Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SigmundurDavíð Gunn-laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hitti naglann á höfuðið þegar hann steig í ræðustól á Alþingi í gær. Hann var næstur á eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjár- málaráðherra, og sagðist aldr- ei hafa heyrt nokkurn mann jafn reiðan við að lýsa góðum árangri. Og það var vissulega undarlegt að hlusta á Stein- grím hrópa reiðilestur sinn um góðan árangur ríkis- stjórnarinnar yfir þingheim, en skýringin er auðvitað sú að árangurinn er ekki til staðar. Það breytir ekki ástandinu að Steingrímur hrópi eitthvað um árangur og ekki heldur að Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra, sem hóf um- ræðuna, hafi áður farið með sömu rulluna. Þau héldu því bæði fram að mikið hefði verið gert í at- vinnumálum og Jóhanna sagði meira að segja að þau væru og hefðu verið meginverkefni rík- isstjórnarinnar. Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, ræddi þessi öfugmæli og benti réttilega á að ástandið hefði ekki batnað heldur versnað. Þetta er veru- leikinn en fjarstæðukenndur málflutningur Steingríms og Jóhönnu lýsir því miður al- gerri veruleikafirringu for- ystumanna ríkisstjórnarinnar. Veruleikafirring stjórnar- liða kom ekki aðeins fram í umræðum um atvinnumál, heldur um alla hluti. Þeir sem hlustuðu á Jóhönnu og Stein- grím á Alþingi í gær hljóta að velta því fyrir sér hvaða þjóð- félagi og hvaða efnahagslífi þau voru að lýsa. Eitt er víst, þau voru ekki að lýsa þeim veruleika sem blasir við al- menningi á Íslandi. Þegar hlustað er á stjórn- arliða um þessar mundir, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig í um- ræðum í fjöl- miðlum, er aug- ljóst að þeir hafa gefist upp á við- fangsefninu. Þeir hafa gefist upp á því að bæta efnahagsástandið hér á landi og að skapa skilyrði til að at- vinnutækifærum geti fjölgað eins og nauðsynlegt er. Þess í stað hafa stjórnarliðar tekið þann pól í hæðina að reyna að búa til nýjan veruleika. Þeir telja greinilega að úr því sem komið er sé vænlegast til ár- angurs að neita staðreyndum en flytja öfugmælavísuna þess í stað nógu oft og með nógu miklum hávaða. Um leið kveinka þeir sér undan gagn- rýni og reyna að leiða op- inbera umræðu frá eigin mis- tökum og vanmætti. Þessi tilraun til að endurskrifa sög- una um leið og hún gerist mun hins vegar ekki takast. Þó að Jóhanna Sigurðardóttir haldi því fram að öll efnahagsleg markmið hafi náðst, líkt og hún gerði í gær, þá er öllum ljóst hvílík fásinna það er – rétt eins og öllum sem hlýddu á Sigmund Erni Rúnarsson, þingmann Samfylkingarinnar, í útvarpsviðtali í gærmorgun, varð ljóst að þar fór maður sem vildi ekki horfast í augu við veruleikann. Þar hélt hann því fram, líkt og leiðtogar hans á þingi, að ríkisstjórnin hefði náð gríðarlegum árangri. Á honum mátti skilja að hann væri hreinlega dolfallinn yfir afrekinu. Ef stjórnarliðar vilja gera sig ótrúverðuga, jafnvel hlægilega, í augum þjóð- arinnar, geta þeir haldið áfram þessum málflutningi. Vilji þeir hins vegar sýna að þeir hafi áhuga á að ná raun- verulegum árangri er nauð- synlegt að þeir sýni að þeir skynji veruleikann á sama hátt og aðrir menn. Síðasta hálmstrá stjórnarliða er að endurskrifa sögu líðandi stundar} Veruleikafirring Mikil stóryrðihafa fallið vegna Íraksstríðs- ins og meintra tengsla þess við Ísland. Þeir sem voru taldir bera ábyrgð á því voða- lega hneyksli voru kallaðir „þjóðníðingar“ og „land- ráðamenn“ og ætti að með- höndla þá sem slíka. En Ísland var aldrei aðili að því stríði og það stóð ekki og féll með sam- þykki Íslands. En loftárás- irnar á Líbíu hefðu ekki hafist án samþykkis Íslands. Svo elskar Össur ráð- herrastól sinn að hann hefði ekki goldið sitt sam- þykki til loftárása hefðu ráðherrar VG sagt að slík „landráða“- starfsemi færi ekki fram í nafni Íslands og ríkisstjórnar þess. Slíkt þýddi stjórnarslit. Gífuryrði leiðtoga núverandi stjórnarflokka og einstakra þingmanna þeirra um „Íraks- málið“ hafa kafnað í þeirra eigin kokum með árásunum á Líbíu. Stóryrðin um Ísland og Íraksstríðið reyndust sýndarmennska og marklaust hjal} Kokgleypt hræsnistal Þ egar ég var í háskólanum tók ég nokkra kúrsa í heimspeki og það var reyndar aðalfagið mitt þegar ég skráði mig þangað inn árið 1994. Ég slakaði henni svo niður í aukafag og endaði á því að kasta henni alger- lega fyrir róða. Stóð stóískur upp í miðjum frumspekitíma hjá Þorsteini heitnum Gylfa- syni, tók hött minn og mal, stikaði út og kvaddi hana með kurt. Ég held að þessu skiln- aðarfræi hafi verið sáð þegar mér var tjáð að ef maður væri að leita svara væri heimspeki ekki sniðugur vettvangur. Þetta kom illa við ungan rómantíker sem var einmitt kominn í háskólann til að finna Svarið! Heimspekin hefur þó ávallt flotið með mér í þessu volki lífsins og ég var í góðu sambandi við kennarana og nemendurna þó að hugurinn væri laugaður upp úr annars konar hugvísindum. Á þessum árum gekk mikil Nietzsche-bylgja um heim- spekideildina og svo virtist sem annar hver kennari þar væri sérfræðingur í þeim mikla manni. Sjálfur slapp ég ekki undan þeim skeggsíða og varð mikill aðdáandi, trúr því að stórkostlegari heimspekingur hefði aldrei komið fram í veraldarsögunni. Skítt með Plató. Eitt af því sem Nietzsche ku ekki hafa verið par hrif- inn af var að fólk væri að fara í frí. Að fólk slappaði af. Með öðrum orðum, að fólk væri að aftengja sig við þau daglegu störf og rútínu sem gerir það að virkum þjóð- félagsþegnum. Ætli hann hafi ekki litið svo á að fólk væri með því að flýja undan verund lífsins eða eitt- hvað á þá leið. En eftir að hafa sjálfur komið úr mánaðar- fríi get ég ekki annað en hugsað til kallsins. Sumir upplifa það efalaust að koma endur- nærðir úr slíku ati, fullir af orku, reiðubúnir að takast á við það sem að höndum ber með bros á vör. Svona harkalegar gírskiptingar, ef ég má kalla það svo, geta þó líka haft þver- öfug áhrif. Eftir að hafa verið í mánaðar loft- bólu í allt annarri rútínu en vant er getur tómið þvert á móti blasað við. Óöryggi, efa- semdir, ótti. Ég hef stundum gantast með það, þegar maður hefur átt erfitt með að draga sig í gang einhvern mánudaginn, að fólk ætti bara ekkert að fara í frí. Allt af- slappelsi, nautnasukk og kúplun frá dag- legum störfum er bara ekkert af hinu góða. Það skekkir bara allt og skælir, enginn veit hvar þessi er eða hinn og álagið á þá sem eftir eru eykst bara. Er ekki bara ráð að stytta fremur vinnudaginn og vinna þess í stað allan ársins hring, samhent og í rútínu, Friedrich Wilhelm Nietzsche til dýrðar? „Eins og dansandi frelsisgyðjur á nálaroddi augna- bliksins.“ Einhvern veginn þannig lýsir Nietzsche mann- kostum þeirra sem lifa lífinu glaðir í bók sinni Handan góðs og ills. Eina leiðin til að vera hamingjusamur er að vera með öllu beintengdur í núið, augnablikið. Ég ætla að gera þessi orðs hans að mínum núna. Fríið erfiða er farið og mánudagurinn er ekki til. arnart@mbl.is Arnar Eggert Thoroddsen Pistill Það er erfitt að fara í frí STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is F ramlög til Landspítalans hafa verið skorin niður um 23% frá árinu 2008. Á þessu ári fær spít- alinn 33,3 milljarða og forstjóri spítalans segir að allra leiða hafi verið leitað til að spara. Hug- myndir um 1,5% niðurskurð á næsta ári séu óraunhæfar. Þær 180 millj- ónir sem Landspítalinn fékk til að kaupa ný tæki fara allar til að borga eldri tæki sem keypt voru á afborg- unum. Spítalinn hefur um árabil reitt sig á að gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum til að geta keypt ný tæki. Gjafirnar námu 300 milljónum