Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Nýtt kvennaathvarf fyrir konur á leið úr
vændi og mansali var opnað í Reykjavík í
gær. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verk-
efnisstýra athvarfsins, segir vera þörf á sér-
stöku úrræði fyrir konur sem eru að koma úr
vændi og mansali. „Í nýja athvarfinu viljum
við gera konunum kleift að dvelja lengur en í
hefðbundnu neyðarathvarfi. Í því fá þær
meira næði og lengri tíma til að vinna úr sín-
um málum.“
Konur í vændi sýna allar sömu sálrænu af-
leiðingar og konur sem hafa orðið fyrir kyn-
ferðisofbeldi. Skaðinn er mikill að sögn Stein-
unnar og því sé mikil þörf á öruggu umhverfi.
Vinnan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð
og hver kona fær sérherbergi. Til að byrja
með starfa aðallega sjálfboðaliðar í athvarf-
inu.
Vændi er falið vandamál
Steinunn segir Ísland vera aftarlega á mer-
inni í aðstoð fyrir konur sem hafa leiðst út í
vændi. „Evrópusamtök kvennaathvarfa
(WAVE) gáfu út tölur um hvað það þurfa að
vera mörg athvörf á fjölda íbúa og þau lönd
sem stóðu sig verst voru samt með eitt at-
hvarf á hverja 130 þúsund íbúa. Við erum í
raun bara með eitt kvennaathvarf í Reykjavík
og vísi að öðru á Akureyri.“
Að sögn Steinunnar er vændi mjög falið
vandamál á Íslandi. „Við höfum eytt sumrinu
í að skoða eftirspurnina eftir vændi og hún er
gríðarleg. Þannig að við getum ímyndað okk-
ur hvað það eru margar konur þarna úti að
svara þessari eftirspurn. Það komu þrettán
konur tengdar vændi til Stígamóta í fyrra og
nú þegar sérstakt athvarf er komið fyrir þær
sjáum við fram á að þær verði fleiri sem leiti
sér hjálpar.“
En hvernig gengur þeim sem vilja koma
sér út úr vændi að fóta sig?
„Síðasta vetur var í fyrsta skipti starfandi
sjálfshjálparhópur hjá Stígamótum fyrir kon-
ur sem höfðu verið í vændi. Í honum voru
fjórar konur og gengur þeim vel. Á sama
tíma og við erum að hjálpa þessum konum
vinnum við líka starf við það að reyna að
minnka eftirspurnina.“
Steinunn segir að enginn viti hvað það séu
margar konur í vændi á Íslandi eða hvort
þær séu aðallega erlendar eða íslenskar.
„Þær konur sem koma til Stígamóta eru
flestar íslenskar en það þarf ekki að gefa
spegilmynd af ástandinu. Athvarfið er stórt
skref í þessum málum en við vitum nátt-
úrlega ekkert hvað er í vændum. Auðvitað
væri fínt ef í ljós kæmi að þetta væri ekki
vandamál en það læðist að mér sá grunur að
það verði ekki raunin.“
Gríðarleg eftirspurn eftir vændi
Athvarf fyrir konur á leið úr vændi og mansali var opnað í gær Þörfin á öruggu umhverfi er mikil
fyrir þessar konur Aðallega íslenskar konur sem leita til Stígamóta Vændi er falið vandamál hér
Morgunblaðið/Ernir
Verkefnastýran Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er verkefnastýra yfir nýju kvennaathvarfi.
Staðreyndir
» Árlega koma um 30-40 konur og
nokkrir karlar í viðtöl á Stígamót vegna
kláms og vændis.
» Mansal er einhver stærsta skipulagða
glæpastarfsemi í heimi og veltir á við
fíkniefnasölu og ólöglega vopnasölu.
» Inn á borð mansalsteymis íslenskra
stjórnvalda hafa síðustu tvö ár komið
hátt í tíu mál þar sem grunur lék á man-
sali í kynlífsiðnaðinn.
» Kaup á vændi eru ólögleg á Íslandi.
» Stingum ekki höfðinu í sandinn,
stöndum saman og styrkjum Stígamót
eru kjörorð fjáröflunarherferðar sem
Stígamót hefja í dag. Upplýsingar má
finna inn á www.stigamot.is.
Morgunblaðið/Kristinn
Vændiskaup Lísa segir marga karlmenn tilbúna að borga fyrir kynlíf.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Hún kallar sig Lísu. Lísa er 29 ára
einstæð móðir sem leiddist út í vændi
fyrir fjórum árum. Engum sem sæi
Lísu úti á götu dytti í hug að þessi
myndarlega stúlka hefði selt líkama
sinn. Lísa féllst á að segja sögu sína
til að undirstrika mikilvægi athvarfs-
ins sem Stígamót voru að opna fyrir
konur á leið út úr vændi og mansali.
Saga Lísu er nokkuð hefðbundin;
peningavandræði voru upphafið. „Ég
byrjaði árið 2007. Þá kom ég úr sam-
bandi og var í miklum skuldum. Ég
sá í fréttum að það væri búið að lög-
leiða vændi á Íslandi og hugsaði sem
svo að ég myndi bara redda þessu
svona,“ segir Lísa. Hún er úr tættri
fjölskyldu og lenti í misnotkun á ung-
lingsárunum. Brotin sjálfsmynd og
brengluð siðferðiskennd er oft stór
þáttur í því að konur sjá vændi sem
valkost.
„Í fyrstu törninni hélt ég það út í
sex mánuði. Ég setti mig í hlutverk
og sannfærði mig um að þetta væri
ekkert mál. Eftir hálft ár hætti ég og
fór í samband en það stóð ekki lengi.
Ég var skemmd, nándin var ekki til
fyrir mér lengur og kynlíf var óþægi-
legt. Mér þótti líka athygli karl-
manna óþægileg og finnst það enn. Í
fyrra fór ég aftur út í vændi og var í
þrjá mánuði. Ég kom svo til Stíga-
móta í desember 2010 þegar ég fann
að ég gat þetta ekki lengur. Ég var
orðin þunglynd og fór ekki út úr
húsi,“ segir Lísa.
Vinnan á Stígamótum hefur hjálp-
að Lísu mikið og eftir stendur sterk-
ari manneskja. „Þegar ég mæti eru
þær að setja á laggirnar hóp fyrir
konur sem eru að reyna að koma sér
út úr vændi. Við vorum í sextán vikur
í prógrammi. Það bjargaði mér al-
gjörlega. Lífið er oft strögl og þrátt
fyrir að sjá þetta sem auðvelda fjár-
öflunarleið er það enganveginn þess
virði. Ég tók eitt feilspor eftir að ég
byrjaði hjá Stígamótum og ég mun
aldrei gera það aftur.“
Auglýsti sig á Einkamál.is
Ólíkt mörgum í vændi hefur Lísa
aldrei verið í fíkniefnaneyslu. „Ég hef
heyrt að margar dópi sig upp til að
geta þetta. En hjá mér var það alveg
öfugt, ég varð að vera alveg skýr í
kollinum ef eitthvað kæmi fyrir. Fyrir
vikið held ég að vinnan upp úr þessu
sé auðveldari því ég geri mér grein
fyrir raunveruleikanum.“
Lísa var með fastar skorður á við-
skiptunum. Hún auglýsti sig á stefnu-
mótavefsíðunni Einkamál.is og ræddi
síðan við kúnnana í gegnum MSM-
spjallforritið til að ákveða nánar
stund og stað. „Ég var með íbúð niðri
í bæ sem ég notaði. Svo hef ég farið á
hótel og einstaka sinnum heim til
þeirra en vildi það helst ekki. Ég valdi
kúnnana út frá því hvort þeir voru
giftir. Giftir menn hafa miklu meira
að missa ef þeir kjafta frá, þannig
varð ég öruggari með mitt leynd-
armál,“ segir Lísa en aðeins tvær vin-
konur hennar vissu af því að hún
stundaði vændi. Það kom henni á
óvart hvað eftirspurnin var mikil eftir
vændiskonum á Íslandi. „Ég gat létti-
lega verið með 200.000-kall á dag ef
ég vildi. Það var stanslaus eft-
irspurn.“
Virtust leita í spennuna
Lísa segir mennina sem komu til
hennar hafa verið á öllum aldri og úr
öllum þjóðfélagsstigum og áttu þeir
flestir konur og börn. „Ég veit ekki
hversu oft ég hef farið út í búð og rek-
ist á kúnna með alla fjölskylduna. Áð-
ur fyrr leit ég alltaf undan ef þeir
horfðu á mig því ég skammaðist mín
svo, en ég er að átta mig á því að
skömmin er ekki mín, skömmin er
þeirra. Ég er hætt að líta undan, en
það er áskorun.“
Hún segir mennina ekki hafa verið
að leita eftir nýjungum í kynlífi. „Ég
leyfði ekki hvað sem er og þeir virtust
ekki setja það fyrir sig. Það var meira
eins og þeir væru að leita í spennuna.
Sumir komu og töluðu og töluðu eins
og hjá sálfræðingi. Þetta voru mikið
sömu mennirnir og komu einu sinni til
þrisvar í mánuði. Það fór eftir því
hversu efnaðir þeir voru og hversu
miklum pening þeir náðu að stinga
undan frá konunni.“
Viðhorfið um hamingjusömu hór-
una er lífseigt og segist Lísa hafa
mætt því. „Auðvitað setjum við okkur
í gír og segjum réttu hlutina til að
missa ekki peninginn en þetta er al-
gjört kjaftæði. Hamingjusama hóran
er ekki til.“
Þarf að læra að treysta aftur
Lísa þekkti enga aðra sem stundaði
vændi á meðan hún var í því en hún
hefur orðið vör við umfang vændis-
markaðarins á Íslandi. „Ég hef heyrt
af mörgum og sé á Einkamál.is hvað
framboðið er mikið. Ég sé alveg í
gegnum auglýsingarnar og mér
blöskrar að þetta skuli vera látið við-
gangast þarna inni. Ég hef líka heyrt
um tvo pimpa sem starfa á höfuð-
borgarsvæðinu.
Það halda margar konur að það sé
ekkert mál að selja sig fyrir aukapen-
ing en þetta hefur mikil áhrif á mann
andlega sem líkamlega. Þessa vegna
er mikilvægt að fá þetta athvarf sem
Stígamót er nú að opna til að fá úr-
lausn,“ segir Lísa sem hefur mikla trú
á athvarfinu. „Ég á von á að það verði
mikil hjálp, fyrir bæði konur og karla.
Því það eru líka karlar sem þurfa á
þessari hjálp að halda. Meðferð mín á
Stígamótum gaf mér nýja von og
núna er ég vongóð um framtíðina. Ég
held að það komist enginn upp úr
vændi án þess að hafa stuðning. Eftir
að ég lauk meðferðinni kem ég reglu-
lega í Stígamót. Svo ætla ég að sækja
um að vera sjálfboðaliði í athvarfinu.“
Lísa lítur björtum augum til fram-
tíðar en á samt mikilli vinnu ólokið
með sjálfa sig. „Ég þarf að vinna úr
ýmsum málum áður en ég get hugsað
mér að vera með karlmanni aftur. Ég
vona að sýn mín á karlmenn breytist
og ég geti treyst aftur. Ég sé framtíð-
ina bjarta og er hætt að berja mig
niður. Auðvitað er þetta mín sök, ég
fór í þetta, en það er annarra að nýta
sér neyðina.“
Skömmin er ekki mín, hún er þeirra
Sá vændi sem leið út úr fjárhagsvand-
ræðum Auglýsti sig á stefnumótasíðu
Fór til Stígamóta til að hætta
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011