Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Salan á bæði nýjum og notuðum bíl- um virðist vera að komast aftur á skrið. „Ef við tökum fyrstu fimm mánuði ársins erum við að sjá á landsvísu 1.995 nýskráða bíla á móti 883 á sama tíma í fyrra, sem er 126% aukning,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Hann segir bílaleigurnar eiga stóran hlut í hækkuninni en einstaklingar og fyr- irtæki eru líka að kaupa. „Sala á fólksbílum til einstaklinga og fyrir- tækja á sama tímabili var 868 bílar í ár en 376 bílar árið 2010, sem er um 131% aukning.“ Egill segir að vitaskuld stækki það prósentutölurnar að bílamark- aðurinn hefur verið nánast frosinn síðustu ár, en sölutölurnar nú gefa tilefni til bjartsýni. Hann nefnir tvennt sem gæti helst útskýrt sölu- kippinn nú. Bæði varð leiðrétting bílalána til þess að fólk eignaðist aft- ur eigið fé í gamla bílnum sínum, sem það getur þá notað sem inn- borgun inn á nýjan bíl. Svo er upp- söfnuð endurnýjunarþörf, en í venjulegu árferði má reikna með að bílaflotann vanti um 12.000 nýja bíla til að koma í stað þeirra sem skemm- ast, bila eða eru afskrifaðir sökum aldurs. Jafnvel þótt salan í ár stefni í um 5.000 bíla er ljóst að þörf mark- aðarins er meiri. Hegðun neytenda við bílakaupin virðist líka hafa breyst. Þótt stóru bílarnir sitji ekki óhreyfðir segir Eg- ill langmest sótt í litla og meðalstóra bíla, og mikið horft í eyðslutölurnar. Gefa sér tíma í valið „Við sjáum líka að fólk gefur sér meiri tíma í bílakaupin, er kannski að vega og meta valkostina í nokkrar vikur. Það kemur síðan til okkar með mjög skýra hugmynd um hvaða bíl á að kaupa, í hvaða lit, með hvaða vél og aukahlutum, og er tilbúið að bíða í tvo til þrjá mánuði eftir af- hendingu. Þetta eru algjör umskipti frá því sem var þegar fólk þurfti helst að fá bílinn strax næsta dag.“ Þetta segir Egill að komi sér vel fyrir alla. „Ég held það þekkist varla úti í heimi að fólk ætlist til þess að fá nýjan bíl nánast um leið, alveg eftir eigin höfði. Ekki einu sinni á meg- inlandinu stendur það yfirleitt til boða. Miklar birgðir hjá bílasölum myndi líka þýða aukinn kostnað fyr- ir þá, sem færi á endanum út í verð- lagið.“ Leiðrétting bílalána virðist vera að glæða söluna Neytendur verja meiri tíma í valið og bíða rólegir eftir sérpöntunum Morgunblaðið/Jakob Fannar Spenna Egill segir uppsafnaða þörf fyrir endurnýjun bílaflotans. Eðlileg endurnýjun væri um 12.000 bílar á meðalári. Salan í ár stefnir í 5.000 bíla. Líf komið í markaðinn » Með leiðréttingu lána mynd- aðist eign sem má láta ganga upp í kaup á nýjum bíl. » Mest selst af smáum og meðalstórum bílum og mikið horft í eyðslutölurnar. ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,39 prósent í gær og endaði í 207,07 stigum. Verðtryggði hluti vísi- tölunnar hækkaði um 0,40 prósent og sá óverðtryggði um 0,39 prósent. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í gær nam 14,2 milljörðum króna og voru mun meiri viðskipti með óverð- tryggð bréf en verðtryggð. Frá áramót- um hefur verðtryggði hluti vísitölunnar hækkað um 6,23 prósent en sá óverð- tryggði lækkað um 5,19 prósent. Skuldabréf hækka Stuttar fréttir…                     !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-02 ++0-+1 33-42/ 34-/35 +1-0/, +21-3. +-5555 +05-15 +,5-2/ ++,-01 +00-3/ ++0-.3 33-+42 34-/0, +1-/50 +21-,2 +-550, +0.-3/ +,5-0. 334-..51 ++1-+. +00-1. ++0-01 33-+,1 3+-450 +0 +20-4+ +-5.30 +0.-05 +,.-2+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Fjárfestar gera nú ráð fyrir því að takist grísku ríkisstjórninni ekki að koma í gegn harkalegum sparnaðar- og hagræðingaraðgerðum muni Grikkland ekki fá næsta hluta láns- ins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu og þar með ekki geta staðið skil á skuldum sínum. Skuldatryggingarálagið á grísk ríkisskuldabréf hækkaði um heil 4,35 prósent í gær og fór í 21,89 prósent. Ávöxtunarkrafa á tveggja ára gríska ríkisvíxla fór upp í 30 prósent í gær, en þessar tvær tölur, skuldatrygg- ingarálagið og ávöxtunarkrafan, bera þess merki að fjárfestar hafa litla sem enga trú á því að Grikkland nái að vinna sig úr þeim alvarlega vanda sem ríkið