á í rannsóknum sín-
um hafa, frá stofnun flokkakerfisins á Íslandi,
allar helstu stjórnmálahreyfingar nema
Kvennalistinn vísað til Jóns Sigurðssonar og
litið á sig sem arftaka hans. Spurningunni
„hvað hefði Jón gert?“ hefur verið varpað fram
í mörgum helstu deilumálum á sviði stjórn-
mála frá upphafi 20. aldar, um allt frá heima-
stjórn til nýtingar auðlinda, EES, Icesave og
nú í auknum mæli ESB. Svarið virðist í flestra
huga liggja í augum uppi: „Jón hefði viljað
gera eins og ég.“
Það virðist því hægt að leggja út frá orðum
og gjörðum Jóns Sigurðssonar í allar áttir og
sníða að hverjum málstað. En þótt deilt sé um
hvernig túlka eigi stjórnmálaskoðanir Jóns í
samhengi nútímans ríkir einhugur um hann að
því leyti að fáar tilraunir hafa verið gerðar til
að hrinda honum af stalli þjóðardýrlingsins.
Dýrlingurinn búinn til
Þeirrar tilhneigingar gætti víða í Evrópu á
19. öld að upphefja einstaklinga sem léku lyk-
ilhlutverk í að móta þjóðarvitund landa sinna á
umrótatímum. Ísland var ekki undanskilið.
Jón Karl Helgason, dósent í íslensku- og
menningardeild Háskóla Íslands, hefur síð-
ustu ár skoðað hugtakið „þjóðardýrlingur“ og
félagslegt hlutverk þeirra sem þá nafnbót
hljóta. Hann segir að til þess að komast á stall
þjóðardýrlings þurfi yfirleitt hið opinbera að
taka þátt í að móta minningarnar um viðkom-
andi og viðhalda þeim. „Fyrstu vísbending-
arnar felast oft í því að efnt er til almennrar
söfnunar fyrir eitthvert verkefni sem tengist
því að halda minningunni á lofti. Ef maður
orðar þetta á nútímamáli má segja að þjóðin
fái tækifæri til að kaupa sér hluti í minning-
unni, einstaklingurinn verður ekki einkaeign
heldur þjóðareign.“
Þegar fram í sæki færist verkin á hendur
hins opinbera sem haldi áfram að byggja upp
ímynd hinnar látnu hetju. Þetta er lýsandi fyr-
ir Jón Sigurðsson því bæði styttan af Jóni og
legsteinn Jóns voru fjármögnuð fyrir samsko-
tafé almennings en eru nú á forræði ríkisins.
Hugtakið þjóðardýrlingur felur í sér samlík-
ingu við trúarlega dýrlinga sem fengið hafa
kirkjulegra staðfestingu á heilagleik sínum. Að
mati Jóns Karls má sjá margar hliðstæður
með dýrlingadýrkun kirkjunnar og kennileit-
um minninganna um þjóðhetjurnar.
Þjóðríkið sett í trúarlegt samhengi
„Þetta kemur skýrt fram í því þegar fæð-
ingar- eða dánardagur er gerður að opinberum
hátíðisdegi. Jónsmessa á sumri er í okkar huga
24. júní, en svo er í raun önnur Jónsmessa 17.
júní.“ Að sama skapi hefur á stundum skinið í
það viðhorf að telja megi helgispjöll að leggja
nafn Jóns Sigurðssonar „við hégóma“.
Þjóðardýrlingar líkt og Jón Sigurðsson eru
Foringi, dýrlingur, tákn-
mynd og eftirsóttur liðsauki
Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur. Hinn ókrýndi kon-
ungur Íslands. Þannig hljóðaði lofsöngurinn um Jón Sigurðsson
eftir dauða hans. Jón var hafinn upp á stall, í orðsins fyllstu merk-
ingu, og þótt dregið hafi úr persónudýrkuninni frá lýðveldisstofnun
er ímynd hans enn haldið á lofti sem sameiningartákni en jafn-
framt beitt sem vopni í stjórnmálum.
Jón Sigurðsson 200 ára
Forsetinn Líkneskið af Jóni Sigurðssyni
horfir inn í Alþingi af Austurvelli. Kalla
mætti Alþingi„meirihlutaeiganda“ í minn-
ingu Jóns enda rekur það Jónshús og verð-
launasjóð í nafni hans.
Mikill sjálfstæðishamagangur
Morgunblaðið fór á stúfana í gær og spurði vegfarendur hvað kæmi fyrst upp í
hugann þegar minnst væri á Jón Sigurðsson og hátíðahöldin í dag.
Texti: Hallur Már Myndir: Sigurgeir S.
Þóra Gunnarsdóttir tölvunarfræðingur og
Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, starfsmaður Háskóla Íslands:
„Hrafnseyri og þessi prófessorastaða sem verið er að stofna, ég bara veit
ekki nákvæmlega í hvaða fagi hún á að vera. Við höfum ekki kynnt okkur
dagskrána en förum að sjálfsögðu með familíuna í bæinn í dag.“
Íris Lydía Österby Christiansen
Nemi í FSU:
„Ég er ekki viss, fann hann Ísland?
Þetta er alveg skemmtilegt en ég
veit samt ekki mikið um hann, ég
myndi fara í bæinn í dag en er á
leiðinni í sumarbústað.“
Snæbjörn Pálsson:
„Jón fæddist 1811 á Hrafnseyri og
hefði því orðið 200 ára á morgun.
Þetta veit ég bara því ég lærði um
hann í barnaskóla.“
Alexander Arnaldsson nemi:
„Ekki mikið, hann átti afmæli á 17.
júní svo er einhver stytta til af hon-
um. Við eigum að læra eitthvað um
hann í 7. eða 8. bekk.“
Stöðumælavörður nr. 47:
„Mér detta í hug 17. júní-
hátíðahöldin heima í Vest-
mannaeyjum þar sem farið
er niður á Stakka þar sem
lúðrasveitin spilar, en ég
var fánaberi í skátunum
þegar ég var yngri. Ég veit
voða lítið um Jón og ekkert
um hátíðahöldin í dag.“