Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- Haraldur A. Haraldsson Löggiltur fasteignasali Einbýlishús eða parhús að stærðinni 200 fm. óskast strax í 108 Reykjavík og 200 Kópavogur. Vinsamlega hafið samband símleiðis eða með tölvupósti: GSM; 690 3665 hallihar@remax.is Guðmundur Sv. Hermannsson Kristján Jónsson Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra flutti Alþingi skýrslu um stöð- una í efnahags- og atvinnumálum í gær og sagði hún margt benda til þess að hagvöxtur á þessu ári væri vanmetinn. Atvinnumál yrðu helstu verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu mánuðum.Ýmsar aðgerðir víða um land, opinberar og hálfopinberar, ættu að skila með beinum hætti í kringum sjö þúsund nýjum störfum á næstu árum og fjölda afleiddra starfa. Þessar fjárfestingar væru upp á 80-90 milljarða króna. Þá væru ótaldar framkvæmdir í orkuverum og stóriðju en vænta mætti þess að þar myndi verða til sambærilegur fjöldi nýrra starfa. Jóhanna sagði, að lífskjarasókn væri framundan og þá sókn yrði að byggja á jafnari skipt- ingu tekna, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir náttúrugæðum. „Reynslan sýnir, að valið stendur ekki á milli hagvaxtar og jöfnuðar því jöfnuður er forsenda varanlegs hagvaxtar og samfélagslegrar sátt- ar,“ sagði Jóhanna. Hlutur launa af landsframleiðslu hefði aldrei verið lægri en nú eða 59%, samanborið við 72% árið 2007. Lækkunin svaraði til 13% af landsframleiðslu, um 200 milljarða króna, sem farið hefðu frá launþegum til fyrirtækja. „Það ætti að létta mörgum fyrir- tækjum að standa undir kjarabótum án þess að hækkuninni sé velt út í verðlagið,“ sagði ráðherrann. „Við erum komin af hættusvæðinu og í skjól,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra í þingumræðunum í gær. Minnstu hefði munað að landið glataði efnahagslegu sjálfstæði sínu í október 2008 og ekkert traust verið eftir. Það traust hefði ríkisstjórnin náð að byggja upp og það sæist á því að ríkissjóður hefði fyrr á árinu sótt sér milljarð dollara með alþjóðlegri skuldabréfaútgáfu á ágætum kjörum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að ríkis- stjórnin hefði tekið að sér á þessu kjörtímabili að snúa vondri stöðu í betri og það hefði mistekist. Ekkert lát væri á atvinnuleysinu þótt þús- undir manna hefðu flutt brott frá Ís- landi. Leiðin út úr því ástandi sem Íslendingar glímdu við væri að skapa störf. En ríkisstjórnin neitaði að horfast í augu við vanda sem allir aðrir sæju og tímanum á Alþingi væri löngum stundum varið í mál sem engu skipti. Sjálfstæðismenn vilja skapa störf og lækka skatta Bjarni sagði, að Sjálfstæðisflokk- urinn vildi skapa störf, lækka skatta og sækja fram og að Íslendingar vildu vinna sig út úr vandanum. Hann spurði einnig hvaða rétt Ís- lendingar hefðu til að draga 27 Evr- ópusambandsríki að viðræðuborðinu til þess eins að sjá hvað kæmi út úr þeim viðræðum. „Af þeirra hálfu liggur málið alveg skýrt fyrir,“ sagði Bjarni. „Þeir hafa komið sér saman um reglurnar. Þeir ætlast til þess að við séum að knýja dyra, viljum komast þar inn eins og regluverkið hefur verið samið af þeim sameiginlega.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að hér hefði enginn þorað að fjárfesta á síðustu árum. Allir rækju sig á það sama: Það þyrði enginn að fjárfesta í landi þar sem búið væri að hækka skatta 100 sinnum á nokkr- um misserum, þar sem ráðherrar töluðu um þjóðnýtingu og létu eins og hægt væri að breyta reglum á einni nóttu. Þannig hefði ráðamönnum tekist að stöðva alla þessa fjárfestingu með því að gera allt öfugt við það sem gera ætti í kreppuástandi. Vinstri grænir hefðu ekki enn fundið at- vinnugrein sem þeir sættu sig við og Samfylkingin sætti sig við þetta. Jóhanna heitir lífskjarasókn Morgunblaðið/Eggert Hlustað Ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Árni Páll Árnason fylgjast með umræðunum í gær, íbyggnir á svip. Morgunblaðið/Eggert Áminning Einhverjir settu upp fjölda krossa á Austurvelli í gær til að minna á erfiðleika heimilanna.  Bjarni Benediktsson segir ekkert lát á atvinnuleysinu þótt þúsundir manna hafi flutt úr landi  Sigmundur Davíð segir fjárfesta óttast stöðugar skattahækkanir og reglum sé breytt fyrirvaralaust við neinn. Hún hafi óskað eftir við- tali við forstjóra félagsins og sent honum tölvupóst, en hann hafi ekki svarað. Hildur segist ekki sjá fram á að neitt verði úr þessari ferð. Það taki langan tíma að skipuleggja nýja Egill Ólafsson egol@mbl.is Um sextíu manna hópur kennara við Brekkubæjarskóla á Akranesi sér ekki fram á að komast í náms- ferð til Boston sem hópurinn var búinn að skipuleggja í vetrarfríi í október. Ástæðan er sú að Iceland Express hefur fellt flugið niður. „Við vorum búin að skipuleggja ferð til Boston í vetrarfríi okkar í október. Við vorum búin að hafa samband við skóla úti sem ætluðu að taka á móti okkur. Fólk var búið að panta hótel og búið að borga inn á ferðina og gera aðrar ráðstafanir. Síðan fengu við símtal frá Iceland Express fyrir nokkrum dögum þar sem okkur var tilkynnt að búið væri að fella flugið niður. Við feng- um þær skýringar að það væru svo fáir að fljúga á þessum tíma og ekkert yrði flogið í september og október,“ segir Hildur Björnsdóttir, kennari við Brekkubæjarskóla. Ómældur tími í skipulagningu Hildur segir að Iceland Espress hafi boðið hópnum að fljúga til New York helgina á eftir, en hún segir að það gangi ekki upp vegna þess að ferðina hafi átt að fara í vetr- arfríi kennara. Auk þess hafi hóp- urinn ekki komið sér upp neinum tengslum við skóla í New York. Hildur segir að búið sé að eyða ómældum tíma í að skipuleggja ferðina. Skipuleggjendur hafi átt í samskiptum við skóla og aðra aðila sem hafa unnið að því með hópnum að setja saman dagskrá fyrir þessa daga. Hildur segist vera afar ósátt við þessa niðurstöðu. Hún hafi óskað eftir að fá að ræða við yfirmann hjá félaginu til að ræða þessa ákvörð- un, en hún hafi ekki náð sambandi námsferð og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Tíminn sé einfaldlega orðinn of stuttur. Hún segist líka furða sig á hversu litlu máli það virðist skipta Iceland Express að þessi stóri hópur komist leiðar sinn- ar. Sextíu manna hópur kemst ekki í námsferð til Boston  Kennarar ósáttir við viðbrögð Iceland Express sem felldi flugferðina niður Morgunblaðið/Ernir Flugvélar Sextíu manna hópur kemst ekki í námsferð sína til Boston í Bandaríkjunum þar sem Iceland Express hefur fellt flugferðina niður. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem full- yrðingum forsætisráðherra um að hlutur launa af landsframleiðslu hefði minnkað og væri aðeins 59% en hefði verið 72% var andmælt. „Hlutfall launa af landsframleiðslu var í raun 60,1% árið 2007 og 51,2% árið 2010,“ segir í yf- irlýsingunni. „Mis- munurinn er 8,9% sem eru 137 milljarðar króna á verðlagi ársins 2010. Árið 2007 var hlutur launa í sögulegu hámarki á Íslandi og lík- lega heimsmet, a.m.k. finnast eng- in dæmi um svo hátt hlutfall í al- þjóðlegum gagnasöfnum OECD eða ESB. Sérkennilegt er að miða við það ár en hin háu hlutföll ár- anna 2004-2007 skýrast af mjög háu raungengi krónunnar sem ekki fékk staðist til lengdar. Um það eru flestir sammála.“ SA gagnrýna ráðherra HLUTFALL LAUNAGREIÐSLNA AF LANDSFRAMLEIÐSLU Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.