Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 ✝ HermannHólmgeirsson fæddist í Hellu- landi í Aðaldal 21. október 1932. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 23. ágúst 2011. Foreldar hans voru Hólmgeir Stefánsson, f. 21.2. 1893, d. 11.6. 1970 og Þorbjörg Árnadóttir, f. 9.4. 1898, d. 14.10. 1961. Systkini Hermanns voru: Margrét, f. 5.5. 1923, d. 3.12. 1997. Krist- jana, f. 3.11. 1924, d. 4.4. 2010. Sigrún, f. 2.8. 1926. Völd- undur, f. 16.1. 1930, d. 1.1. 1994. Eftirlifandi eiginkona Hermanns er María Gerður Hannesdóttir, f. 12.9. 1937, frá Staðarhóli í Aðaldal. For- eldrar hennar voru Hannes Jónsson, f. 24.2. 1900, d. 6.7. 1966. Halldóra Magnúsdóttir, f. 9.10. 1898, d. 20.7. 1976. Börn Hermanns og Maríu eru: 1) Hólmgeir, f. 20.11. 1957. Maki Bryndís Ívars- dóttir, f. 11.5. 1957. Börn heimilislíf í söngelskum hópi stórfjölskyldunnar. Eftir hefð- bundna skólagöngu fór hann í smíðadeildina á Laugum. Her- mann fór mjög ungur að vinna utan heimilis. Árið 1957 kvæntist hann Maríu G. Hann- esdóttur frá Staðarhóli og hafa þau búið þar síðan. Her- mann vann margvísleg störf í gegnum tíðina, svo sem bygg- ingarvinnu, vegavinnu, akstur stórra sem smárra bíla í alls- konar þjónustu, var bóndi veð- urathugunarmaður og land- póstur. Á Staðarhóli var bensínafgreiðsla, pósthús, sími og veðurathugun í mörg ár svo oft var mikill erill á heim- ilinu og í mörg horn að líta. Hermann var virkur maður í sinni sveit og tók að sér marg- vísleg ábyrgðarstörf. Söngur var fyrirferðarmestur þegar kom að tómstundum. 19 ára gamall fór hann að syngja með kirkjukór Grenjaðarstaða- sóknar og var gerður að heið- ursfélaga þar eftir 50 ára starf. Hann var einn af stofn- endum karlakórsins Hreims 1975 og starfaði um árabil í honum. Hermann var sístarf- andi fyrir sig og sína allt til æviloka. Útför Hermanns fer fram frá Grenjaðarstaðakirkju í dag, 3. september 2011, og hefst athöfnin kl. 14. þeirra Birna, f. 12.1. 1993, Her- mann, f. 20.2. 2000. Fyrir átti Hólmgeir dótt- urina Bessý, f. 2.12. 1983, sem á soninn Alexander Temujin Gabríels- son, f. 10.4. 2009. 2) Magnús, f. 24.1. 1963. Maki Anna Sigrún Jónsdóttir, f. 1.12. 1968. Börn þeirra eru Halldóra, f. 14.12. 1990, sam- býlismaður Aðalsteinn Páls- son, f. 13.12. 1990. Heiðrún, f. 31.1. 2002. 3) Hanna Dóra, f. 30.6. 1965. Maki Davíð Haf- steinsson, f. 1.2. 1960. Börn þeirra Gerður, f. 9.11. 1990, unnusti Atli Páll Gylfason, f. 22.9. 1989. Hafdís, f. 29.9. 1992. Svandís, f. 12.9. 1997. Hafsteinn, f. 23.9. 2001. 4) Bergþór, f. 29.1. 1975. Maki Anna Marín Ernudóttir, f. 10.1. 1976. Börn þeirra Ægir Þór, f. 11.5. 2005. Ísak Ernir, f. 20.1. 2011. Hermann var yngstur fimm systkina og ólst upp við gott Í dag kveðjum við góðan vin og heiðursfélaga okkar, í bili. Her- mann var einstaklega gefandi vinur. Glettinn og stríðinn á góð- um stundum, en traustur, tröll- tryggur og hjálpsamur með af- brigðum þegar á móti blés. Hann gekk ungur í kirkjukórinn, hann var jafn ábyrgur í því eins og öllu sem hann tók að sér að gera. Hann ásamt Maríu eiginkonu sinni var mörg ár með olíuaf- greiðslu fyrir Esso. Það var aldr- ei lokað, sama hvort komið var á hádegi, eða kl. 3 að nóttu, alltaf kom annað þeirra út og afgreiddi okkur. Einnig voru þau með póst og símaafgreiðslu lengi, þá hitt- ust