Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Stjórnmál og vísindastörf voru ekki það eina sem átti hug Jóns Sigurðssonar. Hann beitti sér einnig í sjávarútvegsmálum og gaf árið 1859 út kverið „Lítil Fiskibók“ en þar eins og í öðrum verkum var það viljinn til að bæta kjör Íslend- inga sem knúði Jón áfram. Þótt Jón hafi verið mennta- maður og heimsmaður sem bjó í Kaupmannahöfn bróðurhluta lífs síns má ekki gleyma því að sjó- mennskan stóð honum nærri. Við Arnarfjörð var samfélag fiskimanna og þótt faðir hans hafi verið prestur stundaði hann sjó- róðra. Sjálfur fór Jón í verið 13 ára gamall og segir sagan að Jóni hafi aðeins verið ætlaður hálfur hlutur en við það hafi hann ekki sætt sig þar sem hann væri enginn hálf- drættingur. Varð úr að hann fékk heilan hlut líkt og aðrir hásetar. Í júníbyrjun var opnuð sýningin Björtum öngli beitirðu í Sjóminja- safninu í Reykjavík. Þar er fjallað um sýn Jóns á fiskveiðar, vinnslu og nýtingu sjávarafla og dregin upp mynd af útgerðarháttum sem stundaðir voru á Íslandi á 19. öld. Lítil Fiskibók var leiðarvísir Jóns fyrir íslenska fiskimenn, sem hann hvatti til að fylgja fordæmi Frakka á Íslandsmiðum. Jón sá fyrir sér að í framtíðinni tækju þilbátar við af opnum bátum, slysavarnir væru bættar, fiskeldi hæfist, stofnaður sjómannaskóli o.fl. sem gekk eftir. Vildi bæta fiskveiðar við landið Jón Sigurðsson 200 ára María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Ég er spenntur og líka pínu stress- aður en hlakka til að takast á við ný verkefni,“ segir Guðjón Reykdal Óskarsson. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að fara í Háskóla Íslands.“ Guðjón lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Fjölbrauta- skóla Suðurlands í vor og fetaði í spor systra sinna sem útskrifuðust einnig af náttúrufræðibraut sama skóla en tvær þeirra eru læknar og ein í lækn- isfræðinámi. Hann var dúx skólans með 9,5 í meðaleinkunn og segist hann hafa verið mjög ánægður með skólann og kennarana. Hann var einn þeirra afreksnemenda sem fengu styrk úr afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands. Hvetur fólk í hjólastól til að fara í nám Guðjón er með rýrnunarsjúkdóm og þarf því að vera í hjólastól. Að vera í hjólastól hefur ekki aftrað honum frá ýmsum afrekum en hann hefur meðfram náminu stundað píanónám og tekið þátt í ungmennastarfi hreyfihamlaðra hjá Sjálfsbjörg. Styrkhafar koma alls staðar að af landinu og auk þess að sýna afburða- árangur í námi eru þeir afreksfólk í tónlist, íþróttum og félags- og ung- mennastarfi. „Ég er búinn að skoða aðstæður og allt aðgengi virðist vera gott, ég mæli með að fólk fari í HÍ ef það er í hjóla- stól,“ segir Guðjón. Hann hefur mik- inn áhuga á líffræði, efnafræði og stærðfræði en valdi lyfjafræði til þess að fá að læra eitthvað af öllum þeim greinum sem hann hefur áhuga á. Hann hefur nám í lyfjafræði við HÍ í haust. Segist hann ekki hafa gert annað en að læra síðustu fjögur árin. „Ég hafði ekki mikið annað fyrir stafni en þetta var mjög gaman.“ Að- spurður hvort hann hafi búist við að fá styrk segir Guðjón: „Ég sótti um fleiri styrki og var búinn að fá neitun vegna þeirra þannig að ég var ekki viss um að fá þennan.“ Guðjón býr á Selfossi með foreldrum sínum en þau eru að flytja í Norðlingaholt í sumar. Sumrinu ætlar hann að verja í slökun. Hann mun keyra sjálfur í skólann en einnig hafa aðstoð- armann í skólanum. Hann stefnir á að fara beint í meistara- nám í lyfjafræði eftir grunnnámið. Hlakkar til að tak- ast á við áskoranir  Er með rýrnunarsjúkdóm en stefnir ótrauður í háskólanám Morgunblaðið/Kristinn Hvatning Afreksnemendur með viðurkenningar sínar við athöfnina sem fram fór í Háskóla Íslands í gær. Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Sátt náðist meðal samningamanna í kjaradeilu flugvirkja hjá Icelandair í gær en samningar hafa verið lausir síðan 31. janúar á þessu ári og hefur deilan staðið yfir síðan þá. Að sögn Óskars Einarssonar, for- manns Flugvirkjafélags Íslands, verður samningurinn kynntur fé- lagsmönnum í næstu viku og í kjöl- farið kosið um hann. Kveðst hann sáttur við niðurstöðuna og segir hana í takt við kjarasamninga sem önnur félög hafa skrifað undir. Hefur deilan staðið um kjaramál og túlkunaratriði samningsins. Ekki eina kjaradeilan Kjaradeila flugvirkja er ekki eina deilan sem ferðaþjónustufyr- irtækið Icelandair Group hefur staðið í því í gærkvöldi stóðu yfir viðræður við flugmenn Icelandair og Flugfélags Íslands í Karphús- inu. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins stendur nú til að fá heimild félagsmanna FÍA til að boða til verkfallsaðgerða. Aðspurður kveðst Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Icelandair Group, ánægður með að samningar hafi náðst við flugvirkja. Hann seg- ir það þó mikið áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi í heild hvernig málin standa meðal flug- manna. „Það er hins vegar ljóst að það er búið að leggja ákveðnar lín- ur í almennum samningum. En það hefur verið okkar stefna eins og at- vinnulífsins heilt yfir að einstakir hópar fái ekki hækkanir umfram það sem samið var um almennt á markaði,“ segir hann og bætir við: „Það er alveg ljóst að verkfalls- aðgerðinar geta haft skelfilegar af- leiðingar, bæði fyrir félagið og fyr- ir þá sem standa fyrir þessum aðgerðum.“ Hann segir skaða fé- lagsins líka skaða starfsfólks Ice- landair Group. Segir útlitið gott ef ekki kem- ur til vinnustöðvunar flug- manna Að sögn Björgólfs lítur sumarið vel út. „Við höfum gefið það út að þetta gæti orðið eitt sterkasta ferðasumar sem við höfum séð hér á landi ef okkur tekst að koma í veg fyrir að það komi til einhverra aðgerða sem trufla það,“ segir hann og bætir því við að allt tal um verkfallsaðgerðir geti haft áhrif á ferðalanga sem eru að velta því fyrir sér hvert þeir eigi að fara. Fundum frestað þar til á sunnudag Í gær funduðu forsvarsmenn SFR, fyrir hönd Fríhafnar og starfsmanna Reykjavíkurborgar, og LSS, Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, ásamt FÍA, Félagi íslenskra at- vinnuflugmanna. Það er eina félag- ið sem boðað hefur til fundar á sunnudaginn. Kjaraviðræðum flugvirkja lent en annað á flugi  Aðgerðir gætu haft áhrif á ferðalanga Hreyfill Sátt hefur náðst í kjara- deilu flugvirkja hjá Icelandair. Áhrif verkfallsaðgerða » Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group, segir flugmenn hafa gert víðtækari kröfur en almennt var samið um. » Það sé stefna félagsins að einstakir hópar fái ekki hækk- anir umfram það sem samið var um almennt í kjarasamn- ingum. Úthlutað var úr afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Há- skóla Íslands síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega at- höfn. Fjórtán styrkir voru veittir til nemenda sem náð hafa af- burðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Með- al þeirra er margfaldur Íslands- meistari í karate, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, knattspyrnukona frá Sauðárkróki og tilvonandi þátttakandi á Ólympíuleikum. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skrán- ingargjalds í háskól- ann, sem er 45.000 krónur. Afreks- og hvatn- ingasjóðurinn var stofnaður 2008. Afreksfólk styrkt STYRKTARSJÓÐUR Guðjón Reykdal Óskarsson Alþjóðlega ferðakaupstefnan „Beijing International Travel Expo 2011“ hefst í Peking í dag. Í fyrsta skipti verður íslenskur bás á kynningunni og er Ís- landskynningin samstarfsverkefni sendiráðsins í Pek- ing, Íslandsstofu og íslenskra ferðaþjónustufyrir- tækja. Kynningarstarfið miðast við að kynna samspil ís- lenskrar náttúru, menningar og endurnýtanlegrar orku. Markmiðið er að Ísland verði í auknum mæli spennandi áfangastaður fyrir kínverska ferðamenn. Í því tilefni verður ferðamálasíða Íslandsstofu gerð að- gengileg á kínversku innan skamms. Kynna Ísland í Kína Á sunnudag nk. býður Grasagarður Reykjavíkur upp á leiðsögn um Laugarás í Reykjavík í tilefni af Degi villtra blóma. Mæting er við aðalinngang Grasagarðs- ins kl. 11:00 og er þátttaka ókeypis. Leiðsögn verður í höndum Hjartar Þorbjörnssonar, safnavarðar Grasa- garðsins. Plöntur verða greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt. Að lokinni göngu verður boðið upp á te. Skoðunarferð í Grasagarði á Degi villtra blóma Í Árbæjarsafni verða þjóð- búningar í aðalhlutverki í dag, 17. júní, venju sam- kvæmt og eru gestir hvattir til að mæta í eigin búningum. Fjallkonu safnsins verður skautað kl. 14 og geta gestir fylgst með því hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning. Einnig munu félagar í Fornbílaklúbbi Íslands sýna glæsivagna á safnsvæðinu. Í Líkn er sýning um þjóðbúninga kvenna á Ís- landi og þar má sjá bún- inga allt frá faldbúningi, sem tíðkaðist á 18. öld, til þjóðbúninga nútímans. Tvær nýjar sýningar hafa verið opnaðar í safninu, önnur um heimagerð barnaföt og hin um vagn- smíði í upphafi 20. aldar. Morgunblaðið/Ernir Þjóðbúningar í Árbæjarsafni STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.