Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Þegar við heyrum orðið kirkja og heyrum talað um kirkjustarf sjáum við sjálfsagt flest fyrir okkur kirkjuhúsin sem standa um landið okkar vítt og breytt, kirkjuhúsið í hverfinu okkar, kirkjuhúsið í plássinu okkar, kirkju- húsið í sveitinni, kirkju- húsið í hinum mörgu sóknum landsins, stórum sem smáum. Og þegar við tölum um eða heyrum talað um kirkjustarf, kemur sjálfsagt fyrst upp í huga okkar margra kirkju- starfið sem bundið er þessum sömu kirkjuhúsum eða sóknum. Okkur dettur sjálfsagt í hug barnastarf, öldr- unarstarf, guðsþjónustuhald, allt þetta sýnilega starf sem fram fer í langflestum kirkjum landsins. Þá sjá sjálfsagt flest okkar líka fyrir sér hin- ar ýmsu athafnir sem tengjast mik- ilvægum tímamótum í lífi okkar, tíma- mótum sem snerta fæðingu lítils barns, tímamótum unglingsáranna, fullorðinsáranna, tímamótum þegar við kveðjum ástvini okkar. Þá vitum við flest, a.m.k. þegar við hugsum okkur aðeins um, að í kirkju- sóknum landsins fer líka fram starf sem ekki er eins sýnilegt og það sem nefnt er hér að ofan, svo sem sál- gæsluviðtöl af ýmsum toga, hjálp- arstarf o.fl. Í lögum þjóðkirkjunnar er kirkjusóknin skilgreind sem grunn- eining kirkjunnar. Það er hún vissu- lega og sóknirnar á Íslandi mynda net um landið okkar, þjónustunet kirkj- unnar sem býður landsmönnum öllum þeim sem það vilja þjónustu sína og fylgd í gegnum lífið. Starf kirkjunnar er þó ekki eingöngu bund- ið kirkjusókninni sem slíkri. Þjóðfélagið okk- ar er margháttað og margslungið og þjóð- kirkjan hefur leitast við að endurspegla og mæta þeirri þjóðfélags- mynd. Það hefur kirkj- an gert með því starfi sem gjarnan er kennt við „sérþjónustu kirkj- unnar“ alveg eins og systurkirkjur hennar í t.d. Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í gegnum sérþjónustu kirkjunnar og þau prestsembætti sem henni til- heyra hefur þjóðkirkjan árum saman innt af hendi mikilvæga þjónustu við t.d. fanga, heyrnarlausa, fatlaða, inn- flytjendur, sjúka, auk þjónustu við Ís- lendinga sem búsettir eru erlendis. Um nokkurra ára skeið féll einnig undir sérþjónustu kirkjunnar mik- ilvæg aðstoð hennar við vímuefna- neytendur. Er það miður að á því starfi hefur orðið mikil skerðing í kjölfar þess að embætti vímuvarn- arprests var lagt niður á síðasta ári. Auk þeirrar sérþjónustu sem þjóð- kirkjan á beina aðild að, hafa ýmsar stofnanir, t.d. stóru sjúkrahúsin norð- an og sunnan heiða auk öldrun- arheimila á höfuðborgarsvæðinu, ráðið til sín presta og djákna til þess að sinna m.a. sálgæslu við skjólstæð- inga sína. Prestar og djákni Land- spítala háskólasjúkrahúss sinna þar t.d. fjölbreyttri þjónustu í þverfag- legu samstarfi við annað starfsfólk spítalans. Ber þar hæst sálgæslu við sjúklinga og aðstandendur þeirra sem þar dvelja um lengri eða skemmri tíma. Einnig sinna sjúkra- húsprestar og djákni starfsfólki spít- alans, m.a. með reglubundinni hand- leiðslu auk úrvinnslu og sálgæslu í kjölfar erfiðra aðstæðna í starfi. Þá má nefna helgihald, fræðslu, ýmiss konar hópastarf, t.d. á geðdeildum spítalans, fyrir syrgjendur, aðstand- endur o.fl. Allt það starf sem unnið er á vegum sérþjónustu kirkjunnar, hvort heldur sú þjónusta er fjármögnuð af kirkj- unni sjálfri eða viðkomandi stofn- unum, byggir á góðri menntun og fag- legum grunni auk mikillar reynslu og sérhæfingar þeirra sem á vegum hennar starfa. Þá eiga sérþjón- ustuprestar og djáknar oft og iðulega