nágrannarnir oft á pósthúsinu hjá þeim á föstudögum þegar hann kom úr mjólkur- og fóður- flutningum sama hvað klukkan var. Þá voru þau hjónin líka með veðurathuganir í áratugi, alveg þar til í vor sem leið. Mörg ár var hann landpóstur og það var sama sagan, alltaf brosandi og elsku- legur á hverju sem gekk. Hann var kosinn í stjórn kirkjukórsins árið 1986, var fyrst ritari, en gjaldkeri frá 1988 til 2009 þegar hann gaf ekki kost á sér lengur. Við vorum saman í stjórninni í 16 ár, einhvern veginn æxlaðist það svo að okkur var falið það mik- ilvæga starf að þvo upp eftir æf- ingar. Þetta voru 20-25 bollar og kaffikannan, en það var merki- legt hvað það gat tekið okkur langan tíma. Við ræddum ótrú- legustu hluti þegar aðrir voru farnir heim. Oft komu prests- hjónin niður til okkar í spjall, sér- lega eftir að séra Þorgrímur kom, og þau Mjöll áttu með okkur margar skemmtilegar stundir í kjallaranum á Grenjaðarstað. Eitt sinn var verið að ræða eitt- hvað frá fyrri árum, umræðuefnið er löngu gleymt, en Þorgrímur spurði okkur hvernig þetta hefði verið þegar við vorum um ferm- ingu. Þá skellihló Hermann og ætlaði aldrei að hætta, en ég stundi því upp að við værum nú ekki fermingarsystkin, enda var rétt 20 ára aldursmunur á okkur. Þetta lýsir persónu hans vel, hann var alltaf í takti við alla yngri sem eldri. Hann átti því láni að fagna ungur að giftast Maríu sinni, og eiga með henni 4 börn. Það fór ekkert á milli mála þegar hann talaði um hana hve mikið hann elskaði hana og virti. Þegar Her- mann hafði sungið með kórnum í 50 ár gerðum við hann að heið- ursfélaga í smáhófi sem við héld- um, og buðum mökum okkar í 19. október 2001 í tilefni af afmæli kórsins sem var stofnaður þann dag árið 1945. Hann var með okk- ur í öllum undirbúningi, en okkur tókst samt að koma honum alger- lega á óvart. Núna kveðjum við ástkæran vin okkar og óskum honum góðr- ar ferðar. Síðar munum við fylgja honum eitt af öðru, og vitum að hann tekur vel á móti okkur með fallega glettna brosinu sínu í Sumarlandinu. Maju og fjölskyld- unni sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Manna á Staðarhóli. F.h. Kirkjukórs Grenjaðarstaðarkirkju. Guðný Gestsdóttir. Enn hefur illvígur sjúkdómur haft betur og Hermann á Stað- arhóli er fallinn frá svo alltof, allt- of snemma. Mig langar að minnast þessa góða nágranna og vinar nokkrum orðum. Hermann að afgreiða bensín, kemur gangandi snögg- um, stuttum skrefum, niður heimreiðina, brosandi og hress. Hermann að „taka veðrið“ , en það gerði hann í 50 ár. Hermann að afgreiða póstinn, já og alla „kassana“ sem voru pantaðir frá Akureyri í þá daga. Svo varð hann póstur og fyrir jólin kom hann og kallaði neðan úr forstofu „ baukurinn er kominn, hann er kominn!“ en það var Mackin- tosh’s sem vinir okkar í Keflavík sendu okkur alltaf fyrir jól og gera enn. Ég man líka svo vel eft- ir skemmtilegum sunnudagsbílt- úr sem við fórum suður að Stafni, mamma og pabbi, Hermann og Mæja og við öll börnin. Við sett- umst út í mó og borðuðum nesti, þætti kannski ekkert merkilegt í dag, en okkur fannst þetta svo gaman og það lifir í minningunni. Alltof snemma missti Her- mann fallegu söngröddina sína, en hann söng alltaf í kirkjukórn- um og svo auðvitað í karlakórnum líka og alltof snemma hætti hann að geta