Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
l.
Íslenzk tunga er áhyggjuefni um
þessar mundir þvíað hún á undir
högg að sækja. Það leiðir hugann að
baráttu Jóns Sigurðssonar og sam-
herja hans fyrir vernd hennar og
rétti svo notað sé þeirra eigið orð í
Nýjum Félagsritum og Andvara.
Jón skrifaði sjálfur um tunguna í
Félagsritin og varðaði veginn þar-
sem annars staðar. Málflutningur
hans birtist svo enn í nafnlausri
grein í Andvara 1876, Um rétt ís-
lenzkrar túngu. Meginkjarni þeirrar
ritgerðar er augljóslega sóttur í
málflutning Jóns í Nýjum Félagsrit-
um einsog ég mun drepa á. And-
vara-greinin er nánast útfærsla á
skrifum Jóns um íslenzka tungu og
rétt hennar í Félagsritum.
Auk Jóns forseta skrifuðu S.J.
líklega Sigurður L. Jónasson og
J.G. eða Jón Guðmundsson, um
tungu okkar í Ný Félagsrit og er
grein hins fyrrnefnda með sömu
fyrirsögn og nafnlausa greinin í
Andvara 1876. Grein Sigurður L.
Jónassonar birtist í XXIII árg.
Nýrra Félagsrita, 1863. Báðir láta
þeir S.J. og J.G. geirinn gjalla gegn
erlendum áhrifum á mál okkar, og
Jón Guðmundsson beinir ekki sízt
spjótum sínum að þeirri dönsku-
skotnu mállýzku sem tíðkaðist í
Reykjavík um og eftir miðja síðustu
öld en þá töldu ýmsir þessa upp-
rennandi höfuðborg Íslands hálf-
danskan bæ. Við hefðum haft gott af
að hlusta á slíkan eldhuga nú þegar
að tungunni er sótt með svipuðum
þunga og um miðja síðustu öld, þótt
áhrifin berist hingað með öðrum
hætti en þá. Í grein S.J. í Nýjum
Félagsritum er drepið á svipuð efni
og í Andvara-greininni en þó er
málflutningur Jóns Sigurðssonar
fremur fyrirmynd hennar en grein-
ar þeirra samherja Jóns forseta sem
ég hef nefnt. Í grein Sigurðar L.
Jónassonar er talað um að við höf-
um ekki nennt að girða akur okkar
einsog hann kemst að orði og á þá
við íslenzka tungu og verja hann
fyrir ágangi annarra, „þar hefur því
komizt inn margt svínið, og margt
eitt illgresið vaxið þar“. Nú sé tími
til kominn að uppræta illgresið á
þessum dýrlega akri og reka út
svínin.
Þess má geta að Sigurður L. Jón-
asson var bæði í ritnefnd með Jóni
forseta í Nýjum Félagsritum og
Andvara og því augljóst hvert hann
hefur sótt eldinn í áhuga sinn.
2.
En nú skulum við líta á baráttu
þeirra félaga fyrir móðurtungunni
sem átti þá einsog nú í vök að verj-
ast á óhirtum akri samtímans.
Í greininni Alþíngi og alþíngismál
í XVIII árgangi Nýrra Félagsrita
1858 segir Jón forseti m.a. þegar
hann víkur að íslenzkri tungu: „Að
forminu til er mikill og undarlegur
galli á vorum lögum, sem vér
ætlum ekki eiga sér stað nokk-
urstaðar í heimi, þar sem svo á að
heita að þjóðin njóti þeirra réttinda,
að mega tala sínu máli; að eiga full-
trúaþíng með réttindum til að ræða
löggjafarmál og sérhver önnur
stjórnarmál landsins á þess eigin
máli; að hafa kirkjustjórn, skóla-
stjórn og dómaskipan einnig á sínu
eigin máli: Þessi galli er sá, að lög
Íslands koma út bæði á Dönsku og
Íslenzku, en þannig, að Danskan ein
er undirskrifuð af konúngi, og hefír
að því leyti meira gildi en íslenzkan,
en íslenzkan ein er aptur þínglesin,
og hefir að þeim helmíngnum meira
gildi en Danskan.“
Síðan segir Jón í þessari löngu og
ítarlegu grein að svo virðist sem sá
texti gildi meira sem konungur
skrifar undir, en samt þyki sjálfsagt
að þau lög sem eigi að skuldbinda
menn verði að vera birt þeim á því
máli sem þeir skilja. Í Andvara-
ritgerðinni, Um rétt íslenzkrar
vera ritað á íslenzku en þó sé
frumritað á dönsku og þýtt af ís-
lenzkum starfsmönnum, þótt þeir
einir ættu að starfa þar sem kynnu
íslenzku til hlítar.
