Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 25
óhjákvæmilega tengdir þjóðerniskennd. Jón Karl segir að skoða megi þjóðardýrlinga frá því sjónarhorni að með því að rækta táknmynd þeirra sé reynt að gefa þjóðríkinu trúarlega vídd. Í kringum þjóðhetjurnar skapist oft ým- iskonar veraldlegir helgisiðir þar sem leikið er á sömu strengi og í trúarlegu helgihaldi. Jón, skjaldamerkið og fáninn „Þessir einstaklingar verða einhvers konar vörumerki ríkisins. Jón er dýrlingur sjálfstæð- isins og þjóðríkisins. Hann verður táknmynd ákveðins málefnis líkt og skjaldarmerkið eða fáninn.“ Þetta kann að skýra aðdráttarafl dýr- lingadýrkunar að mati Jóns Karls, því þegar verið er að ræða flóknar eða óhlutbundnar hugmyndir sé þægilegt að geta teflt fram hold- gervingi þeirra sem einfaldri táknmynd. Oft lifi svona táknmyndir lengi af því það er alltaf verið að þróa þær og breyta merkingu þeirra með því að gefa þeim nýja sam- tímavísun. „En svo eru aðrar sem fjara út þegar þær eiga ekki við lengur. Jón Sigurðsson er til dæmis ekki sérlega góð táknmynd fyrir hvorki umhverf- isvernd né kvenfrelsi, sem mörgum finnst mikilvæg málefni í dag. Og þá þarf að finna aðra táknmynd í staðinn.“ Morgunblaðið/Kristinn Útförin Mannfjöldi fylgdi Jóni og Ingibjörgu til grafar 4. maí 1880. Líkfylgdin í Aðalstræti. 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Ein er sú hlið á lífi Jóns Sigurðssonar sem þvældist fyrir lofsöngnum enda stangaðist hún illilega á við ímynd flekklausu hetjunnar. Það var sjúkdómurinn sem lagði hann í rúmið um sex mánaða skeið árið 1840. Flest bendir til þess að um hinn svæsna kynsjúkdóm sárasótt hafi verið að ræða og er það næsta óumdeilt í dag, en sú söguskoðun átti ekki upp á pall- borðið fyrr en á allra síðustu árum. Jón var trúlofaður stúlku heima á Íslandi sem hann skildi eftir í 12 ár og sjúkdómurinn því mikið hneykslismál sem um var slúðrað. Fram kemur í ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson að Jón lýsti sjúkdóms- einkennum sínum nokkuð ítarlega í bréfum til vina á Íslandi. Hann var með hita og þjáðist af sárum á viðkvæmum stöðum. Í bréfum segist hann einnig nota kvikasilfurssmyrsl og s.k. spanskflugu til lækninga. Hvort tveggja er dæmigert fyrir sárasótt á þessum tíma. Fram hjá þessu var hinsvegar iðulega skautað í umfjöllun um Jón og í bréfasafni hans sem gefið var út 1911 var þessum kafla sleppt. Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir rithöfundur var meðal þeirra fyrstu til að brjóta þetta þögla samkomulag í sjónvarpsmynd sem hún gerði um Jón Sigurðsson árið 1994. Í ritgerð í nýjasta tölublaði Sögu segist Þórunn hafa leyst málið þannig, „til að stuða ekki bælda kynslóð föður míns á lýðveldishátíðinni“ að hún vitnaði í bréf Steingríms bisk- ups til Jóns, þar sem hann vísar honum á tiltekna opnu í „Möllers lexí- koni“ til lausnar veikindunum og sýndi um leið mynd af síðunni á skjánum. Yfirskrift síðunnar var „Kafli um kynsjúkdóma“. Rétt er að halda því til haga að þótt lítill vafi sé á því að kyn- sjúkdómur hafi hrjáð Jón, í Kaupmannahöfn, þar sem enginn hörg- ull var á vændiskonum, þá er ekki hægt að fullyrða að hann hafi smitast af slíkum viðskiptum. Guðjón Friðriksson bendir á í bók sinni að hreinlæti var mjög af skornum skammti á þessum ár- um og hægt að smitast t.d. af útikömrum. Sárasóttin viðkvæmt mál Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands Elísa Guðrún Agnarsdóttir, nemi í Menntaskólanum við Reykjavík: „Hann var ekki fyrsti forsetinn, en næstum því er það ekki? Eru þá 200 ár frá því að Alþingi var stofnað?“ Einar Árnason hagfræðingur: „Mér dettur helst í hug bréfaskriftir Jóns Sigurðssonar og Eiríks Magnússonar, bókavarðar í Cambridge, en í þeim var mikill sjálf- stæðishamagangur.“ Auður Ómarsdóttir, myndlistarnemi í Listaháskóla Íslands: „Ég bara vissi ekki af því. Jón Sigurðsson er á fimmhundruðkallinum og mig minnir að hann hafi verið í sjálfstæðisbaráttu Íslands og hann á afmæli á morgun.“ Guðjón Bogason: „Í dag verður haldið upp á afmæli Jóns Sigurðssonar, ég las og lærði um hann í skóla. En hann var nátt- úrulega ekki forseti, bara einn af þingmönnum á Al- þingi, en duglegur við að fá í gegn lagagreinar sem lutu að sjálfstæði Íslend- inga, sögðu mér fróðari menn. Svo sá ég mynd þar sem Egill Ólafsson lék hann.“ Benedikt Árnason leikari: „Ég hef nú bara ekkert hugsað um þetta 200 ára afmæli. Stundum hef ég þó velt fyrir mér þessum forsetatitli því hann var ekki forseti lýðveldisins og ég skil ekki af hverju þetta er svona neglt við hann Jón. Ég var t.d. forseti í einhverjum klúbbi en mér dettur ekki í hug að kalla mig forseta, það væri kjánalegt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.