Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Þá er kallið komið hjá honum Guðjóni. Það er sárt að sjá á eftir honum. Við kynntumst í janúar 1999 þegar hann fór að vinna á ferjunni Sæfara og sigla til Grímseyjar. Ég mun sakna hans sárt á bryggjunni í Grímsey þegar Sæfari kemur þangað þar sem ég vinn við afgreiðslu á ferjunni. Það er svo margt sem kemur í huga þegar ég hugsa um hann Guðjón. Það var t.d í einu slúttinu hjá Sæ- fara þegar Guðjón spyr mig hvort ég dansi Jenka og sagði ég svo vera en við vorum ekki sammála hvern- ig sá dans var, tók ég upp símann, hringdi í mömmu sem kann þann dans og hafði ég rétt fyrir mér, gerði hann svo mikið grín að mér útaf þessu og bara síðast þegar við hittumst rifjaðist þetta upp og var mikið hlegið. Hann sagðist alltaf dansa betur þegar hann væri búinn með nokkur glös en ég sagði það villu því hann dansaði við mig líka í Grímsey eitt sinn án þeirra, þá sagði einn að það væri svo gaman að sjá tvo lyftara dansa saman. Hann Guðjón var sérstaklega barngóður, t.d. þegar Bjarni fór með ferjunni fór hann yfirleitt beint upp í stýrishús og spjallaði við Guðjón. Barst þá talið mjög oft að hestunum hans og bauð hann Bjarna að koma til sín á hestbak sem og hann gerði. Hann var svo ánægður með flotta hesthúsið sitt sem var málað í hvítu og var sér- lega snyrtilegt og flott. Það var virkilega gaman að líta til hans þangað. Var hann nú ekki ánægður með mig að vilja ekki fara á hest- bak hjá sér. Eitt skipti vorum við hjónin að Ásgeir Guðjón Kristjánsson ✝ Ásgeir GuðjónKristjánsson fæddist á Ísafirði 11. ágúst 1946. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 11. ágúst 2011. Útför Ásgeirs Guðjóns fór fram frá Dalvíkurkirkju 20. ágúst 2011. plana ferðalag um Vestfirðina og þá vildi hann segja mér allt um þá og hvar við áttum að stoppa. Hann merkti allt inn á kortið hjá mér og það var svo gaman að skoða þá staði sem hann benti okkur á. Síðasta skiptið sem ég sá hann var 24. júlí, þá komum við Maggi til þeirra hjóna á Dalvík og stóð þá til Færeyjaferðin þeirra. Það var svo gaman að ræða um ferðina við hann því við vorum ný- lega búin að vera þar og gat ég sagt honum pínulítið um Færeyjar. Mikið var ég svo ánægð að vita að hann gat notið ferðarinnar því eitt sinn hafði hann sagt mér að sig langaði mikið þangað. Elsku Guðjón, þín verður sárt saknað hjá okkur, megi guð geyma þig. Elsku Bergljót og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ykkar vinir Anna María og fjölskylda, Grímsey. Nú er komið að því að kveðja hann Gauja okkar. Þegar ég var lít- il bjó ég í Víkinni eins og Gaui og Bergljót móðursystir mín. Þetta var klárlega mitt annað heimili og ef eitthvað bjátaði á gat ég alltaf komið til þeirra. Gaui var líka alltaf til í að leika við okkur börnin og manni fannst ekkert skemmtilegra en að fá að klifra á honum. Líka löngu eftir að pabbi sagði að ég væri orðin of stór fyrir að klifra á sér var Gaui enn til í þetta. Gaui var minn annar pabbi, enda hafði ég, jú, beðið um það sérstaklega, mig vantaði nefnilega pabba með- an pabbi minn var á sjónum. Björg Jónína eldri dóttir mín sagði ein- mitt það sama og maður hugsaði þegar hún heyrði af því að Gaui væri fallinn frá: „Hann sem var svo skemmtilegur alltaf.“ Jú, hann var barnakarl og sér- lega stríðinn gat hann verið. Ég leit mikið upp til hans alltaf og trúði alltaf öllu sem hann sagði lengi framanaf. Til dæmis einu sinni þegar við krakkarnir máttum ekki klifra á honum af því hann hafði farið í aðgerð til að láta fjarlægja gallsteina. Hann sagði okkur að þetta væru steinar sem hann hefði borðað þegar hann var lítill strák- ur. Þessu trúði ég í þónokkur ár. Ég man eftir mörgum góðum dögum með allri fjölskyldunni í víkinni og mun sakna þess að síð- ustu ár hef ég ekki haft tækifæri til að hitta ykkur eins mikið og áður. Ég hef verið í námi og af þeim or- sökum ekki haft möguleika á að hitta ykkur eins oft og mig hefði langað og á dálítið erfitt með það núna. Ég gifti mig 18. júní síðastliðinn og varð þess heiður aðnjótandi að Gaui og