Morgunblaðið - 16.09.2011, Side 22

Morgunblaðið - 16.09.2011, Side 22
BAKSVIÐ Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Eins og staðan er í dag er í raun hag- kvæmara fyrir fjárfesta að selja íbúðarhúsnæði í útleigu og fjárfesta í ríkisskuldabréfum en að leigja út íbúðina, samkvæmt greiningu Ár- sæls Valfells, lektors við Háskóla Ís- lands, og Hlyns Viðars Birgissonar á fasteignamarkaði. Sé litið til nettó- ávöxtunar þá séu allir kostnaðarliðir á við viðhald, önnur fasteignatengd gjöld og skatta það þungir að leigu- salar borgi með sér og fái ekki fyrir fjármagnskostnaði. Þetta kom fram í máli Ársæls á fundi sem VÍB eignastýringarþjónusta Ís- landsbanka stóð fyrir í gær þar sem farið var yfir íbúðarhúsnæði sem fjárfestingarkost. Leigutekjur þurfa að hækka um um ríflega þriðjung og verðið að standa í stað eða þá íbúðaverð að lækka um nær helming svo leigu- tekjur standi undir væntri arðsemi. Frá og með aldamótum hefur raun- verð húsaleigu hækkað um heil 52%. Lítil sem engin hækkun hefur þó mælst frá árinu 2009. Sérbýlin enn hátt verðlögð Þrátt fyrir að rauníbúðaverð hafi fallið um nær 33% frá árinu 2008 þá er samkvæmt greiningunni íbúðaverð enn of hátt. Sést það á því að raunverð er nokkru hærra en kaupmáttur, en þar munaði nær 6% í lok árs 2010. Síðustu mánuði hefur þó dregið saman með meðaltali raunfasteignaverðs og kaupmætti niður í um 0,7%. Ástæðuna fyrir því að raunverð mælist enn hærra en kaupmáttur má rekja til þess að sér- býlin eru enn verðlögð umfram kaupmátt. Þau halda mismuninum uppi með um 11,2% mun, þó í raun ætti hann að vera orðinn neikvæður að meðaltali. Raunverð fjölbýla hef- ur hins vegar lækkað mikið og er nú 4,4% undir kaupmætti. Þegar spurt er um möguleika á lækkun á húsnæðisverði á næstunni bendir Ársæll á að byggingarkostn- aður sé sá kraftur sem stöðvi lækk- un íbúðarverðs, þar sem fólk sé treg- ara til að selja ef söluverð íbúða fer undir byggingarkostnað en raun- verð sé nú farið að nálgast bygging- arvísitölu. Á ákveðnum svæðum er raun- verð íbúða komið undir vísitölu kaupmáttar. Því sé nú hagkvæmast að kaupa í Kringlunni, Ártúnsholti og Kópavogi en dýrasta fermetra- verðið er á Seltjarnarnesi og í 101 Reykjavík. Hafa ber í huga að ýmsir þættir á borð við nálægð við þjón- ustu geta útskýrt verðmuninn. Þyrfti að minnka kostnað og auka kaupmáttinn Til að hægt sé að réttlæta nú- verandi verð á íbúðamarkaði þyrfti samkvæmt greiningunni að lækka kostnað og auka kaupmátt. Kostn- aðarlækkun fæli t.d. í sér bæði vaxta- lækkun og skattalækkun. Með aukn- um kaupmætti væri leigusala gert kleift að færa fjármagnskostnað yfir í leiguverðið auk þess sem aukin verðmætasköpun styrkti gengi Ís- lands á móti innflutningi. Væri ekkert að gert væri lítill hvati fyrir leigusala til að standa í út- leigu. Hætta væri á því að viðhald drabbaðist niður vegna þess kostnaðar sem fylgir því, auk þess sem nýbyggingar tækju ekki við sér. Eins og staðan er í dag er því þægilegra fyrir leigu- sala að selja fasteignina og sleppa við allt það umstang sem fylgir útleigunni og leggja féð í ríkis- skuldabréf sem gefa betri ávöxt- un en útleigan. Borgar sig hvorki að fjárfesta né leigja út 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breska blaðiðIndepend-ent segir á forsíðu sinni í gær að Evrópusam- bandið hafi sett Þýskalandi úr- slitakosti. Þetta er svo sannarlega ný- lunda, því vanalega setja kommisararnir í Brussel að- eins litlu ríkjunum úrslita- kosti, þeim ríkjum sem þeir eiga allskostar við. Hvernig stendur á því að skriffinn- arnir ráðast í fyrsta sinn á garðinn þar sem hann er hæstur? Hvaðan er hinn óvænti kjarkur þeirra runn- inn? Hann kemur ekki til af góðu. Ótti þeirra við að evran sé að fara fram af hengiflug- inu varð óttanum við Þýska- land yfirsterkari. Jose Manuel