Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
Hinn 11. ágúst sl. var lögð fram
sameiginleg yfirlýsing Hafnarfjarð-
arbæjar og Rio Tinto Alcan sem og
skoðanakönnun sem framkvæmd var
á vegum Félagsvísindastofnunar Há-
skólans með því markmiði að kanna
hug bæjarbúa til Álversins í Straums-
vík. Yfirlýsingin sem og skoðanakönn-
unin eru aðgengileg á vef Hafn-
arfjarðarbæjar.
Allir sem hafa alist upp í Hafnar-
firði vita hve mikilvægur vinnustaður
álverið í Straumsvík er. Öll þekkjum
við einhvern sem hefur unnið þar og
fyrirtækið hefur verið styrkur bæj-
arfélagsins á margvíslegan hátt frá
því það hóf starfsemi. Þetta er óum-
deilt.
Ósk um stækkun
Álverið í Straumsvík óskaði á síð-
asta kjörtímabili eftir leyfi til stækk-
unar. Fyrirtækið hafði þá tryggt sér
forgangsrétt á þeirri viðbótarorku
sem til þurfti og lagt háar fjárhæðir í
undirbúning verksins.
Bæjarstjórn sam-
þykkti, í samræmi við
samþykkt um þátttöku
íbúa í ákvarðanatöku í
mikilvægum málum, að
setja breytingu á deili-
skipulagi í íbúakosn-
ingu.
Kosið var um tillög-
una 31. mars 2007 og
niðurstaðan var sú að
49,3% sögðu já en 50,3%
sögðu nei. Tillagan var
því felld.
Þegar svo litlu munar er niðurstaða
málsins ekki nægilega skýr og skilur
málið eftir í lausu lofti. Þetta var engu
að síður hin lýðræðislega niðurstaða
málsins.
Margir bæjarbúar telja að þarna
hafi bærinn misst af tækifæri sem
hefði komið bæjarfélaginu til góða.
Stækkun álversins hefði verið hundruð
milljarða króna framkvæmd og áhrifin
því mjög víðtæk. Einnig hefur komið
fram mikil gagnrýni á Samfylkinguna
sem var í meirihluta á síðasta kjör-
tímabili fyrir að neita að
gefa upp afstöðu sína til
málsins. Kjörnir fulltrú-
ar Samfylkingarinnar
og bæjarstjórinn Lúð-
vík Geirsson höfðu ekki
opinbera skoðun á því
hvort það væri hagstætt
fyrir Hafnarfjörð að
samþykkja fyrrnefnda
deiliskipulagstillögu og
þar með stækkun ál-
versins.
Í samþykkt bæj-
arstjórnar um íbúa-
lýðræði er einnig kveðið á um að 25%
kosningabærra manna geti með und-
irskriftalista óskað eftir atkvæða-
greiðslu um tiltekin mál.
„Íbúalýðræði“ Samfylkingar og
Vinstri grænna í Hafnarfirði
Hópur bæjarbúa telur að þar sem
svo litlu munaði í kosningunni 2007
beri að endurtaka þessa kosningu.
Þessi hópur hefur nú í tvígang lagt í
undirskriftasöfnun og þar með óskað
eftir því við bæjaryfirvöld að kosn-
ingin verði endurtekin. Fullnægjandi
undirskriftalistar voru lagðir fram ár-
ið 2009.
Þennan skýra vilja íbúanna ber að
virða í samræmi við samþykktir bæj-
arins og er með ólíkindum hvernig
Samfylkingin hefur hunsað vilja íbú-
anna, flokkurinn sem hefur marg-
sinnis lofað sínum kjósendum að hafa
íbúalýðræði í hávegum.
Sjálfstæðismenn í minnihluta bæj-
arstjórnar hafa á liðnum árum ítrekað
skoðun sína að virða beri samþykktir
bæjarins og fram komna undir-
skriftalista og því beri að endurtaka
kosningu um þetta mikilvæga mál til
þess að ná fram skýrri niðurstöðu. Af-
stöðuleysi og aðgerðaleysi núverandi
valdhafa bæjarins er óviðunandi.
Í bréfi Rannveigar Rist, forstjóra
álversins, til bæjarins dags. 28. janúar
2010 svarar hún ýmsum spurningum
varðandi málið og kemur skýrt fram
af hennar hálfu að endurtekin kosning
sem gæfi jákvæða niðurstöðu myndi
opna málið að nýju. Vilji álversins er
skýr.
Það er hinsvegar mjög óskýrt hver
afstaða núverandi meirihluta er til
málsins. Samfylkingin og nú einnig
Vinstri græn hafa kosið að virða að
vettugi framkomnar undirskriftir
bæjarbúa um endurtekna kosningu.
Óþarft að virða vilja íbúa sam-
kvæmt samþykktum bæjarins
Eftir margra mánaða fundi oddvita
flokkanna og forsvarsmanna álversins
á þessu ári er niðurstaðan að ótíma-
bært sé að fara í kosningu að sinni.
