Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
Kvikmyndin Super 8 er velgerð mynd en söguþráð-urinn þótti mér örlítiðþunnur. Myndin er falleg
og hjartnæm og tekur á erfiðum
tengslum foreldra og barna sem og
illskiljanlegum fyrirbærum. Hún
minnti mig á E.T. og Goonies, nema
auðvitað með miklu betri brellum, og
nánast ósambærilegt. Ég hafði gert
miklar væntingar til Super 8. Stiklu
úr myndinni sá ég um daginn, sem
fékk hárin til að rísa og var ég viss
um að þarna væri um að ræða meist-
araverk, í boði J.J. Abrams og
meistara Stevens Spielbergs.
Myndin fjallar um krakkahóp í
smábæ í Ohioríki í Bandaríkjunum,
þau Joe, Alice, Cary, Preston, Charl-
es og Martin. Krakkarnir eru að
taka upp stuttmynd og við vinnslu
verða þau vitni að hræðilegu lest-
arslysi. Bandaríski flugherinn er
óvenjusnöggur á staðinn en und-
arlegir atburðir fara að eiga sér stað
eftir slysið. Hundar flýja bæinn og
fólk og hlutir fara að hverfa á dul-
arfullan hátt. Herinn getur þó engin
svör gefið og lögreglunni í bænum
líst ekki á blikuna. Krakkarnir
ákveða að rannsaka málið upp á eig-
in spýtur þegar það er ljóst að engu
verði bjargað. Í hléi áttaði ég mig á
því að ég var enn að bíða eftir ein-
hverju ákveðnu. Lestarslysið umtal-
aða hafði þó átt sér stað sem var
virkilega trúverðugt og vel gert.
Engu að síður fann ég fyrir smá-
svekkelsi en var ákveðin í því að nú
hlyti allt að fara að gerast. Fljótlega
rann það upp fyrir mér að búið væri
að magna upp ákveðna spennu sem
náði ekki alveg að standa undir sér.
Krakkarnir í myndinni fá þó topp-
einkunn fyrir leik og það er alveg
óhætt að fullyrða að þau slógu eldri
kynslóðina út hvað það varðar. Elle
Fanning fær sérstaklega mikið hrós
fyrir að túlka stúlkuna Alice. Ég
hefði þó viljað kynnast eldra fólkinu
betur, eins og til dæmis faðir Alice,
sem ég er ennþá forvitin um.
Krakkahópurinn var fyndinn og
skemmtilegur og fékk salinn oft til
að skella upp úr. Börnin stóðu sig
bara eins og hetjur. Super 8 finnst
mér ekki komast á þann stall sem
titlaður er „klassík fyrir krakka“
eins og áðurnefnd E.T., en hins veg-
ar er þetta klárlega mynd sem verð-
ur að sjá í bíó.
Super 8 bbbmn
Leikstjóri: J.J. Abrams. Leikarar: Elle
Fanning, Amanda Michalka og Kyle
Chandler. 2011. Framleidd í Bandaríkj-
unum. Lengd: 112 mín.
GUNNÞÓRUNN
JÓNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Börnin toppuðu fullorðna
Sjálfstæð Krakkarnir ganga í málið.
„Hugmyndin er sú að gera söguna
aðgengilega fyrir krakka og hjálpa
þeim að ferðast til baka með því
að draga fram hliðar á sögunni
sem krakkar gætu haft áhuga á,“
segir Brynhildur Þórarinsdóttir,
lektor við Háskólann á Akureyri.
Í dag kemur út ný bók eftir
Brynhildi sem ber titilinn „Óska-
barn – Bókin um Jón Sigurðsson“.
Brynhildur hefur hlotið fjölmargar
viðurkenningar fyrir bækur sínar,
m.a. Norrænu barnabókaverðlaun-
in fyrir endursögn sína á Íslend-
ingasögunum Njálu, Eglu og Lax-
dælu og bókin um Jón er í
svipuðum anda.
„Við förum að sjálfsögðu yfir
sjálfstæðisbaráttuna, en fyrst og
fremst reynum við að segja frá því
hvernig var að vera barn á fyrri
hluta 19. aldar. Við vildum gera
þetta áhugavert fyrir börn með því
að draga upp mynd af Jóni sem
hluta af samfélaginu. Hann er son-
ur, fósturpabbi og eiginmaður og
við förum inn í fjölskyldulífið og
hvernig það mótar hann. Hvernig
var tæknin? Hvað fengu krakkar
að leika sér með? Hvernig voru
samgöngur milli landshluta og
milli landa?“ segir Brynhildur.
Fyrri bækur Brynhildar hafa víða
verið notaðar í kennslu og ekki
ólíklegt að eins verði um bókina
um Jón. Samkvæmt aðalnámskrá
grunnskóla ber að fræða börn í 8.
bekk um Jón en Brynhildur segir
að þessi bók sé ætluð börnum allt
niður í 8-10 ára aldur.
„Mér fannst rétt að kynna Jón
fyrir yngri hópi en fermingarkrökk-
unum, þeim sem eru kannski mest
að halda upp á 17. júní, og skapa
tengingu við eitthvað meira en
blöðrurnar,“ segir Brynhildur. Bók-
in er myndskreytt af Sigurjóni Jó-
hannssyni en þau Brynhildur unnu
einnig saman að sýningu fyrir börn
um Jón í Þjóðmenningarhúsinu.
Óskabarnið á nýrri bók
Jón Sigurðsson 200 ára
750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ
ÞRÍVÍDD EINS OG
HÚN GERIST BEST
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
HHHH
- BOX OFFICE
MAGAZINE
90/100
THE
HOLLYWOOD
REPORTER
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
HHHH
“SJÓNRÆN VEISLA”
“STÓR SKAMMTUR
AF HASAR”
- K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
“SANNKALLAÐUR GIMSTEINN!
HIN FULLKOMNA SUMARMYND
Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW
ER SANNARLEGA
KVIKMYNDAFJÁRSJÓÐUR”
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
"KUNG FU PANDA 2
ER SKOTHELD
SKEMMTUN."
- Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN
HHHH
“IT ACTUALLY IMPROVES
ON THE JOKES”
- TIME OUT NEW YORK
HHHH
“EIGINLEGA
NAUÐSYNLEGT
FYRIR MIG AÐ SJÁ
MYNDINA AFTUR...”
- R.M. - BÍÓFILMAN.IS
“BANGKOK ADVENTURE
IS NOT WITHOUT
ITS SHOCKING,
LAUGH-OUT-LOUD
MOMENTS.”
- HOLLYWOOD REPORTER
80/100
RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR.
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA!
„MYNDIN ER FRÁBÆR:
KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
- IN TOUCH
HHHH SÝND Í ÞRÍVÍDD
MEÐ ÍSLENSKU TA
LI
DÝRAF
JÖR
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
90/100
VARIETY
JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS!
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
SUPER 8 kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12
KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 4 - 6 L
KUNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8 Ótextuð L
THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
PIRATES OF THE CARIBBEAN 4 3D kl. 10 10
DÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 4 L
KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 6 L
SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12
PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5 10
THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12
SUPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12
KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 5:50 L
/ KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK
SUPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
KUNG FU PANDA 2 ísl.tal kl. 6 L
THE HANGOVER 2 kl. 8 12
X-MEN:FIRSTCLASS kl. 10:20 14
/ SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í KRINGLUNNI OG EGILSHÖLLSÝND Í ÁLFABAKKA