Barroso for- seti framkvæmdastjórn- arinnar sagði frá því í ræðu á Evrópuþinginu, að fram- kvæmdastjórnin væri að und- irbúa tillögugerð um sameig- inlega skuldabréfaútgáfu Evrópusambandsins, kerfi þar sem þau ríki evrunnar sem hafa hagað sér bærilega í efnahagsmálum verða sjálf- krafa ábyrg fyrir framgöngu óráðsíuríkjanna. Yfirlýsing Barrosos var eins og snýtt út úr nösum kröfuhafa og spek- úlanta. Nú gætu þeir haldið áfram að kaupa skuldabréf á vafasama ríkissjóði og fram- vísað kröfum sínum á skila- þjóðir. Íslendingar eru ekki alveg ókunnugir hugmyndinni. Um skeið tíðkuðu íslenskir bankar að lána bjartsýnismönnum fyrir stofnfé í vonlausa veit- ingastaði eða enn vitlausari vídeóleigur ef viðskiptajöfr- arnir gátu fengið gömlu frænku til að „lána“ þeim veð í íbúðinni, sem hún átti loksins skuldlausa eftir 40 ára basl. Markaðir urðu himinlifandi yfir tilkynningu Barrosos og hófu sig til skýja og sáu hvar- vetna kauptækifæri. En vandamálið er bara eitt. „Gamla frænka“ Barrosos heitir Merkel og hún hefur fordæmt allar slíkar hug- myndir sem „vitlausasta svar- ið“ við þeim spurningum sem hrannast upp á evrusvæðinu. Við þetta bætist að Stjórn- lagadómstóll Þýskalands virðist telja að útgáfa slíkra bréfa stangist á við stjórn- arskrá landsins. Það er því alls ekki víst að Jose Barroso komist upp með að skapa nýj- an grundvöll fyrir sinni aumu evru með aðferðum sem dugðu til að fleyta völtum vídeóleigum áfram þar til búið var að selja ofan af gömlu frænku og klára það sem út úr því fékkst. En á meðan á þessu stendur fer fram sérkennileg umræða um ís- lenska krónu á hennar heimaslóð. Láta forystumenn úr stjórn og jafnvel stjórnarandstöðu þar til sín taka. Fremstur meðal jafningja fer maðurinn sem Seðlabankinn og gjaldmiðill- inn heyra undir og gerir hann sitt til að grafa undan öllu því sem undir hann heyrir. Stundum er látið sem þau vandamál sem hrjá evruna hljóti einnig að gilda um ís- lensku krónuna og raunar í enn þá ríkari mæli, því hún sé jú „örmynt“ „örþjóðar“ eins og tönglast er á. Þetta er auð- vitað bábilja. Myntbandalag er eitt, gjaldmiðill sjálf- stæðrar þjóðar er annað. Nú ber öllum saman um, fylgjendum sem andstæð- ingum evrunnar, að kenningin um að myntbandalag margra þjóða fengi staðist án víð- tækrar efnahagslegrar mið- stýringar sé fallin um sjálfa sig. Þá staðreynd verði að við- urkenna og kostirnir sem þá séu fyrir hendi séu aðeins tveir: Leysa þjóðirnar undan evrusamstarfinu eða að auka efnahagslega miðstýringu þeirra til mikilla muna. Frá- leitt er fyrir þjóð að vera í að- ildarviðræðum við ESB án þess að sú ákvörðun verði end- urskoðuð, haldið við hana eða fallið frá henni, í samræmi við þessa gjörbreyttu stöðu. Hitt sem gasprarar hafa farið fram með, að íslenska krónan hafi farið kollsteypur á 5 ára fresti á undanförnum tveimur áratugum, er fleipur eitt. Krónan féll vissulega með dynk í kjölfar bankahruns. Það hlaut hún að gera, af því að hún virkaði sem sjálfstæður gjaldmiðill og um leið þýðing- armikill mælikvarði á efna- hagslíf þjóðarinnar sem í hlut átti. Grikkland hrundi. Írland hrundi. Portúgal hrundi. Malta á í vandræðum. Kýpur á í vandræðum. En gjaldmiðill þessara þjóða tekur ekki mið af því. Hann er ekki raunveru- legur gjaldmiðill þessara þjóða, hann er gjaldmiðill Þýskalands og Frakklands. Áfall evruþjóðanna sem eru í erfiðleikum er í raun minna en Íslands, en eftirköstin þrátt fyrir það mun verri, því þjóðirnar eiga ekki lengur sína eigin mynt, og sameig- inlega myntin þeirra lætur eins og hún hafi aldrei um þær heyrt. Það er mesti bölvald- urinn. Hvers vegna eru for- ystumenn í íslensk- um stjórnmálum úti á þekju í umræðu sem aðrir fara létt með?