Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Lesskólinn LÍSA fyrir 4 og 5 ára börn Nýtt sex vikna námskeið hefst mánudaginn 12. september og lýkur 21. október. Kennt frá kl. 13:30-14:30 fimm daga vikunnar og stendur hver tími í 60 mínútur. Á námskeiðinu leikum við með grunnþætti tónlistar og tengjum við lestrarnámið. Námskeiðið kostar 45.000,-. Hámark 7 börn í hóp. Nánari upplýsingar og innritun í símum 554 0963 og 863 9111. LÍSA (Lesum Íslensku Saman – Alltaf!) ÚRVALSFÓLK (60+) ATHUGIÐ! HÚLLUM HÆ Í LÁGMÚLANUM SUNNUDAGINN 4. SEPTEMBER FRÁ KLUKKAN 13:00 TIL 16:00 ÚRVALSFÓLK (60+) Skemmtanastjórar kynna ferðir sínar, happdrætti með glæsilegum vinningum, nýbakaðar pönnukökur og heitt á könnunni. Við tökum vel á móti þér! Úrval Útsýn | Lágmúla 4 108 Reykjavík | S. 585-4000 | www.urvalutsyn.is Tenerife Benidorm 1.-22. NÓVEMBER Skemmtanastjóri: Kjartan Trausti Kanarí 21.OKT -15. NÓV. Skemmtanastjóri: Ásdís Árnadóttir 25.SEPT -15. OKT. Skemmtanastjóri: Jenný Ólafsdóttir UPPSELT! Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á næstu þremur mánuðum munu 115 einstaklingar missa rétt til at- vinnuleysisbóta. Þar af eru 102 ís- lenskir ríkisborgarar. Meirihluti, eða 64, er búsettur á höfuðborgar- svæðinu og þar af 44 í stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík. Þessi umskipti á högum fólks sem hefur verið án vinnu í ár eða lengur munu að öllum líkindum kalla á auk- in útgjöld sveitarfélaga í formi fé- lagsaðstoðar. Aðstoðin jókst, svo dæmi sé tekið, í Reykjavík á fyrri helmingi þessa árs eftir að hafa dal- að í fyrra. Hafði aðstoðin þá áður aukist í kjölfar efnahagshrunsins. Tæplega 150.000 kr. á mánuði Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun má reikna með að stór hluti þeirra sem eru búsettir í Reykjavík muni sækja um félagsað- stoð hjá borginni. Aðstoðin nemur nú að hámarki 149.000 krónum fyrir einstakling og 223.500 krónum fyrir hjón eða fólk í sambúð, að því er fram kemur á vef Velferðarsviðs borgarinnar. Sé gengið út frá því að þrír af hverjum fjórum sem eru að missa bótarétt í Reykjavík sækist eftir aðstoðinni og fái fulla aðstoð til handa einstaklingum mun það hafa í för með sér útgjöld fyrir borgina upp á tæpar fimm milljónir kr. á mánuði. Félagsaðstoð er mismunandi eftir sveitarfélögum. Engu að síður sýnist ekki óvarlegt að áætla að þörf þessa hóps muni kalla á viðbótarútgjöld sveitarfélaga sem nemur á annað hundrað milljónum króna á ári. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þannig kemur það fram í gögnum Vinnumálastofnunar að 4.554 hafi verið samtals ár eða lengur á at- vinnuleysisskrá. Hluti hefur þegið hlutabætur vegna hlutastarfs og þegar sá hópur er undanskilinn standa eftir 3.815 sem hafa verið án vinnu í ár eða lengur. Að sögn sérfræðinga Vinnumála- stofnunar mun hluti þessa hóps hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysis- bóta frá og með 1. mars á næsta ári enda hafi viðkomandi einstaklingar verið án vinnu í fjögur ár eða lengur. Erfitt þykir að áætla fjöldann sem missir réttinn á næsta ári enda sé erfitt að spá um þróun á atvinnu- markaði til ársloka 2012. Hitt sé ljóst að þeim fari fjölgandi eftir því sem líður á árið 2012. Tifandi bótasprengja á leiðinni  Á næstu þremur mánuðum munu 115 missa rétt til atvinnuleysisbóta  Talið að meirihlutinn snúi sér til sveitarfélaga  Gæti reynst toppur á ísjakanum  Þörfin fyrir fjárhagsaðstoð eykst á ný í Reykjavík Helstu lykiltölur velferðasviðs 2011 Fjöldi notenda Jan - sept 2009 Jan - Jún 2010 Jan - Jún 2011 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 Aukning 2010 - 2011 Fjárhagsaðstoð 19,6% 19% 22,2% Heimildargreiðslur Notendur Fjárhagsaðstoð í milljónum jan - sept ´09 og jan - jún ´10 og ´11 200 400 600 800 1000 1200 1400 0 Heimildar- greiðslur Fjárhags- aðstoð Átaks- verkefni41 93 0, 2 72 8, 6 94 2, 1 222,8 178,2 236,6 34 31 Hækkun 2010-2011 -8,4% 32,8% 29,3% Samtals ár eða lengur á atvinnuleysisskrá Langtímaatvinnuleysi, hluti af vinnuafli Alls Þar af ekki í hlutastarfi/á hlutabótum Alls Þar af ekki í hlutastarfi/á hlutabótum Alls Karlar Konur Íslenskir Pólskir Aðrir erlendir ríkisborgarar Karlar Konur Íslenskir ríkisborgarar Pólskir ríkisborgarar Aðrir elendir ríkisborgarar 4.554/3.815 2.451/2.237 2.103/1.578 3.885/3.217 420/382 249/216 2,6%/2,4% 2,4%/1,8% 2,3%/1,9% 6,8%/6,2% 2,9%/2,5% Fjöldi útgreiddra útfararstyrkja 2007 2007 2009 2010 2011 45 62 85 62 31* *fyrstu sex mánuðir ársins Atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur, án vinnu síðan fyrir 1. mars 2008 eða lengur Samtals: 115 Áhöfuð- borgar- svæðinu: 65 Á lands- byggðinni: 44 Þar af: Erl. ríkisborg. 13 Ísl. ríkisborg. 102 Á hlutabótum 22 Á fullum bótum 93 Eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er hlutfall pólskra ríkisborg- ara sem hér eru búsettir og hafa verið án vinnu lengur en ár hátt, eða 6,8%. Það undirstrikar vanda þessa hóps að hlutfallið lækkar aðeins um 0,6% ef hlutastörf eru undanskilin. Langflestir hafa með öðrum orðum verið án vinnu í lengur en 12 mánuði. Tekið skal fram að pólskir ríkis- borgarar eru ekki einsleitur hópur á Íslandi, ekki fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags, segir að um 2.600 pólskir ríkisborgarar séu skráðir í félagið og að þar af séu um 650 án vinnu. Margir Pólverjanna sem hafi verið atvinnulausir í lengri tíma hafi komið hingað til lands til að starfa í byggingariðnaðinum. Margir þeirra hafi takmarkaða málakunnáttu og líði fyrir það á ís- lenskum vinnu- markaði, ekki síst í ljósi þess að samkeppni um störf hafi harðnað, þar með talið í af- greiðslu, þar sem góð málakunn- átta sé kostur. „Það er greinilegt samhengi á milli kunnáttu í íslensku og stöðu á vinnumarkaði. Þeir sem ekki hafa málið á valdi sínu eru í meiri hættu á að festast í atvinnuleysi,“ segir Sigurður og varar við afleið- ingum þess að í hönd fari neikvæð- ur vítahringur niðurskurðar og vaxandi atvinnuleysis. Haldi sú neikvæða hringrás áfram muni það að óbreyttu auka þörf fyrir félagsaðstoð sveitarfélaga. Þá kveðst hann óttast að fyrirhuguð hagræðing hjá hinu opinbera komi niður á atvinnuöryggi tekjulágra. Líða fyrir litla málakunnáttu MARGIR PÓLVERJAR Í EFLINGU ÁN VINNU Sigurður Bessason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.