Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 31
böllin í kirkjukjallaranum og
bernskubrek þeirra systkinanna í
Hólum. Bogga átti engin börn
sjálf en þó átti hún fleiri börn en
margur annar því hún var börn-
um systkina sinna eins og önnur
móðir. Við systurnar nutum þess í
ríkum mæli. Eftir að við eignuð-
umst börnin fylgdist hún með
þeim vaxa úr grasi, gaukaði að
þeim einu og öðru og tók þátt í lífi
okkar allra á svo ótal marga vegu.
Bogga hafði mjög gaman af því
að ferðast bæði innan lands og ut-
an. Hún vakti áhuga okkar á að
kynnast landinu betur, bauð okk-
ur með í alls kyns ferðalög og
tjaldútilegur. Hún vílaði ekki fyrir
sér að ferðast um landið hvernig
sem viðraði þótt engan ætti hún
jeppann! Margréti er mjög minn-
isstæð ferð á fermingarárinu
1965. Þá bauð Bogga henni og
Björgu vinkonu hennar í ferðalag
frá Höfn, norður um og til
Reykjavíkur. Farartækið var lítil
Volkswagen-bjalla. Á leið um
Austfirði rigndi eldi og brenni-
steini og allir litlu saklausu læk-
irnir voru orðnir að stórfljótum.
Yfir allt þetta ók Bogga á litla
bílnum eins og herforingi. Á ein-
um stað flaut bíllinn yfir ána,
studdur af vegagerðarmönnum,
annars hefði hann oltið á hliðina.
Bogga var einstaklega trygg-
lynd, örlát og umhyggjusöm en
bjóst aldrei við neinu á móti.
Greiðviknin og hjálpsemin var
henni í blóð borin. Alltaf var gist-
ing í íbúð hennar og Siggu til
reiðu fyrir okkur sem bjuggum
úti á landi. Hún náði í okkur á
flugvöllinn, skutlaði okkur þangað
sem við þurftum að fara, bauð í
mat í bankanum, lánaði bíl ef á
þurfti að halda, skoðaði íbúðir
með okkur þegar stóð til að kaupa
húsnæði, leyfði okkur að nota
þvottavélina sína, bauð í bíltúra út
fyrir bæinn, bauð í mat og kaffi
heima hjá þeim Siggu, gætti
barnanna ef á þurfti að halda og
er þá aðeins fátt eitt upptalið af
góðverkum hennar.
Bogga frænka var mjög sjálf-
stæð og kveið því að verða hjálp-
arvana og upp á aðra komin. Síð-
ustu árin fór minninu hrakandi og
hún fann æ meira fyrir því óör-
yggi sem minnistapi fylgir. Bald-
ur, hennar góði vinur, stóð þétt
við hlið hennar og veitti henni
mikið öryggi. Við þökkum honum
innilega fyrir að hafa verið henni
stoð og stytta þegar á þurfti að
halda. Segja má að það hafi verið
að hennar skapi að fá að deyja áð-
ur en heilsan brást og hún gat
ekki lengur búið út af fyrir sig.
Elsku hjartans Bogga, við
þökkum þér innilega fyrir að hafa
auðgað líf okkar og verið okkur
sönn fyrirmynd í orði og æði.
Margrét, Anna og Halldóra
Sigurðardætur og fjölskyldur.
Hún Bogga frænka mín er dá-
inn. Það er skrítin tilhugsun að
eiga ekki eftir að sjá hana aftur.
Hún var kraftmikil kona og dríf-
andi, hafði gaman af að ferðast og
hafði stundum systkinabörn sín
með sér í útilegur. Einu sinni fór-
um við Þorleifur bróðir með henni
á Strandir. Fórum við á eigin veg-
um og tókum bátinn yfir á Hest-
eyri. Gengum yfir eitt fjall og sát-
um svo veðurteppt í heila viku.
Komumst aldrei norður á Horn
en ferðin er skemmtileg í minn-
ingunni.
Bogga nennti alveg að hafa
okkur systkinabörnin með í fleira
en útilegur og það má segja að
Bogga hafi verið örlagavaldur í
mínu lífi þegar hún dreif okkur
frænkurnar, Margréti Sigurðar-
dóttur og mig, með sér á nám-
skeið í skurðlistarskóla Hannesar
Flosasonar. Ég fór í framhaldinu
á mörg námskeið og endaði með
að taka sveinspróf í myndskurði.
