Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 2
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftir afburðaíþróttaferil glímir
Sigursteinn Gíslason nú við erfitt
krabbamein. Knattspyrnukappinn
sem níu sinnum varð Íslandsmeist-
ari greindist í síðasta mánuði með
krabbamein í nýrum og lungum og
heyr nú mestu baráttu lífs síns.
„Ég ætla að takast á við þetta af
æðruleysi, reyni að vera jákvæður
og nýta mér það sem íþróttirnar
hafa kennt mér. Þetta er dauðans
alvara eins og einhver sagði og
önnur barátta en ég þekki. Þessi
leikur verður langur og strangur,
en ég ætla að vinna hann eins og
svo marga á ferlinum,“ segir Sig-
ursteinn, sem verður 43 ára eftir
viku.
Föstudaginn þrettánda
Hann segist ekki hafa kennt sér
meins fyrr en um miðjan síðasta
mánuð. „Það var í rauninni enginn
fyrirvari,“ segir hann. „Svo var það
þennan skrýtna dag, föstudaginn
13. maí, að ég fór að kenna til í síð-
unni vinstra megin. Ég var í
vinnunni hjá Eimskip og gerði ekk-
ert með þetta, en þetta ágerðist um
helgina þannig að ég fór á sunnu-
dagsmorguninn upp á bráða-
móttöku. Eftir að hafa verið þar í
nokkra klukkutíma í alls konar
rannsóknum var staðfest að fyr-
irstaða var í báðum nýrum og báð-
um lungum.
Eftir helgina fékk ég svo að vita
að um nýrnakrabbamein væri að
ræða. Móðuræxlið var í
vinstra nýra og hafði dreift
sér í bæði lungu og
hægra nýrað. Það
fylgdi upplýsingunum
að meinið væri í
raun ólæknanlegt,
en hægt væri að
reyna að halda
því
niðri
með
lyfjagjöf. Fyrsta
ákvörðun var
að taka
vinstra nýrað.
Það var gert
fyrir tveimur vikum og sú aðgerð
tókst vel. Nú þarf ég að jafna mig
áður en ég byrja í lyfjameðferð-
inni.“
Í versta falli nýrnasteinar
Sigursteinn sagðist aldrei hafa
leitt hugann að því að hann gæti
veikst af svo alvarlegum sjúkdómi.
Á leiðinni upp á sjúkrahús hefði
hann hugsað með sér að þetta
væru í versta falli nýrnasteinar.
Svo hefðu fréttirnar komið og eðli-
lega verið mikið áfall fyrr sig og
sína nánustu. Kona Sigursteins er
Anna Elín Daníelsdóttir og börn
þeirra, fimm, sjö og tólf ára, eru
Magnús Sveinn, Unnur Elín og
Teitur Leó.
„Maður finnur það best núna
þegar á bjátar hvað maður á stóran
og sterkan bakgrunn og á svona
stundum er ekkert mikilvægara en
fjölskylda og vinir,“ segir Sig-
ursteinn. » Íþróttir
„Önnur barátta en ég þekki“
Sigursæll íþróttamaður glímir við krabbamein 43 ára „Þessi leikur verður
langur og strangur, en ég ætla að vinna hann eins og svo marga á ferlinum“
Morgunblaðið/Kristinn
Mikill stuðningur Sigursteinn ásamt konu sinni Önnu Elínu Daníelsdóttur og börnunum Magnúsi Sveini, Unni
Elínu og Teiti Leó. Sigursteinn segir að þegar á bjáti sé ekkert mikilvægara en fjölskyldan og vinirnir.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Með þessum kaupum erum við að
hasla okkur völl á nýju sviði. Ferða-
menn í dag vilja meiri þjónustu en
áður, til dæmis góða gistiaðstöðu,
veitingasölu og fleira – okkur verður
gerlegt að sinna því með þessu land-
námi í Húsadal,“ segir Ólafur Örn
Haraldsson, forseti Ferðafélags Ís-
lands.
Í gær var gengið frá kaupum FÍ á
skálasvæðinu í Húsadal í Þórsmörk
af Kynnisferðum. Kaupverðið er 125
milljónir króna. Húsadalur er annað
tveggja skálasvæða í Þórsmörk, hitt
er í Langadal þar sem FÍ hefur verið
með starfsemi í áratugi.
FÍ kaupir allar eignir í Húsadal,
þjónustumiðstöð, svefnskála, snyrti-
aðstöðu og aðrar byggingar. Far-
fuglar hafa leigt aðstöðuna í Húsadal
síðustu ár og gera það út sumarið uns
Ferðafélagið tekur við 1. október nk.
„Við sjáum margvíslegan ávinning
með þessu,“ segir Páll Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Ferðafélags-
ins, í samtali við Morgunblaðið.
Hann nefnir að Húsadalur sé loka-
punkturinn þegar genginn er Lauga-
vegurinn úr Landmannalaugum. Í
dag eigi Ferðafélagið skála á fimm
stöðum á og við Laugaveg – og nú
bætist sá sjötti við. Ætlunin er, að
sögn Páls, að í öllum þessum skálum
verði í náinni framtíð boðið upp á þá
þjónustu sem kallað er eftir og að
framan er nefnd. Eftir sem áður sé
stefnan sú að sem flestir skálar fé-
lagsins verði með frumstæðri að-
stöðu og lítilli þjónustu. Mörgum
þykir sjarmi fjallaferða einmitt felast
í því.