dansað, en að syngja og dansa og skemmta sér og öðrum var honum svo mikil lífsfylling. En ég er viss um að nú er hann farinn að syngja aftur með systk- inum sínum sem farin eru. Hermann hafði svo stóran faðm, bæði í gleði og sorg og hann var til staðar fyrir mig og okkur á Brúum á slíkum stundum. Þegar komið var að fæðingu Borgars míns keyrði Hermann mig til Húsavíkur. Hann átti fólksbíl og það þótti betra að flytja mig í hon- um, en jeppa pabba. Þetta var að vorlagi um miðja nótt og drullu- pyttir á Brúargerðinu, svo að hann mátti keyra út að Hólma- vaði og hringinn, en taldi það ekk- ert eftir sér og verð ég honum alltaf þakklát fyrir. Hann beið líka með stóran faðm við klukkna- portið á Grenjaðarstað, bæði þeg- ar við komum með Óla og pabba, hinsta sinn í kirkjuna og hann keyrði pabba síðasta spölinn! Hermann átti svo sterka og óbil- andi trú og það var svo gott, já al- veg ómetanlegt að geta talað við hann þegar Þórhallur lá sína banalegu. Hann sagði mér líka frá sínum veikindum og erfiðleik- um, sem hann þó bar af miklu æðruleysi og hann var ekkert hræddur við að fara, þótt hann væri auðvitað ekki sáttur við það. Eftir að mamma varð ein á Brúum hafa allir góðu grannarnir okkar verið svo hjálpsamir og yndislegir og þá ekki síst hjónin á Staðarhóli sem alltaf voru boðin og búin að hjálpa, að taka hana með á samkomur, fylgjast með hvort ekki væri allt í lagi og hringja og spjalla og fyrir það vil ég þakka! Ég votta Mæju og allri fjöl- skyldunni mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau og blessa. Ég kveð Hermann á Staðarhóli með sorg í hjarta, en minningin er björt og falleg og mun lifa. Hafðu þökk fyrir allt, góði vin- ur. Þorgerður Gísladóttir. Okkar ástkæri tengdafaðir og afi er látinn. Hans er sárt saknað en allar góðu minningarnar sem við eig- um um hann munu ylja okkur um ókomna tíð. Það hefur verið okk- ur ómetanlegt að hafa Hermann afa hjá okkur frá því er við stofn- uðum fjölskyldu á Akureyri. Á Staðarhóli er töluð skýr og kjarnyrt norðlenska svo tekið er eftir. Afi hafði mikinn orðaforða um veður, færð og ástand vega en hann hafði mikið vit á veðri eftir öll árin sem veðurathugunarmað- ur. Það var gaman að ræða þessi mál við hann þar sem nákvæmnin og fagmennskan var í forgrunni. Þegar við systkinin komum úr sveitinni aftur í skólann eftir að hafa verið í vist á Staðarhóli með einhver ný orð frá afa fengum við stundum athugasemdir frá félög- unum: „þú talar svo gamaldags“ Þegar brjóta átti vegg, múra í holu, mála eða leggja pípulögn, svo ekki sé nú minnst á að gera við bílinn var ávallt hægt að leita í smiðju Hermanns því það var varla til það verk sem hann hafði ekki unnið við um ævina. Afi var sérstaklega góður bíl- stjóri og ávallt látinn keyra ef velja þurfti á milli bílstjóra þegar farið var í sunnudagsbíltúr eða ef þurfti að aðstoða bíla í ófærð. Segja má að hann hafi keyrt nær alla sveitavegi norðanlands og komið heim að flestum bæjum í ferðum sínum er hann vann sem póstur og flutningabílstjóri. Við krakkarnir höfðum óskap- lega gaman af því að spila á spil við afa hann kenndi okkur að leggja kapla og spila hin ýmsu spil. Það var oft fjör við eldhús- borðið þegar afi var að stríða okk- ur í spilunum um leið og hann gerði „like“ með sínum bogna þumalfingri. Undir stjórn afa