Þessi „lýðræðislega“ niðurstaða er
fengin eftir viðtöl við forsvarsmenn ál-
versins á lokuðum fundum sem mikill
trúnaður hefur verið um. Ekki liggja
nein gögn fyrir eftir þessa fundi, ekk-
ert gagnsæi, ekkert samráð.
En niðurstaða oddvitanna er skýr:
Þeir telja ekki tímabært að efna til at-
kvæðagreiðslu um framtíð þessa fyr-
irtækis sem hefur verið máttarstólpi
sveitarfélagsins í áratugi. Þeir telja
óþarft að virða vilja 25% íbúa sem
hafa óskað eftir kosningu um málið.
Þeir telja óþarft að fara að sam-
þykktum bæjarins.
Álverið í Straumsvík
– Vilji íbúa ekki virtur
Eftir Helgu
Ingólfsdóttur
»Margir bæjarbúar
telja að þarna hafi
bærinn misst af tæki-
færi sem hefði komið
bæjarfélaginu til góða.
Stækkun álversins hefði
verið hundruð milljarða
króna framkvæmd og
áhrifin því mjög víðtæk.
Helga Ingólfsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
og er bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði.
Undanfarnar vikur
hef ég fylgst með
skrifum þínum um ís-
lenskan landbúnað.
Stundum undrar mig
talsvert á málflutn-
ingi þínum en að-
allega hef ég velt fyr-
ir mér hvaða hvatir
liggja að baki umfjöll-
un þinni – hver til-
gangurinn með skrif-
um þínum sé.
Svo það fari ekki á milli mála
hvað liggur að baki mínum skrif-
um þá er það mín trú að efla eigi
íslenska matvælaframleiðslu sem
mikilvægan og ómissandi hluta af
innviðum okkar samfélags. Að við
eigum að byggja upp en ekki rífa
niður. Hins vegar finnst mér mjög
á huldu hvaða markmiðum þú vilt
ná með þínum skrifum. Hvaða
framtíðarsýn liggur þar að baki?
Ég tel mikilvægt að fá þetta á
hreint enda vitum við bæði að það
skiptir miklu hver segir hlutina.
Eðli málsins samkvæmt þá hlustar
fólk þegar deildarforseti við Há-
skóla Íslands viðrar skoðanir sínar
líkt og þú hefur gert.
Í Kastljósþætti 30. ágúst síðast-
liðinn ræddir þú, ásamt fleiri, um
meintan kjötskort í landinu. Ég
horfði og hlustaði en er engu nær
um sýn þína á framtíð íslensks
landbúnaðar. Þú segir að nauðsyn-
legt sé að endurskoða styrkjakerfi
landbúnaðarins, því það þjóni
hvorki hagsmunum bænda né ann-
ara þjóðfélagsþegna. Það er falleg
hugsun að gæta að hagsmunum
þjóðarinnar og ég get líka alveg
kvittað undir það að okkur er
nauðsynlegt að endurskoða reglu-
lega hvernig við gerum hlutina og
hvort við séum að ná tilskildum
árangri. Ég velti því hins vegar
fyrir mér hvort hugur fylgi máli,
þegar í kjölfarið fylgir yfirlýsing
um að fæðuöryggi þjóðarinnar sé
hægt að tryggja með birgðum af
frosnum innfluttum matvælum í
stað þess að stunda matvælafram-
leiðslu innanlands. Þetta þarftu að
skýra nánar fyrir mér. Ertu að
segja að þú teljir rétt að leggja
niður matvælaframleiðslu á Ís-
landi? Að slíkt þjóni hagsmunum
okkar best til lengri tíma litið?
Við Íslendingar erum ekki ein í
heiminum, þó við látum stundum
eins og svo sé. Væri
ekki dásamlegt ef
stærstu mat-
vælavandamál heims-
ins snerust um það
hvort ég og þú getum
keypt nákvæmlega
hentuga stærð af
lambalæri hvenær
sem er sólarhrings-
ins? Því miður er það
ekki svo gott. Þarna
úti er nefnilega stór
heimur þar sem mat-
ur er víða af skornum
skammti og í stuttu
máli sagt þá verðum við að horfast
í augu við það að ef við veljum að
flytja inn það sem við gætum
framleitt sjálf er afleiðingin lík-
lega sú að á einn eða annan hátt
situr einhver, einhversstaðar,
svangur eftir.
Svo er það þetta með fæðu-
öryggið, að landbúnaður háður er-
lendum aðföngum tryggi á engan
hátt fæðuöryggi þjóðarinnar. Þú
tekur gjarnan dæmi um mögu-
legar afleiðingar eldsneytisskorts.