„Húsadalurinn hefur verið afar
vinsæll, þangað er mikið sótt af t.d.
skólahópum og svo almennum ferða-
mönnum. Það er mat okkar að fyrir
FÍ felist margvíslegur ávinningur í
þessum kaupum og ná megi fram
hagræðingu með samþættingu við
starfsemi í Langadal. Þar er Skag-
fjörðsskáli, sem er samofinn sögu FÍ
og ein af táknmyndum þess. Allt ber
þetta að sama brunni; Þórsmörk er
okkur kær og við teljum skyldu okk-
ar að byggja upp aðstöðu og veita
þjónustu á svæðinu,“ segir Páll.
Haslar sér völl í Húsadal
Ferðafélag Íslands kaupir byggingar af Kynnisferðum fyrir alls 125 milljónir
Bætir aðstöðu á lokapunkti Laugavegarins, fjölförnustu gönguleiðar landsins
Húsadalur Ferðafélag Íslands hefur nú numið þar land og keypt aðstöðuna.
Árið 1979 sýndi Félagsstofnun
stúdenta söngleikinn Skeifa
Ingibjargar eftir Benóný Æg-
isson.
Innblásturinn að verkinu var
að sögn Benónýs eina myndin
af Jóni og Ingibjörgu sem varð-
veist hefur. Á henni má sjá
Ingibjörgu með mikinn skeifu-
svip sem varð honum að um-
hugsunarefni.
,,Ingibjörg var mun eldri en
Jón sem lét hana bíða í ein tólf
ár á meðan hann var úti í Kaup-
mannahöfn án þess að sýna
mikinn áhuga á því að fá hana
út til sín,“ segir Benóný. Skeif-
an fræga var því afrakstur bið-
arinnar löngu sem sumir hafa
túlkað þannig að Ingibjörg hafi
skipt um lið í fjarveru Jóns ef
svo mætti að orði komast. Ben-
óný vill ekkert gefa upp um
það en segir helsta markmið
verksins hafa verið að færa Jón
niður af þeim stalli sem hann
var kominn á og gera hann
mennskari fyrir vikið.
Þá var Ingibjörg einnig svo-
lítið gleymd að sögn Benónýs
sem bendir á að blómsveigur
sé lagður að leiði Jóns hinn 17.
júní ár hvert en fáir muna eftir
því að Ingibjörg liggur þar líka.
Fleiri sögufrægir Íslendingar,
sem bjuggu í Kaupmannahöfn
lengst af en lofuðu Ísland í
verkum sínum, koma við sögu.
Þannig er skoðað hvernig Ís-
lendingar hafa varðveitt þann
þjóðararf sem þessir ein-
staklingar skildu eftir sig.
Verkið var svo sett upp að
nýju á Grand Rokk fyrir tveim-
ur árum.
Skeifa
Ingibjargar
Sigursteinn varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagamönnum og
fjórum sinnum með KR-ingum. Á síðustu áratugum mun enginn hafa
fagnað meistaratitli í knattspyrnu jafnoft. Sigursteinn lék 22 landsleiki
fyrir Íslands hönd og í hálft ár var hann á lánssamningi hjá Stoke í Eng-
landi meðan Guðjón Þórðarson var þar við stjórnvölinn. Hann segist hafa
átt möguleika á að fara í atvinnumennsku til Skandinavíu, en ekki haft
áhuga. Hann var í nokkur ár aðstoðarþjálfari hjá KR og var á sínu þriðja
ári sem þjálfari Leiknis í Breiðholti þegar veikindin gerðu vart við sig.
Á morgun, laugardag, hafa vinir Sigursteins blásið til „Meist-
araleiks Steina Gísla“ á Akranesi. Þar mætast samherjar hans úr
meistaraliðum ÍA og KR klukkan 17.15 og verður þar mörg
kempan á ferð. „Þeir eru aldeilis búnir að blása til sóknar
gömlu vinirnir í þessum félögum,“ segir Sigursteinn.
„Þegar ég frétti af þessu hugsaði ég með mér að það
yrði gaman að hitta alla strákana. Síðan hefur þetta und-
ið upp á sig enda eru þeir stórhuga þessir strákar og ég
er þakklátur fyrir allan þennan vinarhug,“ segir Sig-
ursteinn.
Gömlu vinirnir blása til sóknar
MARGFALDUR MEISTARI OG LANDSLIÐSMAÐUR
Í baráttunni
með Skagamönn-
um gegn KR.
Samkvæmt veðurspá fyrir þjóðhá-
tíðardaginn lítur út fyrir að ýmist
verði vætusamt eða skýjað á land-
inu. Spáð er dálítilli rigningu eða
súld með köflum en norðanlands og
suðvestanlands verður skýjað og
úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 5
til 16 stig en hlýjast verður á suð-
vestanverðu landinu. Skýjað verður
um helgina en bjart á köflum og út-
lit fyrir sólskin víða á sunnudag.
Súld og skýjað á
þjóðhátíðardaginn
Hæstiréttur stað-
festi í gær 2½ árs
fangelsisdóm yfir
Mohamed J.
Turay sem fund-
inn var sekur um
nauðgun í mars
árið 2009. Nýtti
hann sér að fórn-
arlambið, ung
kona, gat ekki spornað við samræði
og endaþarmsmökum sökum svefn-
drunga og ölvunar. Honum var einn-
ig gert að greiða konunni 800 þús-
und krónur í miskabætur.
Turay neitaði við fyrstu yfir-
heyrslu hjá lögreglu að hafa haft
samfarir við konuna. Í síðari yfir-
heyrslu breytti hann framburði sín-
um og viðurkenndi að hafa haft við
hana samræði, með hennar vilja.
Dómurinn taldi að það rýrði veru-
lega sönnunargildi Turays að hann
hefði ekki borið á sama hátt um
málsatvik frá upphafi. Var því byggt
á staðfastri frásögn konunnar, sem
studd var öðrum gögnum, og skýr-
ingum Turays hafnað.
2½ ár fyrir
nauðgun
Jón Sigurðsson
200 ára