Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 24
Sístöðubraut (GEO) 35.788 km Nærbraut (LEO) Allt að 2.000 km Miðbraut (MEO) Milli nærbrautar (LEO) og síðstöðubrautar (GEO) Hlutur sem hægt er að fylgjast með (meira en 10 cm á breidd Alþjóðlega geimstöðin 400km Að meðaltali skellur um 0,1 mm hlutur á henni tíunda hvern dag Brautirnar í réttum hlutföllum, þvermál jarðar = 12.756 km Milljónir smærri hluta Að meðaltali urðu árekstrar við smáhluti til þess að skipta þurfti um áttundu hverja rúðu í geimflaugum eftir hverja geimferð GEIMFÖR OG GERVIHNETTIR Í HÆTTU VEGNA GEIMRUSLS Heimildir: Bandaríska rannsóknaráðið, NASA, Orbital Debris Quarterly News Bandarískir vísindamenn hafa varað bandarísku geimferðastofnunina NASA við því að svokallað geimrusl, sem er á braut um jörðu, sé orðið svo mikið að það geti valdið tjóni á geimförum eða eyðilagt dýr gervitungl. Skráðum hlutum í geimnum fjölgaði úr 9.449 í desember 2006 í 16.094 í júlí síðastliðnum Alls eru nú um það bil 1.000 gervihnettir í notkun í geimnum GEIMRUSLIÐ EYKST GERVIHNETTIR Á BRAUT UMGEIMINN HÆTTUSVÆÐI (Skráðir hlutir í geimnum í lok hvers árs) 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 2.000 4.000 0 ‘102000‘90‘80‘70‘60 Þéttleikadreifing hlutanna skv. gögnum bandarískrar stofnunar sem fylgist með geimrusli (2008) Hæð 2.000 km 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 Miðlungs- þéttleiki Mikill Mjög mikill 2007 Kínverjar eyðileggja eigin gervihnött með eldflaug; fjöldi brakhluta frá hnettinum er enn í geimnum 2001 Rússneska geimstöðin Mír fer af braut um jörðu og brennur upp í lofthjúpnum 1957 Sputnik-1 komið á braut um jörðu 1969 Apollo 11 lendir á tunglinu 1986 Geimfar NASA, Challenger, springur 1991 Fyrsti árekstur tveggja skráðra hluta í geimnum 2009 Iridium og Kosmos: fyrsti árekstur tveggja gervihnatta Alþjóðlega geimstöðin 400 km Árekstur gervihnattanna Iridium og Kosmos 740 km Veðurtungl yfir pól- svæðum 950 km Gamall kínverskur gervi- hnöttur, sem var 853 km frá jörðu, var eyðilagður með kínverskri eldflaug 11. janúar 2007 og við það jókst geimruslið umhverfis jörðina um 20% Bandar. 38% Fyrrv. Sovétríki 35% Kína 20% Rusl á hvert land Frakkland 4% Önnur 3% 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tímaritið Middle East Economic Survey sagði í gær að olíuframleiðsl- an í Líbíu gæti hafist að nýju á næstu dögum og orðið um 100.000 til 120.000 föt á dag um miðjan mán- uðinn. Olíuframleiðslan í landinu var um 1,7 milljónir fata á dag áður en stríðið blossaði upp í febrúar og sér- fræðingar telja að liðið geti tólf til átján mánuðir þar til framleiðslan verði svo mikil aftur. Baráttan um líbísku olíuna er þegar hafin, enda er eftir miklu að slægjast því að Líbía var mesti olíuframleiðandi Afríku fyrir stríðið og í landinu eru mestu þekktu olíulindir álfunnar. Frönsk fyrirtæki gangi fyrir The Wall Street Journal sagði í gær að á fundi embættismanna frá um 60 löndum um framtíð Líbíu í París í fyrradag hefði komið upp ágreiningur um aðgang að þessum miklu auðlindum. Deilan stæði á milli ríkja, sem tóku þátt í hernaðarí- hlutun NATO í Líbíu, og landa á borð við Kína og Rússland sem studdu ekki lofthernaðinn. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, sagði það ósanngjarnt ef frönsk fyrirtæki hefðu ekki for- gang þegar samið yrði um olíuvinnsl- una í ljósi þess að Frakkar, ásamt Bretum, báru hitann og þungann af hernaðinum. „Líbíska þjóðarráðið hefur sagt að þeim sem hjálpuðu því verði ívilnað í endurreisnarstarfinu,“ sagði hann. Rússar andmæla þessu og segja að Sameinuðu þjóðirnar, ekki örfá ríki, eigi að gegna forystuhlutverki í endurreisnarstarfinu. Tekist á um líbísku olíuna  Frakkar segja að fyrirtæki ríkja, sem tóku þátt í lofthernaðinum, eigi að hafa forgang þegar samið verður um olíuvinnsluna  Rússar og Kínverjar á móti því Þjóðarráðið hefur sagt að þeim sem hjálpuðu því verði ívilnað. Alain Juppé Christopher Lauer (tv.), galvaskur frambjóðandi Sjó- ræningjaflokksins í kosningum 18. september til þings- ins í þýska sambandsríkinu í Berlín, deilir út áróð- ursgögnum á einu af mörgum síkjum borgarinnar í gær. Flokknum, sem krefst gegnsæis og aukins lýðræð- is, er spáð 4,5% fylgi en þarf minnst 5% til að fá sæti. Frambjóðandi Sjóræningjaflokksins Reuters Stjórnvöld í Tyrklandi vísuðu sendi- herra Ísraels í Ankara úr landi í gær og rifti öllum hernaðarlegum tengslum við Ísrael eftir að The New York Times birti niðurstöður rann- sóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um árás Ísraelshers á tyrkneska flutningaskipið Mavi Marmara á leið frá Tyrklandi til Gaza-svæðisins 31. maí á síðasta ári. Níu manns biðu bana í árásinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað því nokkrum sinnum að birta skýrslu rannsóknarnefndarinnar en The New York Times kveðst hafa eintak af henni undir höndum. Blað- ið segir nefndina hafa komist að þeirri niðurstöðu að árás Ísraela samræmist þjóðarétti en hafi verið of harkaleg. Manndrápin „óviðunandi“ Tyrkir eru óánægðir með þá niðurstöðu nefndarinnar að árásin samræmist þjóðarétti og Ísraelsher hafi rétt til að stöðva skip á leið til Gaza þótt þau séu á alþjóðlegu haf- svæði. „Ísrael stafar raunveruleg hætta af herskáum hópum á Gaza,“ segir í fyrstu grein skýrslunnar. „Sú ákvörðun að setja Gaza í herkví er lögmæt öryggisráðstöfun til að koma í veg fyrir að vopn verði flutt þangað með skipum og framkvæmdin sam- ræmist ákvæðum þjóðaréttar.“ Nefndin segir að hópur farþega í tyrkneska skipinu hafi veitt „skipu- lagða mótspyrnu með ofbeldi“ og hermennirnir hafi því þurft að beita valdi til að verja sig. Hermennirnir hafi hins vegar gengið of langt og beitt „óhóflegu“ valdi. Manndrápin hafi verið óviðunandi og farþegar í skipinu hafi sætt hrottalegri með- ferð eftir átökin. Ríkisstjórn Ísraels gaf í gær til kynna að hún myndi fallast á flestar niðurstöður rannsóknarnefndarinn- ar. Árásin sætti harðri gagnrýni víða um heim og margir héldu því fram að hún samræmdist ekki þjóðarétti. bogi@mbl.is Árásin lögleg en of harkaleg Reuters Herkví Ísraelskur herbátur fylgist með gámaskipi undan strönd Gaza.  Árás Ísraelshers á skip á leið til Gaza samræmist þjóðarétti að mati nefndar SÞ Heimildarmynd sjónvarpsstöðvar í Póllandi hefur leitt í ljós að um- ferðarreglurnar eru ekki hafðar í hávegum í nám- skeiðum sem bíl- stjórar þar í landi þurfa að sækja á fimm ára fresti. Brýnt er fyrir bílstjórunum að mestu máli skipti að verja farminn og þeim er jafnvel sagt að ekki eigi að bremsa ef fólksbíl er ekið í veg fyrir flutn- ingabíl, heldur eigi flutningabíl- stjórinn að aka á bifreiðina. Í heim- ildarmyndinni kemur einnig fram að bílstjórunum er kennt að falsa skjöl, hvernig hægt sé að komast upp með brot á reglum um hvíldar- tíma bílstjóra og hvernig þeir geti séð við umferðareftirliti lögregl- unnar. Kennt að brjóta reglurnar Sagt að aka á fólksbíla frekar en að bremsa Þýska strokukýrin Yvonne leikur ekki lengur lausum hala því hún er komin í leitirnar eftir þriggja mán- aða flótta sem vakti mikla athygli fjölmiðla í Þýskalandi. Yvonne slapp frá býli í Bæjara- landi skömmu áður en flytja átti hana á sláturhús. Þýska lögreglan tók þátt í leitinni þar sem óttast var að kýrin gæti stefnt fólki í hættu með því að hlaupa út á hraðbrautir. Þrátt fyrir umfangsmikla leit gekk Yvonne laus í skógum í grenndinni þar til hún hún kom loks í leitirnar í fyrradag. Kýrin á þó bjarta framtíð fyrir höndum því að eigendur griðlands fyrir dýr hefur keypt Yvonne ásamt syni hennar, kálfinum Friesi, og systur hennar, Waltraud. Strokukýrin náðist loks Handsömuð Strokukýrin Yvonne. Leiðtogar þjóðarráðs upp- reisnarmannanna hétu því á fundinum í París að koma á lýð- ræði og réttarríki eftir fall Muammars Gaddafis. Leiðtog- arnir sögðu að 200 manna stjórnlagaráð yrði kosið ekki síðar en í apríl á næsta ári til að semja stjórnarskrá sem yrði borin undir þjóðaratkvæði. Síð- an yrði efnt til þing- og forseta- kosninga innan 20 mánaða, eða í apríl á þarnæsta ári. Lofa lýðræði og réttarríki BOÐA STJÓRNARSKRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.