Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Þóru Einarsdóttur sópr- an kemur fram á hátíðartón- leikum í Garðabæ í dag kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í safn- aðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, og eru hluti af 17. júní dagskrá í Garðabæ. Hljóð- færaleikarar verða Sigrún Eð- valdsdóttir, Pálína Árnadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Páll Hannesson, Martial Nardeau, Sigurður I. Snorrason, Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Pétur Grétarsson. Þóra Einarsdóttir sópransöngkona syngur með sveitinni, en á efnis- skránni eru verk eftir Johann Strauss, Sigfús Halldórsson og fleiri. Tónlist Hátíðartónleikar í Garðabæ Þóra Einarsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson hefur samið lag við ljóð Matthíasar Jochumssonar, Minni Jóns Sig- urðssonar, í tilefni af því að í dag eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns. Hið íslenska bókmennta- félag gefur af þessu tilefni út nótnahefti með ljóðinu, en þar er það einnig birt í enskri þýð- ingu eftir David Gislason í Kanada. Hægt er að nálgast heftið hjá Bókmenntafélaginu og helstu hljóðfæraverslunum. Lagið verður flutt á hátíðardagskrá í Lysti- garðinum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn og við það tækifæri afhendir höfundurinn formlega stjórn Akureyrarstofu lagið. Tónlist Minni Jóns Sigurðssonar Jón Hlöðver Áskelsson Sýningu Braga Ásgeirssonar í Galleríi Fold, Samræður við líf- ið, lýkur á sunnudag. Á sýning- unni, sem opnuð var á áttræð- isafmælisdegi listamannsins 28. maí síðastliðinn, eru 69 verk, olíumálverk, teikningar og grafíkmyndir. Flest verkanna eru nýleg en nokkur fjöldi af eldri verkum er einnig til sýnis. Listferill Braga spannar yfir 60 ár og hann var einnig kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands í áratugi og skrifaði um myndlist. Sýningin er opin laugardag frá 11:00- 16:00 og sunnudag frá 14:00-16:00 í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Myndlist Sýningu Braga Ásgeirssonar lýkur Bragi Ásgeirsson Á hundrað ára afmæli Jóns Sig- urðssonar 1911 hugðust Vestur- Íslendingar heiðra minningu hans og efnt var til sérstakrar fjársöfn- unar til þess arna. Í nýrri bók Jón- asar Þór sagnfræðings, Varðinn í vestri, sem Ormstunga gefur út í tilefni af 200 ára afmæli Jóns, er þessi saga rakin og hvernig það at- vikaðist að reistur var minnisvarði í Winnipeg áratug síðar, en fram- lagið í Vesturheimi var svo mynd- arlegt að afráðið var að gera af- steypu af styttunni, sem Einar Jónsson hafði gert, og senda vestur um haf. Minnisvarðinn prýðir nú þinghúsgarðinn í Winnipeg og er sérstakt sameiningartákn. Jónas Þór lagði stund á sagn- fræði við Háskóla Íslands og Uni- versity of Manitoba í Kanada. Hann rekur nú félagið Vesturheim sf. með það að markmiði að efla tengsl Íslendinga við afkomendur ís- lenskra vesturfara í Ameríku og stuðla að rannsóknum og útgáfu efnis er varðar sögu Vestur- Íslendinga auk þess sem áhersla er lögð á kynningu á íslenskri menn- ingu vestan hafs. Bók Jónasar um Vestur- Íslendinga, Icelanders in North America, kom út árið 2002 hjá Uni- versity of Manitoba Press. Varðinn í vestri  Minnst minnis- varða Jóns Árni Matthíasson arnim@mbl.is Með merkustu kirkjugripum á Ís- landi er kaleikur sem var í kirkjunni á Fitjum í Skorradal en er nú í Þjóð- minjasafninu. Í dag verður nákvæm eftirmynd kaleiksins, sem Ívar Þ. Björnsson gerði, færð kirkjunni og við það tækifæri flytur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræð- ingur erindi þar sem hann varpar nýju ljósi á tilurð kaleiksins. Vilhjálmur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaleikurinn sé frá því um 1200, hugsanlega eitthvað aðeins fyrr. Hér á landi séu til nokkrir kal- eikar frá rómönskum tíma og Fitja- kaleikurinn sé einn þeirra, meðal elstu kirkju- gripa og með þeim merkilegri. „Ég er á því að kaleik- urinn sé bresk- ur og byggi þá skoðun á stíl- fræðilegum athug- unum á fæti kaleiksins og gerð hans. Á Íslandi hafa varð- veist átta kaleikar frá þess- um tíma, jafnvel níu, og Fitjakaleikurinn er sá fal- legasti, lítill og hefur passað vel í litla bændakirkju.