gott og gefandi samstarf við presta og djákna í söfnuðum landsins, enda skjólstæðingar sérþjónustunnar frá landinu öllu. Sérþjónusta kirkjunnar starfar því þvert á sóknir landsins. Hún þjónar landinu öllu. Vissulega er sóknin grunneining kirkjunnar. Vissulega er það starf sem fram fer á safnaðargrunni óendanlega dýrmætt. En sóknin er ekki almáttug. Hún mun aldrei ná til allra þeirra fjölmörgu sem kirkjan vill og á að ná til sam- kvæmt köllun sinni. Stöndum því vörð um sérþjónustu kirkjunnar á þeim erfiðu tímum sem nú standa yfir. Gleymum ekki skjólstæðingum henn- ar og aðstandendum þeirra. Stöndum vörð um sérþjónustu kirkjunnar á erfiðum tímum Eftir Ingileif Malmberg » Þjóðfélagið okkar er margháttað og margslungið og þjóð- kirkjan hefur leitast við að endurspegla og mæta þeirri þjóðfélagsmynd. Ingileif Malmberg Höfundur er sjúkrahúsprestur á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Á árunum 1930- 1940, þegar ég var að alast upp í þorpi úti á landi, átti hver fjöl- skylda þar 1 belju, 20 rollur, 20 hænur og kannske dráttarhest, trillu eða árabát og hafði með þessu móti nóg af kjöti, fiski og mjólk fyrir sig og sína. Pabbi vann fyrir kaupi á sumrin fyrir kolum, hveiti, mjöli og sykri og öðrum nauðsynjum. Allir höfðu nóg í sig og á með þessu fyr- irkomulagi og voru ánægðir. Laun verkamanna voru vissulega lág á þessum tíma, eins og þau eru í dag, en laun forstjóra voru þá aldrei meira en þreföld laun verkamannsins. Þjóð- félagið var einfaldlega fátækt en menn söfnuðu ekki skuldum heldur nýttu það sem þeir höfðu í það sem þurfti á hverjum tíma og létu það duga. Það sem sneri að okkur börnunum var að það voru engin barnaheimili en við höfðum alltaf afa og ömmu til að hlúa að okkur. Hvort heldurðu að hafi meiri ást og umhyggju til handa börnum – amma eða háskólagenginn leikskólakennari ? Innansveitarskemmtanir voru haldnar 2-3 á ári sem ætlaðar voru öllum – pabba, mömmu, afa, ömmu og svo okkur krökkunum sem vorum komin yfir 10 ára aldurinn. Mamma hafði þá kannski æft okkur eitt eða tvö kvöld í að dansa. Á dansleiknum dönsuðu svo allir við alla og ég tók ekkert eftir því hvort ég var að dansa við Siggu litlu skólasystur mína eða Gunnu gömlu í Koti. Þær voru jú báðar vinkonur mínar. Margir karl- arnir voru vinnufélagar mínir frá sumarvinnunni í síldarverksmiðjunni og það var alltaf gaman að hitta þá og minnast ánægjustunda. Við tókum hreinlega ekkert eftir þessum kannski 60 ára aldursmun sem á okk- ur var. Í þessu bændasamfélagi voru menn bara ánægðir með sitt, þó lítið væri. Eitt af því sem einkenndi þessa fyrirstríðstíma – en við erum enn nokkur sem munum nægjusama og hamingjusama þjóð þessara tíma – var náungakærleikurinn. Allir voru tilbúnir að hjálpa nágrannanum ef á þurfti að halda. Eiturlyf voru óþekkt sem og ofbeldi á konum eða börnum og einelti þekktist ekki heldur. Sjálfselska og grimmd, sem einkenn- ir að stórum hluta nútímann, voru mannlegir breyskleikar sem voru nánast óþekktir á þessum tímum. Þegar ég var krakki naut ég þess að hafa mömmu, afa og ömmu heima- við. Í kjölfar seinni heimsstyrjald- arinnar fóru mæðurnar að streyma út á vinnumarkaðinn og í dag er stað- an þannig að börn og unglingar hafa mörg misst fótfestuna vegna þess að það er enginn af þeirra nánustu sem hefur tíma til að hlúa að þeim, halda þétt utan um þau á meðan þau eru að vaxa upp, sýna þeim ást og umhyggju og þol- inmóða leiðsögn um hvernig þeim ber að haga lífi sínu