Morgunblaðið - 16.09.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 16.09.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Guðbjartur Hannesson velferð-arráðherra svaraði fyrirspurn á þingi í gær um málefni Heilsu- stofnunarinnar í Hveragerði, en þar hefur sem kunnugt er þurft að segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu um afstöðu ríkisstjórnarinnar.    En velferðar-ráðherrann lít- ur málið öðrum augum. Að hans mati er ekkert nýtt í málinu sem gefur tilefni til þessara aðgerða.    En þetta er einmitt vandinn, þaðer ekkert að gerast í mál- efnum stofnunarinnar og þess vegna þarf að grípa til þessara óyndisúrræða.    Velferðarráðherrann upplýsti áþingi í gær að ekkert hefði gerst frá því hann fundaði um málið 4. júlí sl. og að sá fundur hefði ekki verið að hans frumkvæði. Áhyggj- urnar af áhugaleysinu eru því skilj- anlegar.    Ekki síst þegar litið er til þess-ara orða sem ráðherrann lét einnig falla í gær: „Einhverra hluta vegna þá er það nú þannig með ein- stakar stofnanir sem eru sjálfseign- arstofnanir og eru reknar sjálfstætt að þær fara gjarnan í fjölmiðla þeg- ar eitthvað bjátar á og virðast þurfa að koma málum fram fyrst og fremst þar.“    Viðhorf ráðherrans í garð sjálf-stæðra stofnana er ekki beint jákvætt, eins og Sólheimar og nú Heilbrigðisstofnunin í Hveragerði hafa fengið að reyna.    Hvers vegna ættu þessar stofn-anir að treysta orðum áhuga- lauss ráðherra í blindni? Guðbjartur Hannesson Áhugaleysið leynir sér ekki STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 súld Bolungarvík 12 rigning Akureyri 14 alskýjað Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað Vestmannaeyjar 10 þoka Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 13 skúrir Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 léttskýjað Dublin 15 léttskýjað Glasgow 16 heiðskírt London 18 léttskýjað París 20 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 22 léttskýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 11 skúrir New York 23 alskýjað Chicago 12 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:54 19:53 ÍSAFJÖRÐUR 6:56 20:00 SIGLUFJÖRÐUR 6:39 19:44 DJÚPIVOGUR 6:22 19:23 „Afkoma bankanna og sterk eig- infjárstaða þeirra sýnir svo ekki verður um villst að þeir eiga að geta gengið mun hraðar og ákveðnar til verks. Meðan það er ekki gert og fólk í greiðsluvanda lifir í ótta og óvissu er ekki nema eðlilegt að mikil reiði ríki í garð þessara stofnana,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, í pistli á vef- svæði sambandsins. Tilefni pistilsins er það að stóru viðskiptabankarnir þrír hafa á und- anförnum dögum skilað uppgjörum sem sýna yfir 42 milljarða króna haganað á fyrri helmingi ársins. Gylfi segir það óskiljanlegt að á sama tíma og bankarnir græði milljarða á milljarða ofan þurfi fólk sem á í erfiðum greiðsluvandræð- um að bíða mánuðum og jafnvel ár- um saman eftir úrlausn sinna mála. „Það má vel vera að það sé einhver gangur í almennum úrræðum en það er alveg ljóst að í þyngstu mál- unum er lítið sem ekkert að gerast. […] Ég hef mikinn skilning á þess- ari reiði og tel að hún eigi eftir að magnast á næstunni bregðist bank- arnir ekki við þessum réttmætu kröfum.“ Morgunblaðið/Ernir Hefur skilning á reiði í garð banka Lögreglufélög Vesturlands og Akraness héldu sameiginlegan fé- lagsfund á Akranesi í vikunni og ályktuðu um kjaradeilu lögreglu- manna. Á fundinum sú staðreynd rædd að lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og verða því að treysta á sanngjarna og réttláta meðferð hjá samninganefnd rík- isins. Í ályktuninni segir að lög- reglumenn hafi sýnt mikla þol- inmæði á niðurskurðartímum, þrátt fyrir að það hafi komið niður á ör- yggi þeirra og almennings „en launalega mismunun er ekki hægt að sætta sig við.“ Launaleg mismunun óásættanleg Vesturbyggð mælist til þess við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu að þeir starfsmenn fái frí sem vilja mæta á fund um vegamál með Ögmundi Jónassyni innanrík- isráðherra. Eftir samráð við ýmsar stofnanir og heimamenn lagði Ögmundur til að höggvið yrði á hnútinn í undirbúningi vegabóta fyrir suðurhluta Vestfjarða með því að fara í endurbætur á núverandi vegi yfir Hjallaháls og Ódrjúgs- háls og aðliggjandi vegum. Jafnframt verði gert ráð fyr- ir jarðgöngum undir Hjallaháls í samgönguáætlun til ársins 2022. Heimamenn mótmæltu tillögu ráðherra harðlega og vilja enn láglendisveg eins og áformað hefur verið. Ögmundur var beðinn um að kynna áform sín fyrir íbúunum fyrir vestan og standa fyrir máli sínu gagnvart þeim. Nú hefur verið boðaður fundur í félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 20. september kl. 12 til 13.30. Gefa frí á fund Ögmundar um vegamál Ögmundur Jónasson Lögregla höfuðborgarsvæðisins kyrrsetti flutningabíl fyrr í vikunni vegna þess að frágangur á farmi hans var óviðunandi. Eins og sést á myndinni var ekki skjólborð fremst á vagninum og því ekkert sem hindraði framskrið stálbitans. Af þessum sökum vill lögregla minna á að samkvæmt umferðar- lögum skal flytja farm þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Lögregla kyrrsetti flutningabifreið - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Málefnastarf fyrir landsfund Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn Framundan eru opnir fundir hjá málefnanefndum Sjálfstæðisflokksins og eru allir sjálfstæðismenn hvattir til þess að taka þátt í þeim og hafa þannig áhrif á stefnu og framtíðarsýn flokksins. Opnir fundir málefnanefnda Málefni LSH Mánudagur 19. september kl. 12.00 í Valhöll. Málefni eldri borgara Þriðjudagur 20. september kl. 12.00 í Valhöll. Heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi Þriðjudagur 20. september kl. 17.00 á Kaffi Krús, Selfossi. Menntamál Miðvikudagur 21. september kl. 12.00 í Valhöll. Atvinnumál Miðvikudagur 21. september kl. 17.00 í Valhöll. Stjórnskipunar- og réttarfarsmál Fimmtudagur 22. september kl. 12.00 í Valhöll. Utanríkismál Fimmtudagur 22. september kl. 12.00 í Valhöll. Innanríkismál Mánudagur 26. september kl. 12:00 í Valhöll. Efnahags- og skattamál Miðvikudagur 28. september kl. 12.00 í Valhöll. Vinnudagar málefnanefnda í Valhöll Laugardagur 1. október – Velferðarnefnd, utanríkisnefnd, innanríkisnefnd, menntamálanefnd. Laugardagur 8. október – Atvinnumálanefnd, efnahags- og skattanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.