Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 16
BÆJARLÍFIÐ
Hvammstangi
Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Haustið er víst að hefjast, skólar byrjaðir og fyrstu
göngur í Miðfirði og Hrútafirði nú um helgina. Finnst
mörgum bóndanum fullsnemmt smalað, þar sem fé fór
óvenju seint á heiðar vegna lélegrar sprettu og vor-
kulda.
Ungur Hvammstangapiltur, Sigurður Helgi Oddsson,
hélt tónleika í Félagsheimili Hvammstanga á dögunum.
Hann er útskrifaður frá Berklee College of Music í
Boston, þar sem hann nam tónsmíðar, hljómsveit-
arstjórn og kvikmyndatónlist í píanóleik. Lék hann á
flygil frumsamda tónlist fyrir fullu húsi og þótti sumum
sem þar væri galdramaður á ferð. Fékk hann afar góðar
viðtökur gesta.
Síðustu helgi í júlí var Unglist, sumarhátíð ungs fólks í
Húnaþingi. Margt var um að vera og virtist hápunktur
vera tónlistarstund í Borgarvirki, þar sem Egill Ólafs-
son Stuðmaður var aðalgestur. Talið var að hátt í eitt
þúsund hafi verið í virkinu þetta kvöld og stemningin
einstök. Mikill fjöldi fólks var í héraðinu þessa helgi og
tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi pakkfullt af húsbílum og
öðrum gistibúnaði. Öll stjórnun Unglistar er unnin í
sjálfboðavinnu og aðgangur að dagskrá ókeypis. Hátíð-
arguðsþjónusta var í Efra-Núpskirkju í ágústbyrjun, en
þá var minnst 50 ára vígslu kirkjunnar. Karl Sig-
urbjörnsson biskup predikaði, en einnig þjónuðu þrír
prestar og djákni. Stundin var mjög hátíðleg og söfn-
uðurinn söng við undirleik Pálínu F. Skúladóttur. Boðið
var til kaffidrykkju undir kirkjuvegg. Þá var söngs-
amvera í kirkjunni, þar sem sungin voru lög að óskum
gesta.
Um liðna helgi var afmælishátíð Reykjaskóla í Hrúta-
firði, en hann hóf starfsemi árið 1931. Skólinn starfaði til
ársins 1988, en þá hófst rekstur skólabúða, sem starfa
enn. Að sögn Karls B. Örvarssonar rekstrarstjóra sækja
um 3000 nemendur skólabúðirnar hvern vetur, við mikl-
ar vinsældir nemenda. Nemendur dvelja eina viku í senn
og koma þeir jafnt af höfuðborgarsvæðinu og úr dreif-
býlisskólum. Margt fólk kom á staðinn og ræður fluttar
og þakkað fyrir góða starfsemi gegn um árin. Kven-
félögin í Hrútafirði stóðu fyrir veglegum kaffiveitingum.
Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Altari Hátíðarguðsþjónusta var í Efra-Núpskirkju.
Líkt og galdramaður væri
á ferð í félagsheimilinu
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.
Veiðifélögin sem fara með veiði-
réttinn í Hlíðarvatni í Selvogi bjóða
veiðimönnum sem áhuga hafa á að
kynnast vatninu, ungum sem öldn-
um, í veiði á morgun, sunnudaginn
4. september.
Hlíðarvatn er eitt besta bleikju-
vatn landsins og á sér tryggan hóp
aðdáenda. Leiðbeinendur frá veiði-
félögunum verða við vatnið og
segja áhugsaömum veiðimönnum
til, hvernig gott er að bera sig að
við veiðarnar og hvar vænlegt er að
reyna. Leyft verður að veiða með
flugu og spún. Venjulega eru fjór-
tán dagsstangir í vatninu en á
morgun eru engin takmörk á fjölda
veiðimanna.
Hægt er að aka að Hlíðarvatni
um Krýsuvík að vestan eða Suður-
strandaveg frá Þorlákshöfn að
austan.
Morgunblaðið/Einar Falur
Gott veiðivatn Veiðimaður háfar bleikju.
Bjóða í veiði
í Hlíðarvatni
Sunnudaginn
4. september
verður árleg
styrkt-
arganga
Göngum sam-
an. Í ár verð-
ur gengið á
ellefu stöðum á landinu, Reykjavík,
Akranesi, Stykkishólmi, Patreks-
firði, Ísafirði, Hólum í Hjaltadal,
Akureyri, Egilsstöðum, Reyð-
arfirði, Höfn og Selfossi. Þátttak-
endur eru beðnir um að greiða kr.
3.000 og fá afhent höfuðbuff með
merki Göngum saman. Göngugjöld-
in renna óskipt í styrktarsjóð fé-
lagsins. Öll vinna við undirbúning
og framkvæmd er unnin af sjálf-
boðaliðum og margir leggja hönd á
plóg um land allt.