í fyrra. Ítrekað berast fréttir af því að sérfræðilæknar flyti af landi brott, einkum vegna þess að þar eru greidd hærri laun fyrir minni vinnu. Þrátt fyrir þennan þrönga stakk sem ríkið sníður Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu á nú að leggja 40 milljarða, jafnvirði tæplega fjögurra Vaðlaheiðarganga, í að reisa nýjan Landspítala og síðan þarf 7 milljarða til viðbótar til að búa nýja spítalann tækjum. Hagsýn húsmóðir gæti hváð út af öðru eins. Sparar 2,3 milljarða á ári Á forstjóra Landspítalans, Birni Zoëga, er þó að heyra að hagsýna húsmóðirin myndi fallast á rökin sem eru að baki nýbyggingunni. Björn bendir á að þótt kostnaðurinn sé mik- ill muni nýi spítalinn borga sig upp. „Það er reiknað með að þeir 40 milljarðar sem þarf til að reisa húsið verði endurgreiddir með þeim fjár- munum sem sparast við að koma starfseminni fyrir á einum stað,“ seg- ir Björn. Það er með öðrum orðum svo hagkvæmt að flytja í nýjan spít- ala að reiknað er með að hagræðingin dugi fyrir byggingarkostnaðinum, með vöxtum. Björn vísar til tveggja ára gam- allar skýrslu norskra sérfræðinga (Momentum Arkitekter AS og Ho- spitalitet AS) sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að sparnaður á ári verði rúmlega 2,3 milljarðar. Mesti sparnaðurinn á að nást með því að fleiri sjúklingar verði á sjúklingahót- eli og fái þjónustu á dag- og göngu- deildum í stað þess að vera inni á leigudeildum. Björn setur þann fyrirvara að nú sé verið sé að fara aftur yfir for- sendur skýrslunnar enda hafi margt breyst á tveimur árum. Endur- skoðun hennar ætti að ljúka á næstu vikum. Þá sé ekki endanlega ljóst hversu háir vextirnir verða og þar með heildarkostnaður. Björn bendir einnig á að sam- kvæmt fyrrnefndri skýrslu sé dýrara að gera ekki neitt heldur en að byggja nýtt. Skýringin er m.a. það óhagræði sem felst af því að hafa sömu eða svipaða starfsemi á tveim- ur stöðum, þ.e. við Hringbraut og í Fossvogi, sem krefjist bæði aukins mannafla og í mörgum tilvikum þurfi samskonar tæki að vera á báðum stöðum. Þar að auki sé mikil þörf á viðhaldi á húsakynnum spítalans við Hringbraut og sömuleiðis þurfi að endurnýja tækjabúnað sem þarf að vera til staðar bæði við Hringbraut og í Fossvogsdal. Ríkið kaupi tækin Ekki er nóg að byggja spítalann, einnig þarf að búa hann tækjum, rúmum o.s.frv. Björn segir að áætl- aður kostnaður við það sé 7 millj- arðar. Sú fjárhæð verði að koma frá ríkinu. „Tækjakosturinn verður að batna og það er algjör forsenda þess að við förum inn á nýjan spítala,“ segir hann. Nýju húsakynnin verði ekki tekin í notkun fyrr en árið 2017 og menn vænti þess að þá muni ára bet- ur í samfélaginu en nú. Það sé nú kannski ekki mikið fyrir ríkið í sjálfu sér að leggja sjö milljarða inn í verk- efnið og Björn bendir á að lauslega sé áætlað að nauðsynleg endurnýjun tækja sé 1-1,2 milljarðar á ári. Nýi spítalinn borgi sig upp með sparnaði Tvíverknaður Talið er að 770 milljónir sparist með því að ekki þarf að reka tvær bráðadeildir, við Hringbraut og í Fossvogi. Alls sparist 2,3 milljarðar. Læknar hafa flutt úr landi og þegar rætt er við íslenska læknanema er greinilegt að margir ætla sér ekki að snúa heim. Þá var nýlega sagt frá því að Stanton Perry, barnahjarta- læknir, gefur vinnu sína til spít- alans en hann lítur svo á að hann sé að gjalda til baka það sem hann lærði hér á landi. Björn Zoëga segir að margir erlendir sérfræðingar sem komi hingað fái greitt fyrir sína vinnu. Hann býst við því að fleiri læknar muni snúa heim þegar aðstaðan batnar með nýjum spítala. „Ef við ætlum að hafa einhverja framþróun í spítala- starfi, sérstaklega í háskóla- spítalastarfi, þá verður að byggja nýjan spítala.“ Grundvöllur framþróunar LÆKNAR FLYTJA ÚR LANDI Stanton Perry læknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.