“ Menn hafa velt því fyrir sér hvaðan kaleikurinn væri uppruninn og gert því skóna að hann sé spænskur eða ís- lensk smíði án þess þó að hafa nokkuð fyrir sér nema hreinar getgát- ur. Vilhjálmur segir að sínar stíl- fræðirannsóknir bendi til þess að kaleikurinn sé enskur að upp- runa og rekur hann til borg- arinnar Lincoln, sem var mikil menningarborg fyrir kirkjulist og miðstöð boðunar á Englandi. Eins og getið er verður kirkjunni færð eftirgerð kaleiksins að gjöf og Vilhjálmur segir það vel til fundið. „Ég hef gaman af endurgerðinni og hvet fólk til þess að gera svo við merka gripi sem gaman væri að fá í kirkjurnar aft- ur. Eft- irmyndin er líka mjög vel gerð, hann þyrfti bara að detta eins og fimm sinnum í gólfið og rúlla eftir moldargólfi til þess að verða alveg eins og hinn,“ segir hann og hlær. Vilhjálmur flytur fyr- irlestur sinn kl. 14:00 í kirkjunni, kl. 14:30 fjallar Ívar um gripina af sjónarhóli silf- ursmiðsins og síðan verður guðsþjón- usta og kaleik- urinn helgaður. Að því loknu verður kirkju- kaffi að göml- um sið. Gjöf Bændakirkjan á Fitjum í Skorradal fær aftur kaleik sinn. Kaleikurinn kemur heim  Fitjakirkju færð að gjöf endurgerð sögufrægs kaleiks frá þrettándu öld Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Merkur Eftir- mynd kaleiks Fitjakirkju. Þá hugsuðum við með okkur að nú væri ágætt að fara að saxa þetta eitthvað niður 39 » Andvari, rit Hins íslenska þjóðvina- félags, er helgað Jóni Sigurðssyni í tilefni af tveggja alda afmæli hans 17. júní. Jón var fyrsti forseti fé- lagsins, frá 1871til 1879, en félagið var stofn- að sem samtök fylgismanna Jóns í stjórnarskrár- málinu. Andvari var í upphafi mál- gagn hans, tók við af Nýjum fé- lagsritum, og þar birti forsetinn síðustu stjórnmálaritgerðir sínar. Í Andvara að þessu sinni rita níu fræðimenn um ýmsa þætti sem varða Jón Sigurðsson, líf hans, starf og stefnumál. Höfundar efnis eru Guðjón Frið- riksson, Gunnar Karlsson, Sverrir Jakobsson, Sigurður Pétursson, Þorvaldur Gylfason, Birgir Her- mannsson, Ágúst Þór Árnason, Mar- grét Gunnarsdóttir og Jón Karl Helgason. Ritstjóri Andvara, Gunn- ar Stefánsson, skrifar inngangsorð að ritinu. Í því eru margar myndir. Andvari um Jón Sigurðsson Kápa Andvara Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Sun 19/6 á íslensku kl. 20:00 Fös 24/6 á íslensku kl. 20:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 26.júní / In english 26.june Hetja / Hero Sun 19/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Fös 24/6 á íslensku kl. 18:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 19. og 26.júní / In english 19. and 26.june Sirkus Íslands:Ö faktor Fös 1/7 kl. 19:30 Lau 2/7 kl. 14:00 Lau 2/7 kl. 18:00 Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 3/7 kl. 18:00 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Húsmóðirin (Nýja sviðið) Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Gleðilega Þjóðhátíð! Tveir af átta sýningarstjórum sýningarinnar Sjónarmið – Á mótum mynd- listar og heim- speki, þeir Gunnar J. Árna- son og Jón Proppé, ganga um sýninguna og gefa gestum inn- sýn í verkin sem þar er að finna næstkomandi sunnudag kl. 15:00. Sýningunni er ætlað að vekja heimspekilega umræðu, vera inn- legg í hana og fela í sér ákveðna tilraun til að fjalla um heimspeki- legar hugmyndir í gegnum mynd- list. Sýningarstjórarnir hafa skrif- að greinar í bók, sem kom út samhliða sýningunni, sem miðar að því að greina og skýra listaverk á heimspekilegan máta, en um leið og heimspeki- legum hug- myndum er beitt til að túlka myndlist er þeim ætlað að skýra hugtök heim- spekinnar um listina. Sýningarstjór- arnir átta koma að verkefninu með ólíkar hugmyndir, en það sem sameinar þá er aðallega viðhorf þeirra til þess hlutverks sem heim- spekin getur gegnt í orðræðunni um myndlist. Viðburðurinn er þriðji í röð samræðna meðal sýn- ingarstjóranna á því tímabili sem sýningin stendur yfir. Fjórða sýn- ingarstjóraspjallið verður sunnu- daginn 28. ágúst nk. Gengið um Sjónarmið Jón Proppé Gunnar J. Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.