Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 43
Þaulvanir tónlistarmenn komu að Blæ. Edgar Smári samdi lögin, söng og
lék á kassagítar; Björn Ólafsson lék á trommur, Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson á kontrabassa, Ómar Guðjónsson á gítar, rafgítar og slagverk
og sá um útsetningar og stjórnaði upptökum og Guðmundur Kristinn
Jónsson (Kiddi Hjálmur) hljóðblandaði og tónjafnaði. Edgar gefur plöt-
una út sjálfur, undir merki Söngmáls ehf.
Vanir menn
PLATAN BLÆR
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Söngvarinn og lagasmiðurinn Edgar
Smári Atlason sendi hinn 1. sept-
ember sl. frá sér plötuna Blær og er
hún fyrsta sólóplata hans með frum-
sömdu efni. Á plötunni er Edgar á
ljúfum nótum og syngur lög sín við
ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi, Jakobs Jóh. Smára, Tómasar
Guðmundssonar, Sigtryggs Bald-
urssonar og Matthíasar Jóhannessen.
Í þeim má finna rómantík, hlýju, ást
og náttúrustemningar, svo eitthvað
sé nefnt. Spurður að því hvers vegna
ljóðin séu öll eftir karlmenn segir
Edgar enga sérstaka ástæðu fyrir því
en hugsanlega eigi hann auðveldara
með að setja sig inn í hugarheim
þeirra en kvenkyns höfunda.
Mörg fjaran sopin
Edgar hefur komið víða fram sem
söngvari á undanförnum árum, m.a. í
Söngvakeppni Sjónvarpsins og á jóla-
tónleikum Björgvins Halldórssonar
auk þess að syngja á gospeltónleikum
með Fíladelfíukórnum. Þá má einnig
geta þess að Edgar var í fyrstu
strákasöngsveit Íslands, Luxor, sem
umboðsmaður Íslands, Einar Bárð-
arson, kom á koppinn. „Það er líf eftir
Luxor,“ segir Edgar kíminn. Hann
var einnig í hljómsveitinni Stoneslin-
ger sem síðar varð Benny Crespo’s
Gang og hefur því marga fjöruna sop-
ið í bransanum.
Edgar segist lengi hafa gælt við að
gefa út aðra plötu en fyrsta sólóplat-
an sem hann gaf út var Ferðalangur
og kom hún út árið 2006. Þá söng
hann inn á dúettaplötu með Valgerði
Guðnadóttur, Bréfbát, lög eftir Jó-
hann Helgason en sú plata kom út í
byrjun árs.
Vandinn að finna konsept
„Mig vantaði bara alltaf eitthvert
konsept, að vera með eitthvert mark-
mið, hún þurfti að vera heilsteypt og
flott. Þannig að ég ákvað bara að kýla
á íslenska ljóðahöfunda, karlmenn, og
fór að sanka að mér ljóðum í fyrra og
lesa margar bækur, ljóðabækur. Ég
treysti mér ekki til að semja texta
sjálfur en ég get samið laglínur og
lög,“ segir Edgar um Blæ. Hann hafi í
fyrra farið að leggja drög að plötunni
og fengið gítarleikarann Ómar Guð-
jónsson til að hjálpa sér með útsetn-
ingar og sjá um að smala í hljómsveit.
Kiddi Hjálmur sá um hljóðblöndun og
tónjöfnun en hljómsveitin æfði lögin
áður en í hljóðver var haldið, í júní sl.
Lögin voru tekin upp „live“ til að fá
meira líf í tónlistina, að sögn Edgars.
„Það er ekkert „auto-tune“ á söngn-
um eða neitt, þetta er bara sungið og
ekkert verið að laga neitt,“ segir Edg-
ar. Platan sé lífrænt ræktuð.
Þess má að lokum geta að hluti
ágóðans af sölu plötunnar mun renna
til Samhjálpar.
„Það er líf
eftir Luxor“
Edgar Smári gefur út plötu með
eigin lögum við valin ljóð eftir karl-
menn Platan var tekin upp „live“
til að gera hana líflegri
Morgunblaðið/Kristinn
Ljúfur Plata Edgars Smára samanstendur af fallegum, hugljúfum lögum, sungnum af næmni og natni.
Leikkonan Alyssa Milano er í skýj-
unum yfir nýju hlutverki, en hún eign-
aðist son sl. miðvikudag. Um er að
ræða frumburð Milano og eiginmanns
hennar Davids Bugliaris, umboðs-
manns í Hollywood, en þau gengu í
hjónaband árið 2009. Sonurinn hefur
hlotið nafnið Milo Thomas Bugliari.
Skömmu eftir fæðinguna skrifaði
Milano á Twitter að sér fyndist hjarta
sitt hafa þrefaldast að stærð nú þegar
sonurinn væri kominn í heiminn og
hjartað þyrfti að rúma þá miklu ást
sem hún bæri til hans. „Ást mín til
hans er meiri en sem nemur öllum
laufblöðum heims.“
Milano er þekktust fyrir leik sinn í
vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við
Who’s the boss, Charmed og Melrose
Place.
Milano eignast son
Reuters
Sælleg Alyssa Milano er að springa úr
ást á nýfæddum syni sínum.
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
A.K. - DV
FRÁBÆR ÍSLENSK
GAMANMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
SUPER SIZE ME
5%
Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN
T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
30 MINUTES OR LESS LÚXUS KL. 1 - 3 - 6 - 8 - 10 14
30 MINUTES OR LESS KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 6 - 8 - 10 14
Á ANNAN VEG KL. 8 10
THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
SPY KIDS 4 4D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.50 - 8 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 10 14
STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 L
STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L
FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12
30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14
THE CHANGE-UP KL. 2 (TILBOÐ) - 4 - 6 - 8 - 10 14
SPY KIDS 4 4D KL. 6 L
STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 2 (TILBOÐ) - 4 L
Á ANNAN VEG KL. 6 - 8 - 10 10
30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14
THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14
GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 L
SPY KIDS 4 4D KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 L
STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 3.20 ( TILBOÐ) L
CONAN THE BARBARIAN KL. 10.20 16
ONE DAY KL. 5.30 - 8 L
THE SMURFS 2D ENS. TAL KL. 3.20(TILBOÐ) L
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE DEVILS DOUBLE LAUGARD. Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:20
THE DEVILS DOUBLE SUNNUD. Sýnd kl. 8 - 10:20
THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8 - 10:20
SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 - 6
CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20
STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 - 6
STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (700kr.) - 4
HÖRKU SPENNUMYND
HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR
HEFURÐU EINHVERN TÍMANN
VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR?
FRÁ LEIKSTJÓRA
WEDDING CRASHERS
OG HANDRITSHÖFUNDUM
THE HANGOVER
Í FYRSTA SINN
Á ÍSLANDI!
BÍÓMYND
Í FJÓRVÍDD!
BYGGÐ Á SANNRI SÖGU!
ÞRÆLMÖGNUÐ MYND UM SON
SADDAM HUSSEIN
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
Hvar í strumpanum
erum við ?
Sýnd í 3D með
íslensku tali
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag!
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU