Líf og list - 01.05.1952, Page 2
JANÚAR 1952.
MIKIL FLÓÐBYLGJA gengur yt-
ir lítinn bæ. Um hvað tala karlar og
kerlingar næstu daga? Um flóðbylgj-
una. Auðvitað. Oss verður hið sama
Eftir bókaflóð jólanna verðum vér
að tala um bækur og getum þó ekki
minnzt nema á örfáar, enda höfum
vér ekki lesið allt, sem þó hefur
vakið umtal, eins^og til dæmis Sælu-
viku Indriða Þorsteinssonar. Mikil
lifandi skelfingar ósköp hljóta að
vera af kláminu í þeirri bók, úr því
að Hagalín blöskrar.
Skal nú geta nokkurra bóka og
byrja á yngsta höfundinum, Jökli
Jakobssyni, manni milli tektar og
tvítugs. Um bók hans Tæmdan bikar
er náttla ekki afar mikið að segja,
en hún er hress og djörf, og ef oss
missýnist ekki, lofar góðu, já mjög
góðu um höfund sinn, þegar honum
vex vizka með vexti. Eyra og auga
hefur hann i lagi. Og má Jökull vel
við una, þótt vér hrósum honum ekki
meira að sinni. Egill Skallagrímsson
fékk andaregg og þrjá kuðunga fyr-
ir frumsmíð sína í bókmenntum, en
varð seinna slíkt ofurmenni í skáld-
skap, að hann þá hvorki meira né
minna en höfuð sitt af bragarlaun-
um, og hafði þó ekki þann háralit,
sem æskilegastur er stórskáldum.
Þá er það Ólafur Jóhann Sigurðs-
son og hans Vorköld jörð. Þetta er
mjög góð saga, prýðisvel unnin og
í henni mikil ljóðræn fegurð og sál-
skilningur. En það skyldi þó ekki
vera, að hún væri of vel unnin, að
höfundurinn vaki yfir sjálfum sér
með of grimmri gagnrýni. Maður
fær stundum þá tilfinningu, að
höfundurinn sé kúgaður af sjálfs
sín aga og þori varla að láta eins
og hann lystir fyrir sjálfum sér.
Offágun listaverks getur hæglega
minnt á dauðamörk. En sem sagt,
þetta er bara grunur, og flest viljum
vér segja gott um þessa bók. Og
heiður sé Ólafi Jóhanni fyrir það
mál, sem hann hefur nú orðið á valdi
sínu. Sá er nú ekki blankur í íslenzku
fremur en Helgi Hjörvar. Þó kemur
það fyrir, að orð liggja utan á hon-
um, en eru honum ekki samlifuð
(aldrei svo hjá Helga), eru orður
fremur en orð.
Og að lokum Jón Björnsson, vinur
Lífs og listar. Þeim var ég verst,
stendur þar. Valtýr á grænni treyju
þykir oss skemmtileg saga aflestrar,
spennandi, allvel sögð, persónurmarg-
ar lifandi og ekki ófróðlegar mann-
gerðir. Með gleði tökum vér undir
með þeim ritdómurum, sem lofað
hafa Jón Bjömsson fyrir þessa bók
og telja hana beztu bók hans. En nú
má hann alvarlega vara sig. Hann
var bráðheppinn með söguefni í
þetta skipti og má vel fyrir sjá, að
svo verði áfram. Og margan galla
finnum vér á þessari bók. Illa kunn-
um vér þessum hrærigraut af lands-
sögu, persónusögu og menningar-
sögu 18. aldar innan um skáldsög-
una. Síðasti hluti, eftir að Valtýr
fyrri er fallinn, er einhvern veginn
eins og tréfótur, sem skrúfaður er á
lifandi líkama. Og skelfing gloprast
Valtýr yngri á Eyjólfsstöðum ófim-
lega niður úr höndum skapara síns,
eins og þó var til hans vandað. Að
lokum er svo mjög alvarleg að-
finnsla, sem vér berum fram í
trausti þess, að Jón Björnsson telji
það vinsemdarvott heldur en hitt.
Höfundurinn þarf að læra mál sitt
miklu betur og á sér engrar undan-
komu auðið frá því. Því fer mjög
fjarri, að hann sé vaxinn frá fóstur-
máli sínu, dönskunni, og mætti
sanna þetta með mýmörgum dæm-
um. Hér vantar gagnrýni á sjálfan
sig, hörku við sjálfan sig og virðingu
fyrir tungunni, þá virðingu, sem er
conditio sine qua non fyrir islenzkan
rithöfund. Og stíllinn þarf að rísa,
bera höfuðið hærra, hefja sig af
blessuðu undirlendinu. Allt þetta
getur Jón Björnsson, alvarlega hugs-
andi og leitandi maður. En eitthvað
brestur á, ef til vill smekk og hörku,
ef til vill bara það, að einhver segi
þetta við hann. Jæja, þá höfum vér
sagt það, komi hvað sem koma vill.
Um prófarkalestur
ÚR ÞVÍ að vér höfum minnzt á
bók Jóns Björnssonar, er ekki úr
vegi að víkja að prófarkalestrinum
á henni. Þótt liann sé óviðkomandi
bókmenntajplai, er hann alténd
hreinlætisatriði, sem öllum kemur
við. Þessi bók er morandi af villum,
sem stafa af lélegum prófarkalestri.
Með vilja nefnum vér þetta ekki
prentvillur, því að flestar stafa ber-
sýnilega af fákunnáttu prófarkales-
arans i lögboðinni stafsetningu, og
taki þeir til sín, sem eiga. Prófarka-
lesarinn er til dæmis verri en vit-
laus í setunni. Til er gamalt fólk
óskólagengið, en kann þó að draga
til stafs, og heldur, að ufsílon og seta
séu viðhafnarstafir, sem nota eigi í
þeim orðum, er maður vill sýna sér-
staka virðing, og má meta þá kurt-
eisi að bjóða ekki sjaldyrðum og
faguryrðum sömu larfana og húð-
þrælkuðum hversdagsorðum málsins.
Þetta er surhsé til að gera mun á
lærðum og leikum. Þeir hjá Norðra
virðast halda, að seta í miðmyndar-
endingum sagna sé til skrauts, og
geti menn látið smekk eða geðþótta
ráða, hvenær hún sé notuð. Er þvi
líkast sem prófarkalesarinn hafi
haldið á ákveðnum fjölda af setu í
hendi sér og sett þær í miðmyndar-
endingarnar að vild sinni, eins og
þegar skrautkúlur eru hengdar á
jólatrésgreinar. Gamalt fólk má nota
sín ufsílon og setur að vild í sendi-
bréfum til barnabarna sinna, því
að það gerir það af hæversku, en
atvinnuprófarkalesarar mega það
ekki, því að þeir gera það af van-
þekkingu, sem er óleyfileg í þeirri
stétt.
Framh. á bls. 41.
2
LÍF og LIST