Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 Rímnasmiðurinn mikli á Sódómu Árni Matthíasson arnim@mbl.is Bandaríski rapparinn Sage Francis, einn fremsti rímsmiður seinni tíma, heldur tónleika á Sódómu í kvöld kl. 22.00. Hann hefur áður komið hingað til lands, en níu ár eru frá síðustu tón- leikum. Sage, sem heitir fullu nafni Paul Francis er ekki bara snjall há- pólitískur rímnasmiður heldur er hann margfaldur meistari í spuna og hefur staðið í framlínu spunaskálda síðustu ár. Tónlistin var athvarf Átta ára gamall var Sage farinn að yrkja og tólf ára kominn upp á svið. Hann hreifst af hipphopp barnungur, líkt og fjölmargir hvítir rapparar sem urðu áberandi í lok síðustu aldar og upphafi þessarar. Hann lét þau orð falla einhverju sinni að hipphopp hafi kennt sér meira um lífið en hann lærði í skóla, en tónlistin var honum líka athvarf frá erfiðri æsku – móðir hans var virkur alkóhólisti og faðirinn heróínfíkill sem lést úr of stórum skammti þegar piltur var unglingur. Þrátt fyrir mikinn rappáhuga fór Sage að fikta við rokk í miðskóla, en venti sínu kvæði í kross er ljóðskáld kom í heimsókn í skólann og las upp af þvílíkum krafti að upp frá því komst ekki annað að hjá pilti en rímnagerð og aðrar yrkingar. Fyrstu plöturnar voru „mixteip“, plötur þar sem öllu ægði saman, rétt eins og detta inn á fjörugt ljóðaslamm með góðum skammti af hipphoppi; Sick of Waiting, sem kom út 1999, Still Sick … Urine Trouble kom 2000 og Sick of Waiting Tables 2001. Fyrsta eiginlega breiðskífan var svo meist- araverkið Personal Journals sem kom út 2002, en síðan hafa komið A Healthy Distrust 2005, Human the Death Dance 2007 og Li(f)e 2010. Hann gerði einnig plötu, Hope, með rokkvinum sínum Non Prophets og gaf út 2003. Fullt af plötum Fleiri skífur hafa komið út í Sick- röðinni: The Known Unsoldier, „Sick of Waging War …“ 2002, Sickly Bus- iness 2004, Still Sickly Business 2005 og Sick of Wasting 2009. Þær hafa ekki fengið almenna dreifingu en hægt að kaupa þær á vefsetri kapp- ans og á tónleikum hans. Upphitun fyrir Sage Francis annast Ha Why? – samstarf þeirra Elvars Gunnarssonar og Barna Rafns Ragnassonar, sem eru að vinna að breiðskífu um þessar mundir, og samstarfsmaður Sage Francis frá Rhode Island, B. Dolan.  Sage Francis, margfaldur meistari í spuna, heldur tónleika í kvöld Spunaskáld Bandaríski rapparinn Sage Francis, einn fremsti rímsmiður seinni tíma, heldur tónleika á Sódómu í kvöld. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is „Svona er þetta gert í Þýskalandi, nema hvað þetta er enn glæsilegra hér,“ segir Erró þegar hann sest nið- ur með blaðamönnum við hlaðið borð af kræsingum í Hafnarhúsinu til að fjalla um nýja sýningu sína Erró – Teikningar. Einhver hefur á orði að þessi uppstilling líkist einna helst Síðustu kvöldmáltíðinni þar sem Erró situr fyrir miðju langborðsins og lærisveinarnir raða sér í kringum hann. „Ég hef oft verið mjög heppinn. Þegar ég var að klára Myndlista- og handíðaskólann langaði mig að fara út og þá keypti frænka mín happ- drættismiða og hún vann út á hann mikla peninga. Þannig komst ég til Osló. Mér leist ekkert á Kaupmanna- höfn þar sem málverkin þaðan voru allt of græn. Mér leist betur á Noreg, þar gat ég líka farið á skíði,“ segir Erró og hlær þegar hann rifjar upp gamla tíma. Vildi vera eins og Kjarval Á meðan lærisveinarnir bæta á sig brauði og bakkelsi segir Erró okkur frá einum helsta áhrifavaldi sínum í myndlistinni. „Kjarval kom á hverju sumri á Klaustur og vinnustofa hans var rétt hjá heimili mínu. Hann kom svo með myndirnar af landslaginu á hverju kvöldi og ég fylgdist með hon- um vinna, alveg undrandi. Svo þegar hann fór í lok sumars skildi hann eftir túpur og léreft fyrir mig. Svo fór ég á sama stað og hann og málaði og reyndi að gera eins og hann.“ Erró stendur síðan upp eftir kaffi- bollann og fylgir lærisveinunum í gegnum sýninguna. Elsta verkið á sýningunni er frá 1944 eða frá því að Erró var 12 ára gam- all. „Ég valdi teikningarnar sem ég kom með frá Frakk- landi og svo þegar ég kom hingað og fór í gegnum þær teikningar sem voru hér sá ég margar sem ég var búinn að gleyma. Ég hef sérstaklega gaman af kassanum með mynd- unum af Systrastapa,“ segir Erró og það hafa lærisveinarnir líka. Myndirnar af Systrastapa sýna að þjóðsagan af nunnunum tveimur sem eru sagðar eiga legstað uppi á Systrastapa var Erró greinilega hug- leikin. Þegar Erró er inntur eftir því hvort hann sé enn að teikna segir hann: „Ég teikna auðvitað skissur og svo teikna ég áður en ég mála og svo þegar ég er búinn að mála teikna ég aftur yfir, ég er því sífellt að teikna. Margir halda að ég teikni aldrei en það er ekki satt.“ Sýningin gefur glögga mynd af fjölbreyttum stíl Er- rós og er sérstaklega gaman að sjá hvernig skissur urðu að málverkum og eins að fá innsýn í skissubækur hans. Núið skiptir máli Þegar lærisveinarnir hafa drukkið í sig fróðleikinn frá listamanninum liggur beinast við að spyrja hvort honum þyki ekki erfitt að gerast svo persónulegur eins og hann er í þess- ari sýningu. „Það sem búið er skiptir ekki máli lengur. Það er persónulegt sem maður er að gera og hugsa núna en það sem er búið er bara búið.“ Erró vinnur nú að teikningum í barnalegum stíl og segir útilokað að lýsa þeim. Eflaust má rekja upphaf þess til vinnu hans með börnum á lít- illi franskri eyju, Réunion, í Ind- landshafinu. „Einu sinni skildi ég eft- ir 1.000 krossviðarplötur þar í mismunandi stærð fyrir börnin til að búa til maska. Þegar ég kom til baka tveimur árum síðar voru allir mask- arnir tilbúnir eftir krakka frá Afríku, Kína, Frakklandi, Indlandi og fleiri löndum. Mig langar til að fara þangað aftur og á eflaust eftir að gera það.“ Sýnir í Hannover Eftir opnun á sýningunni hér ligg- ur leið Errós til Hannover þar sem hann er að setja upp sýningu sem verður opnuð hinn 6. október næst- komandi. Þar verða 40-50 myndir eft- ir Erró og er sýningin sett upp í tengslum við Bókamessuna í Frank- furt og mun þar einnig vera sýning eftir Gabríelu Friðriksdóttur. Erró sest niður með lærisveinum sínum að leiðsögninni lokinni og þeir gæða sér aftur á veitingunum. Læri- sveinarnir þakka Erró í hljóði fyrir að færa þessa þýsku hefð til Íslands þegar þeir sporðrenna enn einu vín- arbrauðinu. Fór til Osló út á happdrættismiða  Sýningin Erró – Teikningar opnar á morgun í Hafn- arhúsinu  Íslend- ingum gefst tæki- færi til að fá inn- sýn í sjaldséðan heim listamannsins Morgunblaðið/Ernir Erró Í Hafnarhúsinu gerist Erró persónulegur þegar hann sýnir teikningar frá upphafi ferils síns til dagsins í dag þó að hann vilji ekki gera mikið úr því. Erró er líklegast minnst þekktur fyrir teikningar sín- ar en þær hafa óneitanlega skipað stóran sess af hans sögu. Nú gefst Ís- lendingum kostur á að sjá um 200 verk eftir Erró á nýrri sýningu í Hafn- arhúsinu. Verkin spanna alla listamannsævi Erró eða frá því að hann var 12 ára gamall til dagsins í dag. Þar gefur að líta fjölbreyttar aðferðir hans og tækni og eins upphaf klippi- verka hans. Sýningarstjóri er Danielle Kvar- an, góð vinkona Errós, sem hefur í samvinnu við listamanninn skipu- lagt sýninguna. Myndirnar koma annars vegar úr einkasafni lista- mannsins og hins vegar úr safni Listasafns Reykjavíkur. Erró – teikningar SÝNING Í HAFNARHÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.