Síðan bendir Jón forseti á að
konungur hafi frá 1859 skrifað
undir hinn íslenzka texta laganna
handa íslandi og verði það því ekki
lengur sagt að danski textinn sé
hinn löggildi eða skuldbindandi
texti. Hann sé því óþarfur „og ekki
nema til að gjöra vafa og villur, og
spilla málum manna“. Eigi að síð-
ur haldi stjórnin áfram að senda
alþingisfrumvörp á dönsku með ís-
lenzka textanum og láta lögin
handa Íslandi koma út á dönsku.
Þá bendir Jón á að venja hafi verið
frá því konungur hóf að skrifa
undir hinn íslenzka texta lagaboð-
anna handa Íslendingum „að ís-
lenzki textinn hefur verið settur á
undan, en hinn danski á eptir“.
Loks bendir hann á það sama og
nefnt er í ritgerðinni Um rétt ís-
lenzkrar túngu, að með bréfi
Kristjáns konungs VIII sé fyrir
lagt 1844 að „hver sá, sem vill
verða embættismaður á Íslandi,
skuli sanna með áreiðanlegum
vitnisburði, að hann sé orðinn svo
leikinn í íslenzkri túngu að hann
að minnsta kosti geti skilið mál
manna, og geti talað svo vel á
túngu landsmanna, að hann geti
gjört sig þeim skiljanlegan“ (eins-
og vikið sé að í VII árgangi Fjöln-
is) – og er þetta einnig tíundað síð-
ar í Andvara-greininni, Um rétt
íslenzkrar túngu. Skuli væntanleg-
ir embættismenn sanna þessa
kunnáttu sína með því að gangast
undir próf. Þetta hafi þó ekki farið
eftir og danskir embættismenn á
Íslandi kunni ekki „viðsæmandi“
íslenzku.
4.
En snúum okkur þá að Andvara-
greininni. Í hana getum við sótt
leiðsögn um það hverjar kröfur við
eigum að gera til okkar sjálfra
þegar réttur tungunnar er annars
vegar. Allt er þetta mál í mið-
túngu (1876), er bent á hið sama
og Jón forseti nefnir í ritgerð sinni
um alþingismál, að bæði landsyfír-
réttur á Íslandi og jafnvel hæsti-
réttur með dönskum dómurum
hafi dæmt að lög væru ekki gild á
Íslandi nema þau væru þinglesin á
íslenzku frá upphafi til enda, eins-
og Jón kemst að orði. Lagafrum-
vörp séu einnig lögð fram á ís-
lenzku og rædd á því máli og
Alþingistíðindi prentuð á íslenzku
en ekki dönsku. „En samt lendir í
því á endanum,“ bætir Jón Sig-
urðsson við, „að lögin koma út
einsog aðalmálið á þeim sé
Danska, en þau eru birt einsog
þau væri ekki til á Dönsku“. Sé
þetta með þessum hætti þótt eng-
inn neiti því „að íslenzka sé stofn-
málið á Norðurlöndum“ og er þess
einnig getið
í fyrrnefndri Andvara-ritgerð,
Um rétt íslenzkrar túngu. Það
megi því undarlegt heita, bætir
Jón forseti við, að stjórnin skuli
„neita oss um einn hluta af vorum
náttúrlegu réttindum, sem er að
hafa fullgild lög á voru eigin máli,
einsog vér höfum Öll þínghöld og
dómaskipan“. Þessi stefna kans-
elísins sé til að kæla niður of mikla
þjóðlega tilfinningu Íslendinga og
má það vafalaust vera.