} Þýskalandi hótað S umu erum við orðin svo vön, að við erum farin að líta á það sem hreint og klárt náttúrulögmál; eitthvað sem alls ekki er hægt að hnika til eða breyta. Veki einhver máls á því að hugsanlega gætu hlutirnir verið á einhvern annan hátt er honum mætt með þögn eða háði. Tíu ára skólaskylda virðist vera eitt þessara náttúrulögmála, en nýleg ummæli borg- arstjórans í Reykjavík vöktu víða hneykslan þegar hann sagði að hana ætti að afnema. Svipuð viðbrögð fær Margrét Pála Ólafs- dóttir, sem af mörgum er talin vera einn helsti uppeldisfrömuður sem landið hefur alið, þegar hún segir að nauðsynlegt sé að taka upp um- ræðu um skólaskyldu. Til að taka af öll tvímæli þýðir afnám skóla- skyldu ekki það sama og að börn eigi ekki að fá neina menntun. Afnám skólaskyldu þýðir ekki að börn eigi að sofa til hádegis á hverjum degi og slæpast svo af- ganginn af deginum í Kringlum og Smáralindum, heið- virðum borgurum til ama. Afnám skólaskyldu felur m.a. í sér viðurkenningu á því að menntun getur farið fram á fleiri vegu en í hefðbundnum skólum. En eins og Mar- grét Pála hefur bent á, þá myndu líklega allflestir for- eldrar velja að börnin þeirra hlytu menntun í skólum, burtséð frá því hvort þau væru skólaskyld. Ummæli Jóns Gnarr þóttu mörgum enn eitt dæmið um skringilegheit hins uppátækjasama borgarstjóra, við- brögð voru ýmist á þann veg að réttast væri að svona snargalinn maður segði af sér hið snarasta eða að þetta væri bara hrein og klár athygl- issýki, þar sem hann hefði ekki komist á for- síður blaðanna í nokkurn tíma. Borgarstjóri var einfaldlega að reyna að opna umræðu um menntamál og vísaði þar til eigin reynslu, en skólaganga hans mun ekki hafa verið sérlega farsæl. Þarna var, eins og svo oft, einblínt á þann sem talaði í stað þess að hlusta á það sem hann sagði. Hér er ekki verið að halda því fram að við eigum að drífa okkur í því að afnema skóla- skyldu, en hvers vegna má ekki ræða aðra möguleika á fyrirkomulagi á menntun barna? Þarf menntun endilega að eiga sér stað innan veggja formlegra skólastofnana? Skóli er vissulega menntastofnun, en menntun er ekki það sama og skóli. Umræða um skóla- og menntamál er af afar skornum skammti hér á landi og því ber að fagna þegar hún kemur upp í stað þess að þagga hana niður með háðsglósum. Víða í hinum vestræna heimi er ekki skólaskylda, held- ur er þar fræðsluskylda. Sá háttur er til dæmis hafður á í Danmörku en þar geta foreldrar valið um hvort börn þeirra hljóta menntun í opinberum grunnskóla, einka- skóla eða heima við. Ekkert bendir til þess að dönsk börn fái á einhvern hátt lakari menntun en þau íslensku, þrátt fyrir skort á skólaskyldu. Má ekki ræða þetta? Meira púðri hefur verið eytt í ómerkilegri málefni en menntun barnanna okkar. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Má ekki ræða þetta? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Um 80% samdráttur FASTEIGNAMARKAÐUR Nær 80% samdráttur hefur orðið á veltu á fasteignamark- aði sé mælt á raunvirði frá því að markaðurinn náði hámarki sínu árið 2007. Velta á fast- eignamarkaði hefur dregist saman um nær helming að raunvirði frá árinu 2001. Þetta kom fram í máli Ársæls Val- fells lektors við Háskóla Ís- lands á fundi sem VÍB eigna- stýringarþjónusta Íslandsbanka stóð fyrir í gær um íbúðarhúsnæði sem fjárfestingarkost. Þegar litið er yfir fast- eignabóluna sem var á Íslandi upp úr síðustu aldamótum í sögulegu samhengi við Norður- löndin, sést að ekki að- eins var hún mest hér á landi. Skellurinn var líka stærstur hér og markaðurinn á enn eftir að ná sér.Ársæll Valfells Raunþróun kaupverðs og vísitölu kaupmáttar 190 170 150 130 110 90 Raunþróun kaupverðs pr. fermetra Vísitala kaupmáttar 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Heimild. Ársæll Valfells og Hlynur Viðar Verðþróun frá 2000 til 2010 í þúsundum króna pr. fermetra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.