Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 1
Fjöldi atvinnulausra sem missa bótarétt á næstu 3 mánuðum Erlendir ríkis- borgarar 13 Íslenskir ríkis- borgarar 102 Samtals: 115 Baldur Arnarson Kristján Jónsson Á fimmta þúsund manns hafa verið án vinnu í samtals ár eða lengur. Takist ekki að ganga á atvinnuleysið í þessum hópi er viðbúið að fjöldi fólks missi rétt til atvinnuleysisbóta á næsta ári og þurfi því að leita til sveitarfélaga um aðstoð. Vignir Hafþórsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, staðfestir að fjöldi fyrirspurna hafi komið inn á borð stofnunarinnar frá sveitarfélög- um að undanförnu, þar sem spurst sé fyrir um hversu margir séu að fara að missa rétt til atvinnuleysisbóta. Vignir treystir sér ekki til að áætla hversu margir missi bótarétt- inn á næsta ári en upplýsir að þeim fjölgi að óbreyttu er líður á árið. Næsta ár gæti reynst erfitt Alls missa 115 bótaréttinn á næstu þremur mánuðum og liggur ekki fyr- ir hversu hátt hlutfall þeirra er með börn á framfæri sínu. Hjördís Árnadóttir, félagsmála- stjóri hjá Reykjanesbæ, sagði að þessi vandi hefði byrjað fyrr þar en víða annars staðar vegna lokunar herstöðvarinnar árið 2006. Um 200 manns hefðu nú misst réttinn til at- vinnuleysisbóta eða aldrei haft slík- an rétt og því þurft að fá fjárhags- aðstoð frá sveitarfélaginu í ágúst. Oftast væri um að ræða fólk sem aldrei hefði unnið sér inn bótarétt, t.d. nýútskrifað námsfólk og fólk sem hefði unnið sjálfstætt. Útgjöld bæjarins vegna þessa hóps væru nú á annað hundrað milljónir króna ár- lega sem bættust ofan á mikil útgjöld vegna félagslegs húsnæðis, samtímis því sem útsvarstekjurnar dvínuðu. „Þetta er falinn vandi af því að þegar nefndar eru atvinnuleysistöl- ur vantar þennan hóp inn í þær,“ sagði Hjördís. MTifandi bótasprengja »21 Bótarétturinn að renna út  Á annað hundrað manns missa rétt til atvinnuleysisbóta í haust  Í Reykja- nesbæ fengu um 200 aðstoð í ágúst af því að atvinnuleysisbætur voru ekki í boði KRAFTUR BLÓM- ANNA FANG- AÐUR Í FLÖSKU SKIPTA UM HLUTVERK Í LEIKRITI VERKIN SPANNA ALLA LISTA- MANNSÆVINA SUNNUDAGSMOGGINN SÝNINGIN ERRÓ-TEIKNINGAR 42MÁTTUR BLÓMADROPA 10 Reuters Grímsstaðir Huang Nubo hefur lagt inn kauptilboð í stóran hluta jarðarinnar.  Fjöldi fólks hefur haft samband við Hjörleif Sveinbjörnsson, vin kaupsýslumannsins kínverska Hu- ang Nubo, til að reyna komast í við- skipti við hann. Meðal þess sem nefnt hefur verið eru hótelbygg- ingar í Reykjavík og Hafnarfirði. Þá segir hann fólk á Norðaust- urlandi mjög áhugasamt og margir í nágrenninu hafi nefnt möguleika á samstarfi. Þá hefur markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi lýst yfir fögnuði yfir áformum Nubo til að standa fyrir uppbyggingu á svæð- inu. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra segir ærið tilefni til að taka til endurskoðunar alla löggjöf vegna landeignarstefnu. »20 Margir vilja eiga í viðskiptum við Huang Nubo Morgunblaðið/Árni Torfason Vændi Lísa leitaði sér hjálpar hjá Stígamótum til að komast úr vændi. „Ég byrjaði árið 2007. Þá kom ég úr sambandi og var í miklum skuld- um. Ég sá í fréttum að það væri bú- ið að lögleiða vændi á Íslandi og hugsaði sem svo að ég myndi bara redda þessu svona,“ segir Lísa, fyrrverandi vændiskona sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag. „Í fyrstu törninni hélt ég það út í sex mánuði. Ég setti mig í hlutverk og sannfærði mig um að þetta væri ekkert mál. Eftir hálft ár hætti ég og fór í samband en það stóð ekki lengi. Ég var skemmd,“ segir Lísa. Eftir þriggja mánaða vændistörn í fyrra ákvað hún að leita sér hjálpar og sótti til Stígamóta þar sem verið var að setja á laggirnar hóp fyrir konur sem vildu koma sér út úr vændi. „Meðferð mín á Stígamótum gaf mér nýja von og núna er ég von- góð um framtíðina. Ég held að það komist enginn upp úr vændi án þess að hafa stuðning.“ Í gær var opnað kvennaathvarf í Reykjavík fyrir konur á leið úr vændi og mansali. Árlega koma um 30-40 konur og nokkrir karlar í við- töl á Stígamót vegna kláms og vændis. »12 „Ég setti mig í hlutverk“  Ung kona leiddist út í vændi vegna fjárhagsvandræða Ýmsar kynjaverur í öllum litum mátti sjá í mið- borg Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Þar á meðal voru trúðar, fólk íklætt tjöldum, stífmál- aðir aðdáendur hljómsveitarinnar Kiss og svo fólk með pappakassa sem höfuðföt. Engum sög- um fór af því hvað þarna lá að baki en víst er að gestir miðborgarinnar skemmtu sér vel yfir furðulegheitunum, sem settu óvenjulegan blæ á annars hefðbundinn föstudag. Litadýrð og furðulegheit í miðbænum Morgunblaðið/RAX  „Það er [...] svo hagkvæmt að flytja í nýjan spítala að reikn- að er með að hagræðingin dugi fyrir bygg- ingarkostn- aðinum, með vöxtum,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans, um nýjan Landspítala sem stefnt er á að reisa. „Það er reiknað með að þeir 40 milljarðar sem þarf til að reisa húsið verði endurgreiddir með þeim fjármunum sem sparast við að koma starfseminni fyrir á einum stað.“ »26 Hagræðing borgar byggingarkostnað Björn Zoëga  Stofnað 1913  206. tölublað  99. árgangur  L A U G A R D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 1 1 tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 3 7 0 NÝ BRAGÐTEGUND– BÉARNAISE NÝ BRAGÐTEGUND– SÍTRÓNA OG KARRÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.