Bergljót komu í brúðkaup okkar. Þar sem ég bý erlendis hafði ég ekki heyrt af því að krabbameinið væri komið svona langt hjá Gauja því fjölskyldan vildi ekki að ég þyrfti að hafa áhyggjur af þessu í veislunni. Þetta varð til þess að ég dró hann „Gauja pabba“ hvað eftir annað út á gólfið og við dönsuðum og tvistuðum og skemmtum okkur mjög vel. Ég hefði eflaust ekki þorað/lagt í að fá hann svona oft út á gólfið með mér ef ég hefði vitað af því að hann væri orðinn svona veikur af hræðslu við að hann væri of brothættur. Það er með trega í hjarta sem ég kveð þig nú, takk, elsku Gaui minn, fyrir þann innblástur sem þú gafst mér sem barni. Þú hjálpaðir í gegnum erfiðan tíma lítilli óöruggri barnasál. Verst að hafa ekki getað sagt þér það sjálf. Takk fyrir mig. Elsku Bergljót, Sigga, Palli, Dagbjört og Þórhildur og fjöl- skyldur, ég votta ykkur samúð mína. Þórunn Ágústa Þórsdóttir og fjölskylda. Fallinn er frá langt um aldur fram einstakur fjölskylduvinur og gleðigjafi, Ásgeir Guðjón Krist- jánsson, Gaui. Minningar hrannast upp frá fyrstu æskuárum í Bolung- arvík þegar krakkaskarinn þeirra Agga og Binnu annars vegar og þeirra Addýjar og Dengsa hins vegar, hljóp í gegnum íbúð móður Gaua og fjölskyldu áleiðis upp á efri hæðina á Skólastíg 26 þar sem Sossa amma bjó. Þrátt fyrir oft á tíðum mikla fyrirferð á hlaupunum í gegn, heyrðist sjaldan styggð- aryrði fjölskyldunnar á neðri hæð- inni og þar átti Gaui, þá ungur maður ekki síst hlut að máli. Með einstakri lífsgleði sinni, umburðar- lyndi og ánægju af börnum, gerði hann þetta gegnumstreymi barna- skarans að eðlilegasta hlut í heimi, gantaðist við okkur, stríddi okkur og lék við okkur svo hvert barn hændist að honum án vandræða. Hann var einstaklega barngóður og gladdi okkur oft með ýmsu góð- gæti þegar hann var í landi. Þegar við systurnar komum á unglings- árin fylgdist hann alltaf með okkur og „gætti“ okkar þegar við vorum unglingar í málningarvinnu að mála bátana. Eftir að Sossa amma flutti í litla húsið á Aðalstrætinu kom hann oft í eldhúsið og hló og sagði sögur. Aldrei gleymist þegar hann kom í eldhúsið til að kynna hana Bergljótu sína. Ástina í lífi sínu sem hann hefur gengið með lífsgönguna síðan. Símtölin hans í gegnum tíðina, einkum eftir að hann flutti norður, færðu manni jafnan kraft, hlátur, lífsgleði og trú á lífið. Gaui lifði líf- inu til hinsta dags. Dagarnir í sum- ar þegar hann dvaldi hjá okkur í Bolungarvík ásamt Bergljótu sinni munu seint líða úr minni. Við erum þakklátar fyrir samleiðina með ein- stökum manni, einstökum mann- vini sem átti jafnan ríkulega til af kærleik og jákvæðni öðrum til handa. Það vita þeir sem þekktu hann. Góður Guð blessi minningu Ás- geirs Guðjóns Kristjánssonar sjó- manns og mannvinar og veiti Berg- ljótu, Dagbjörtu, Palla, Siggu og fjölskyldum þeirra og systrum hans Svönu og Ingunni styrk í þeirra mikla missi. F.h. móður og okkar systkin- anna, Ingibjörg og Soffía Vagnsdætur, Bolungarvík. Elsku besti bróðir minn. Í dag kveð ég þig með miklum söknuði. Mikið þykir mér það óraunverulegt að sitja hérna og vera að skrifa minningargrein um þig. Þann 18. águst hringdu strák- arnir þínir í mig og sögðu mér þær hræðilegu fréttir að þú værir farinn frá okkur. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Held að ég sé ekki búin að meðtaka það al- mennilega að þú sért farinn frá okkur. Það eru bara tvö ár síðan við kvöddum Hafdísi systur okk- ar og fjórum mánuðum síðan kvöddum við pabba og nú ert þú farinn frá mér, elsku Jói minn. Eins og flest allir vita þá bjóstu úti í Danmörku meira og minna alla þína ævi. Það var allt- af svo gaman að heimsækja þig til Kaupmannahafnar, oft komum við Jónas til þín og alltaf stóðu dyrnar þínar opnar fyrir okkur eins og fyrir alla aðra sem þú þekktir. Þannig varstu bara, allt- af með dyrnar opnar fyrir fjöl- Jóhann Sigfús Sigdórsson ✝ Jóhann SigfúsSigdórsson fæddist í Reykjavík 19. apríl 1956. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 18. ágúst 2011. Jóhann var jarð- sunginn frá Selja- kirkju 26. ágúst 2011. skyldu þína og vini og alltaf tilbúinn að hjálpa ef þú gætir. Það er ein ferð sem ég man alltaf eftir. Árið 1989 þá komu ég, Jóhanna og Edda í heimsókn til þín og við vorum hjá þér í tvær vikur. Þú fórst með mig og stelpurnar í dýra- garðinn, tívolíið og við löbbuðum út um allt og skoðuðum allt það sem hægt var að gera í Kaup- mannahöfn og við skemmtum okkur öll alveg rosalega vel og við eigum allar margar skemmtileg- ar minningar og myndir frá þess- um tíma og vil ég þakka þér sér- staklega fyrir þessa ferð. Margar eru minningarnar sem ég, Jónas og dætur mínar eigum um þig og erum við öll þakklát fyrir að eiga þær og þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi okkar. En ég kveð þig nú, elsku bróð- ir minn, og ég þakka þér fyrir all- ar samverustundirnar okkar og allar minningarnar okkar sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þín systir, Hanna. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRNS BALDVINS HÖSKULDSSONAR byggingarverkfræðings, Álfaskeiði 73, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun í veikindum hans. Sigrún Arnórsdóttir, Höskuldur Björnsson, Auður Þóra Árnadóttir, Arnór Björnsson, Bára Jóhannsdóttir, Baldvin Björnsson, Helga Rúna Þorleifsdóttir, Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir, Michael Teichmann og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Hjálmar B. Gíslason, Snorri Hjálmarsson, Sigríður L. Guðjónsdóttir, Gísli Hjálmarsson, Soffía Nönnudóttir, Berglind Sigurðardóttir, Ína Dóra Hjálmarsdóttir, Benóný Guðjónsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, SVANS KRISTJÁNSSONAR, Hafnarbergi 16, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks G-11 deildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hjartahlýju. Edda Laufey Pálsdóttir, Laufey Elfa Svansdóttir, Tor Ulset, Páll Kristján Svansson, Kristín Berglind Kristjánsdóttir, Guðrún Ingibjörg Svansdóttir, Bjarni Jónsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SVAVARS FRIÐLEIFSSONAR, Litlagerði 3, Hvolsvelli. Guð blessi ykkur öll. Marta Arngrímsdóttir, Arngrímur Svavarsson, Guðrún H. Hlöðversdóttir, Jón Marteinn Arngrímsson, Bjarni M. Sigurðarson, Ragnar H. Rögnvaldsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra sonar, unnusta og bróður, SIGÞÓRS BESSA BJARNASONAR, Næfurási 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Landspítala við Hringbraut, í Fossvogi, líknardeildar í Kópavogi og heimahlynningar sem og öllum öðrum sem önnuðust Bessa af einstakri alúð og umhyggju í veikindum hans. Guðrún E. Baldvinsdóttir, Bjarni Bessason, Erna Jóna Guðmundsdóttir, Magnús Snorri Bjarnason, Sólveig Bjarnadóttir. ✝ Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HALLDÓRU SIGURÐARDÓTTUR lögfræðings, Flyðrugranda 8, Reykjavík, sendum við hugheilar þakkir. Þökkum líknardeild Landspítalans í Kópavogi sérstaklega fyrir hlýju og velvild sem henni var sýnd þar og fjölskyldu hennar. Systkini Halldóru og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til ykkar sem sýnduð samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru JÓNÍNU BJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Teigi II, Fljótshlíð. Hrafnhildur Árnadóttir, Páll Theódórs, Guðbjörn Árnason, Hlín Hólm og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför okkar hjartkæru SIGRÚNAR DAGBJARTSDÓTTUR frá Seldal í Norðfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- deildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað og annarra umönnunaraðila fyrir um- hyggju og aðstoð. Börn, tengdabörn, barnabörn, langömmubörn, langalangömmubörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður míns og frænda, SIGURÐAR ÞORKELSSONAR, til heimilis á Strandgötu 90, Eskifirði, sem lést á dvalarheimili aldraðra á Eskifirði laugardaginn 20. ágúst. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hulduhlíðar fyrir ómetanlegan hlýhug og hjálp í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Helga Þorkelsdóttir, Ingvar Gunnarsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.