Í Reykjavík verður gengið frá
íþróttasvæði Vals að Hlíðarenda.
Göngumenn velja um 3,8 km hring
um Öskjuhlíð eða 7 km flugvall-
arhring.
Göngum saman
Hamraborgarhátíðin verður haldin
í annað sinn í Kópavogi í dag, laug-
ardag. Hamraborginni verður
breytt í göngugötu þar sem Kópa-
vogsbúar og gestir geta gert sér
glaðan dag. Þar verður m.a. hægt
að gera góð kaup á útimarkaði og
verslanir og önnur fyrirtæki verða
með tilboð á vörum og þjónustu.
Hamraborgarhátíð
Dr. Lonnie Thompson, einn helsti
jöklafræðingur heims sem veitt hef-
ur forystu rannsóknarverkefnum
víða um veröld, heldur fyrirlestur í
boði forseta Íslands og Háskóla Ís-
lands mánudaginn 5. september
2011. Fyrirlesturinn er opinn al-
menningi og hefst klukkan 12:00 í
hátíðarsal aðalbyggingar skólans. Í
upphafi fundarins flytur forseti Ís-
lands stutt ávarp.
Dr. Thompson er prófessor við
jarðfræðideild Ríkisháskólans í
Ohio í Bandaríkjunum og hefur öðl-
ast margháttaða viðurkenningu
fyrir vísindastörf sín á vettvangi
jöklafræði og loftslagsfræða, ekki
síst fyrir rannsóknir á borkjörnum
úr jöklum heitra landa sem varpað
hafa ljósi á þróun loftslags á jörð-
inni. Hann hefur farið í tugi rann-
sóknarleiðangra.
Fyrirlestur um
loftslagsbreytingar
STUTT
„Það eru mjög miklar líkur á því og
nánast hundrað prósent, að kaup-
máttarforsendan standist. Það er sú
forsenda sem skiptir máli fyrir
launafólk,“ segir Hannes G. Sigurðs-
son, aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Kjarasamningar á almenna vinnu-
markaðinum gilda til 31. janúar
2014, en endurskoðun fer fram í jan-
úar á næsta ári og svo aftur í janúar
2013. Samningarnir halda því aðeins
gildi sínu ef forsendunefnd, sem
skipuð er fulltrúum SA og ASÍ, met-
ur það svo að forsendur samning-
anna hafi staðist.
Þær eru taldar upp í fjórum tölu-
liðum. Ein meginforsendan er sú að
kaupmáttur launa hafi aukist á tíma-
bilinu desember 2010 til desember
2011 skv. launavísitölu Hagstofunn-
ar. Og hið sama þarf að eiga sér stað
á tímabilinu desember 2011 til des-
ember 2012.
6,3% launahækkanir yfir árið
Skv. seinustu mælingum Hagstof-
unnar hefur launavísitalan hækkað
um 7,8% sl. tólf mánuði. Laun hækka
að meðaltali um 6,3% á þessu ári.
Verðbólguhorfur hafa hins vegar
versnað verulega og spáir Seðla-
bankinn því að verðbólga
verði 5,6% á þriðja ársfjórðungi
þessa árs. Eftir sem áður á kaup-
máttur launa að styrkjast þó verð-
bólga verði um 5% yfir árið.
Samningarnir hvíla líka á þeirri
forsendu að verðlag haldist stöðugt á
samningstímanum og að verðbólga
verði innan við 2,5% í desember 2012
miðað við undangengna 12 mánuði.
Gengi krónunnar þarf að styrkjast
marktækt frá gildistöku samnings-
ins til loka árs 2011 og miðað er við
að gengisvísitalan verði innan við
gildið 190 í desember 2012.
Enn eru rúmir fjórir mánuðir til
stefnu. Að mati forsvarsmanna ASÍ
og SA mun, þegar ákvörðun verður
tekin í janúar um hvort samningarn-
ir gilda áfram, reyna á loforð stjórn-
valda um aðgerðir í efnahags-, at-
vinnu-, og félagsmálum.
Þegar SA staðfestu kjarasamn-
ingana í júní sl. lýstu þau því yfir að
það væri nauðsynlegt þrátt fyrir
vanefndir ríkisstjórnar. Fjárfesting-
ar séu lykilforsenda þess að hér náist
4-5% hagvöxtur 2012 og 2013.
Nánast 100% víst
að kaupmáttar-
forsendan stenst
Kaupmáttur ætti að aukast yfir árið
þrátt fyrir spár um 5% verðbólgu
Kaupmáttur er sú
forsenda sem
skiptir máli fyrir
launafólk.
Hannes G. Sigurðsson