Morgunblaðið - 03.09.2011, Side 23
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Fram kom á blaðamannafundi skila-
nefndar og slitastjórnar Landsbank-
ans að útlit er fyrir að endurheimtur
þrotabúsins verði umfram forgangs-
kröfur. Með öðrum orðum að eignir
þrotabúsins dugi fyrir forgangskröf-
um vegna Icesave-reikninganna auk
þess sem eitthvað verður til skiptanna
fyrir almenna kröfuhafa. Standist
áætlanir forráðamanna þrotabúsins
er ekki þar með sagt að íslensk stjórn-
völd hefðu komist hjá því að taka á sig
stórfelldan kostnað hefðu lögin um
ríkisábyrgðina verið samþykkt.
Kostnaður ríkisins vegna ríkisábyrgð-
arinnar hefði eftir sem áður getað
hlaupið á tugum eða hundruðum millj-
arða vegna vaxtagreiðslna auk mögu-
leikans á óhagstæðri gengisþróun og
töfum á greiðslum úr þrotabúinu.
Hefði Icesave-frumvarpið orðið að
lögum hefðu stjórnvöld samkvæmt
samkomulaginu þurft að greiða 26
milljarða í erlendum gjaldeyri í ár.
Hefði sú greiðsla verið óháð öðrum
þáttum er lúta að samkomulaginu. Til
þess að setja þessa tölu í samhengi er
rétt að benda á að þetta samsvarar
tæplega 6% af áætluðum tekjum rík-
issjóðs í ár. Fjárlög gera ráð fyrir að
hallinn á ríkissjóði í ár verði tæplega
40 milljarðar en sem kunnugt er þá
eru teikn á lofti að það muni ekki
halda. Ekki var gert ráð fyrir þessari
greiðslu á fjárlögum þannig að ef
samningurinn hefði verið festur í lög
hefði þurft að skera niður sem þessu
nemur til að áætlanir um hallalaus
fjárlög innan fárra ára næðust. Auk
þess er rétt að brýna fyrir mönnum að
um er að ræða greiðslu í erlendum
gjaldeyri en ekki krónum. Um er að
ræða helmingi hærri upphæð en
Seðlabankinn hefur keypt á milli-
bankamarkaði frá því að hann hóf
regluleg kaup í ágúst í fyrra. Rétt er
að taka fram að samkvæmt síðustu
fundargerð peningamálastefnunefnd-
ar Seðlabankans veltu nefndarmenn
fyrir sér hvort þessi uppkaup hefðu
komið í veg fyrir gengisstyrkingu
krónunnar.
Mikil áhætta fyrir ríkissjóð
óháð góðum heimtum
Fjármálafyrirtækið GAM Manage-
ment gerði ýtarlega grein fyrir
áhættuþáttum Icesave-samningsins í
skýrslu fyrir Alþingi. Í henni kemur
skýrt fram að staðfesting samningsins
hefði skapað ríkissjóði verulega
áhættu óháð góðum heimtum í
þrotabúið.
Þær sviðsmyndir sem eru kynntar í
skýrslunni sýna meðal annars
að endanlegur kostnaður hefði get-
að farið frá því að vera 44 milljarðar,
sé miðað við 2% styrkingu á hverjum
ársfjórðungi á samningstímanum, í
það verða 155 milljarðar sé miðað við
2% veikingu á tímanum. Þetta mið-
aðist við að engar breytingar yrðu á
endurheimtuáætlun skilanefndar
Landsbankans frá því í fyrra. Fram
kemur í skýrslunni að yrðu endur-
heimturnar til að mynda 10% lakari
yrði endanlegur kostnaður 212 millj-
arðar, en 56 milljarðar miðað við 2%
styrkingu.
Mikil áhætta
óháð heimtum
Áhættan af Icesave var alltaf mikil
Morgunblaðið/Golli
Nei Ólafur Ragnar Grímsson útskýrir ákvörðun sína um að staðfesta ekki
Icesave-lög Alþingis á blaðamannafundi á Bessastöðum.
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
gítar
skóli ólafs gauks
Gítargaman
www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook
Kennsla í öllum flokkum, 11 vikna námskeið fyrir byrjendur sem
lengra komna á öllum aldri, hefst 26. september 2011.
ATH! Þeir sem innritast og ganga frá greiðslu
fyrir 16. september fá afslátt af kennslugjaldinu!
Gítarar á staðnum, kennsluefni innifalið, m.a. geisladiskur með
undirleik við vinsælustu íslensku sönglögin.
Byrjendanámskeiðið LÉTT OG LEIKANDI hefur slegið í gegn!
Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á meðan birgðir
endast! Fullt verð á námskeiði 49.900. Einkatímar 59.900. Sérstakir tímar
fyrir 7-9 ára.
Glænýtt og spennandi:
• Djassgítardeild
• Rafbassi
• Hljómborðskennsla fyrir yngri sem eldri, byrjendur og lengra komna auk
grunnnáms í djasspíanóleik. Kennarar: Jón Páll Bjarnason, Helgi E.
Kristjánsson og Carl Möller.
Frístundakort Reykjavíkurborgar í fullu gildi.
Innritun er hafin
og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588 3730, sendið tölvupóst
ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum Síðumúla 17
Dalvík
Sparisjóður Svarfdæla – söluferli
Fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf. hefur til sölumeðferðar, fyrir hönd Bankasýslu ríkisins, 90% stofn-
fjárhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla.
Um Sparisjóð Svarfdæla
Sparisjóður Svarfdæla hefur verið starfræktur í yfir 120 ár. Skrifstofa Sparisjóðs Svarfdæla og aðal-
afgreiðsla er í ráðhúsinu á Dalvík, en auk þess er rekin afgreiðsla í Hrísey. Alls starfa nú níu starfs-
menn hjá sjóðnum. Sparisjóðurinn er eina fjármálafyrirtækið á Dalvík og því mikilvægur í fjölbreyttu
atvinnulífi Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu eru sterk fyrirtæki sem hafa skapað sér sérstöðu og er
Dalvíkurhöfn stór og umsvifamikil fiski- og vöruhöfn.
Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk í desember 2010 og er stofnfé að henni
lokinni 424,4 milljónir króna. Í kjölfar endurskipulagningarinnar varð ríkissjóður eigandi stofnfjár
að nafnverði 382,0 milljónir króna eða 90% af heildarstofnfé. Á grundvelli laga nr. 88/2009 um
Bankasýslu ríkisins fer Bankasýslan með hlut ríkisins. Sparisjóður Svarfdæla hefur að undanförnu
starfað á grundvelli undanþágu frá kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall, en eiginfjárhlut-
fall sjóðsins skv. ársreikningi fyrir árið 2010 er 10,5%.
Söluferlið
Frá og með mánudeginum 5. september n.k. geta áhugasamir fjárfestar nálgast samantekt um Spari-
sjóð Svarfdæla og önnur gögn vegna fyrirhugaðrar sölu hjá H.F. Verðbréfum hf. Frestur til að skila
inn óskuldbindandi tilboðum er til kl 12:00 mánudaginn 19. september n.k. Tilboð skulu berast
á sérstöku formi sem nálgast má hjá H.F. Verðbréfum hf.
Söluferlið er aðeins opið hæfum fjárfestum, sbr. 9. tölulið 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr.
108/2007. Auk þess þurfa fjárfestar að uppfylla tiltekin skilyrði sem gerð er grein fyrir í sölugögnum
og lúta einkum að fjárhagslegum styrk og hæfi að öðru leyti til að fara með virkan eignarhlut
í fjármálafyrirtæki.
Fjárfestum er frjálst að bjóða í allan eignarhlut seljanda og/eða hluta hans. Seljandi áskilur sér rétt til
þess að breyta söluferlinu og/eða stöðva það án fyrirvara. Einnig áskilur seljandi sér rétt til að hafna
öllum tilboðum.
Fjárfestar sem vilja taka þátt í söluferlinu geta haft samband við fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf.
í síma 585 1700 eða sent tölvupóst á spsv@hfv.is.
● Ekki urðu til nein ný störf í ágúst-
mánuði í Bandaríkjunum, en þau 17
þúsund störf sem urðu til í einkageir-
anum jöfnuðust út á móti fækkun
starfa um 17 þúsund hjá hinu opinbera.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnu-
málastofnun Bandaríkjanna er atvinnu-
leysi óbreytt á milli mánaða, 9,1%. Er
þetta 28. mánuðurinn í röð þar sem at-
vinnuleysi mælist 9% eða meira í
Bandaríkjunum, með tveimur und-
antekningum á tímabilinu. Alls eru 14
milljónir án vinnu.
14 milljónir Bandaríkja-
manna atvinnulausar
!"# $% " &'( )* '$*
++,-+.
+/0
++1-1/
.+-/.+
.+-+,+
+2-/.
+,1-.3
+-,/00
+/.-03
+1.-0/
++,-34
+/0-,0
++2-5.
.+-//0
.+-.53
+2-/2.
+,1-1,
+-,/4/
+/3-52
+13-53
.+/-1//.
++,-11
+/0-4
++2-31
.+-4,4
.+-.10
+2-4.,
+,2-50
+-,4,+
+/3-1+
+13-,/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á