Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 38
Verðlaunahafar Grímunnar 2011 Sýning ársins Leiksýningin Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhúss- ins. Leikstjórn annaðist Benedict Andrews. Leikskáld ársins Auður Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson fyrir leikverkið Fólkið í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Leikstjóri ársins Benedict Andrews fyrir leikstjórn í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Leikari ársins í aðalhlutverki Arnar Jónsson fyrir hlutverk sitt í leiksýning- unni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aðalhlutverki Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Elsku barni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Leikari ársins í aukahlutverki Atli Rafn Sigurðarson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aukahlutverki Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Leikmynd ársins Halla Gunnarsdóttir fyrir leikmynd í leik- sýningunni Strýhærða Pétri í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga í leiksýn- ingunni Ofviðrinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Ofviðrinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins. Tónlist/hljóðmynd ársins Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir fyrir tónlist í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Söngvari ársins Ólafur Kjartan Sigurðarson fyrir hlutverk sitt í óperunni Rigoletto í sviðssetningu Íslensku óperunnar. Dansari ársins Gunnlaugur Egilsson fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Bræðrum í sviðssetningu Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið. Danshöfundur ársins Valgerður Rúnarsdóttir og hópurinn fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Eyjaskeggi í sviðssetningu Reykjavik Dance Festival. Barnasýning ársins Brúðuleiksýningin Gilitrutt eftir Bernd Ogrodnik í samvinnu við Benedikt Erlingsson í sviðssetningu Brúðuheima. Leikstjórn annaðist Benedikt Erlingsson. Útvarpsverk ársins Útvarpsleikritið Djúpið eftir Jón Atla Jónasson. Leikari Ingvar E. Sigurðsson. Tónlist Hilmar Örn Hilmarsson. Hljóðsetning Einar Sigurðsson. Leikstjórn annaðist Jón Atli Jónasson. Heiðursverðlaun leiklistar- sambands Íslands Leikskáldið Oddur Björnsson fyrir framúr- skarandi ævistarf í þágu leiklistar. Aðsóknarmesta leikár Íslands- sögunnar Unnur Ösp Stefánsdóttir var valin leikkona ársins. Ólafur Egill og Auður Jónsdóttir eru leikskáld ársins. Það var þétt setið á hátíðinni í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Róbert Arnfinnsson afhenti Oddi Björnssyni heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar. Ólafía Hrönn fór á kostum þegar sýnt var brot úr leikritinu Bjart með köflum. Valgerður Rúnarsdóttir er danshöfundur ársins. Atli Rafn Sigurðsson er leikari ársins í aukahlutverki. Uppskeruhátíð sviðslistanna, Gríman, var haldin hátíðlega við glæsilega athöfn í Borgarleikhús- inu í gærkvöld. Leiklistarsamband Íslands stendur að Grímuverðlaununum og voru þau veitt í níunda sinn þetta árið. Kynnar kvöldsins, Gunnar Hansen og Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, voru hress í fasi og fjölbreytt skemmti- atriði voru sýnd milli verðlaunaafhendinga. Veitt voru verðlaun í 16 flokkum sviðslista auk heiðursverðlauna en þau hlaut leikskáldið Odd- ur Björnsson fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista. Borgarleikhúsið og Þjóðleik- húsið hljóta hvor um sig fimm Grímuverðlaun. Leikverkið Lér konungur eftir William Shake- speare í sviðssetningu Þjóðleikhússins hlaut flest verðlaun en verkið var valin leiksýning ársins. Tinna Gunnlaugsdóttir tók við þeim verðlaunum og tilkynnti að næsta verkefni Þjóð- leikhússins, í samstarfi við Andrews, væri verk- ið Macbeth eftir William Shakespeare. Leiksýn- ingin Nei, ráðherra hlaut verðlaun sem áhorfendasýning ársins eftir sms-kosningu áhorfenda og Gilitrutt var valin barnasýning ársins. Leikstjóri ársins var Benedikt Andrews og voru Arnar Jónsson og Unnur Ösp Stef- ánsdóttir valin leikari og leikkona ársins í aðal- hlutverki. Morgunblaðið/Eggert Eivør Pálsdóttir heillaði salinn með undurfögrum söng. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Í tilefni af 200 ára afmæli Jóns var efnt til ritgerðasamkeppni um hann meðal nemenda í 8. bekk grunn- skóla landsins. Sendibréfsformið var haft til hliðsjónar og hlutu 12 nemendur viðurkenningar fyrir bréf sín til Jóns. Af bréfunum má sjá að nemend- urnir hafa ýmislegt fræðst um Jón og að þau langar einnig til að fræða hann um allt það sem hefur breyst á Íslandi frá lokum 19. aldar. Þeim er umhugað um þær tækninýjungar sem Jón fékk aldrei að sjá; síma, tölvu, sjónvarp og flugvélar. Ari Páll Karlsson, 13 ára nemandi í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, segir frá því í bréfi til Jóns að hann hafi stofnað nýtt skólablað ásamt fé- lögum sínum og kallað það Ný skólarit, í höfuðið á Nýjum fé- lagsritum Jóns. Markmið þeirra fé- laga er að koma skoðunum sínum um aðbúnað nemenda á framfæri. „Það sem við höfum verið að skrifa um undanfarnar vikur er mötuneyt- ið,“ segir í bréfinu til Jóns. „Kenn- ararnir mega alltaf velja hvað þeir fá í mötuneytinu, en við nemend- urnir þurfum að lifa við það að fá bara einhvern fisk sem er soðinn í gufuofni á fimm mínútum.“ Ari Páll segist hafa laumast inn á kenn- arastofuna þar sem allsnægtir blöstu við. „Finnst þér þetta ekki vera svolítið líkt því þegar þú varst að berjast fyrir verslunarfrelsi Ís- lendinga? Líkja má kennurunum við danska ríkið og nemendunum við íslensku þjóðina. Þú hefur verið góð fyrirmynd og veitt okkur inn- blástur.“ „Kæri Jón …“ Jón Sigurðsson 200 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.