til að verða nytsamir þegnar og góðar manneskjur á fullorðinsárum. Pabbi og mamma vinna jú all- an daginn og afi og amma eru geymd á ein- hverju elliheimilinu – ókunnugar, gamlar manneskjur sem börnin eru skikkuð til að heimsækja eða hitta nokkrum sinnum á ári og taka í höndina á. Það gildir það sama um börn eins og plöntur. Ef ekki er hlúð að þeim frá fæðingu að fullorðins- árum þá er hætt við að eitthvað mis- farist og þau visni jafnvel upp. Nútímaþjóðfélagið hefur því mið- ur gleymt þessum einfalda sannleika og því erum við að ala upp kynslóðir sem hafa litlar rætur, vita ekki hvað- an þau eru sprottin, enda alin að stórum hluta upp af fagfólki sem fær greitt fyrir að fræða þau, ekki að sýna þeim kærleika eða að innræta þeim náungakærleik, og svo hópnum þar sem þeir sterkustu lifa en þeir sem veikari eru lenda í einelti sem getur háð þeim allt þeirra líf. Þetta er jarðvegur sem hentar vel til að innræta börnum og unglingum eðl- isþætti eins og grimmd og sjálfs- elsku og til að berja niður lífsgæði þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hér stöndum við í dag með kyn- slóðabil sem gæti allt eins verið 200 ár en ekki bara 60 ár sem það oftast er frá afa og ömmu til barnabarns. Nú erum við hér nokkur sem höf- um fullan hug á sporna gegn þessari afleitu og hættulegu þróun og færa kynslóðirnar aftur eitthvað nær hvora annarri. En til að það megi takast þurfa tengiliðirnir – mamma og pabbi að taka frumkvæðið og mæta á mótsstað með börn og ung- linga sína ásamt ömmu og afa. Markmið okkar er síðan að eiga skemmtilega stund saman, syngja og dansa og að þetta geti orðið vikuleg samkoma fjölskyldunnar til fram- búðar. Vonandi getum við með þessu móti eitthvað minnkað kynslóðabilið þannig að börnin fái tækifæri til að eiga stund með pabba og mömmu, afa og ömmu þó það sé ekki nema 2-3 klukkutíma á viku. Nafnið sem við höfum valið á þetta framtak er Gleði- hringurinn. Haldnir verða þrír Gleði- hringir í Gerðubergi í Breiðholti, sá fyrsti sunnudaginn 4. september. Nánari upplýsingar eru á vefslóð Gerðubergs –www.gerduberg.is. Kynslóðabilið Eftir Karl Jónatansson Karl Jónatansson »Kynslóðabilið er eitt það versta sem íslenska þjóðin sat upp með sem arf eftirstríðs- áranna … Höfundur er fv. tónlistarkennari. Þann 9. september kemur út glæsilegt sérblað um börn og uppeldi sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag ÖRYGGI BARNA INNAN OG UTAN HEIMILIS BARNAVAGNAR OG KERRUR BÆKUR FYRIR BÖRNIN ÞROSKALEIKFÖNG UNGBARNASUND VERÐANDI FORELDRAR FATNAÐUR Á BÖRN GLERAUGU FYRIR BÖRN ÞROSKI BARNA GÓÐ RÁÐ VIÐ UPPELDI NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRNIN TÓMSTUNDIR FYRIR BÖRNIN BARNAMATUR BARNALJÓSMYNDIR ÁSAMT FULLT AF SPENNANDI EFNI UM BÖRN –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. sepember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Börn & uppeldi SÉRBLAÐ Börn & uppeldi Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali www.gljufurfasteign.is Árborgarsvæðið - áhugavert beitiland Gljúfur fasteignasala hefur fleiri eignir í dreifbýli til sölu, sjá www.gljufurfasteign.is. Leitið upplýsinga hjá fasteignasala í síma 896-4761. Til sölu mjög gott beitiland á Árborgarsvæðinu. Landið er allt gróið og afgirt. Stærð landsins eru tæplega 100 hektarar. Um er að ræða áhugavert land á góðum stað. Verð afar hagstætt. Nánari upplýsingar hjá fasteignasala í síma 896 4761.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.