Mér finnst módelið reyndar nokk-
uð einfalt þar sem skortur á elds-
neyti er eina breytan og áhrif
skortsins virðast aðeins ná til
landbúnaðarins, en látum það nú
vera að sinni. Fullyrðingin um að
„þegar traktorinn stoppar þá
stoppi allt“ í íslenskum landbúnaði
þarfnast hins vegar nánari um-
ræðu. Nú er það svo að búfé
gengur ekki fyrir eldsneyti og
landbúnaður er ekki rekinn á
„degi til dags“ grundvelli. Bændur
gera áætlanir til lengri tíma sem
m.a. fela í sér að tryggja heyforða
fyrir búpeningi sinn til að minnsta
kosti árs í senn.
Nú dettur mér ekki í hug að
gera lítið úr áhrifum eldsneyt-
isskorts á landbúnað þó ég vilji
kannski ekki taka undir fullyrð-
ingar um algert hrun íslensks
landbúnaðar á sömu mínútu og
síðasti olíudropinn klárast af trak-
tornum. Auðvitað yrðu áhrifin
mikil þar, líkt og annars staðar í
þjóðfélagi okkar sem m.a. hefur
byggt upp heilbrigðiskerfi sem
treystir á flutning sjúklinga lands-
hluta á milli.
Við getum eflaust verið sam-
mála um mikilvægi þess að ræða
þessi mál en ég á í nokkrum
vanda með að lesa það úr orðræðu
þinni hvort þú teljir það raunveru-
lega betri kost að þurfa, undir
þessum kringumstæðum, einnig að
treysta alfarið á flutning matvæla
til landsins? Og fyrst ég er nú
byrjuð að spyrja. Ef við fengjum
nú matvæli flutt til landsins í elds-
neytisskortinum, hvernig hefur þú
hugsað þér að leysa dreifingarmál
innanlands til okkar hinna sem
búum utan Stór-Reykjavíkur-
svæðisins?
Ágæti deildarforseti hagfræði-
deildar Háskóla Íslands, eins og
þú sérð þá hef ég einhvern veginn
ekki alveg náð að fanga þá hugsun
sem liggur að baki umfjöllun þinni
um íslenskan landbúnað. Ég er
eiginlega alveg rammvillt hvað
þetta varðar. Einhvers staðar í
þokunni grillir þó í umræðu um
hagsmuni neytenda, en meira að
segja það gengur ekki alveg upp
hjá mér. Við erum nefnilega öll
neytendur. Líka við sem búum úti
á landi og byggjum afkomu okkar
á landbúnaði og afleiddum störf-
um. Já! Bændur eru líka neyt-
endur. Því ætla ég að láta þessu
bréfkorni mínu lokið með því að
beina til þín einni lokaspurningu.
Ég, sem skattgreiðandi og þar af
leiðandi bæði greiðandi og neyt-
andi þess góða starfs sem stundað
er við Háskóla Íslands, spyr þig,
kæri deildarforseti hagfræðideild-
ar Háskóla Íslands: Hvað ertu
eiginlega að meina?
Opið bréf til deildarforseta hag-
fræðideildar Háskóla Íslands
Eftir Gunnfríði El-
ínu Hreiðarsdóttur » Væri ekki dásamlegt
ef stærstu matvæla-
vandamál heimsins
snerust um það hvort ég
og þú getum keypt ná-
kvæmlega hentuga
stærð af lambalæri hve-
nær sem er sólarhrings-
ins?
Gunnfríður Elín
Hreiðarsdóttir
Höfundur er doktorsnemi og stjórn-
armaður í Samtökum ungra bænda.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
Matreiðslunámskeið Náttúrulækningafélags
Reykjavíkur verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ
í Hveragerði kl. 14:00-17:00 laugardaginn
10. september 2011.
Kennari: Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari HNLFÍ
Gómsætir grænmetis- og baunaréttir matreiddir í sýnikennslu.
Kenndar einfaldar og fljótlegar aðferðir við meðhöndlun á hráefninu.
Frítt verður í baðhús HNLFÍ fyrir þátttakendur.
Skráning á nlfi@nlfi.is og í síma 552-8191
frá kl. 10:00–12:00. Verð kr. 6.500.-
Takmarkaður fjöldi
Grænt og gómsætt - hollustan í fyrirrúmi
Verðdæmi til Færeyja
1 farþegi ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 45.700
2 farþegar ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 69.500
4 farþegar ásamt fólksbíl og fjögurra manna klefa kr. 117.200
Verðdæmi til Danmerkur
1 farþegi ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 94.500
2 farþegar ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 123.700
Gildir fyrir fólksbíla að 1,9 m. á hæð og 5,0 m. á lengd.
AUSTFAR - Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN - Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600
WWW.SMYRIL-LINE.IS
FERÐAPOTTUR
- SMYRIL LINE -
29.300
Frábært verð til Færeyja frá
31. ágúst og út september
61.850
Verð pr. mann og miðast við að 2 ferðist
saman ásamt fólksbíl . Gisting í tveggja
manna klefa fram og til baka.
Verð pr. mann og miðast við að 4 ferðist
saman, ásamt fólksbíl . Gisting í
4ra manna klefa fram og til baka.
Frábært verð til Danmerkur
þann 21. sept. og 28. sept.
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu