Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Allt að 100% munur er á kostnaði sem fjármálastofnanir innheimta af viðskiptavinum sínum sem greiða af lánum sínum í heima- banka sínum. Lægst er gjaldið hjá Íbúðalánasjóði eða 75 krónur en það er 150 krónur þar sem það er hæst. Þessi kostnaður á að end- urspegla raunkostnað við að stofna kröfuna. Í gegnum árin hafa ýmsir gagn- rýnt að fólk skuli þurfa að greiða seðilgjald af hverjum greiðsluseðli sem bankar eða fyrirtæki senda heim til fólks. Þessu hefur verið svarað á þann hátt að seðillinn kosti peninga og það kosti pen- inga að senda hann heim til fólks. Eðlilegt sé að lántaki greiði þenn- an kostnað en ekki einhver annar. Í seinni tíð er orðið æ algengara að fólk afþakki greiðsluseðilinn og sjái sjálft um að greiða af lánum í heimabanka sínum. Ef einhver heldur að þar með sé fólk laust við allan kostnað þegar það greið- ir af láninu þá er það misskiln- ingur. Lánastofnanir innheimta svokallað „greiðslugjald“ í hvert sinn sem fólk borgar af lánum sín- um í heimabankanum. Á að endurspegla kostnað Samkvæmt upplýsingum frá bönkunum hefur þetta gjald lengi verið innheimt og gjaldinu sé ætl- að að dekka kostnað við að stofna kröfuna. Gjaldið endurspegli kostnað sem bankarnir þurfi að greiða til Reiknistofu bankanna. En þá vaknar spurningin hvers vegna er þetta gjald mismunandi hátt milli lánastofnana? „Þetta eru gjöld sem fjármála- stofnanir ákveða sjálfar. Við tökum enga ákvörðun um gjöldin sem fjármálastofnanir rukka sína við- skiptavini um,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. Hann sagði að ekki væri hægt að tengja með beinum hætti þjón- ustugjöld sem Reiknistofa bank- anna innheimtir við verðskrá fjár- málastofnana. Það verði til einhver kostnaður hjá þeim sjálfum við innheimtu „sem ráði væntanlega mestu um verðlagningu á þjónust- unni“. Hann segir að eðli þjónustu RB sé mismunandi. Stundum sé innheimt fyrir hana í formi færslu- gjalda, en ef um alrekstur sé að ræða þá sé greitt í formi fastra mánaðargjalda. Heimir Skarphéðinsson, hjá Neytendasamtökunum, sagði að samtökin hefðu mikið fjallað um færslugjöld í gegnum tíðina. Gjöld- in væru ekki ólögleg, en aðalatriðið væri að þau endurspegluðu raun- kostnað og að bankarnir væru ekki að nota þessa innheimtu til að hagnast á henni. Hann sagðist hafa efasemdir um að gjaldið end- urspeglaði í öllum tilvikum raun- kostnað. Algengt er að íbúðalán séu til 40 ára og ef greitt er mánaðarlega eru greiðslurnar 480. Ef gjaldið er 150 kr. nemur heildarkostnaður sem fólk greiðir þegar það borgar í heimabanka sínum 72.000 kr. Það kostar 75-150 kr. að borga af húsnæðislánum  Bankar innheimta gjald þegar greitt er af lánum þó greitt sé í heimabanka Morgunblaðið/Ómar Kostar að borga Þér er gert að borga 75-150 krónur í hvert skipti sem þú greiðir af láni í heimabanka þínum þó greiðsluseðill sé ekki sendur heim. Greiðslukostnaður í heimabanka Kostnaður í krónum Íbúðalánasjóður 75 Landsbanki 120 Arion banki 100 Íslandsbanki 120 MP banki 120 Lýsing 150 SP-fjármögnun 150 Lífeyris. verslunarm. 140 Almenni lífeyrissj. 100 LSR 150 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Slysavarnaskóli sjómanna hefur tekið í notkun þrjá nýja björg- unarbáta, þar af einn lokaðan lífbát af nýjustu gerð. Bátarnir voru keyptir frá Færeyjum og verða not- aðir til kennslu sjómanna á nám- skeiðum skólans. Við þetta tækifæri voru bátunum gefin nöfn og voru það Gylfi Sigfús- son, forstjóri Eimskipa og Björn Valur Gíslason og Ragnar Björns- son, meðlimir hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust, sem það gerðu. Þessir aðilar hafa styrkt starfsemi Slysavarnaskóla sjó- manna veglega. Hlutu bátarnir nöfnin Fossinn, Roðlaus og Bein- laus. Slysavarnafélagið Landsbjörg festi kaup á lífbátnum og léttbát- unum tveimur ásamt búnaði. Roðlaus Björn Valur Gíslason gefur nýja björgunarbátnum nafnið Roðlaus. Nýir björgunarbátar Fræðslu- og kynningarfundur fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein verður í Ljósinu, Lang- holtsvegi 43, mánudaginn 19. sept- ember kl. 17:30. Nánir aðstand- endur eru velkomnir með. Matti Osvald heilsufræðingur verður með fræðslu um mismuninn á körlum og konum, og hversu mik- ilvægt það er fyrir karlmenn að fá fræðslu og heyra um reynslu ann- arra sem hafa byggt sig upp eftir greiningu. Auk þess mun Halldór Snær Bjarnason segja frá eigin reynslu og hvernig það nýttist hon- um þegar eiginkona hans dró hann í endurhæfinguna í Ljósinu. Í kjöl- farið eða næstu tíu mánudagskvöld verða fræðslufundir fyrir karlmenn á sama stað. Ljósið með fræðslu fyrir karlmenn Friðrik Ólafsson vann öruggan sig- ur á Gunnari Gunnarssyni í 19 leikj- um í 6. umferð Norðurlandamóts öldunga í skák í gær. Er Friðrik nú kominn í 3.-5. sæti í mótinu með 4,5 vinninga, hálfum vinningi á eftir finnska stórmeist- aranum Rantanen og danska FIDE- meistaranum Jorn Sloth. Bragi Halldórsson tapaði fyrir Nils Ake Malmdin frá Svíþjóð og er með 4 vinninga eins og Magnús Sól- mundarson. Friðrik í þriðja sæti Kofi Annan, fyrr- verandi aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna og frið- arverðlaunahafi Nóbels, verður aðalfyrirlesari á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni ald- arafmælis skól- ans þann 7. októ- ber næstkomandi. Máþingið ber yfirskriftina „Áskoranir 21. aldar“. Annan kemur hingað til lands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Málþingið, sem fer fram á ensku, verður haldið í Háskólabíói og hefst kl. 13. Það er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Skráning hefst 20. september. Kofi Annan flytur fyrirlestur í HÍ Kofi Annan STUTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Miklar framkvæmdir hafa verið á fé- lagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í sumar. Á vormán- uðum verður svæðið síðan klætt í sparifötin fyrir Landsmót hesta- manna sem þar verður haldið í lok júní. Hvammsvöllur sem er í brekkunni neðan við Reiðhöllina verður að- alvöllurinn á landsmótinu nú, ekki Brekkuvöllur við félagsheimili Fáks eins og síðast þegar landsmót var haldið í Reykjavík. Búið er að laga og stækka áhorfendabrekkuna við Hvammsvöll og hún tekur nú 14 þús- und manns, ef þétt verður setið. Þá verður einnig sett upp bráðabirgða- stúka fyrir 3 þúsund gesti á plan hin- um megin vallarins. Þá er verið að laga keppnisvelli, breikka þá og setja á vikurlag. Brekkuvöllur verð- ur notaður að einhverju leyti til kyn- bótasýninga og kappreiða og sem upphitunarvöllur. Þá er verið að skipta um grindverkið í kringum stóra hringinn neðan við Fáksheim- ilið. Verið er að útbúa 4 hektara tjald- svæði með aðstöðu fyrir tjöld, hjól- hýsi og tjaldvagna og gesti þeirra. Þá hefur sést til hestamanna við að snyrta í kringum hesthús sín og mála. Búist við 16 þúsund gestum Jón Finnur Hansson, fram- kvæmdastjóri Fáks, segir að öllum framkvæmdum sem hafa jarðrask í för með sér verði lokið í haust og næsta vor verði síðan haldið áfram við snyrtingu svæðisins og unnið að lokaundirbúningi þess. Hann segir búist við 16 þúsund gestum á landsmótið sem haldið verður dagana 25. júní til 1. júlí, þar af hátt í sex þúsund erlendum. Svæðið geti þó tekið allt að 20 þús- und gesti. „Við reiknum með að fólk verði mikið á ferðinni því það búa margir hér í nágrenninu. Ég hef þó heyrt um Reykvíkinga sem ætla að gista á tjaldsvæðinu til að ná þeirri stemmningu sem því fylgir og alltaf er á hestamannamótum,“ segir Jón. Hann hefur það frá ferðaþjón- ustufyrirtækjum að mikill áhugi sé fyrir mótinu hjá erlendu hestafólki. „Þetta verður vissulega öðruvísi landsmót en þau sem haldin eru á landsbyggðinni. Reykjavík hefur upp á margt að bjóða, fjölbreytta gistingu og mikla afþreyingu. Þetta verður mikil innspýting fyrir borg- ina og ferðaþjónustuna á Íslandi. Það hefur sýnt sig að þeir útlend- ingar sem koma á landsmót dvelja hér yfirleitt lengur og gera margt í leiðinni. Þetta er fólk sem hefur áhuga á Íslandi og tekur þennan lífs- stíl af alvöru,“ segir Jón Finnur. Hann segir ekki ljóst hvað fram- kvæmdirnar kosta í heildina. Reykjavíkurborg greiðir hluta fram- kvæmdanna með 60 milljóna króna framlagi í ár. Nýtist til framtíðar „Allar þessar framkvæmdir, fyrir utan stúkuna og klósett sem sett verða upp fyrir mótið, munu nýtast hestamönnum og Reykvíkingum til framtíðar, til mótahalds, útreiða og annarrar útivistar í dalnum,“ segir Jón Finnur Hansson. Morgunblaðið/RAX Tjaldsvæði Ekki er tjaldað til einnar nætur í Víðidal. Þar eru verið að leggja þökur á 4 hektara lands fyrir tjöld og hjólhýsi þar sem áður var mói. Jón Kristinsson og félagar hjá Túnþökuþjónustunni leggja á um 600 fermetra á dag. Víðidalur í sparifötin  Áhorfendabrekka stækkuð við keppnisvöll í Víðidal fyrir landsmót hesta- manna á næsta ári  4 hektara tjaldsvæði útbúið með tilheyrandi aðstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.