Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kortlagning Stefanía sýnir blaðamanni bók með myndum sem sýna á hvaða svæði líkamans hvert blóm hefur áhrif. Á SKÓLABEKK María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ég er mætt snemma ámiðvikudagsmorgni ánámskeið hjá StefaníuÓlafsdóttur græðara. Hún ætlar að fræða mig um blóma- dropa en Stefanía, sem einnig er með gráðu í höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun, rekur heilsustofuna og heilunarskólann Nýjaland. Stefanía byrjar á að segja mér frá dr. Edward Bach sem var fyrst- ur til að uppgötva mátt blómanna á þann hátt sem þeir virka í blóma- dropum. En þeir gagnast við sorg, kvíða, áhyggjum og í raun öllu því sem viðkemur lífi okkar. Hann var duglegur að prófa blómadropana á sjálfum sér og fann að blómin höfðu misjöfn áhrif á sig. Þannig leið honum ekki eins þegar hann lá upp við tré eða þegar hann lagði sig í rósabeði. Stefanía segir mér að eitt sinn hafi Bach prófað að innbyrða nærri 40 tegundir af dropum í einu. Slíkt sé vissulega ekki hættulegt en oftast sé talið skynsamlegt að blanda ekki saman fleiri en einni til sex tegundum í einu. Í dag framleiðir breska fyr- irtækið Flower Essence Services eða FES blómadropa Bachs og hef- ur hlotið fyrir þá gæðastimpil DE- METER- samtakanna sem lífefld vara. Hugleitt við blómatínslu Blómadropar eru búnir til úr handtíndum blómum sem sett eru í vatn, helst blessað vatn. Því næst þarf sólin að ná að skína á blómin þannig að orkan úr þeim leysist út í vatnið. Til að gera dropana enn kröftugri segir Stefanía mér að mælt sé með að fara með bæn eða hugleiða á meðan blómin séu tínd. Bach kortlagði mjög nákvæmlega með myndskreytingum hvaða plöntur verkuðu á hvert svæði lík- amans. Þannig er auðvelt að finna út hvaða dropar henta hverju sinni en notkuninni er skipt eftir sjö heil- unarsviðum líkamans. Blómadrop- Kraftur blómanna fangaður í flösku Blómadropum er ætlað að verka á heilunarsvið líkamans og geta þeir dregið úr ýmsum kvillum og áhyggjum. Blaðamaður kynnti sér gerð blómadropanna og lærði meðal annars að best er að biðja bænir eða hugleiða á meðan blómin eru tínd. En þannig verða droparnir úr blómunum hvað kröftugastir. Námskeið Blaðamaður fylgist vel með og skrifar hjá sér upplýsingar. Vefsíðan heimsokn.is er hugsuð til þess að skipuleggja heimsóknir til ættingja og vina hvort heldur sem er á heimili þeirra, sjúkrahús, dval- arheimili eða fangelsi. Við viljum öll vera til staðar fyrir þá sem okkur þykir vænt um og því er gott að geta dreift heimsóknum og skipulagt þær. Síðan virkar þannig að fólk fær að- gangsorð um leið og það skráir við- komandi ættingja eða vin í kerfið. Því næst má á einfaldan hátt bjóða vin- um og vandamönnum að tengjast kerfinu. Allir sem eru tengdir fá að- gang að dagatali og dagbók þar sem hópurinn getur m.a. skráð vænt- anlegar heimsóknir eða símtöl og skráð dagbókarfærslu í kjölfar heim- sóknar. Þá er hægt að setja kerfið upp þannig að það minni á heimsókn með því að senda út póst til áminn- ingar. Þannig einfaldar vefsíðan allt skipulag í kringum heimsóknir. Vefsíðan www.heimsokn.is Morgunblaðið/Ernir Gestur Tvífætlingar jafnt sem ferfætlingar kíkja í heimsókn. Hentugt skipulagskerfi Nú rétt við lok sumars og byrjun hausts taka við þessir notalega leti- legu helgarmorgnar. Þá er tilvalið að rölta um bæinn og kíkja á markaði sem leynast hér og þar. Í dag verður haldinn flóamarkaður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, en markaðurinn hef- ur verið haldinn nokkrum sinnum áður við góðar undirtektir. Hér er á ferðinni alvöru flóamarkaður þar sem öllum er frjálst að kaupa og selja. Söluborð og slár skuli selj- endur hafa með sér sjálfir en sölu- plássið er ókeypis. Mætið og grams- ið á markaði þar sem margt spennandi verður til sölu. Endilega … … kíkið á flóamarkað Morgunblaðið/ÞÖK Dót Margt má finna á flóamarkaði. Hin árlega Kjötsúpuhátíð Rang- árþings eystra hófs í gærkvöldi þegar heimamenn buðu margir hverjir gest- um og gangandi heim í súpu. Í dag heldur dagskráin áfram en dagurinn hefst á því að Heilsustígurinn á Hvolsvelli, sem lagður er í og um- hverfis Hvolsvöll, verður opnaður við íþróttahúsið. Um leið verður Heilsu- vika í Rangárþingi sett. Yfir daginn verður mikil dagskrá við Sveitamark- aðinn. Þar mun fara fram hinn árlegi hrepparígur, leikir verða fyrir börnin, tónlistaruppákomur, tískusýning, brjóstsykursgerð og margt fleira er meðal dagskrárliða. Allar nánari upp- lýsingar um dagskrá má nálgast á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is, og á facebook. Kjötsúpuhátíð Markaður, tískusýning og margt fleira Fjör Fólk á öllum aldri ætti að geta skemmt sér vel á hátíðinni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Færeyjar - eldri borgarar ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 56 16 5 09 /2 01 1 Færeyjar fyrir eldri borgara 15. - 19. september Afar áhugaverð ferð til nágranna okkar og vina í Færeyjum. Flug, gisting á Hótel Færeyjum, sigling og frábærar skoðunaferðir alla dagana. Allar máltíðir innifaldar. Íslensk leiðsögn. Upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776 eða á netfanginu emil@flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.