Bogga vílaði ekki fyrir sér smá-
muni. Eitt vor hittumst við í byrj-
un júní og ræddum um þá óhæfu
að aldrei hefði komist í verk að
halda niðjamót afa og ömmu í
Hólum. Varð úr að við skipuðum
okkur snarlega í nefnd og Önnu
Sigurðardóttur með og niðjamót-
ið haldið það sama sumar.
Bogga hafði skemmtilegan
húmor og er mér minnisstæð
heimsókn til hennar fyrst eftir að
hún flutti á Norðurbrúnina. Ég
var þá að kenna útskurð í fé-
lagsmiðstöð aldraðra í Hraun-
bænum. Einn nemandinn var með
alzheimer og ræddi ég þá reynslu
við Boggu. Var það fróðlegt sam-
tal og kom þar fram að hún hefði
greinst með þennan sjúkdóm
þremur árum áður og hefði því
drifið í því að komast í þjónustuí-
búð. Sagði hún þá: „Þegar þú ferð
í ísskápinn og hugsar hvern
andsk … er kaffikannan að gera
hér, þá veistu að eitthvað er að!“
Boggu leið vel á Norðurbrún-
inni og eignaðist þar góðan vin.
Kæra Bogga, við Binni þökkum
þér samveruna á lífsleiðinni og
vottum Baldri innilega samúð.
Anna Lilja Jónsdóttir.
Okkar ástkæra frænka Sigur-
borg Hjaltadóttir er látin og verð-
ur hún jarðsett í fallega kirkju-
garðinum við Laxá.
Bogga frænka kom oft í heim-
sókn að Seljavöllum. Við systur
hlupum þá í næsta hús til ömmu
og afa. Bogga sat glaðvær við eld-
húsborðið með fréttir og mikla
visku í farteskinu frá Reykjavík.
Hlýtt brosið mætti okkur og ekki
leið á löngu þar til Bogga flutti
ljóð enda var hún afar ljóðelsk.
Bogga frænka var hæfileikarík
á sviði lista. Hún stundaði út-
skurð, ýmiskonar hannyrðir og
málaði falleg verk. Þá lék hún
bæði á sviði og í kvikmyndum, en
það þótti okkur systrum mest
spennandi þegar Bogga frænka
kom fram í sjónvarpinu.
Bogga frænka hafði gaman af
ferðalögum og sagði hún okkur
systrum frá ferðalögum sínum
með slíkri frásagnargleði að at-
burðarásin varð ljóslifandi. Það
voru því forréttindi að ná loks að
ferðast með Boggu ásamt fleiri
fjölskyldumeðlimum til Kanar-
íeyja. Þar var Bogga frænka
hrókur alls fagnaðar og mun það
seint gleymast þegar Bogga,
amma og Helga frænka sigruðu
okkur unga og menntaða fólkið í
spurningaleik. Þessar þrjár konur
með Boggu í broddi fylkingar
sýndu okkur að lífsins skóli er
nám æðra öllu öðru námi. Sú lexía
ásamt smitandi hlátri, glaðværð
og ljóðum er minning sem aldrei
mun hverfa úr huga okkar. Allar
samverustundir sem við áttum
með Boggu frænku eru okkur
dýrmætar.
Elsku Baldur, amma, Hjálmar,
Jón, Leifi, Helga, Alla og fjöl-
skyldur, við vottum ykkur inni-
lega samúð okkar.
Hvernig sem eilífðar tímarnir tifa,
trúin hún græðir sem vorblærinn hlýr.
Myndin þin, brosið og minningin lifa,
meitluð í huganum svo fögur og skír.
(Friðrik Steingrímsson)
Halldóra Hjaltadóttir,
Fjóla Dögg Hjaltadóttir.
Kæra Bogga, í gamla daga þeg-
ar við vorum ungar sungum við
mikið þegar við vorum saman.
Alltaf var fyrst sungið: „Svífur yf-
ir Esjunni sólroðið ský.“ Báðum
þótti lagið fallegt og ljóðið gott.
Árið 1962 tókum við upp á því að
kaupa okkur Volkswagen-bjöllu
saman. Eftir það fórst þú í tjaldú-
tilegu næstum á hverri helgi yfir
sumartímann í mörg ár. Ég fór
nokkrum sinnum með þér. Mér
fannst þú vera gallalaus. En þú
hafðir samt einn galla. Þú vildir
sofa til hádegis á sunnudags-
morgnum.
Einu sinni tjölduðum við í landi
Seljavalla undir Eyjafjöllum. Um
kvöldið gengum við upp að laug-
inni. Datt okkur nú í hug að fara í
bað en höfðum gleymt sundfötun-
um. Það var mikið slý í lauginni.