er í núna. Skuldatryggingarálag á írsk og portúgölsk skuldabréf hækkaði einnig í gær og er um 8 prósent. Óreiða einkennir nú grísk stjórn- mál. Forsætisráðherrann, Georg Papandreou, hafði á miðvikudag sagst ætla að hrista upp í ríkisstjórn- inni, en í gær hætti hann við og hélt þess í stað ræðu í þinginu þar sem hann bað þingheim um að styðja sparnaðaráform ríkisstjórnarinnar. Bandamönnum hans á þingi fer fækkandi, en áhrifamiklir þingmenn hafa hætt stuðningi við stjórnina. Enn dýpkar vandi Grikklands Ávöxtunarkrafa á skuldabréf um 30% Reuters Brúnaþungur Forsætisráðherra Grikklands í þinginu í gær. Jón Sigurðsson ásamt nokkrum öðrum Íslend- ingum hóf útgáfu árs- ritsins Ný félagsrit árið 1841 og var það helsta málgagn hans í sjálf- stæðisbaráttunni. Tímaritið kom út í þrjá- tíu ár, en upplag þess, sem yfirleitt var um 800 eintök, fékk Jón, þrátt fyrir efni þess, að geyma á háaloftinu í dönsku konungshöllinni. Ný fé- lagsrit hafa að sumu leyti verið talin arftaki Fjölnis, þar sem hópur sem hugðist standa að áframhald- andi útgáfu Fjölnis klofnaði. Tímaritið var prentað í Kaupmannahöfn og barst því oft seint til áskrifenda. Þó að Jón réði mestu um Ný félagsrit var valin forstöðunefnd yfir ritið og lengst sátu í henni ásamt Jóni þeir Magnús Eiríksson, Gísli Brynj- úlfsson, Sigurður J. Jón- asson og Steingrímur Thorsteinsson. Eftir að útgáfu Nýrra félagsrita lauk var stofnað tímarit í Reykja- vík sem átti að halda merki þess á lofti. Það tímarit var Andvari sem kemur enn út. Ný félagsrit Jón Sigurðsson 200 ára Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Undirbúningur fyrir sölu á bandarískum eignum Icelandic Group gengur vel að sögn Brynjólfs Bjarnasonar. „Núna er unnið að gagnaöflun og bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch er að undirbúa sölumeðferðina. Ef allt gengur vel mun hann gera áhugasömum viðvart í næsta mánuði og láta þá fá upplýsingar. Svo tekur við ferli þar sem væntanlegir kaupendur eru metnir og á haustmánuðum á að liggja fyrir hvort viðunandi verð fæst,“ segir hann. Að sögn Brynj- ólfs hafa margir þegar gefið sig fram og lýst yfir áhuga á bandarísku eignunum. „Það er mjög ánægjulegt og er bankinn nú þegar byrjaður að meta þessa aðila. Mjög vel er að þessu ferli staðið af hálfu banda- ríska bankans að mínu mati,“ segir Brynjólfur. Fyrr í mánuðinum var greint frá sölu á dótt- urfyrirtækjum Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi og segir Brynjólfur að salan hafi létt mjög á skuldastöðu móðurfélagsins. „Þeir sem til þekkja vita, eins og ég hef áður sagt, að evrópska starfsemin var mjög skuldsett og við söluna styrktist efnahagur Icelandic Group verulega. Í kjölfarið hafa erlendir bankar sýnt okkur mikinn áhuga varðandi lánveitingar og endurfjármögnun. Fyrir skömmu vorum við í viðræðum við banka í London sem gaf sig fram að fyrra bragði í þessu skyni.“ Kaupverðið er sem fyrr trúnaðarmál, en Brynj- ólfur segir að við söluna hafi eigið fé Icelandic Gro- up hækkað sem og hlutfall EBITDA og heildar- skulda. Tap á rekstri dótturfélagsins í Frakklandi nam um tíu milljörðum króna frá árinu 2006. Líklega gengið frá sölu í haust Forstjóri Icelandic segir erlenda banka sýna mik- inn áhuga eftir sölu á evrópskum eignum Morgunblaðið/Golli Eignir Unnið er að sölu eigna Icelandic. ● Hrávörur af ýmsu tagi lækkuðu í verði á mörkuðum í gær. Kopar lækkaði annan daginn í röð vegna þess að fjár- festar hafa áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og áhrifum hennar á efna- hagslíf heimsins. Þá lækkuðu matvörur eins og hveiti vegna þess að nú er útlit fyrir meiri uppskeru vegna meiri rign- inga í Evrópu. Þá hefur framboð á kakó- baunum, kaffi og sykri aukist. bjarni@mbl.is Hrávörur lækka ● Ríkiskaup hafa gert rammasamning um millilandaflugfargjöld við Iceland express og Icelandair. Samkvæmt Fjársýslu ríkisins var kostnaður vegna kaupa á flugsætum árið 2009 samtals um 800 milljónir. Rammasamningurinn er liður í því að draga úr ferðakostnaði til fimm áfanga- staða í Evrópu og Bandaríkjunum. bjarni@mbl.is Semur við Icelandair og Iceland Express

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.