3.
Í grein Jóns Sigurðssonar sem
birtist í XXIX árg. Nýrra Fé-
lagsrita, 1872, Prjónakoddi stjórn-
arinnar, er kafli um íslenzka
tungu. Þar er í upphafi minnzt á
hið sama og í Andvara-ritgerðinni,
Um rétt Íslenzkrar túngu, að ein-
ungis séu „hérumbil hundrað
manns sem talizt geta verið Danir
að þjóðerni og túngu og skilji þó
allflestir íslenzku“ – og sé ástæðu-
laust að þýða þingmál á dönsku
fyrir þessar fáu hræður sem á Ís-
landi búi. „Eigi að síður heldur þó
stjórnin áfram í þaula, að hafa sem
mest í löggjöf landsins og stjórn-
arathöfn á Dönsku.“ Það sem hin
íslenzka stjórnardeild í Kaup-
mannahöfn sendi frá sér ætti að
Jón Sigurðsson og
Matthías Johannessen
Þjóðhátíð-ardagurinn,17. júní, er
jafnan tvíheilagur.
Fagnað er afmæl-
isdegi þjóðhetjunnar Jóns Sig-
urðssonar og stofnun Lýðveld-
isins Íslands. Að jafnaði er
lýðveldisafmælið í fyrirrúmi en
einnig minning Jóns og þakk-
læti til hans og annarra sem
höfðu forgöngu um aukna
sjálfsstjórn, heimastjórn, full-
veldi og loks lýðveldi. Í dag
háttar svo til að Jón skákar lýð-
veldinu að nokkru, þótt honum
hefði vísast verið það þvert um
geð. En tilefnið er tvöhundruð
ára afmæli hans.
Mynd Jóns er á stalli við
Austurvöll og raunar í sömu
mynd en á lægri stalli við þing-
hús Manítoba í Winnipeg-borg.
Íslendingar gera minna af því
en aðrar þjóðir að steypa liðna
leiðtoga í harðan málm í marg-
faldri líkamsstærð. Og ekki
hafa þeir vígreifa herforingja á
hrossum eins og aðrar þjóðir
hafa svo gaman af að steypa í
eir. Stórstytturnar tvær af
Jóni, austan hafs og vestan,
segja sögu um hve mikið Ís-
lendingum hefur þótt til Jóns
Sigurðssonar koma. Um minn-
ingu hans hefur ríkt algjör frið-
ur og samkennd frá dauða hans.
Vindar blésu auðvitað um
hann áratugina þar á undan,
enda var hann skoðanafastur
maður og fylgdi sínum sjón-
armiðum eftir af afli en án of-
fors. En þótt hann fengi aldrei
eitt allsherjarumboð frá þjóð-
inni sem gilti til lífstíðar um að
hann færi fremstur í baráttu
hennar fyrir sínum réttindum
sem slíkrar, var slíkt umboð
heldur aldrei frá honum tekið.
Það lagðist í hendi hans og um
það einhugur að annars staðar
væri því ekki betur komið.
Því var haldið að Íslend-
ingum að hefði Jón ekki verið
jafn kröfuharður á hendur
kónginum í Kaupmannahöfn –
„kreddufastur“ var orðið sem
embættismenn þar notuðu m.a.
– þá hefði Íslendingum mun
fyrr hlotnast sitthvað jákvætt í
þeirra málum. En Íslendingar
treystu Jóni Sigurðssyni og
létu ekki grafa undan honum.
Og biðin var ekki stórmál í
þeirra augum þótt aumastir
allra kynnu að vera. Þeir kunnu
sjálfsagt ekki mikið fyrir sér
flestir og víðast hvar voru efnin
engin og ástandið ömurlegt. En
að bíða kunnu þeir betur en
aðrir menn. Sú bið taldist í öld-
um, en ekki mánuðum eða miss-
erum.
Alþingi var loks endurreist
árið 1845. Tveimur árum áður
höfðu 3.227 látist úr kvefsótt og
árið eftir endurreisnina 3.329
úr mislingum. Nærri 10 prósent
þjóðarinnar. Rúm 30.000 í töl-
um afmælisársins. Við Íslend-
ingar höldum því á
lofti, ekki síst við
aðkomumenn, að
okkar þjóðfrels-
isbarátta hafi farið
friðsamlega fram. „Penninn“
var okkar vopn en „sverð“ og
byssukúla annarra, segjum við
og þykjumst örlítið betri en
aðrir fyrir vikið. Rétt, svo
langt sem það nær. En töl-
urnar sem nefndar voru hér að
framan eru þó til marks um
annað.
Í bókinni „Íslandssaga til
okkar daga“ segir: „Hinir fáu
læknar slitu sér út langt fyrir
aldur fram á hvíldarlausum
ferðalögum í kappi við dauð-
ann. Árið 1853 spyr land-
læknir, Jón Thorstensen,
hvort „nokkur bardagi í heimi
hafi verið svo blóðugur, að í
honum hafi fallið á þriggja ára
fresti meira en tíundi hver af
einni þjóð,“ Landið var ófrjáls
hluti af stærri heild, Dan-
mörku. Þar sátu ekki verstu
nýlenduherrar sem hægt var
að hugsa sér og Ísland að auki
ekki með stöðu nýlendu heldur
sem hluti af ríkisheild í kon-
ungsins nafni. En Jón Sigurðs-
son og samherjar hans skildu
að hinn blóðugi bardagi fyrir
lífinu í landinu kalda myndi
ekki vinnast nema þjóðin sjálf
fengi forræði fleiri mála í eigin
hendur, en ekki færri.
Á þeim tíma gat þetta ekki
verið annað en tilgáta eða trú
baráttumannanna fyrir þjóð-
frelsi. Sönnun röksemda
þeirra myndi ekki koma fyrr
en löngu eftir þeirra dag. Og
hún kom seint, en hún kom. Ný
sönnun kom í kjölfar hvers
skrefs sem stigið var í fullveld-
isátt: Endurreisn Alþingis. Ný
stjórnarskrá. Heimastjórn.
Fullveldi. Lýðveldi. Jón hefur
ekki séð alla þá löngu leið til
enda nema í hillingum. Og það
sem herrarnir í Kaupmanna-
höfn kölluðu óbilgjarnar kröf-
ur kreddumanns voru vissu-
lega aðeins örstutt skref í
rétta átt, átt sjálfstjórnar og
fullveldis. En brautin var
rudd, lögð rökum hins óþreyt-
andi eljumanns, „landans sem
lánaðist.“
Látnir menn fá ekki afmæl-
isgjafir til að gleðjast við en
gefandinn gerir það. Slíkar
gjafir á stórhátíð skipta miklu.
Íslendingar fagna afmælisdegi
Jóns forseta. Hans fullvissa er
fyrir löngu hafin yfir allan
vafa. Frelsi og fullveldi var og
er ríkasta forsenda fyrir far-
sælu lífi í þessu landi. Skrefin
hans voru öll í rétta átt. Ís-
lendingar átta sig flestir á því
að skref sem stigin yrðu í
gagnstæða átt myndu enn
mæta sama lögmáli: þeirrar
baráttu sem var leiðarsteinn
Jóns Sigurðssonar.
Gleðilegt afmæli.
Hinu íslenska af-
mæli er fagnað í dag }Gleðilegt afmæli
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Jón Sigurðsson 200 ára
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/