Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 44
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það þarf varla að kynna gítarséníið Björgvin Gíslason til sögunnar. Átján ára gamall gekk hann til liðs við ofursveitina Náttúru og varð áberandi í tónlistarlífi landans á átt- unda áratugnum. Það var svo árið 1977 að fyrsta sólóplata hans, Öræf- arokk, kom út og komu tvær aðrar út eftir það, Glettur (1981) og Örugg- lega (1983). Einnig kom platan Punktur út í takmörkuðu upplagi ár- ið 2001. Björgvin hefur verið misá- berandi í íslensku tónlistarlífi síðan hann fór mikinn á áttunda áratugn- um og í byrjun þess níunda og sumir líta á hann sem ákveðinn huldumann, virtúós sem heldur sig til hlés – svona alla jafna. Ekki tvennt í einu Það liggur vel á Björgvini þegar blaðamaður hringir í hann á föstu- dagsmorgni og hann tekur honum fagnandi. Tónleikar í Græna hatt- inum enda framundan um kvöldið og svo afmælistónleikar í Austurbæ núna á sunnudaginn. – Þú ert að ráðast í endurútgáfu á eldra efni. Hvernig er tilfinningin? „Mjög góð bara. Þetta byrjaði með því að ég keypti útgáfuréttinn á plöt- unum frá Skífunni. Ég fékk seg- ulbönd frá þeim sem voru í bágu ásigkomulagi þannig að næsta verk- efni var að láta pússa þetta upp og færa yfir á stafrænt form. Hann Gunnar Smári Helgason endur- hljómjafnaði þetta fyrir mig.“ – Af hverju ákvaðstu að ráðast í þetta? „Ég er að verða sextugur og á af- mælum gerir maður eitthvað fyrir sjálfan sig. Mér fannst því upplagt að koma þessu út og halda um leið tón- leika.“ – Þetta er hörkuband sem er með þér... „Já, Geiri (Ásgeir Óskarsson, trymbill), Halli (Haraldur Þor- steinsson, bassaleikari), Gummi P (gítarleikari), Hjörleifur Valsson (fiðla), Jón góði, Johnny B. Goode (hlær og á við Jón Ólafsson píanó- leikara) og svo syngur Björn Jör- undur. Ég er orðinn svo slappur í því að syngja. Ég get ekki gert tvennt í einu þegar ég er kominn á þennan aldur (hlær). Ég fer ekki með tyggi- gúmmí í labbitúr lengur (hlær enn meira). Ég og Bjössi erum með áþekkar raddir, það er þessi púki í okkur. Hann sagði mér um daginn að ég hefði verið fyrirmyndin í söng þegar hann hóf ferilinn!“ Björgvin kímir og segir að hann, Geiri og Halli hafi verið að æfa síðan í vor, enda þurfi eldri deildin lengri tíma. Restin af mannskapnum hafi svo komið inn á síðustu metrunum. „Gummi virtist nú kunna þetta allt áður en hann heyrði þetta. Hann er að spila línur sem ég var búinn að gleyma. Hann er alveg ótrúlegur þessi drengur. Við munum hlaupa úr einu í annað þarna, úr litlum píanó- lögum, í progg og hálfgert pönk. Ég hataði pönkið þegar ég heyrði það fyrst en svo fór ég að fíla það í botn. Ég fór að skynja þennan frumkraft sem liggur í því. Oft er einfaldleikinn bestur.“ – Af hverju gerðir þú þessar plöt- ur? Var einhver farvegur lokaður í hljómsveitunum sem þú varst að starfa með? „Ég veit það ekki. Þetta er eitt- hvert egó líklega. Ég samdi töluvert fyrir Náttúruplötuna, þung lög og þar á ég heima. Svo fer ég í Pelican og það er svona kúlutyggjómúsík. Fyrsta platan sló í gegn (Uppteknir, 1974), en þar átti ég lítið af efni. Því meira á seinni plötunni hins vegar sem er öllum gleymd virðist vera (Lítil fluga, 1975). Ég hef reynt að semja popp með svo hrikalega vond- um árangri að ég er búinn að sættast við það að það fer mér einfaldlega ekki. Ef maður rembist við eitthvað, þá kemur ekkert. Þetta þarf að koma frá Guði, eða einhvers staðar annars staðar frá. Lög koma venjulega til manns, við félagarnir töluðum alltaf um það að fá lög í póstkassann.“ Huldumaður? Björgvin verður hvumsa þegar ég ber huldumannstitillinn undir hann. „Er ég það? Jæja, einhver verður að vera það (hlær). Ég fæ ógeð á því að spila á pöbb endalaust. Það er ekki heil brú í því að mæta í vinnuna kl. eitt um nóttina. Maður á að hafa verið sofandi þá í 2-3 tíma. Þegar maður er kominn á þennan aldur verður hver klukkutími dýrmætur. Ég held mér hins vegar gangandi með því að kenna heima hjá mér. Það koma til mín kallar sem voru kannski í bílskúrsböndum í gamla daga áður en lífsstússið tók við. Á gamals aldri eru þeir allt í einu komnir með frí- tíma og peninga og þá rifja þeir upp gamla takta og gamla drauma. Það er mjög gaman og gefandi að sinna þessu.“ – En er nýtt efni á leiðinni? „Já, já, ég er alltaf að dunda við það að búa til músík í kjallaranum. Ég er með klára plötu, það þarf bara að syngja inn á hana. Tónlistin er þarna öll og það er búið að spila allt inn.“ Ekkert tyggigúmmí í labbitúr  Björgvin Gísla heldur upp á 60 ára afmæli með tónleikum og endurútgáfum Ljósmynd/Ragnar Björgvinsson Horft til himins Björgvin Gíslason, einn af okkar allra bestu gítarleikurum. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Stórt Party Zone-kvöld verður haldið nú á laugardaginn en þessi dansþáttur þjóðarinnar hefur stað- ið fyrir innflutningi á fjölda dans- tónlistarhetja, nöfnum eins og Timo Maas, Tiefschwarz, Stephan Bodzin, Marc Romboy og Booka Shade. Sjálfur Henrik Schwarz spilar í þetta sinnið og mun hann njóta aðstoðar ýmissa innlendra tónlistarmanna. Einn af þeim inn- lendu listamönnum sem koma fram er Sean Danke sem er lista- mannsnafn plötusnúðarins Grétars G. Grétar „The Don“ G er einn af þeim plötusnúðum sem teljast frumkvöðlar danssenunnar hér á landi en hann er nú búsettur í Hollandi þar sem hann starfar sem tónlistarmaður. Reyndur Grétar G er maðurinn. Grétar G spilar á Party Zone- kvöldi SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI EIN FLOTTASTA SPENNUHROLLVEKJA ÞESSA ÁRS MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA 75/100 VARIETY 75/100 SAN FRANCISCO CHRONICLE 75/100 ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í 3D EIN BESTA MYND STEVE CARELL OG RYAN GOSLING TIL ÞESSA CRAZY, STUPID, LOVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:30 2D 12 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D VIP GREEN LANTERN kl. 3:20 - 5:40 - 10:30 2D 12 FINAL DESTINATION 5 kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3:20 L 3D L LARRY CROWN kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 2D 7 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2 - 5:30 2D L COWBOYS & ALIENS kl. 10:10 2D 14 HARRYPOTTER7 kl. 8 2D 12 KUNG FU PANDA kl. 1:30 2D L HHHH „STEVE CARELL HEFUR ALDREI VERIÐ BETRI“ -BOX OFFICE MAGAZINE „HIN FULLKOMNA BLANDA AF HÚMOR, KYNÞOKKA, SNIÐUGHEITUM, RAUNVERULEIKA OG GÁFUM“ -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH -VARIETY HHHH STRUMPARNIR kl. 2:30 - 5:20 3D L HORRIBLE BOSSES kl. 10:40 2D 12 STRUMPARNIR kl. 2:30 2D L PLANET OF THE APES kl. 8 2D 12 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 7 CAPTAIN AMERICA kl. 10:30 3D 12 FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:20 3D 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 - 5:20 2D L COWBOYS & ALIENS kl. 8 2D 14 HARRYPOTTER7 kl. 2:30 - 5:20 3D 12 / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI FRÁ HÖFUNDUM LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN NOKKURN TÍMANN RYAN REYNOLDS BLAKE LIVELY MARK STRONG GEOFFREY RUSH SÝND Í ÁLFABAKKA,EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.