Líf og list - 01.05.1952, Side 40

Líf og list - 01.05.1952, Side 40
E. A. KARLFELDT: Þú átf brunamagn í augum Dalaskáldið E. A. KARLFELDT (f. 1864, d. 1931) er eitt af vinsæl- ustu ljóðskáldum Svía. Hinni fögru náttúru „Dal- anna“ lýsir hann í ódauðlegrum kvæðum. í ljóð- um sínum túlkar hann heilbrigða lífsgleði og hita ástarinnar en slær einnig á hina þunglyndis- le'gu strengi og dylur oft barns- lega viðkvæmni sína með sjálf- hæðni. — E. M. J. Þú áll brunamagn í augum, svo ég brá&na í návist þinni. Snú þér burtu, annars Verð ég eins og gujuþrunginn hver. Eg er strengspil, gjörvöll heimsins lög og stej þar dveljast inni. Á þá strengi fœrðu leiþið hvað þú vilt og ósþar þér. Snú þér jrá mér! Snú þér að mér! Láttu blóð mitt svella, sjóða. £g er sambland vors og haustsins, ég er löngun, djúpar þrár. Nú er sérhver strengur spenntur, lát þá syngja tryllta, óða, jram minn síðastþveðna mansöng, Ijóð, er spegli horjin ár. Snú þér að mér! Eins og haustþvöld nú við brenna sþulum bœði. Um Vorn blóðidrijna gullsþjöld ólgar stormsins gleði há, unz að lygnir, og ég spor þín hverja sé við sollinn græði, Þú, hin síðasta er jylgdir mér af œsþuheitri þrá. Einar M. Jónsson þýddi. ur hans látæklegur. Menn mega ekki slaka til, þótt hlutverkiÖ sé óbrotið og einfalt. Leikarinn er á sviðinu til þess að leika, jafn- vel þótt hann sitji bara þegjandi á stól. Hafnfirðingar sýndu alvöru- þrunginn leik, írskan, Allra sálna messu. Þorgrímur Einarsson lék þar föðurinn sem gestur. Mátti sjá, að þar fór vanur maður með hlutverk og sýndi hann þar bezt- an leik. Stíll hans var hreinn og hlutverkið vel byggt upp og auð- sjáanlega þaulhugsað. Þorgrímur leggur alltaf alúð við hlutverk sín, sem góðum leikara sæmir, á stöku stað hefði hann þó getað gefið meira af sjálfum sér, þar sem tilefni gafst til. Þorgrímur er orðinn það reyndur leikari, að honum ætti að verða falin stærri hlutverk, en hann hefur fengið hingað til. Sem gamanleikari á hann eftir að auðga leiklistarlíf okkar að skemmtilegum persón- um. Sigurður Kristins lék soninn Mikael og var leikur hans lifandi og þróttmikill. Að sjálfsögðu var leikur hans nokkuð ójafn, en undir góðri stjórn Einars Pálsson- ar náði hann ágætum sprettum, ákafi hans og alvara var sannur og áhrifaríkur leikur. Móðirin Katrín hjá Huldu Runóljsdóttur var sterkt leikin, helzt til sterkt. Hulda lagði áherzlu á að sýna geðhörkuna og gerði það oft vel, en nokkuð skorti á tilbreytingu og sveigjanleik. Þá var athyglis- verður leikur hjá Auði Guð- mundsdótur í hlutverki Mollys, unnustu Mikaels. Af ungu stúlk- unum í þessum fimm leikjum sýndi hún ótvírætt mesta hæfi- leika. Leikur hennar var öruggur og óþvingaður og góður skilning- ur á hlutverkinu. Hún er auðsjá- anlega efni í leikkonu, ef hún hefði hug á slíku. Onnur hlutverk voru veigalítil bæði að efni og meðferð. Leiksviðið var frumlegt og í alla staði vel unnið, en smíði þess önnuðust Sigurður Kristins og Gunnar Bjarnason, en leiktjöld málaði Lothar Grundt. Leikstjórn- in hefur Einari Pálssyni aldrei tekizt betur. Hann náði þegar frá byrjun hinum uggvænlega blæ á leikipn, sem undirbýr þá válegu atburði, sem gerast í leikslokin. Staðsetning persónanna bar vott um leikrænan skilning, en leik- hraðinn var í hægara lagi. En þegar alls er gætt mætti segja að Hafnfirðingunum bæri þó sigur- vegaratitillinn, leikendurnir voru jafnbetri en í Á útleið. Þriðju í röðinni urðu Borgnes- ingarnir með Ævintýri á göngu- för og ber það að þakka einum leikara, Marinó Sigurðssyni, sem lék Kranz héraðsdómara af hjart- ans lyst og hreif áhorfendur með sér. Þetta er þakklátt hlutverk, en eigi að síður verður að leika það af lífi og sál, eins og Marinó gerði. Gaman væri að sjá Marinó sem gest hjá Leikfélagi Reykja- víkur við tækifæri. Konu héraðs- dómarans lék Freyja Bjarnadótt- ir skemmtilega á köflum, einkum í samleik við Marinó. Þá var at- hyglisverður leikur Unnar Ágústs- dóttur, sem Lára. Hún sýndi hina hóglátu heimasætu þeirra tíma á sannan og látlausan máta. Skrifta- Hans Halldórs Sigurðssonar var nokkuð viðvaningslegur, úr hon- um mátti gera miklu skemmti- legri persónu. Assessorinn hjá Ragnari Olgeirssyni var líka frek- ar bragðdaufur, en ekki heldur lélegur. Stúdentarnir og Jóhanna voru undir meðallagi, þó var Jón Ben þeirra skárstur. Söngurinn var yfirleitt laglegur, en leikstjórn 40 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.