Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Við erum búnir að fá tvo laxa á stöngina í morgun, missa einn, og svo er félagi minn að þreyta fisk í þessum töluðum orðum,“ sagði Andrés Eyjólfsson við Guðnabakka- streng efri í Þverá í Borgarfirði í gær. Veiðin hófst í Þverá á mið- vikudagsmorgun og á seinni vakt- inni í Kjarrá; þar náðust þá tveir lax- ar. Hinsvegar var níu landað fyrsta daginn í Þverá, að sögn Andrésar. „Þetta fer mjög vel af stað í Þverá, og rígvænir fiskar; upp í 89 cm lang- ir sem verið var að sleppa. Frá efsta svæði og niður á neðsta, við verðum alls staðar varir við lax.“ Andrés segir suma laxanna grálú- suga og það virðist vera ferð á hon- um. „Í gær köstuðum við á hylji þar sem var enginn lax en tveimur tím- um síðar var aftur komið að þeim og sett þar í fisk. Hann er á ferðinni. Það er líka gott vatn í ánni. Smálaxinn er líka mættur, þetta voru fallegir smálaxar, um fimm punda, sem við fengum í morgun. Þetta lofar góðu. Það er full ástæða til að láta sig hlakka til sum- arsins.“ Það var kalt í Borgarfirðinum í gær, fimm stiga hiti þegar veiði- menn fóru út um hálfníuleytið. „Þetta er hálfgerður vetur ennþá – en vonandi verður þetta samt snjó- létt sumar,“ sagði Andrés hlæjandi og fór að aðstoða félagann við lönd- unina. Góð byrjun í Norðurá Á miðvikudaginn höfðu rúmlega 70 laxar verið færðir til bókar í Norðurá, á fyrstu tíu veiðidögunum og hlýtur það að teljast gott. Hollið sem lauk þá veiðum fékk 29 laxa á átta stangir. Helmingur veiðimanna var Danir sem ekki höfðu veitt þar áður, en þær stangir sem voru mannaðar „vönum Norður- ármönnum“ voru að fá fimm til sjö laxa. „Það er mikið vatn í ánni og aðrir staðir en síðustu ár voru að halda fiski,“ sagði einn veiðimannanna en hann og kona hans settu til að mynda í þrjá laxa í Laugakvörn húsmegin og lönduðu tveimur þeirra. „Staðir eins og Horn- breiða, efsti staður í Stekk, gaf fjóra laxa síð- asta daginn. Menn fara sjaldan þangað því sá staður heldur bara fiski í miklu vatni.“ „Veiðin fer mjög vel af stað í Þverá“  Níu laxar fyrsta daginn  Yfir 70 á tíu dögum í Norðurá Morgunblaðið/Golli Togast á við lax Júlía Þorvaldsdóttir þreytir nýrenning sem hún setti í við Laugakvörn í Norðurá í vikunni. Laxveiðin hefst í hverri ánni á fætur annarri á næstu dögum. Laxar hafa sést í langflestum ánum. Á mánudaginn kemur hefst veiði til í Elliðaánum, þeg- ar Jón Gnarr rennir í Sjávarfoss, Vatnsdalsá, og í Laxá í Aðaldal. Að sögn Orra Vigfússonar, formanns Laxárfélagsins, hefur nokkuð sést af laxi í Laxá. „Við höfum verið að sjá hann síðan í lok maí, til að mynda í Bjargstreng og Kistukvísl. Þetta er eins og í gamla daga. Áin er mjög köld og ég geri ráð fyrir að laxinn verði til að byrja með að- allega á neðstu svæðunum.“ Orri kveðst nokkuð bjartsýnn á veiði- sumarið. „Þetta var gott í fyrra, um 80 laxar kringum 20 pundin, og ég held að þetta verði áfram gott.“ Orri nokkuð bjartsýnn LAXVEIÐIN HEFST VÍÐA Orri Vigfússon með rúmlega 20-pundara í Aðaldalnum. Upphaf íslenskrar frelsisbaráttu og þróunar á stjórnmálamenningu okkar er nátengd lýðræðisvakningu sem átti sér stað í Evrópu í kjölfar júlíbyltingarinnar í Frakklandi 1830. Tímamót urðu þegar Danir stofn- uðu fjögur stéttaþing. Það vakti al- menning til umhugsunar og þátt- töku í stjórnmálum. Íslendingar áttu að eiga tvo fulltrúa sem myndu sitja þing á Hróarskeldu sem kom fyrst saman árin 1835-36. Þetta varð til að rifja upp minn- ingar um hið forna Alþingi við Öx- ará. Lögfræðingurinn Baldvin Ein- arsson setti fyrstur fram rökstudda kröfu um endurreisn Alþingis. Skriður komst á málið 1840 þeg- ar Danakonungur fól embættis- mannanefnd að ræða um endur- reisn Alþingis á Þingvöllum. Jón veðraðist upp við þetta og sagði í bréfi til Páls Melsteð: „Nú er tíð til að vakna og bera sig að taka á móti eins og menn, ef menn vilja ekki liggja í dái til eilífðar!“ Af þessu tilefni birti hann ítar- lega ritgerð í fyrsta árgangi Nýrra félagsrita 1841. „Um Alþing á Ís- landi“ varð eitt af grundvallarritum Jóns um íslensk stjórnmál. Þar lagði hann áherslu á að víkka skiln- ing þjóðarinnar á þjóðmálum með því að brýna fyrir henni nauðsyn fulltrúaþings. Þingið myndi leiða af sér að einungis þyrfti að senda innanríkismál til Danmerkur ef kon- ungsúrskurðar þyrfti með. Þótt undarlegt megi virðast ríkti ekki einhugur á meðal landsmanna um stofnun þingsins og það gerði ritið afar mikilvægt á sínum tíma. „Um Alþing á Íslandi“ Jón Sigurðsson 200 ára Hátíðarsamkoma verður haldin í al- þingishúsinu í dag í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun Háskóla Íslands í þinghúsinu. Ávörp flytja forseti Alþingis, Ásta R. Jóhann- esdóttir, starfandi mennta- málaráðaherra, Svandís Svav- arsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, og formaður Stúdentaráðs, Lilja Dögg Jóns- dóttir. Háskólakórinn syngur við athöfnina. Að lokinni athöfn í þingsal af- hjúpar rektor Háskóla Íslands veggmynd í forsal á 1. hæð til minn- ingar um starfsemi háskólans í þinghúsinu, en þar var háskólinn til húsa frá 1911 til 1940. Forseti Al- þingis mun færa Háskóla Íslands gjöf frá Alþingi. Forseti Alþingis opnar einnig sýningu um þingstörf Jóns Sigurðs- sonar forseta og starfsemi háskól- ans í alþingishúsinu. Sýningin verð- ur eingöngu opin í dag og verður alþingishúsið opið almenningi frá kl. 14 til 17.30. Hátíðarsamkoma í alþingishúsinu og opið hús í dag Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að vísa frá dómi riftunarmáli Landsbankans á hend- ur Halldóri J. Kristjánssyni, fyrr- verandi bankastjóra Landsbank- ans. Landsbankinn hafði höfðað mál- ið til riftunar á greiðslu 100 millj- óna króna í séreignarlífeyr- issparnað Halldórs hinn 19. september árið 2008. Ástæða þess að málinu var vísað frá var sú að í þinghaldi fyrir hér- aðsdómi hinn 7. mars síðastliðinn lögðu lögfræðingar Landsbankans fram ný gögn og þar á meðal beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Í úrskurði héraðs- dóms var mats- beiðnin talin fela í sér tilraun til að bæta úr óljósum málatilbúnaði í stefnu með síðbúinni mats- beiðni. Hæsti- réttur staðfesti úrskurð héraðs- dóms. Landsbankinn vildi fá dóm- kvaðningu matsmanna til að stað- reyna að bankinn hefði í raun verið ógjaldfær í skilningi laga um gjald- þrotaskipti. Máli Halldórs vísað frá dómi – heldur eftir 100 milljóna króna séreignasparnaði Halldór J. Kristjánsson Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum að lagfæra færslur sem hafa lent á FIT (færsluskrá innistæðu- lausra tékka). Viðskiptavinir geta skráð FIT-viðvörun í netbanka og fengið tölvupóst eða SMS ef þeir fara yfir á reikningnum sínum. Þeir hafa þá næsta virka dag til að leið- rétta stöðuna án þess að FIT- kostnaður falli til. FIT er í dag 750 krónur fyrir hverja færslu sem gerð er eftir að einstaklingur er kominn yfir á reikningnum sínum. „Þetta er nýjung sem við höfum verið með í bígerð í nokkurn tíma og þekkist víða erlendis. Þessi þjón- usta er meðal þeirra óska sem fram hafa komið hjá viðskipta- vinum okkar. Okkur fannst mikilvægt að koma til móts við þessar óskir og gera viðskipta- vinum kleift að losna við þau óþægindi og útgjöld sem fylgja FIT-kostnaði,“ segir Una Steins- dóttir, framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs. Boðið að losna við FIT-kostnað með við- vörun í netbanka og tilkynningu með SMS Una Steinsdóttir Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Ströndin við Eystrasaltið er einstök og fegurðin óviðjafnanleg. Eyjarnar Rügen og Usedom með sandsteinaklettum og strandmenningararkitektúr 19. aldarinnar voru lokaðar inn í Austur-Þýskalandi þar til járntjaldið féll fyrir 20 árum. Nú hafa þær náð sínum upprunalega ljóma og eru meðal fallegustu ferðamannastaða í Þýskalandi. Ferðin hefst á flugi til Berlínar og ökum svo í átt að Eystrasaltinu þar sem við gistum í 3 nætur í bænum Ueckermünde. Njótum strandmenningar í anda Vilhjálms keisara og förum í dagsferð til Swinoujscie og nágrennis í Póllandi. Seinni hluta ferðarinnar verður dvalið í Stralsund, fallegri borg með heildstæðan miðaldablæ sem á sér sögu samofna veldi Hansakaupmanna. Heimsækjum drottningu Hansaborganna, Lübeck, skoðum fræga borgarhliðið, förum á safn og smökkum á marsipani sem borgin er fræg fyrir. Skoðum Königsstuhl, undurfagurt klettabelti á eyjunni Rügen, veiðihöllina Göhren og Prora oflofsbúðirnar sem nasistar létu byggja fyrir 20.000 manns á fegurstu strönd eyjunnar. Ferðinni lýkur með skoðunarferð í Berlín áður en flogið er heim á leið. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 160.950 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. 11. - 18. ágúst SUMAR 8 HálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldarHafblær við Eystrasalt www.internet.is/stjornulif Undirritaður Þ.Á. kynnir á heimasíðu sinni greinarnar um samkynhneigð og áfengi ásamt bókunum „Sér grefur gröf þótt grafi“ og „lífsstjörnufræðin“ hún er byggð á kenningum Dr. Helga Pjeturss. og kenningu Þ.Á. þar sem hann notar lífeindirnar til að tengja saman alla fyrirburðafræðina í eina heildarmynd o.sv.fr. Þorbjörn Ásgeirsson, nuddfræðingur. Breyting á slóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.