var mikið hlegið þegar æft var að loka öðru auganu eða að blístra. Á eld- húsborðinu var ávallt randalína, nýlagað kaffi og köld mjólk fyrir okkur krakkana. Þegar út var komið fengum við að stýra dráttarvélinni, leika okk- ur í heyinu, aðstoða við að taka veðrið eða hjálpa við að dytta að húsunum. Við kveðjum okkar elskulega tengdapabba og afa með fullt fangið af heilræðum, hlýjum og góðum minningum. Davíð Hafsteinsson og afabörnin Gerður, Haf- dís, Svandís og Hafsteinn. Hermann Hólmgeirsson • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Guðríðarkirkja auglýsir sal til leigu: Fyrir erfidrykkjur, brúðkaup, fermingar, fundarsalur. Uppl. S. 577 7770 og 663 7143 eða kirkjuvördur@grafarholt. www.gudridarkirkja.is ✝ Frænka okkar og vinkona, ÁSLAUG HAFLIÐADÓTTIR lyfjafræðingur, Bjarkargötu 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hjördís, Jóhanna, Anna Jóna, Óskar Óskarsbörn og fjölskyldur, Svanhildur Magnúsdóttir og fjölskylda. ✝ Okkar kæri JÓN INGI ÁGÚSTSSON rafvélameistari, Bugðulæk 8, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. ágúst. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 5. september kl. 13.00. Erla Svafarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson, Bergdís Þóra Jónsdóttir, Ingimar Emil Jónsson, Börkur Hansen, Sigurlaug Hansen, Erpur Snær Hansen, Broddi Reyr Hansen, makar, börn og barnabörn. ✝ Okkar hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, STEFÁNS JÓNSSONAR pípulagningarmeistara, síðast til heimilis í Sóltúni, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sólvangs Reykjavík. Eva Óskarsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Ingvar J. Karlsson, Ingvar Stefánsson, Áslaug Hartmannsdóttir, Ásta Edda Stefánsdóttir, Birgir Björgvinsson, Ellert Kristján Stefánsson, Helga Veronica Gunnarsdóttir og barnabörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur kærleik og stuðning við fráfall okkar elskuðu MAGNEU GUÐNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR, Bragavöllum 4, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heiðarskóla fyrir skilning og stuðning á erfiðum tíma. Einnig þökkum við Kór Keflavíkurkirkju, hljóðfæra- leikurum, einsöngvurum og sóknarpresti, sr. Skúla Ólafssyni, fyrir einstaklega fallega og hlýja útför frá Keflavíkurkirkju. Þorsteinn Sæmundsson, Dagný Gísladóttir, Eysteinn Eyjólfsson, Rán Ísold og Saga, Stefán Magnús Jónsson, Ester Sigurjónsdóttir, Lilja María, Magnea Guðný og Eva Sólan, Hildur Björg Jónsdóttir, Rúnar Eyberg Árnason, Alexsandra Bernharð, Katrín Ösp Eyberg og Ósk Eyberg, Helma Þorsteinsdóttir, Erlingur Reyr Klemenzson, Sindri Snær, Klemenz Fannar og Ívar Orri, Sigursteinn Þorsteinsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA MARÍA GESTSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 29, Reykjavík, andaðist á bráðamóttöku Landspítalans, Fossvogi, miðvikudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. september kl. 15.00. Gestur Valgarðsson, Hrefna Snorradóttir, Eyjólfur Valgarðsson, Kristín Þóra Garðarsdóttir, Valgarður Daði Gestsson, Þórunn Arnardóttir, Garðar Eyjólfsson, Eva Dögg Kristjánsdóttir, Hildigunnur Jóna Gestsdóttir, Brynhildur María Gestsdóttir, Aníta Líf Valgarðsdóttir, Saga Garðarsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.