Teningur - 01.01.1987, Síða 9

Teningur - 01.01.1987, Síða 9
Thor Vilhjálmsson Hinn fallni Annað veifið snjóaði, þennan morg- un. Borgin hafði vaknað seint. Maður lá á götunni hreyfingarlaus. Eða öllu held- ur lá hann á gangstéttinni. Það hallaði undan, stundum sló fyrir ísætri lykt frá brugghúsi. Nokkrir menn stóðu yfir manninum í brekkunni. Þeir töluðu saman án þess að horfa á hann. Þetta var roskinn maður með steingrátt hár. Hann lá með höfuðið við húsvegg hjá litlum glugga en fæturnir vissu útað göt- unni. Oðrumegin í glugganum var gardína með mynd af úlföldum hjá.pýramída og hún rifin fyrir neðan kryppuna og þvert yfir hálsinn á dýrinu sem þoldi þorsta öllum betur. Þegar nær dró sást að maðurinn var farinn að hreyfa sig, bæra höfuðið ofur- lítið. Ur munninum rann froðaíþykkum taumi útá kinn og þaðan niöurá hökuna. Það kom ekkert blóð uppúr honum. Bara froðan sem rann útum vinstra munnvikið. Svartur frakki mannsins var frá- hnepptur, það snjóaði kyrrlátlega á hann einsog fallinn hermann á yfirgefn- um vígstöðvum. Aleinn í valnum. Snjóflygsurnar voru stórar og féllu hægt í hárið á honum, andlitið, augnlok- m og lentu á prjónapeysu hans hnepptri og bráðnuðu þar. Hún var brúnköflótt með gulleitum teinum sem skásniðust. Næstefsta talan hékk á bláþræði einsog könguló sem hefur lamast. Maðurinn hreyfði höfuðið ofurlítið og hægt, það heyrðist ekkert í honum. Hin- ir mennirnir stóðu yfir honum og töluðu saman einsog þeir vildu ekki láta bendla sig of mikið við hann. Rauður leigubíll stóð við gangstéttina með fyrirferðar- mikinn afturenda, langdregin hemlaför. Mest bar á þreknum manni í fráhnepptri fölgrænni úlpu með hettuna lausa. Dag- blaðavöndull í vasanum. Hann var kraftalegur og jafnbola með kringlótt höfuð, það var einsog kúla úr fornri fall- byssu. Enginn fór úr frakka sínum eða úlpu til að breiða yfirofaná hinn fallna. Hann lá þarna grannur og holdskarp- ur með mjög stórt nef, ögn íbjúgt, hvasst og bláleitt en hátt sem goggur. Varla litur í andlitinu. f fyrstu hefði mátt ætla að hann væri með niðurfallssýki. Unga konu bar að í rauðri kápu með tóman plastpoka og spurði: Hvað skeði eiginlega? Hann datt og sló hausnum við stein- vegginn, sagði þá maður með valbrá og brúna einkennishúfu með gylltri rönd, og fór að horfa á hann einsog tilskipaður hjúkrunarmaður sem ætlað væri að fylgjast með sjúklingi og rumskar við á verðinum við áminningu, alveg einsog hann gerði sig allt í einu áhugasaman. Tveir álútir rakarar voru á vappi í hvít- um sloppum sínum langir með framsett- ar axlir. Síðan kom sjúkrabíllinn. Einkennisklæddir menn í svörtum föt- um með gyllta hnappa tóku manninn upp og létu hann í sjúkrakörfu. Annar var í brúnum skóm sem voru farnir að lýsast af ofburstun. Einhver tók hatt mannsins uppaf gangstéttinni og lét hann með lotninga- svip á bringu hans, einsog væri sálmabók á liðið lík. Nú þetta er bara hann Helgi peli, sagði maður sem gekk framhjá og sveifl- aði stuttum handleggjum feitlaginn, í bláum rykfrakka með belti og axlaskúfa, og blá augu sem voru að lýsast upp. Tvær miðaldra konur með plastkupl- ur gagnsæjar yfir hári með krullupinnum stóðu í andstuttu samtali með miklu handapati, líkt, og þær væru að þrefa um verð á eggjum. Hvað kom fyrir? segir ungur maður í kragalausum brúnum leðurjakka með gráa, loðhúfu á höfði. Hann datt, segir annar rakarinn mjó- róma og hafði hringt eftirsjúkrabílnum. Hann var einsog leiksviðsstjóri, drjúgur á svipinn: en reyndi að leyna því, það kom fram í munnsvipnum. Hann var hávaxinn maður með svart hár, límt saman með feiti en lyftist að aftanverðu þegar hann gekk, einsog svartur vængur ofaná höfði mannsins, slóst þegar hann gekk. Ermarnar á hvít- um slopp hans voru stuttar. Hendurnar voru stórar og minntu á þvottakonu, hann hafði gyllt teygjuband á armbands- úri sínu sem var of vítt. Síðan ók sjúkrabíllinn burt. Fólkið dreifðist. Nema konurnar tvær stóðu eftir og töluðu hvor uppí aðra. Og snjókornin tóku að falla á auða blettinn þarsem maðurinn hafði legið á gangstéttinni. í glugganum voru tveir bleikir túlípanar með mislanga stilki í glugganum í græmálaðri kaffikrús. Snjóflygsurnar voru stórar og féllu hægt. 7

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.