Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Árvökul á Alþingi Ragnheiður Elín Árnadóttir sýnir Guðlaugi Þór Þórðarsyni frétt af mbl.is, þess efnis að kín- verski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo gæti þurft að hætta við kaupin á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Eggert Fiskveiðistjórn- arfrumvarp ríkisstjórn- arinnar hefur ekki hlot- ið blendnar viðtökur. Þær hafa verið hreint út sagt hörmulegar. Allir þeir sem hafa farið yfir það efnislega hafa gefið því algjöra falleinkunn. Gildir einu hver hefur átt í hlut. Fræðimenn, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kallað til, aðrir fræðimenn, lögfræðingar, sjó- menn, ASÍ heildarsamtök launafólks, sveitarfélög, útvegsmenn, smábáta- eigendur, sveitarfélög, fjármálstofn- anir og endurskoðendur. Allt er á einn veg. Allir þessir aðilar vara við frumvarpinu og afleiðingum þess og vilja að það verði lagt til hliðar og byrjað að nýju. Í lýðræðisríkjum þar sem tekið er mark á orðræðunni hefði mátt ætla að stjórnvöld brygðust við með ábyrgum hætti og tækju tillit til svo víðtækra og alvarlegra aðvarana. En varðandi sjávarútvegsfrumvarpið virðist annað gilda. Aðvörunarorðin eru að litlu höfð og skollaeyrum skellt við málefnalegum og ítarlegum ábendingum þeirra sem gleggst þekkja til. Þetta er auðvitað mikið áhyggju- efni. Ekkert lært og engu gleymt Hversu margir hafa ekki talað um að á liðnum árum hafi menn brennt sig á því að taka ekki viðvörunarorð al- varlega þegar stórmál voru á ferðinni? Hversu oft hefur ekki verið sagt að ein ástæða efnahagshrunsins hafi einmitt verið sú að ekki hafi nægjanlega grannt verið hlustað á ábendingar þeirra sem vöruðu við? Af því sem sagt hefur verið mátti ætla að menn brenndu sig ekki á því núna að hlusta ekki á málefnalegar ábendingar. En það er eins og þeir sem um stjórnvölinn halda, hafi engu gleymt og ekkert lært. Viðbrögðin hafa verið slík. Í stað þess að takast á við um- ræðuna með málefnalegum hætti og sýna henni virðingu, hafa viðbrögðin verið þau að svara með skítkasti og fullkomnu hirðuleysi. Það sem sagt hefur verið um sjáv- arútvegsfrumvarpið hefur nefnilega ekki verið neitt smálegt. Og þeim sem viðvörunarorðin hafa mælt verður seint brugðið um þekkingarleysi á málaflokknum. Þvert á móti. En þá hefur verið lagst í forarpyttinn og skítkastinu beint yfir þá sem hafa vog- að sér að gagnrýna. Þetta er ekki bara aumkunarvert, heldur auðvitað stór- háskalegt og ber ekki vitni um vilja til lýðræðislegrar, upplýstrar umræðu. Einn gúmoren Sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd Alþingis bað fjár- málastofnanir um álit á sjávarútvegs- frumvarpinu. Af hverju skyldi það nú hafa verið? Jú, svarið er augljóst. Málið varðar þessar stofnanir. Sjáv- arútvegurinn er slík atvinnugrein í samfélagi okkar að fjármálastofnanir hafa eðli málsins vegna mikilla hags- muna að gæta. Leikreglur sjáv- arútvegsins munu ráða miklu um það hvernig fyrirtækjum í greininni mun ganga að ráða við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Staða fjár- málastofnana er ekki einkamál þeirra. Það ættum við að minnsta kosti að muna núna, þremur árum eftir bankahrunið. Þegar þessar stofnanir senda okkur í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd síðan álit sitt þá fá þær bara einn gúmoren frá for- ystu nefndarinnar og þeim líkt við eiturlyfjasjúklinga. Er hægt að lúta lægra? Finnst mönnum það lítið mál að lagt sé fram frumvarp sem mun hafa í för með sér tuga milljarða tap fjármálafyr- irtækja? Viðbrögðin sem við höfum heyrt og séð gefa því miður til kynna að slíkt sé talið léttvægt. Blasir það ekki við hverjar afleiðingarnar verða fyrir samfélagið, þegar fjármálastofnunum er greitt slíkt högg? Það verður ekki einkamál fjármálastofnananna. Það hefur afleiðingar fyrir samfélagið allt. Í fyrsta lagi með því að kjör viðskiptavina þeirra munu versna og þessi fyrirtæki sem eru í eigu ríkisins að ein- hverju eða miklu leyti munu rýrna að verð- gildi. Því miður hafa viðbrögðin líka verið á þann veg að skilja má að þessar upp- lýsingar fjármálastofnananna hafi ekki komið á óvart. Hvað er hér verið að fara? Er verið að segja okkur að þeir sem ábyrgð beri á frumvarpinu hafi vitað um afleiðingarnar, en lagt það fram engu að síður? Hafi sem sagt vísvitandi viljað festa í lög hug- myndir sem kostuðu ríkissjóð (skatt- borgara) stórfé. Það hafi bara átt að vera herkostnaðurinn af þeirri póli- tísku hugmyndafræði sem að baki bjó. Alvarlegast er að sjávar- útvegurinn verður veikari En svo alvarlegt sem þetta er, telst þó annað sýnu verra. Þessar upplýs- ingar segja okkur að verði sjáv- arútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum þá muni sjávarútvegurinn verða veikari, óhagkvæmari og þess vegna síður í stakk búinn til þess að standa við fjárhagslegar skuldbind- ingar sínar. Þær skuldbindingar sem útgerðir og fiskvinnslur öxluðu í góðri trú verða þeim ofviða og þær tapast. Og þetta á ekki bara við um sjávarútveginn, heldur verða áhrifin víðtækari. Það verða ekki bara fjár- málafyrirtækin sem munu bera þetta tap. Það mun líka bitna á við- skiptavinum, starfsfólki, sveit- arfélögum og ríki. Raunar samfélag- inu í heild. Í þessu ljósi er ábyrgð þeirra sem hafa vélað um sjávarútvegs- frumvarpið mikil. Sú ábyrgð er ekki einasta á herðum ráðherrans sem mælti fyrir málinu, heldur ekki síður þeirra sem höfðu beinan atbeina að því. Það ætti að vera í fersku minni að ábyrgð þeirra sem annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi hafa stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu er mikil og ald- eilis ekki léttvæg. Innan þingflokka stjórnarflokk- anna er margt ágætt fólk sem vill örugglega ekki vinna með þessum hætti. Það hlýtur nú að taka í taum- ana og koma í veg fyrir að haldið verði áfram því feigðarflani sem hef- ur verið á öllum málatilbúnaðinum í kring um undirbúning hins alræmda fiskveiðistjórnarfrumvarps. Skollaeyrun alræmdu Þegar svo við bætist að með gild- um rökum hefur því verið haldið fram að frumvarpið sé beinlínis stjórnarskrárbrot ætti það að vera óhugsandi að þingmenn sem ritað hafa eið að stjórnarskránni, láti sér til hugar koma að halda áfram þess- um hildarleik. Því miður hafa við- brögðin enn sem komið er þó ekki gefið neitt til kynna í þá veru. Á með- an rökum er svarað með skítkasti og vönduðum álitum mætt með brigsl- yrðum, þá er ekki við góðu að búast. Það veit nefnilega ekki á gott þeg- ar hinum alræmdu skollaeyrum er sí- fellt skellt við viðvörunarorðum þeirra er gerst þekkja til. Eftir Einar K. Guðfinnsson » Það veit nefnilega ekki á gott þegar hinum alræmdu skollaeyrum er sífellt skellt við viðvörunar- orðum þeirra er gerst þekkja til. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður, sem á sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefnd Alþingis. Skollaeyrun alræmdu Ég er nærri hættur að horfa á umræðu- þætti í sjónvarpinu. Venjulega snúast þeir upp í þrætur og pex, þar sem orð stendur gegn orði og áheyrand- inn er jafnnær að þætti loknum. Ég ætlaði þó að gera undantekningu og horfa á þau Andreu J. Ólafsdóttur og Vil- hjálm Bjarnason tala um verðtrygg- inguna, ekki alls fyrir löngu, vegna þess að hún hefur lengi verið mér áhugamál, ég hef kynnt mér hana og afleiðingar hennar meira en margur annar og skrifað um hana greinar, fleiri en eina. – En ég gafst upp. Mér blöskraði svo mont og óskammfeilni Vilhjálms Bjarnasonar, að ég lokaði sjónvarpinu. Auðvitað veit Vilhjálmur eins og allir aðrir (eða veit