Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS
María Elísabet Pallé
mep@mbl.is
Það var tilfinningaþrungin stund í
bland við þjóðhátíðarstemningu í
Nauthólsvík í gær. Stór hópur stuðn-
ingsmanna, barna og fullorðinna,
hafði safnast saman til að hlaupa með
fjórmenningunum síðustu 1,5 km og
ljúka þar með hlaupinu í kringum
landið til styrktar krabbameins-
sjúkum börnum. Sólin skein á hetj-
urnar sem höfðu hlaupið vel um 1.350
km og var síðasti spretturinn tileink-
aður syni þeirra Signýjar Gunn-
arsdóttur og Sveins Benedikts Rögn-
valdssonar, Gunnari Hrafni.
Foreldrar hjóluðu með lítil börn,
hlupu með börn í kerrum og litlir fæt-
ur hlupu sennilega sinn fyrsta kíló-
metra með heimilishundinn í eft-
irdragi. Hlaupararnir voru sólbrúnir
og sællegir.
„Mér líður rosalega vel andlega,
kannski ekki alveg eins vel lík-
amlega,“ sagði Signý áður en hún
lagði af stað í síðustu 1,5 km.
„Ég er rosalega ánægð með söfn-
unina, þetta hefur farið fram úr okk-
ar björtustu vonum.“
Þegar hópurinn kom á endastöð
við Valsheimilið voru mikil fagn-
aðarlæti og hamingjuóskum rigndi
yfir hetjurnar sem söfnuðu hátt í tólf
milljónum króna með framtaki sínu.
Mikil gleði braust út og hjá sumum
stuðningsmannanna mátti greina
gleðitár.
„Þetta er svo óraunverulegt ennþá,
ég er ekki alveg búin að átta mig á því
að ég sé búin að þessu,“ sagði Alma
María Rögnvaldsdóttir, systir
Sveins, við komuna í Valsheimilið.
Hlupu sig í gott form
„Þetta er alveg ótrúlega mögnuð
tilfinning. Við erum búin að hlaupa
okkur í gott form. Styrkurinn er orð-
inn mjög mikill, það kemur á óvart,“
sagði Alma María. „Það efldi mann
mjög að finna allan þennan stuðning,
hversu vel fólk hefur staðið við bakið
á okkur kemur mest á óvart í þessu
verkefni. Börnin hafa fylgt okkur frá
Akureyri. Ég var samt í burtu frá
þeim í níu daga sem er meira en ég
hef nokkurn tímann gert. Þetta er
bara algjörlega þess virði, alveg
mögnuð tilfinning.“
„Ætli maður hvíli sig ekki eitthvað
aðeins, ég hleyp alla vega ekki meira í
dag. Ég æfi hlaup en þetta er alveg
frábær árangur hjá hópnum,“ sagði
Guðmundur Guðnason, maraþon-
hlauparinn í hópnum, maður Ölmu
Maríu.
„Alveg mögnuð tilfinning“
Fjórmenningarnir hlupu 1.350 km Fólk hefur sýnt mikinn stuðning
Söfnun til styrktar
krabbameinssjúkum
börnum
» Hlupu í kringum landið frá
2.-16. júní, 1.350 km
» Tæpar tólf milljónir hafa
safnast.
» Stuðningurinn efldi hlaup-
arana mikið.
» Signý Gunnarsdóttir hljóp
meidd hluta leiðarinnar.
» Söfnunin fór fram úr björt-
ustu vonum.
Morgunblaðið/Eggert
Áfangi Signý, Sveinn, Alma María og Guðmundur fagna árangrinum að hlaupa hringinn til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuður Fjöldi fólks tók á móti fjórmenningunum í Valsheimilinu.
Á sérstökum minningarfundi um
Jón Sigurðsson sem haldinn var á
Alþingi hinn 15. júní síðastliðinn var
samþykkt þingsályktunartillaga
forsætisnefndar Alþingis um stofn-
un sérstakrar prófessorsstöðu
tengda nafni hans.
Með stöðunni er Alþingi að
heiðra minningu Jóns og störf hans
sem forseta Alþingis. Hún er þakk-
lætis- og virðingarvottur fyrir fram-
lag hans á Alþingi bæði sem stjórn-
málaleiðtogi þingsins og sem hinn
formlegi forustumaður þess.
Helstu verkefni tengd stöðunni
verða tengd árlegu ráðstefnu- og
námskeiðahaldi í tengslum við
starf sumarháskólans á Hrafnseyri
ásamt rannsóknum og kennslu á
sviðum sem tengjast lífi og starfi
Jóns.
Við skipun í prófessorsembættið
verði höfð hliðsjón af því hvernig
áætlun umsækjenda um rannsókn-
arstarf og kennslu tengist lífi, starfi
og arfleifð Jóns Sigurðssonar og
efli þekkingu á sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að
ráða í stöðuna frá og með næstu
áramótum.
Staðan er við Háskóla Íslands en
starfsskyldur verða tengdar Rann-
sóknarsetri Háskólans á Vest-
fjörðum og Háskólasetri Vestfjarða.
Ætlast er til að prófessorinn hafi
búsetu í grennd við setrið.
Skipað verður í stöðuna til fimm
ára og heimilt verður að endurnýja
skipunartímann einu sinni.
Verkefnið er hluti af áætlun Há-
skólans um uppbyggingu rann-
sókna- og fræðasetra á lands-
byggðinni sem nú eru orðin átta
talsins.
Prófessorsstaða
Jóns Sigurðssonar
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
Spölur hf. hefur
ákveðið að hækka
veggjald í Hval-
fjarðargöngin um
nærri 10% frá og
með 1. júlí nk.
Gjald fyrir staka
ferð í I. gjald-
flokki fer úr 900 í
1.000 krónur og
hver ferð áskrif-
anda með 100
ferða veglykil fer úr 259 í 283 krón-
ur. Inneign áskrifenda minnkar
sjálfkrafa við gjaldskrárbreyt-
inguna, þ.e. ónotuðum ferðum fækk-
ar sem svarar til hækkunar gjalds-
ins.
Meginástæður fyrir þessari
ákvörðun segja Spalarmenn vera
minnkandi umferð um göngin. Um-
ferð hafi dregist verulega saman og
tekjur af veggjaldi rýrnað töluvert.
Einnig er nefnd hækkandi greiðslu-
byrði af lánum, hækkandi verðlag og
fjárfestingar í göngunum til að upp-
fylla öryggiskröfur ESB, eða fyrir
um 225 milljónir á þessu og síðasta
ári. Búist er við 6% samdrætti í um-
ferðinni í ár. bjb@mbl.is
Gjaldið í
göngin
hækkar
Nærri 10% hækkun
veggjalda frá 1. júlí
Minni umferð og
hærra veggjald.
Undirritaður hef-
ur verið samn-
ingur um sölu á
rekstrarfélagi
Tíu-ellefu ehf. frá
Eignabjargi ehf.,
dótturfélagi Ar-
ion banka, til fé-
lags í eigu Árna
Péturs Jóns-
sonar.
Í tilkynningu
sem Arion banki sendi frá sér í apríl
og í auglýsingum sem birtar voru í
kjölfarið var rekstrarfélag Tíu-ellefu
auglýst til sölu. Í kjölfar kynningar á
félaginu var kallað eftir tilboðum frá
áhugasömum fjárfestum og á þeim
grundvelli var ákveðið að ganga til
viðræðna við fyrrgreindan aðila sem
átti hagstæðasta tilboðið.
Árni Pétur var áður forstjóri
Teymis og Vodafone en lét af störf-
um hjá félögunum árið 2009. Hann
stýrði áður matvælasviði Baugs.
Gengið frá
sölu á 10-11
Árni Pétur
Jónsson
Jón Sigurðsson 200 ára
Kristel Finnbogadóttir
kristel@mbl.is
Spretta gróðurs er lítil og þröngt er
um beitarhaga. Víða eru tún veru-
lega kalin og það er staðreynd að
menn eru orðnir heylausir. Þetta
kemur fram í frétt á vefsíðu Bú-
garðs, ráðgjafarþjónustu á Norð-
austurlandi, í gær. „Við erum að
horfa á starfssvæði okkar sem nær
frá Siglufirði til Bakkafjarðar en
þetta á líka við um hluta Austur-
lands,“ segir María Svanþrúður
Jónsdóttir, héraðsráðunautur hjá
Búgarði. Hún segir ástand á svæðinu
ekki gott en misjafnt sé hve slæmar
aðstæður eru.
Nýta þarf allar slægjur
„Það er ljóst að margir eru að
klára sínar heybirgðir og það eru
dæmi um að verið sé að miðla heyi á
milli bæja,“ segir María. Mikið hey
fer í sauðfé núna þar sem úthagi er
lítið farinn af stað. Þá hafa fáir
bændur treyst sér til að setja kýr út.
Eru bændur hvattir til að nýta allar
slægjur sem sláanlegar eru og láta
vita af slægjum sem þeir hyggjast
ekki nýta en gætu komið öðrum til
góða. Þá eru bændur sem sjá fram á
ónógan heyfeng í sumar hvattir til að
hafa samband við ráðunauta en
stefnt er að heymiðlun eftir þörfum.
Að sögn Maríu eru skilyrði til að laga
skemmd tún víða erfið vegna bleytu
og óvíst hvort hægt er að vinna þau.
„Á kalárum hafa menn yfirleitt sáð
einærum grösum til að fá meira fóð-
ur, til dæmis rýgresi og höfrum. Af
því getur orðið ágæt uppskera en ef
menn vilja reyna þetta í ár þurfa þeir
að sá fyrir lok mánaðarins til að ná
sprettutímanum,“ segir María.
Mannlegi þátturinn mikilvægur
María segir að tíminn muni leiða í
ljós hve víðtækar afleiðingar verði af
harðindunum. Í þessu skiptir veður-
far öllu máli. Einungis er hægt að
vona að hlýna fari og gróður fari að
taka við sér. „Það er þreyta í fólki. Í
svona ástandi skiptir mannlegi þátt-
urinn miklu máli því menn verða að
hafa andlegt þrek til að standa þessa
erfiðleika af sér,“ segir María.
Víða kalskemmdir á tún-
um og gróðurspretta lítil
Heyi miðlað milli bæja Þreyta er í fólki vegna aðstæðna
Kalskemmdir Víða eru tún kalin á Norð-
austurlandi. Myndin er úr safni.