Okkur leist ekki á að fara fatalaus
ofan í hana. Svo við hættum við til
guðs lukku því skömmu seinna
kom stór ferðahópur gangandi.
Morguninn eftir vöknuðum við ég
og Þorbergur sonur minn
snemma eins og við vorum vön.
Hann náði sér í pott og sleif og tók
að berja pottinn og syngja fullum
hálsi vísuna: „Ég á gamla frænku
sem heitir Ingeborg…“ o.s.frv. Þú
rumskaðir ekki. En ég tók það ráð
að fara í fjallgöngu með drenginn.
Fjöllin undir fjöllunum eru skrít-
in, stallur af stalli. Við komumst
aldrei á toppinn, snérum við undir
hádegi. Þá varst þú vöknuð og
tekin til við að nota pott og sleif
við að útbúa morgunverð handa
okkur. Endurnærð af öllu góðu
héldum við af stað til Kirkjubæj-
arklausturs og sungum að sjálf-
sögðu: „Svífur yfir Esjunni sól-
roðið ský,“ stoppuðum á leiðinni
við Laufskálavörður, hlóðum þar
vörður ég og sonur minn. Þú
sagðir að það ættu allir að gera í
fyrsta sinn sem þar væri farið um,
það væri fararheill til framtíðar.
Mín kæra, þakka þér allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman og góðu ráðin sem
þú gafst mér. Kannski eigum við
eftir að hittast einhvers staðar
einhvern tímann aftur og syngja
saman um sólroðin ský yfir Esj-
unni, Miðfellstindi, Njörfatindum
eða einhverju öðru fallegu fjalli.
Hugsunin er heillandi. Mín kæra
Bogga, blessuð sé minning þín.
Steinunn B. Sigurðardóttir.
Skálatindar skína glatt, Berg-
árdalurinn brosir breitt, Bogga er
komin heim.
Bogga var sjálfstæð í hugsun
og gleðigjafi hvert sem leiðir lágu
og að hverju sem hún vann. Í
starfi lagði hún haga hönd að
hverju verki og leysti þau óaðfinn-
anlega.
Er við hjónin heilsuðum upp á
hana í viðtalstíma á Landspítalan-
um 21. ágúst síðastliðinn á afmæli
afa okkar Þorleifs Jónssonar lá
hún ein í herbergi á efstu hæð og
sól skein í heiði inn um suður-
gluggann. Hún fagnaði komu okk-
ar eins og hún var vön, brosmild
en þreytuleg. Hún sagði: „Fólkið
er yndislegt og vel er hugsað um
mig en það er leiðinlegt ef ég þarf
að liggja svona lengi.“ Við skild-
um klukkan fjögur og ég hét
henni þá að líta til hennar á morg-
un en klukkan ellefu um kvöldið
var hún örend.
Síðustu árin bjó hún á Norð-
urbrún 1 og naut þar vináttu
Baldurs Sigurjónssonar sem býr í
sömu blokk. Þau höfðu gaman af
gönguferðum og tóku strætó í bæ-
inn og sátu saman á kaffihúsum
og höfðu gaman af að hitta fólk.
Fjölskyldan þakkar Baldri af
heilum hug allt sem hann lagði af
mörkum til að hún gæti lifað sjálf-
stæðu lífi.
Jón Hjaltason.
Reynistaðinn röskar meyjar byggja.
Þannig hófst bragur sem Sig-
urborg Hjaltadóttir orti um her-
bergissystur sínar á Húsmæðra-
skólanum á Hallormsstað um
miðjan fimmta áratug síðustu ald-
ar. Að sjálfsögðu var ein vísan um
hana sjálfa og hljóðaði svo:
Fáar sorgir Sigurborgu hrella.
Morgunsvæf er manneskjan,
mér líst ekki á það sem hún kann.
Léttur húmor og alvara í bland.
Þannig var Bogga. Við vorum
samtíða á Hallormsstað í tvo vet-
ur og það voru okkar fyrstu kynni
sem efldust og urðu nánari nokkr-
um árum síðar þegar hún varð
mágkona mín. Þótt vík yrði milli
vina þegar Bogga flutti til
Reykjavíkur var hún ótrúlega
dugleg að koma austur í Horna-
fjörð og vílaði ekki fyrir sér að
keyra „hringinn“ áður en brýr og
malbik komu til sögunnar og
styttu leiðina.
Heimili hennar og öndvegis-
konunnar Sigríðar Gísladóttur
stóð okkur hjónunum ávallt opið.
Þar var ekki einungis húsrúm,
þar var líka hjartarúm. Á erfiðu
tímabili í lífi okkar skipti það
sköpum.
Þegar hringvegurinn komst í
gagnið 1974 urðu samfundir tíð-
ari. Dætrum okkar Sigurðar þótti
meira en lítið gaman að fá Boggu í
heimsókn í páska- og sumarfríum
og ekki var verra ef hún kom með
einhverja vinkonu sína með sér.
Hún Bogga átti svo skemmtilegar
vinkonur.
Ferðafélagið Hjasss fékk nafn
sitt af upphafsstöfum félaganna:
Helgu, Jóns, Aðalheiðar, Stein-
unnar, Sigurborgar og Sigurðar.
Eina viku á sumri var farið í
„bankabústað“ í boði Boggu.
Þessir bústaðir voru (og eru) vítt
og breitt um landið og gáfust því
ágæt tækifæri til að kanna
ókunnar slóðir.
Síðsumars lá leiðin til Austur-
lands, þá var dvalið í bústað á Ein-
arsstöðum og dagarnir notaðir til
berjatínslu uppi á Héraði eða
niðri í fjörðum. Bogga var ekki
áköf berjatínslukona en umbar af
stillingu þaulsætni okkar hinna
við berjaþúfurnar! Á kvöldin, inni
í notalegum bústaðnum, var oft
glatt á hjalla og stundum lyft
glasi. Við eitt slíkt tækifæri fann
Bogga upp samheitið „drykk-
felldu systkinin frá Hólum“ og
átti þar við sjálfa sig og bræður
sína tvo, Sigurð og Jón. Ferða-
félagið átti það líka til að bregða
sér út fyrir landsteinana og er
margs að minnast frá þeim æv-
intýrum.
Minnisstæðust er mér þó ferð-
in sem við Bogga fórum tvær
saman í kringum landið með tjald,
prímus, svefnpoka og nesti.
Ferðamáti sem okkur á þeim tíma
þótti bestur.
Elsku Bogga mín. Nú þegar
leiðir skilur um sinn er mér þakk-
læti efst í huga, þakklæti fyrir
allt. Ég veit að þú verður í mót-
tökunefndinni þegar ég kem til
sumarlandsins þar sem þú ert
núna.
Aðalheiður Geirsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL ÁSGEIR TRYGGVASON
fv. sendiherra,
andaðist í faðmi fjölskyldunnar á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi fimmtu-
dagsins 1. september.
Dóra Pálsdóttir, Jens Tollefsen,
Tryggvi Pálsson, Rannveig Gunnarsdóttir,
Herdís Pálsdóttir, Þórhallur Guðmundsson,
Ásgeir Pálsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir,
Sólveig Pálsdóttir, Torfi Þ. Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN EBBA JÖRUNDSDÓTTIR,
Hlaðbrekku 22,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
laugardaginn 27. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn
6. september kl. 15.00.
Sigurður Jörundur Sigurðsson, Hrefna Erna Jónsdóttir,
Gunnar Kristján Sigurðsson,
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Barbara Sigurðsson,
Óskar Sigurðsson,
Jón Sigurðsson, Jóhanna Hannesdóttir,
Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir, Guðbjörn Baldvinsson,
Jens Sigurðsson, Auður Fr. Halldórsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæra bróður,
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR
frá Arnarhvoli,
Breiðdalsvík,
sem lést föstudaginn 15. júlí.
Sérstakar þakkir til Ragnheiðar Rafnsdóttur hjúkrunarkonu og
annars starfsfólks á hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði.
Bergþóra Sigurðardóttir,
Helga Sigurðardóttir.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
RAGNHILDAR RICHTER,
Bústaðavegi 79.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild V-3
á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun.
Kristján, Þórdís, Ingibjörg, Ragnhildur og María Richter
og fjölskyldur.
✝
GUNNAR HALLDÓRSSON
bóndi
á Gunnarsstöðum
í Þistilfirði
er látinn.
Aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR,
Dúdda,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðviku-
daginn 31. ágúst.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. september
kl. 15.00.
Friðrik Dagsson,
María Dagsdóttir, Jón Ásbergsson,
Jón Kr. Dagsson, Erla B. Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JENNÝ JÓNSDÓTTIR,
andaðist að dvalarheimilinu Kjarnalundi,
Akureyri, föstudaginn 26. ágúst.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sveinn Þórðarson,
Margrét Þórðardóttir, Grettir Frímannsson,
Jóna Þórðardóttir, Steindór Kárason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg frænka okkar,
MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
miðvikudaginn 31. ágúst.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Dóra Pétursdóttir,
Pálína Margrét Rúnarsdóttir,
Guðrún Brynja Rúnarsdóttir.