hann það kannski ekki?), að fjöldi manna á Íslandi hefur misst aleigu sína, eingöngu vegna þess hvernig verðtryggingin hefur verið framkvæmd, og að enn fleiri hafa orðið að lifa við fátækt og örygg- isleysi af þessari sömu ástæðu. Samt dirfist hann að koma fram í sjónvarp- inu og halda því blákalt fram að þetta sé allt í bezta lagi. Ekkert að. Og hann gerði meira. Hann reyndi að telja fólki trú um að verðtryggingin væri slík heillaþúfa hins íslenzka samfélags, að við mættum ekki án hennar vera. Ef við afnæmum hana, myndi lífeyriskerfi landsmanna hrynja, Íbúðalánasjóður myndi hrynja og … ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að segja að bankakerfið myndi hrynja líka … en þá skellti ég fjarstýringunni á hann og leyfði hon- um ekki að botna setn- inguna. Það var ekki hægt að sitja endalaust undir öðru eins og þessu. En: Ef verðtrygg- ingin er svona dásam- leg, eins og Vilhjálmur og sálufélagar hans segja, hvers vegna má hún þá ekki breiða sína líknandi verndarvængi yfir okkur, gamla fólk- ið, og yfir ungu hjónin sem eru núna að koma sér upp þaki yfir höfuðið, við von- lausar aðstæður? Hvers vegna má ellilífeyririnn okkar ekki taka risa- stökk upp á við, um leið og skuldir barnanna okkar rjúka upp úr öllu valdi? Og hvers vegna mega laun ungu hjónanna ekki hækka jafnt og skuldirnar þeirra? Þetta get ég sagt Vilhjálmi Bjarna- syni og öllum hinum: Það er vegna þess, að það hentar ekki hagsmunum íslenzka þjófa- félagsins að allir sitji við sama borð, eins og ráð var fyrir gert í hinum upphaflegu „Ólafslögum“. Allir áttu að njóta verðtryggingar, einnig aldr- aðir og aðrir bótaþegar. (Sjá m.a. Lagasafn I. bindi 1983). En þetta hentaði ekki mafíu Mammons á Ís- landi. Hún hefur aldrei getað sætt sig við að íslenzkum almenningi líði vel í landi sínu. Þess vegna varð að breyta „Ólafslögunum“ og opna þar leiðir til eignatilfærslu og gripdeilda – eins og raun varð á, heldur betur. Og svo koma menn í sjónvarp, þykjast vera sérfræðingar, og verja þetta athæfi í líf og blóð! Ég tek skýrt fram, að þegar ég tala um ung hjón sem reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið, þá á ég auðvit- að ekki við snobb- og dekurkynslóð- ina á mestu braskárunum, sem sló lán út og suður til þess að þjóna ein- hverjum bjálfalegum hégómaskap – og vera fín eins og hitt fólkið. Nei, ég er vitaskuld að tala um alla hina, fólk- ið sem barðist áfram áður en gullæðið rann á þjóðina, og ég er að tala um unga fólkið núna, sem reynir að standa á eigin fótum, en sér ekki fram úr vandræðunum. Hins ber einnig að geta, svo allrar sanngirni sé gætt, að jafnvel á svæsn- ustu braskárunum, var alltaf til ungt fólk, innan um og saman við, sem lifði skynsamlega og var með báða fætur á jörðinni. Greinar mínar um verðtrygg- inguna hafa alltaf vakið athygli, og marga þakkarkveðju hef ég fengið fyrir þær. (Einn sendi mér þó hroka- fullt hótunarbréf hingað heim í stofu – einu skriflegu hótunina, sem ég hef fengið á meira en 40 ára ritferli. Það fannst mér gaman!). Ég neita því ekki, að ég hafi stundum kveðið fast að orði, en annað hvort er að tala svo eftir sé tekið eða þegja, eins og Pétur læknir sagði forðum. Ég starfaði í háttvirtu Alþingi í 18 – átján – ár, og ég hef heyrt fleiri rök með og móti verðtryggingu og fram- kvæmd hennar en möppudýrin í fíla- beinsturnum sínum. Ég hef einnig, – af vissum ástæðum – haft óvenjugott tækifæri til þess að heyra andann í al- menningi til þessara mála. En það er efni í annan pistil. Kópavogi í ágúst 2011. Undarleg bíræfni Eftir Valgeir Sigurðsson »… ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að segja að bankakerfið myndi hrynja líka … Valgeir Sigurðsson Höfundur er fyrrv. blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.