Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Eins og alkunna er, var allt betra í
gamla daga. Þá voru handfæra-
veiðar leyfðar, Dúmbó-kvintettinn
var vinsælasta hljómsveitin og epla-
át var aðeins leyft á jólunum. Í anda
þess ætlar Dúmbó-kvintettinn að
koma aftur saman í Gamla kaup-
félaginu á Akranesi núna, um fimm-
tíu árum eftir að hann var stofnaður.
Á sunnudaginn munu þeir spila þar
milli klukkan 15 og 17 og verða vöffl-
ur og kaffi í boði Akraneskaup-
staðar. Kvintettinn var í fyrstu skip-
aður þeim Leifi Magnússyni (14 ára)
á bassa, Trausta Finnsyni (14 ára) á
píanó, Gunnari Sigurðssyni (15 ára)
á trommur, Jóni Trausta Hervars-
syni (15 ára) á tenórsaxófón og Ólöfu
(Lóu) Gunnarsdóttur (17 ára) sem sá
um sönginn. Gísli S. Einarsson (15
ára) gítarleikari kom svo í hópinn
þegar hann kom heim af síldinni.
Alltaf fullt í gamla daga
Í gamla daga voru þessar
skemmtanir kallaðar rellur og
rekstrarsjón og var blaðamaður for-
vitinn um hvaðan þessi orð væru
komin, en Gunnar Sigurðsson, einn
upphafsmanna Dúmbó-kvintettsins,
hafði ekki hugmynd um það. „Þetta
var bara kallað þetta,“ segir Gunnar.
Aðspurður hvernig það kom til að
þeir ákváðu að spila aftur núna eftir
langt hlé segir hann að Jón Trausti
hafi fengið hugmyndina. „Mér
fannst hún alveg fráleit til að byrja
með, en svo skipti ég um skoðun.
Ótrúlegt nokk þá erum við allir lif-
andi ennþá og höfum komist yfir æf-
ingar án vandræða. Í það minnsta
munum við hafa gaman af þessu,
þetta er bara spurning um áhorf-
endur. Ég veit ekkert hvernig þeim
mun falla við þetta. En þegar við
vorum að þessu á sínum tíma var
alltaf fullt hús af fólki á öllum aldri,“
segir Gunnar. Aðspurður hvort þeir
muni endurtaka þessa skemmtun
segir hann að það verði bara ákveðið
á sunnudaginn. Spurningunni hvort
þeir taki kannski upp plötu í fram-
haldinu svarar hann; „Ég held nú
ekki.“
Dúmbó-kvintettinn
snýr aftur með glans
Um hálf öld er síðan Dúmbó-kvintettinn kom fyrst saman
Mun leika og syngja á Akranesi yfir vöfflum með rjóma
Í árdaga F.v. Jón Trausti Hervarsson, Trausti Finnsson, Ólöf Gunnarsdóttir,
Leifur Magnússon, Gunnar Sigurðsson og Gísli S. Einarsson með gítar.
Í dag F.v. Trausti Finnsson, Gunnar Sigurðsson, Leifur Magnússon, Jón
Trausti Hervarsson, Ólöf Gunnarsdóttir og Gísli S. Einarsson.
á allar sýningar merktar með grænu1.000SPARBÍÓ 3D
BEINT Á
TOPPIN
N
Í USA
HHHH
„Djarfasta og best skrifaða
X-Men-myndin til þessa.”
-T.V., Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt
HHHH
„Þetta er sannarlega fyrsta
flokks ofurhetjumynd!“
-Þ.Þ., Fréttatíminn
100/100
"THE YEAR'S MOST
THRILLING, FEELING
MAINSTREAM MOVIE."
- TIME
"SUPER 8 IS A THRILLING
RETURN TO MOVIE MAGIC OF
OLD, FILLED WITH WONDER,
HORROR AND CHILLS."
- JIMMYO, JOBLO.COM
HHHH
"SUPER 8 ER AUÐVELDLEGA
BESTA SUMARMYND ÁRSINS EF
EKKI BESTA SUMARMYND SEM
HEFUR KOMIÐ Í ÁRARAÐIR."
- ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHHH
"SUPER 8 ER NÁNAST
FULLKOMIN"
- QUICKFLIX
HHHH HHHH
"SPENNANDI OG DULARFULL
ALLA LEIÐ... EIN AF ÓVÆNTARI
MYNDUM ÁRSINS."
- KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
SUPER 8 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12
THE HANGOVER 2 kl. 6 - 8 - 8:25 12
X-MEN: FIRST CLASS kl. 5:10 - 8 - 10:45 14
KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 3 - 5:30 L
PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 3 - 8:20 10
DÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 3 L
/ ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL
SUPER 8 kl. 2 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 - 11:30 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. kl. 1:20 - 2 - 4 - 6 L
SUPER 8 kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L
THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 9 - 10:20 12 KUNG FU PANDA 2 M/ensku tali kl. 10:20 M.texta L
PIRATESOFTHECARIBBEAN kl. 6 -8 -10:50 10
SOMETHING BORROWED kl. 8 L
EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS
SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI