Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 39
DAGBÓK 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ TAKAST? ÉG MISSTI AF 90% AF ÞVÍ SEM ÞÚ SAGÐIR... EN ÉG ÆTLA AÐ GISKA Á AÐ SVARIÐ SÉ „JÁ” ÉG ÁKVAÐ AÐ KALLA ÞAÐ „GÓLIД ÞAÐ ER YNDISLEGT AÐ EIGA LITLA SYSTUR ÉG HELD AÐ ÉG SÉ EKKI LENGUR JAFN EINMANA... ÉG VONA AÐ ÞAÐ SÉ RÉTT HJÁ HONUM... ÉG ÁTTI ALDREI NEIN SYSTKINI ÉG ER EIN- HUNDUR SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR... ...HVER Á LANDI FEGURST ER? ÞAÐ ERT ÞÚ HELGA EN FRÁBÆRT *ANDVARP* STUNDUM ÞARF MAÐUR AÐ LJÚGA TIL AÐ HALDA LÍFI ATHUGUM NÚ HVAÐ ER Í ÞESSARI VALENTÍNUSARKÖRFU SEM ÞÚ GAFST MÉR KERTI... NUDDOLÍA... OG BÓK UM ÞAÐ HVERNIG Á AÐ ENDURHEIMTA RÓMANTÍKINA ERTU AÐ REYNA AÐ SEGJA MÉR EITTHVAÐ ELSKAN? HVAÐ HELDUR ÞÚ? HVERNIG NÁÐIRÐU Í ÞENNAN RISA- EÐLUHAUS? ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI, EN EF ÞÚ VILT FÁ HANN AFTUR ÞÁ KOSTAR ÞAÐ ÞIG 500 MILLJÓNIR! ANNARS VIL ÉG TAKA ÞAÐ FRAM AÐ ÉG BER SJÁLFUR FORNALDARLEGT NAFN ÉG HEITI SABRETOOTH! Saknar einhver mynda? Þessi mynd ásamt fleirum fannst í Álna- vörubúðinni í Hveragerði, mynd- irnar voru innan í minnisbók sem var merkt Verkamannafélaginu Dagsbrún árið 1966. Myndirnar má nálgast í búðinni, sím- inn þar er 483-4517. Barnakerra fannst Það fannst barna- kerra, þríhjóla með systkinapalli fyrir ut- an þjónustuver borg- arinnar í Borgartúni 12-14, á mánudegi eft- ir menningarnótt. Í kerrunni er Latabæj- arhlaupspoki og eig- andi getur væntan- lega lýst innihaldinu. Frekari upplýsingar í síma 411-1111 eða á staðnum, opið virka daga frá 8:20-16:15. Ást er… … að hjálpa honum að losna við feimnina. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Margt er fróðlegt í gögnum umíslenska kommúnista, sem Arnór Hannibalsson og Jón Ólafs- son fundu á söfnum í Moskvu og lesa má á Þjóðarbókhlöðunni. Eitt einkennilegasta skjalið er skýrsla, sem Dýrleif Árnadóttir samdi á út- mánuðum 1932 á norsku um „Leynibrugg og undirróður í ís- lenska flokknum“ (Konspirasjon og provokasjon innenfor det islandske parti). Dýrleif var þá í þjálf- unarbúðum byltingarmanna í Moskvu, svokölluðum Vesturskóla, og bar þar dulnefnið „Doris Lind“. Dýrleif var prestsdóttir frá Skútustöðum í Mývatnssveit. Hún var bekkjarsystir hinna kunnu kommúnista Brynjólfs Bjarnasonar, Hendriks Ottóssonar og Ársæls Sigurðssonar í menntaskóla, og varð snemma róttæk. Sat hún í fyrstu miðstjórn kommúnistaflokks- ins, sem stofnaður var í nóv- emberlok 1929. Í skýrslunni kvartaði Dýrleif undan því, að félagar í flokknum færu ekki nógu varlega. Flugumenn og njósnarar væru á hverju strái. Sérstaklega nefndi hún sjómann einn íslenskan, sem tekinn hefði verið í kommúnistasellu Íslendinga í Kaupmannahöfn. Heimkominn hefði þessi íslenski sjómaður sagt jafnaðarmönnum af starfsemi kommúnista. Hver var þessi flugumaður? Dýr- leif nafngreindi hann ekki. En í málgagni ungra kommúnista, Rauða fánanum, 7. nóvember 1931 var kvartað undan því, að ungir jafnaðarmenn hefðu auglýst fund þennan dag, á rússneska bylting- arafmælinu, þar sem halda ætti ræðu um „fjórtán ára alþýðuvöld í Rússlandi“. Ræðumaður „spilaði sig“ sem kommúnista í Kaup- mannahöfn forðum, en væri nú „einn af efnilegustu slúðrurum“ Al- þýðuflokksins. Hér var maðurinn kominn: Ásgeir Pétursson sjómað- ur, bróðir þeirra Jóns Axels Al- þýðuflokksforingja og Péturs út- varpsþular. En sagan er gráglettin. Ásgeir Pétursson gerðist síðan stalínisti. Tókust ástir með honum og Dýr- leifu, og gengu þau í hjónaband. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Hver var flugumaðurinn? Karlinn á Laugaveginum var all-ur á iði þegar ég hitti hann og hugurinn við grávíðinn sem rauk upp um leið og borið var á gömlu flugbrautina norður á Hólsfjöllum. Og nú sá hann fyrir sér, að þessu ræktunarátaki yrði fylgt eftir. Og það birti yfir andlitinu: „Ef gull sérðu gult við þér skína lát glampann í skjóðuna þína.“ Ég kollhúfur lagði kvaddi og sagði: „Það kvað vera fallegt í Kína!“ Það er merkilegt að fletta And- vökum Stephans G. Stephanssonar, hversu mikill hann varð af sjálfum sér. Fyrsta bindið af fjórum í heild- arútgáfu ljóða hans byrjar á þess- um ferhendum. Sjálfskaparvítið er yfirskrift hinnar fyrri: Mér er sjálfs mín leti leið. Líf og fjör í æðum dvínar, þegar að hún greipagleið glennir um mig krumlur sínar. Hann var 14 eða 15 ára, þegar hann orti þessa stöku, og árinu eldri þegar hann orti: Fyrir öllu eldra sér skal ungur lotning bera – lastaðu ekki Lúcifer, láttu karlinn vera. Og þriðja ferhendan í Andvökum ber yfirskriftina Framþróun: Í æsku tók ég eins og barn alheimskunnar trúna. Með aldri varð ég efagjarn. Engu trúi ég núna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það kvað vera fallegt í Kína - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.